Morgunblaðið - 21.08.2006, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 225. TBL. 94. ÁRG. MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Enginn þjóðar-
rembingur
Ungir Norðurlandabúar í sumar-
vinnu á vegum Nordjobb | 16
FERÐAMENN sem fóru í hvalaskoðun frá
Húsavík á laugardaginn urðu vitni að alveg
einstæðum atburði á Skjálfandaflóa, skammt
undan Húsavík en þar stökk hnúfubakur
200–300 sinnum á 2–3 klukkutímum. Slíkt
hafa menn aldrei séð áður. Enda voru ferða-
mennirnir um borð í Náttfara frá Norður-
Siglingu algerlega dolfallnir yfir loftfim-
leikum hnúfubaksins. Og ekki spillti fyrir að
allar aðstæður voru hinar bestu á flóanum,
nær sléttur sjór, glaðasólskin og hiti.
„Þetta er besta hvalaskoðunarferðin frá
upphafi á Húsavík, af þeim þúsundum ferða
sem farnar hafa verið,“ segir Stefán Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri Gentle Giants
Whalewatching á Húsavík, en bæði hvala-
skoðunarbátar frá Norður-Siglingu og
Gentle Giants voru á flóanum þegar hið
skemmtilega atvik átti sér stað.
Allt stefnir í metsumar hjá hvalaskoð-
unarfyrirtækjunum á Húsavík og þannig
segir Heimir Harðarson hjá Norður-Siglingu
að ætla megi að fyrirtækið muna sigla með
hátt í 30 þúsund farþega á þessu ári, sem
væntanlega er met á landsvísu.
Mikil hvalagengd hefur verið á Skjálf-
andaflóa í sumar, þannig hafa menn séð
mikið af bæði hnúfubak og steypireyði í fló-
anum auk hrefnunnar og raunar voru menn
farnir að kannast við hnúfubakinn stökk-
glaða en slíka stökkseríu hefur hann þó
aldrei tekið áður eða nokkuð í líkingu við
hana.
Ótrúleg stökksería hnúfubaks
Ljósmynd/Heimir Harðarson
Allt stefnir í metsumar hjá hvalaskoðunarfyrirtækjum
LÍBÖNSK stjórnvöld vöruðu við
því í gær að líbanski herinn myndi
grípa til aðgerða gegn hverjum
þeim sem skyti eldflaugum að Ísr-
ael frá Líbanon og litið yrði á slíkt
sem landráð. Ummælin eru talin
viðvörun til Hizbollah.
„Hver sá sem skýtur einni ein-
ustu eldflaug og gefur þar með
Ísrael réttlætingu [fyrir því að
ráðast á Líbanon] verður tekinn
föstum tökum,“ sagði Elias Murr,
varnarmálaráðherra Líbanons, og
bætti við að hann teldi þó að
Hizbollah-samtökin myndu
standa við sinn hluta vopnahlésins
milli þeirra og Ísraela. Þetta sagði
hann degi eftir að ísraelsk stjórn-
völd sögðust óttast að Hizbollah
myndi ekki standa við vopnahléið.
Fouad Siniora, forsætisráð-
herra Líbanons, sagði er hann fór
um úthverfi Beirút, höfuðborgar
landsins, í gær, að blóðbaðið og
eyðileggingin sem Ísraelar hefðu
valdið með árásum sínum jafngilti
glæpum gegn mannkyninu.
Vilja að Ítalir leiði sveitirnar
Ísraelar hafa beðið Ítali um að
fara fyrir fjölþjóðaliði sem sinna á
friðargæslu í Suður-Líbanon.
Romano Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, mun hafa svarað því að
Ítalir myndu senda talsvert herlið
á staðinn, en ítalskt dagblað hafði
í gær eftir Piero Fassino, leiðtoga
stærsta flokksins í ríkisstjórninni,
að Ítalir væru reiðubúnir að fara
fyrir liðinu yrði þess óskað, þótt
þeir sæktust ekki eftir því.
Hóta að refsa þeim
sem rjúfa vopnahléið
AP
Fouad Siniora, forsætisráðherra
Líbanons, skoðaði eyðilegginguna í
úthverfum Beirút í gær.
