Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 28

Morgunblaðið - 19.08.2006, Side 28
28 LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Í ÁGÚST E N N E M M / S ÍA / N M 2 2 7 7 8 S kánn, syðsti hluti Svíþjóð- ar, hefur upp á margt að bjóða og er einna helst þekktur fyrir veðursæld, góðan mat, keramik og fallegar strendur. Margir Svíar eiga sumarhús á Skáni, ekki síst í Österlen sem er suðausturhluti Skánar eða Skåne eins og landsvæðið heitir á sænsku. Til Österlen flykkjast íbúar Stokkhólms á sumrin. Österlen er heimsóknarinnar virði og Íslendingar eiga hægt um vik, t.d. frá Kaup- mannahöfn. Simrishamn er fallegur gamall síldarbær í Österlen. Sex þúsund manna bær við Eystrasaltið með hlöðnum götum, fallegri höfn og sjáv- arréttaveitingastöðum. Frá Simr- ishamn er stysta leiðin til dönsku eyj- unnar Borgundarhólms og þar á milli er hægt að fara í dagsferðir eða lengri ferðir, en bátsferðin tekur um klukkustund. Einn vinsælasti áfangastaður Dana Borgundarhólmur er einn vinsæl- asti áfangastaður Dana í sumarfríinu og þeir halda fast í þessa eyju sem e.t.v. ætti fremur landfræðilega að til- heyra Svíþjóð. Engir aðrir en danskir ríkisborgarar mega eiga þar fast- eignir og það þykir auk þess mjög fínt. Simrishamn og nágrenni er vel þess virði að skoða. Hótelið Kockska Gården er skemmtilegt hótel í gömlu verslunarhúsi frá átjándu öld, sem gert var upp á sjötta áratug síðustu aldar. Húsgögnin eru þekkt dönsk og sænsk hönnun og vandað er til inn- réttinga. Biðja ætti um herbergi sem vísar ekki út að götu því raunin er að hlaðnar götur ýkja umferðarhávaða! Í morgunmatnum fær hráefni stað- arins sinn sess og hans er hægt að njóta úti í fallegum garði með litlum sítrónutrjám í pottum. Veitingastaðir eru margir góðir í Simrishamn. Maritim hefur besta orðsporið en freista ætti þess að panta borð eða mæta tímanlega því þar er yfirleitt fullt. Þar er reyndar gott hótel líka. Veitingastaðurinn Rö- ken, alveg niðri við höfn, var valinn í staðinn og þar var mjög góður matur á sanngjörnu verði. Komið við í verðlaunabakaríi Frá Simrishamn til Ystad, sem liggur í útjaðri Österlen, er afar falleg leið meðfram ströndinni. Á leiðinni er hægt að stoppa til að synda í sjónum við einhverja af ófáum hvítum sand- ströndum Skánar, fá sér kaffi og með því í verðlaunabakaríi og skoða dul- arfullar víkingamenjar á Suður- Skáni, Ale steinana. Brantevik er fyrsti viðkomustað- urinn, lítið fallegt fiskiþorp. Meðfram strandlengjunni lengra suður eftir er hægt að velja úr mörgum sund- stöðum. Sandhammar, endalaus hvít strönd, verður fyrir valinu. Hungur er farið að segja til sín um hádegisbil og því er haldið í verðlaunabakaríið Olof Viktors bageri í Glemmingebro. Mikil aðsókn er í bakaríið og kaffi- húsið sem staðsett er í gömlu býli ná- lægt þjóðveginum. Stór garður er bak við kaffihúsið og þar er pláss fyr- ir alla. Brauðið sem bakað er í stein- ofnum er vissulega gott og kökurnar einnig. Bakaríið hlaut m.a. við- urkenninguna Konditori ársins 2006. Ystad er næsti viðkomustaður og þá er ferðinni heitið inn í landið til að fara hring um Österlen. Skánn hefur upp á margt fleira að bjóða þótt vikið sé frá ströndinni. M.a. er hægt að synda í vötnunum inni í landinu í staðinn, heimsækja hallir og ker- amikverkstæði. Tomelilla hljómar eitthvað kunnuglega og þar næst för- um við inn á sælkeraleiðina um Skåne Tranås þar sem heimsækja ætti Brummers krog. Um er að ræða skánska sveitakrá undir frönskum áhrifum og það hljómar ekki illa. Brösarp verður næst á veginum en síðan má fara að færa sig aftur út að ströndinni til að klára hringinn um Österlen. Kivik er miðstöð eplarækt- ar á Skáni. Þar er hægt að heimsækja safagerð, fylgjast með fram- leiðsluferlinu og smakka ferskasta eplasafa sem til er. Bærinn er um þúsund manna gamall fiskibær með fallegri höfn og ófáum baðströndum í nágrenninu. Og síðan er haldið áfram til Simrishamn þar sem hringurinn hófst. Sítrónutré og sjávarréttir á Skáni  SVÍÞJÓÐ Eftir Steingerði Ólafsdóttur Ferja á milli Simrishamn og Borgundarhólms www.bornholmexpress.dk Hótel Kockska Gården Storgatan 25, Simrishamn www.kockskagarden.se Maritim Krog & Hotell Hamngatann 31, Simrishamn www.maritim.nu Röken Veitingastaður við smábátahöfnina í Simrishamn www.roken.se Olof Viktors bakarí, kaffihús og búð, Glemmingebro www.olofviktors.se Brummers krog Skåne Tranås www.brummerskrog.se Kiviks eplasafagerðin, kaffihús og búð, Kivik www.kiviks.se Morgunblaðið/Steingerður Bakgarður hótelsins Kockscka Gården í Simrishamn. Smábátahöfnin í Simrishamn. Ein af mörgum hvítum sandströndum á Skáni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.