Morgunblaðið - 21.08.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 17
UMRÆÐAN
AF HEIMSÓKN Richard Dawk-
ins í Kastljós 25. júní síðastliðinn og
kynningunni á The root of all evil?
sjónvarpsþáttum hans, hefur sprott-
ið lífleg umræða um trú, trúleysi og
spurninguna um sameiningu trúar
og vísinda. Má segja að grein sr.
Gunnars Jóhannessonar, Trú og vís-
indi, í Lesbókinni 8. júlí síðastliðinn,
hafi komið umræðunni af stað, en nú
síðast hafa bæst við skrif dr. Stein-
dórs J. Erlingssonar og sr. Kristins
Jens Sigurþórssonar og er fengur í
þessari umfjöllun. Tilgangur þess-
ara skrifa er þó ekki að taka þátt í
skoðanaskiptum umræðunnar, held-
ur að skoða lauslega orsakir þessa
ágreinings, sem að mati greinarhöf-
undar liggja í mismunandi hug-
takaskilningi manna er stafar af
skorti á endanlegum vísindasvörum.
Hefur umræðan farið víða og jafn-
vel inn á spurningar eins og hvort
einhver vísindaleg rök sé að finna
fyrir fullyrðingum sumra trúar-
bragða að annað líf – sem aldrei lýk-
ur – taki við að þessu loknu. Er sagt
að Kung-Fu-Tze hafi oft verið
spurður um tilvist lífs þessa og að
hann hafi þá jafnan svarað; „Reynið
að finna út hvernig því lífi sem þið
lifið nú er ætlað að vera og þá munið
þið mögulega öðlast svar við spurn-
ingunni“, en að baki þessa svars er
að finna spurningarnar um samein-
ingu trúar og vísinda, sem og allar
spurningar sem varða alheiminn, til-
veru okkar og vitundarlíf. Málið
snýst því ekki um einhver „sköp-
unarvísindi“ trúarbragðanna eða
„vithönnun“ alheimsins, heldur um
okkur.
Tuttugu og tveggja ára rannsókn-
arvinna greinarhöfundar hefur sýnt
honum að spurningin um samein-
ingu trúar og vísinda er öllu flóknari
en menn gera sér almennt ljóst og
enn vantar upp á þá grundvall-
arþekkingu og skilning vísinda okk-
ar í skammtafræðinni, sameinda-
líffræðinni, sálarlíffræðinni
(phsychobiology) og heilastarfsemi
okkar, sem til þarf svo slík samein-
ing geti átt sér stað. Skorturinn er
fyrst og fremst á svörum við spurn-
ingunum um raunveruleikaskynjun
áhorfenda og rannsakenda sköp-
unarinnar og verður spurningunum
um „Guðs-raunveruleikann“ eða
„persónulegan Guð“ ekki svarað án
þeirra svara. Er athugasemd Paul
Davis, prófessors, frá árinu 1983, í
takt við þessa afstöðu, en hann
sagði; „Það kann að virðast fárán-
legt, en það er áliti mitt að vísindin
bjóði upp á öruggari leið til Guðs en
trúarbrögðin.“
Lokaspurningarnar um manninn
og alheiminn eru alfarið skammta-
fræðilegs eðlis þar sem grunnurinn
að heilastarfsemi okkar verður ein-
ungis skilinn í skammtafræði-
hugtökum. Hér strandar leitin í
skammtafræðiskilning okkar á mis-
mun dauðra og lifandi efniskerfa og
hafði prófessor Stephen Hawkings
1984 þetta um málið að segja; „Þrátt
fyrir að við þekkjum þær grundvall-
arjöfnur sem draga saman alla líf-
fræðina, hefur okkur ekki tekist að
draga saman rannsóknir á mann-
legri hegðun í hluta af hagnýtri
stærðfræði á þessu sviði.“ Nóbels-
eðlisfræðingurinn Steven Weinberg
lýsti hvað best þessu lokavandamáli
kennivísindanna þegar hann sagði
1992: „Það sem við þörfnumst eru
skammtafræðilíkön, með bylgju-
virkni, sem lýsa ekki einungis hinum
ýmsu kerfum sem verið er að rann-
saka, heldur einnig einhverju sem á
sama tíma stendur fyrir meðvitaðan
áhorfanda.“
Bandaríski sálarlífeðlisfræðipró-
fessorinn, Richard M. Restak, bend-
ir á eftirfarandi; „Þar sem heili okk-
ar er ólíkur nokkurri annarri
byggingu í hinum þekkta alheimi,
virðist það vera sanngjarnt að skiln-
ingur okkar á starfsemi hans – ef við
eigum einhvern tímann eftir að öðl-
ast slíkan skilning – muni þarfnast
leitar sem er verulega frábrugðin
þeim leiðum sem við notum til að
skilja önnur kerfi.“ Restak, sem og
breski tauga-
líffræðiprófessorinn
Susanne Greenfield
barónessa, kalla leit-
ina að hinum end-
anlega og fullkomna
skilningi á starfsemi
mannsheilans og vit-
undarinnar; „Hin end-
anlegu landamæri vís-
indanna.“
Athyglisverðust er í
öllu þessu at-
hugasemd bandaríska
líffræðiprófessorsins
og fyrrum rektors Harvard háskóla,
Gerald D. Fischbach: „Heim-
spekileg leit verður að vera studd
með tilraunum sem eru
nú meðal hinna mest ár-
íðandi, ögrandi og örv-
andi í öllum vís-
indagreinum og sögu
vísindanna. Lífsafkom-
umöguleikar okkar, og
sennilega alls lífs þess-
arar reikistjörnu,
byggjast á enn full-
komnari skilningi á
mannshuganum“, en
hér hefur bandaríski
taugalíffræðiprófess-
orinn Paul MacLean
lýst þessu með aðeins öðru orðalagi;
„Áhugi á mannsheilanum þarfnast
engrar annarrar réttlætingar en
löngunarinnar í vitneskju um það,
hvers vegna við erum hér, hvað við
erum að gera hér, og hvert við erum
að fara.“
Spurningin um sameiningu trúar
og vísinda er margfalt yfirgripsmeiri
en það að hægt sé að fjalla um hana
með einhverjum einhliða alhæfinga-
yfirlýsingum, hvort heldur sem er í
andlegum- eða efnisvísindaskilningi,
en hug- og efnisvísindaaðferðir
mannsins til skilnings á tilverunni
eru enn ekki komnar á leiðarenda og
þangað komast þessar greinar ein-
ungis í samfloti. Þar til að það gerist
eru „afþvíbara“ svör krakkanna,
bestu frumspekilegu svörin við öll-
um spurningum af þessu tagi.
Meira á www.mbl.is/greinar
Spurningin um sameiningu trúar og vísinda
Páll Jóhann Einarsson
skrifar um trú og vísindi ’Lokaspurningarnar ummanninn og alheiminn
eru alfarið skammta-
fræðilegs eðlis þar sem
grunnurinn að heila-
starfsemi okkar verður
einungis skilinn í
skammtafræðihug-
tökum.‘
Páll Jóhann Einarsson
Höfundur er fyrrum flugmaður.
pauljohn@centrum.is
„Vísindi án trúarbragða eru lömuð, trúar-
brögð án vísinda eru blind.“ A. Einstein