Eftir Bryndísi Sveinsdóttur
bryndis@mbl.is
Teheran. AFP. | Írönsk stjórnvöld
sögðust í gær ekki ætla að hætta að
auðga úran, sem er lykilkrafa í al-
þjóðlegri tillögu
sem ætlað er að
binda enda á
deiluna um
kjarnorkuáætl-
un Írana. Frest-
ur sem þau hafa
til að svara til-
lögu Rússa,
Kínverja,
Frakka, Breta,
Þjóðverja og
Bandaríkjamanna, um lausn deil-
unnar rennur út á morgun.
Utanríkisráðuneyti Írans segir
að lokaákvörðun um málið muni
byggjast á samningaviðræðum.
Talsmaður ráðuneytisins, Hamid
Reza Asefi, varaði hinsvegar við
því að það væri ekki á dagskránni
að auðgun úrans yrði hætt. Úran
er auðgað til að framleiða eldsneyti
fyrir kjarnorkuver en einnig til að
búa til kjarnorkusprengjur.
Hætta ekki
auðgun úrans
Hamid Reza Asefi
Fasteignir og Íþróttir í dag
Fasteignir | Sælureitur á Indriðastöðum Sitkalúsafaraldur
Öryggishellur Íþróttir | Tiger Woods í sérflokki Fallbaráttan
harðnar Duffield með 400 leiki Fyrsti titill Eiðs með Barcelona
KÍNVERSKUR karlmaður á fimm-
tugsaldri, starfsmaður Impregilo við
Kárahnjúka, hlaut slæma áverka þeg-
ar ráðist var á hann með fólskulegum
hætti í fyrrinótt. Það var herbergis-
félagi mannsins sem fann hann um
áttaleytið í gærmorgun en talið er að
hann hafi legið meðvitundarlaus í her-
bergi sínu í töluverðan tíma. Sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins
var aðkoman afskaplega ljót.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti
manninn til Egilsstaða og þaðan var
flogið með hann til Reykjavíkur. Um
tíma var óttast að hann hefði höfuð-
kúpubrotnað en svo reyndist þó ekki
vera.
Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn
á Egilsstöðum, vildi lítið ræða um
rannsókn málsins í gær. Rætt hefði
verið við nokkra aðila en enginn hefði
verið yfirheyrður með réttarstöðu
grunaðs manns.
Aðspurður sagði hann að lögregla
gæti fengið aðstoð frá nokkrum túlk-
um til að geta rætt við samlanda
mannsins. Að sögn Ómars Valdimars-
sonar, upplýsingafulltrúa Impregilo,
eru um 500 Kínverjar við störf fyrir
fyrirtækið við Kárahnjúka.
Fólskuleg
árás á
kínverskan
starfsmann
Kinshasa. AFP. | Enginn náði meirihluta at-
kvæða í forsetakosningunum í Lýðræð-
islega lýðveldinu Kongó en niðurstöður úr
þeim voru birtar í gær-
kvöldi. Verður því önn-
ur umferð kosninganna
haldin 29. október. Jos-
eph Kabila núverandi
forseti fékk flest at-
kvæði, eða 44,8% en
hefði þurft að fá helm-
ing atkvæða til að ná
kjöri í embætti forseta í
fyrstu umferð. Jean-
Pierre Bemba, sem er
fyrrverandi leiðtogi
uppreisnarmanna, fékk
rúmlega 20% atkvæða
og valið stendur því á
milli þeirra tveggja
þegar önnur umferð
kosninganna fer fram.
Antoine Gizenga var
þriðji í röðinni með 13%
atkvæða. Alls voru
frambjóðendurnir 33.
Þetta eru fyrstu lýðræðislegu fjölflokka-
kosningarnar í hinu stríðshrjáða landi síð-
an það fékk sjálfstæði frá Belgíu fyrir
tæplega 46 árum. Kjörsókn var 70,5% í
kosningunum sem fóru fram 30. júlí en alls
voru 25,7 milljónir manna á kjörskrá.
Frambjóðendurnir hafa nú þrjá daga til að
kæra úrslitin.
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, SÞ, sagði þegar niðurstaðan
var ljós að kosningarnar mörkuðu þátta-
skil í þróun lýðræðis í landinu, og fagnaði
því að úrslit væru fengin.
Enginn fram-
bjóðandi náði
kjöri í Kongó
Joseph Kabila
Jean-Pierre Bemba