Morgunblaðið - 21.08.2006, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. ÁGÚST 2006 21
UMRÆÐAN
Sérverslun
Skemmtileg verslun með vel lyktandi heimilislegar vörur.
Hluti af verslunarkeðju út um allan heim. Einkaleyfi á
Íslandi. Er á besta stað í Kringlunni. Frábærar vörur. Selst
í einum pakka á kr. 25 millj., vörulager, innréttingar, að-
staðan á besta stað í Kringlunni og einkaleyfið. Besti tími
ársins framundan.
Sportbar
Frábær sportbar með sjónvarpstækjum og skjáum. Snóker
og klinkborð á staðnum. Fullbúið eldhús og stór bar. Fastir
hópar frá ákveðnu íþróttafélagi venja komur sínar og horfa
á fótboltaleiki og skola þeim hressilega niður. Einstaklega
gott verð vegna brottflutnings eiganda til útlanda.
Nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni, ekki í síma eða
á netinu.
Skráin á netinu: www.fyrirtaeki.is
Elsta fyrirtækjaslan á landinu.
Lögg. fasteignasali: Bergur Guðnason hdl.
Elsta fyrirtækjasalan á landinu.
Perlur Kína
17. okt.–3. nóv.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Nú er rétti tíminn til að heimsækja Kína, þetta gífurlega
stóra og fjölmenna land með margra alda sögu, einstaka
menningu, stórbrotið landslag og litríka þjóðarsál. Nú á sér
stað ótrúlega mikil og hröð uppbygging sem afar
áhugavert er að vera vitni að.
Í þessari einstöku ferð er boðið upp á þverskurð af öllu því
merkasta sem þetta mikla land hefur að bjóða ferða-
mönnum. Fararstjóri: Héðinn Björnsson
Tryggðu þér sæti í einstaka ferð
Bókaðu núna!
• Peking
• Kínamúrinn
• Xian
• Terra Cotta herinn
• Shanghai
• Souzhou
• Hong Kong
• Guilin o.fl., o.fl.
ER HELLISHEIÐIN nátt-
úruparadís eða ósköp venjuleg
heiði? Við sem ólumst upp í skáta-
hreyfingunni og notuðum heiðina
sem útivistarsvæði trúum því sum
að Hellisheiðin sé mun
merkilegri en aðrar
heiðar á landinu. Í
minningunni eru ótelj-
andi ferðir um heiðina
í alls konar veðri, allan
ársins hring, fáu líkar.
Nú er búið að stór-
skemma Hellisheiðina.
Vegir leggja um hana
þvera og endilanga,
upp á Skarðsmýr-
arfjall, á Ölkelduháls
og að Grensdal. Fjöl-
margar borholur með
tilheyrandi blæstri
setja svip á landslagið og mikil
mannvirki eru risin við Kolviðarhól
og Sleggjubeinsdali. Nýr vegur ligg-
ur vestur fyrir Húsmúla að Engi-
dalskvísl og annar upp Hellisskarð.
Enn hefur ekki verið farið í Miðdal,
Innstadal, Grensdal og Reykjadal,
en er öruggt að það verði ekki gert?
Mér skilst að Hellisheiðarvirkjun og
tengdar virkjanir hafi stækkað
verulega frá því hafist var handa.
Enn á þó eftir að byggja fleiri virkj-
unarhús með tilheyrandi veglögnum
og jarðraski. Það sem verður þó
mest til lýta eru röralagnir frá bor-
holum að virkjunarhúsunum, ótal
vegir og svo auðvitað háspennu-
möstur og línur.
Þótt jarðvarmavirkjanir hafi aug-
ljósa kosti hafa þær líka galla, til
dæmis tilhneigingu til að stækka í
framtíðinni, það er ef nauðsynlegt
reynist að bora fleiri holur.
Skrifari skilur að framkvæmdir
sem þessar kosta fórnir. Honum
sýnist að víðast hafi verið farið með
eins mikilli gát og hægt er. Vegir
eru sums staðar lagðir ofan á sér-
stakan dúk svo auðveldara sé að
fjarlægja þá síðar. Það breytir hins
vegar ekki því að það stórsér á land-
inu. Það er gjörólíkt því sem áður
var.
Það sem undrar mig er að ég hef
ekki orðið var við mótmæli gegn
þessum miklu framkvæmdum. Þær
eru þó á vinsælu útivistarsvæði rétt
við bæjardyr Reykvíkinga og satt
að segja ekki fegurðarauki. Eru
mótmæli náttúruverndarsinna
bundin við Kárahnjúkasvæðið? Eru
þessar framkvæmdir eitthvað betri
en þær við Kárahnjúka? Er Hellis-
heiðin ekki nógu merkileg og er í
lagi að skemma hana? Skiptir
kannski máli hverjir framkvæma?
