Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 56

Morgunblaðið - 17.08.2006, Page 56
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122 FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alladaga í Lágmúla og Smáratorgi JÓNAS Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlits- ins (FME), segist mjög ósáttur við úrskurð kærunefndar sem fellt hefur úr gildi ákvörðun FME um að hópur stofnfjáreiganda fari sam- eiginlega ekki með meira en 5% atkvæðisréttar í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH). „Mér finnst niðurstaðan illa rökstudd og nefndin reynir að koma sér hjá því að taka efn- islega á málinu. Ég hvet alla til að lesa úr- skurðina því þar er hægt að sjá hvernig pen- ingaslóðin liggur á milli aðila að málinu,“ segir Jónas. Sigurður G. Guðjónsson, hrl. og stofnfjáreig- andi í SPH, segist mjög ánægður með að kæru- nefndin skuli hafa tekið á málinu og snúið því við en á sama tíma sé hann vonsvikinn yfir því að löggjafinn hafi að beiðni FME látið hafa sig út í það að afmá kærunefndina. | 4 „Peningaslóðin liggur á milli“ ÖKUMENN í Alþjóðaralli Bif- reiðaíþróttaklúbbs Reykjavíkur, Rally Reykjavík, voru önnum kafnir við síðustu prófanir á bif- reiðum sínum þegar ljósmyndari þjálfun þeirra í akstri við erfiðar aðstæður. Að sögn þeirra er mikil áhersla lögð á slíkar æfingar hjá breska hernum og þykja íslenskir malarvegir henta með ágætum. sérleiðum í dag. 26 áhafnir taka þátt í keppninni í ár, þ.a. tólf er- lendar. Stór hluti erlendu áhafn- anna er breskir hermenn sem taka þátt í keppninni sem lið í Morgunblaðsins átti leið hjá í gærkvöldi. Keppnin hefst klukk- an 17 í dag þegar keppnisbílarnir verða ræstir frá Perlunni en alls verða eknir 105,2 km á fjórum Morgunblaðið/Sverrir Önnum kafnir fyrir rallið ÞRETTÁN útlendingar og einn Ís- lendingur hafa verið kærðir til lög- reglu vegna aðgerða sinna á bygg- ingarlóð álvers Alcoa Fjarðaáls í gærmorgun. Fólkið fór í dagrenn- ingu inn á lóðina og dreifði sér um hana. Þrír fóru efst upp í háa bygg- ingarkrana en aðrir festu sig við tæki eða klifruðu upp á þök bygg- inga. Alcoa kærir fólkið fyrir að hafa farið í leyfisleysi inn á svæðið og stofnað sjálfu sér og öðrum í hættu. Í kærunni er m.a. fyrirvari um hugs- anlegar skaðabætur vegna vinnu- stöðvunar, en tjón vegna 8 tíma tafar á byggingarstað er talið geta numið allt að 70 milljónum króna. Vinna hófst aftur á byggingarlóðinni um kl. hálftvö í gærdag. Kærubunkar bíða afgreiðslu „Við áttum alveg eins von á þessu,“ sagði Óskar Guðmundsson, lögreglumaður á Eskifirði og stað- gengill yfirlögregluþjóns, eftir að tekist hafði að ná öllum mótmælend- unum út af byggingarsvæðinu í gær. „Þau eiga yfir höfði sér önnur mál sem eru ekki kláruð en það er ekki búið að taka ákvörðun um hvað verð- ur gert.