Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.08.2006, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 7 8 S kánn, syðsti hluti Svíþjóð- ar, hefur upp á margt að bjóða og er einna helst þekktur fyrir veðursæld, góðan mat, keramik og fallegar strendur. Margir Svíar eiga sumarhús á Skáni, ekki síst í Österlen sem er suðausturhluti Skánar eða Skåne eins og landsvæðið heitir á sænsku. Til Österlen flykkjast íbúar Stokkhólms á sumrin. Österlen er heimsóknarinnar virði og Íslendingar eiga hægt um vik, t.d. frá Kaup- mannahöfn. Simrishamn er fallegur gamall síldarbær í Österlen. Sex þúsund manna bær við Eystrasaltið með hlöðnum götum, fallegri höfn og sjáv- arréttaveitingastöðum. Frá Simr- ishamn er stysta leiðin til dönsku eyj- unnar Borgundarhólms og þar á milli er hægt að fara í dagsferðir eða lengri ferðir, en bátsferðin tekur um klukkustund. Einn vinsælasti áfangastaður Dana Borgundarhólmur er einn vinsæl- asti áfangastaður Dana í sumarfríinu og þeir halda fast í þessa eyju sem e.t.v. ætti fremur landfræðilega að til- heyra Svíþjóð. Engir aðrir en danskir ríkisborgarar mega eiga þar fast- eignir og það þykir auk þess mjög fínt. Simrishamn og nágrenni er vel þess virði að skoða. Hótelið Kockska Gården er skemmtilegt hótel í gömlu verslunarhúsi frá átjándu öld, sem gert var upp á sjötta áratug síðustu aldar. Húsgögnin eru þekkt dönsk og sænsk hönnun og vandað er til inn- réttinga. Biðja ætti um herbergi sem vísar ekki út að götu því raunin er að hlaðnar götur ýkja umferðarhávaða! Í morgunmatnum fær hráefni stað- arins sinn sess og hans er hægt að njóta úti í fallegum garði með litlum sítrónutrjám í pottum. Veitingastaðir eru margir góðir í Simrishamn. Maritim hefur besta orðsporið en freista ætti þess að panta borð eða mæta tímanlega því þar er yfirleitt fullt. Þar er reyndar gott hótel líka. Veitingastaðurinn Rö- ken, alveg niðri við höfn, var valinn í staðinn og þar var mjög góður matur á sanngjörnu verði. Komið við í verðlaunabakaríi Frá Simrishamn til Ystad, sem liggur í útjaðri Österlen, er afar falleg leið meðfram ströndinni. Á leiðinni er hægt að stoppa til að synda í sjónum við einhverja af ófáum hvítum sand- ströndum Skánar, fá sér kaffi og með því í verðlaunabakaríi og skoða dul- arfullar víkingamenjar á Suður- Skáni, Ale steinana. Brantevik er fyrsti viðkomustað- urinn, lítið fallegt fiskiþorp. Meðfram strandlengjunni lengra suður eftir er hægt að velja úr mörgum sund- stöðum. Sandhammar, endalaus hvít strönd, verður fyrir valinu. Hungur er farið að segja til sín um hádegisbil og því er haldið í verðlaunabakaríið Olof Viktors bageri í Glemmingebro. Mikil aðsókn er í bakaríið og kaffi- húsið sem staðsett er í gömlu býli ná- lægt þjóðveginum. Stór garður er bak við kaffihúsið og þar er pláss fyr- ir alla. Brauðið sem bakað er í stein- ofnum er vissulega gott og kökurnar einnig. Bakaríið hlaut m.a. við- urkenninguna Konditori ársins 2006. Ystad er næsti viðkomustaður og þá er ferðinni heitið inn í landið til að fara hring um Österlen. Skánn hefur upp á margt fleira að bjóða þótt vikið sé frá ströndinni. M.a. er hægt að synda í vötnunum inni í landinu í staðinn, heimsækja hallir og ker- amikverkstæði. Tomelilla hljómar eitthvað kunnuglega og þar næst för- um við inn á sælkeraleiðina um Skåne Tranås þar sem heimsækja ætti Brummers krog. Um er að ræða skánska sveitakrá undir frönskum áhrifum og það hljómar ekki illa. Brösarp verður næst á veginum en síðan má fara að færa sig aftur út að ströndinni til að klára hringinn um Österlen. Kivik er miðstöð eplarækt- ar á Skáni. Þar er hægt að heimsækja safagerð, fylgjast með fram- leiðsluferlinu og smakka ferskasta eplasafa sem til er. Bærinn er um þúsund manna gamall fiskibær með fallegri höfn og ófáum baðströndum í nágrenninu. Og síðan er haldið áfram til Simrishamn þar sem hringurinn hófst. Sítrónutré og sjávarréttir á Skáni  SVÍÞJÓÐ Eftir Steingerði Ólafsdóttur Ferja á milli Simrishamn og Borgundarhólms www.bornholmexpress.dk Hótel Kockska Gården Storgatan 25, Simrishamn www.kockskagarden.se Maritim Krog & Hotell Hamngatann 31, Simrishamn www.maritim.nu Röken Veitingastaður við smábátahöfnina í Simrishamn www.roken.se Olof Viktors bakarí, kaffihús og búð, Glemmingebro www.olofviktors.se Brummers krog Skåne Tranås www.brummerskrog.se Kiviks eplasafagerðin, kaffihús og búð, Kivik www.kiviks.se Morgunblaðið/Steingerður Bakgarður hótelsins Kockscka Gården í Simrishamn. Smábátahöfnin í Simrishamn. Ein af mörgum hvítum sandströndum á Skáni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.