Skrifari ferðast mikið um landið,
þar á meðal hálendið meðal annars
um virkjunarsvæðin. Að hans dómi
er frágangur Landsvirkjunar við
orkuverin til fyrirmyndar. Honum
finnst uppistöðulónin á hálendinu
falla ágætlega inn í íslenska nátt-
úru, mun betur en áberandi röraó-
fétin sem liggja ofanjarðar um
Hellisheiðina.
Skrifari er líka ánægður með að
ákveðið var að hlífa Eyjabakka-
svæðinu fyrir austan,
en virkja þess í stað við
Kárahnjúka, fyrst á
annað borð var ákveðið
að virkja á þessu
svæði. Flestir virðast
hafa gleymt því að árið
1982 var búið að
ákveða að sökkva
Eyjabakkasvæðinu
undir miðlunarlón.
Mun Hjörleifur Gutt-
ormsson þáverandi
iðnaðarráðherra meðal
annars hafa staðið að
þeirri fyrirætlun. Þá
átti að leiða vatnið niður í Fljótsdal í
opnum skurðum, um 40 kílómetra
leið. Nú á vatnið að renna neð-
anjarðar. Það er til mikilla bóta.
Skrifari er ennfremur ánægður
með að nú virðist vera hætt við
glórulausar áætlanir um að sökkva
Þjórsárverum. Að hans dómi hefði
það orðið ómetanlegt tjón.
Nú er orðið allt of seint að mót-
mæla, bæði við Kárahnjúka og á
Hellisheiði og sitt sýnist hverjum
um hvort einhvern tíma hafi verið
ástæða til slíkra mótmæla. Skrifari
er þó á þeirri skoðun að skynsamleg
og öfgalaus mótmæli séu nauðsyn-
legt aðhald fyrir stjórnvöld.
Skrifari vill að lokum benda á að
hans dómi óþarfa skemmd-
arstarfsemi alveg við bæjardyr
Reykvíkinga, trúlega samt í landi
Kópavogsbæjar.
Eitt fegursta fjall í nágrenni
Reykjavíkur er Vífilfellið. Skrifari
hefur ótal oft virt þetta fjall fyrir
sér og dáðst að margbreytileik þess.
Frá vissu sjónarhorni má sjá að
efsti hluti þess myndar gríðarstóran
hest, þar sem hausinn snýr í vestur.
Vífilfellið var meðal annars Jóhann-
esi S. Kjarval og fleiri öndveg-
islistamönnum þjóðarinnar verðugt
yrkisefni. Það blasir daglega við
fólki á höfuðborgarsvæðinu og öll-
um þeim sem eiga leið um Svína-
hraunið. Nýlega tók skrifari eftir
því að það er verið að skemma þetta
fjall, alveg að óþörfu og af hreinni
skammsýni og honum liggur við að
segja heimsku. Undanfarna áratugi
hefur verið tekin möl úr jarðvegs-
námum við Bolaöldu norðan við
fjallið. Þessar námur hafa ekki verið
sýnilegar frá þjóðveginum og þann-
ig séð ekki verið lýti á fjallinu. Nú
er hins vegar verið að grafa í norð-
urhlíðar fjallsins og sækja þangað
möl. Sárin í fjallinu sjást vel frá
þjóðveginum og eru vægast sagt
ekki til prýði.
Er ekki nóg af malarhólum í
Svínahrauninu sem hægt er að
grafa upp flestum að skaðlausu? Af
hverju þarf að skemma Vífilfellið?
Eru ekki einhverjar eftirlitsstofn-
anir sem eiga að gæta þess að fjöll á
borð við Vífilfellið séu ekki
skemmd?
Ég vil með þessum línum mót-
mæla malartöku úr Vífilfellinu. Ég
bið viðkomandi yfirvöld að grípa
inní og stöðva frekari skemmdir á
fjallinu. Er ekki alveg borðleggjandi
að það væri skynsamlegt. Þannig
geta þau sýnt í verki að friðsamleg
mótmæli geta borið árangur, jafnvel
meiri árangur en ef hópar fólks
koma á svæðið og hlekkja sig við
vinnuvélar með tilheyrandi bægsla-
gangi og taugaveiklun yfirvalda.
Um virkjanir og
náttúruskemmdir
Tryggvi P. Friðriksson skrifar
um framkvæmdir á Hellisheiði ’Það sem undrar mig erað ég hef ekki orðið var
við mótmæli gegn þess-
um miklu framkvæmd-
um. ‘
Tryggvi P. Friðriksson
Hofundur er listmunasali.
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú, vísindi og kenningar
Richards Dawkins prófessors.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð
en fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Rétt er að segja: Mig langar, þig langar, hann og hana langar, þau
langar öll í eitthvað.
Gætum tungunnar
Fréttir í tölvupósti