“ „Mótmælendurnir halda því fram að bygging álversins sé ólögleg, en það er rangt að Hæsti- réttur hafi úrskurðað að svo sé,“ seg- ir Erna Indriðadóttir, talsmaður Al- coa Fjarðaáls. Morgunblaðið/Helgi Garðarsson Mótmælendur klifruðu efst upp í krana, festu sig við tæki og fóru upp á þök bygginga Stofnuðu sjálfum sér og öðrum í hættu Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is  Tjón vegna vinnustöðvunar | 21 ÞÝSKUR ferðamaður beið bana þegar ísblokkir hrundu ofan á hann í einum af íshellunum sem er að finna í nágrenni Hrafntinnuskers, sunnan Landmannalauga. Maðurinn var á ferð ásamt félaga sínum en þeir höfðu gist í skála Ferðafélagsins í Hrafn- tinnuskeri aðfaranótt miðvikudags. Fóru þeir út að morgni til að skoða hellana en þá varð slysið sem varð öðrum mannanna að bana. Félagi mannsins hringdi á hjálp. Viðbúnaður var af hálfu Landsbjargar og þyrlusveitar Landhelg- isgæslunnar en aðgerðir voru að mestu aftur- kallaðar þegar tilkynnt var að maðurinn hefði látist. Lögreglan á Hvolsvelli segir að hann hafi látist samstundis. Varar við hellaferðum Hellinum var lokað og vill lögreglan koma á framfæri aðvörun til ferðamanna um að forðast íshellana við Hrafntinnusker. Talsvert hrun hafi verið úr þeim og auk hrunsins í gær séu merki um nýtt íshrun í öðrum hellum. Þeir séu því hættulegir ferðamönnum og eru þeir eindregið hvattir til að fara ekki inn í þá. Lögreglan á Hvolsvelli fer með rannsókn málsins. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu. Morgunblaðið/RAX Varð undir ísblokkum og lést samstundis SKATTA- og tollalækkanir eru ekki í samræmi við stefnu Seðla- banka Íslands um að ná tökum á verðbólgu í landinu, að sögn Dav- íðs Oddssonar, formanns banka- stjórnar Seðlabankans. Seðlabankinn ákvað í gær að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentur í 13,5%, en um er að ræða minni vaxtahækkun en í síð- ustu þrjú skipti þegar bankinn til þess að tilraun SA og ASÍ til þess að stýra launaþróuninni og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til þess að draga úr eftirspurn séu að skila árangri fyrr og betur en von- ast var eftir,“ segir í yfirlýsing- unni. „Efnahagslífið er nú komið í niðursveiflu og bankinn ætti að vera kominn í vaxtalækkanaferil,“ segir og í yfirlýsingunni og er því spáð að verðbólgan verði komin að 2,5% markmiði Seðlabankans jafnvel strax á fyrstu mánuðum næsta árs. | B1 til harðrar lendingar í íslensku efnahagslífi á næsta ári með minni hagvexti, minni kaupmætti og auknu atvinnuleysi. „Líkur eru því á að verðbólgan hafi náð há- marki. Þriggja mánaða verðbólg- an hefur lækkað hratt að undan- förnu og víst er að næsta mæling Hagstofunnar sýni lækkandi verðbólgu. Seðlabankinn virðist lítið tillit taka til þessara atriða,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Í yfirlýsingu frá Samtökum at- vinnulífsins segir: „Allt bendir nú hefur hækkað stýrivexti um 0,75% í hvert sinn. Alþýðusam- band Íslands og Samtök atvinnu- lífsins létu hvor tveggju frá sér fara harðorðar yfirlýsingar þar sem fundið er að hækkuninni og hún sögð meðal annars munu auka líkur á harðri lendingu ís- lensks efnahagslífs. Komið að vaxtalækkunarferli Alþýðusamband Íslands segir vaxtahækkun Seðlabankans leiða Stýrivaxtahækkun vekur hörð viðbrögð Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is GEIR H. Haarde forsætisráð- herra hefur fyrir hönd allra ráðherra Sjálfstæðisflokksins þegið boð Ómars Ragnarsson- ar um að skoða Kárahnjúka- svæðið með leiðsögn hans. Auk ráðherranna hafa þrír yfirmenn fjölmiðla þegið boð Ómars um að skoða Kára- hnjúkasvæðið. Að sögn Ómars hafa um 50 manns farið með honum í ferð- ir um Kárahnjúkasvæðið í sumar. Ráðherrar taka boði Ómars  Sjálfstæðismenn | 4 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.