Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.08.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm í ágúst. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frábærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Benidorm 31. ágúst frá kr. 29.990 Síðustu sætin Verð kr. 29.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku, 31. ágúst. Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í viku, 31. ágúst. EKKI verður gefin út endurákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, for- stjóra Baugs Group, vegna ákæruliðar sem vísað var frá dómi fyrr í sumar. Settur ríkissaksóknari segist meta það svo að ekki sé nægilega líklegt að sak- felling náist. Um er að ræða fyrsta ákæruliðinn af 19 í endurákæru sem gefin var út eftir að 32 af 40 ákæruliðum í upphaflegu Baugsmáli var vísað frá dómi í október 2005. Ákæruliðurinn fjallar um at- burðarás sem endaði með því að Baugur eignaðist 10-11 verslunarkeðjuna, og var ákært vegna fjárdráttar, en til vara vegna umboðssvika. Arngrímur Ísberg, héraðsdómari, vísaði þessum ákærulið frá dómi 30. júní sl., og var frávísunin staðfest af Hæsta- rétti 21. júlí. Í bréfi Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts ríkissaksóknara í Baugsmálinu, til fjölmiðla kemur fram að þegar tekin sé ákvörðun um hvort kæra eigi meintan ólöglegan verknað þurfi að líta til þess hvort það sem fram er komið teljist nægjanlegt eða líklegt til sakfellingar. Hefur ekki áhrif á önnur mál „Að gengnum framangreindum dómsúrlausnum er það mat ákæru- valdsins að dregið hafi svo úr líkum á að dómstólar muni sakfella ákærða fyrir þau ætluðu brot sem honum voru gefin að sök í fyrsta ákæruliðnum að ekki sé nægilegt tilefni til að gefa út nýja ákæru vegna þeirra,“ segir í bréfi Sig- urðar. Þar segir ennfremur að Jóni Ásgeiri hafi verið tilkynnt um þessa afstöðu ákæruvaldsins, en þar komi fram að þessi ákvörðun lúti eingöngu að þeim ætluðu brotum sem honum voru gefin að sök í þessum ákærulið, en hafi ekki áhrif á rannsókn vegna annarra brota er kunni að vera til rannsóknar hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, enda falli þau utan umboðsskrár Sig- urðar sem setts ríkissaksóknara. Eftir standa því 18 ákæruliðir sem bíða efnislegrar meðferðar í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Lúta þessir ákæru- liðir m.a. að fjárdrætti, ólöglegum lán- veitingum, meiriháttar bókhaldsbrotum og röngum tilkynningum um afkomu Baugs hf. til Verðbréfaþings Íslands, eins og fram kemur í bréfi Sigurðar. Ekki verður endurákært vegna 10–11-verslananna Sigurður Tómas Magnússon, settur ríkissaksóknari í Baugsmálinu „ÞESSI niðurstaða kemur mér ekki á óvart, ég tel reyndar að dómstólar hafi verið búnir að lýsa þeirri efn- islegu niðurstöðu að í fyrsta ákæruliðnum hafi verið fjallað um viðskipti en ekki auðgun- arbrot, og þá fannst mér sjálf- gefið að það gæti ekki komið til frekari ákæru,“ segir Gest- ur Jónsson, verjandi Jóns Ás- geirs Jóhannessonar. „Að sjálfsögðu er það mikill léttir að þessi langstærsti hluti málsins skuli vera úr sögunni,“ segir Gestur. Hann segir umfang málsins minnka mikið við það að stærsti ákæruliðurinn og alvarlegustu sakargiftirnar séu endanlega úr sögunni. Þó sé eftir gríð- arlega umfangsmikið mál, og því rangtúlkun að segja að ekkert standi eftir í málinu. „Mér finnst hins vegar fréttatilkynning sem kom frá settum ríkissaksóknara ekki vera stórmannleg. Þar er í raun fyrst og fremst verið að reyna að setja málið í þann búning að gera lítið úr þeirri niðurstöðu að stærsti hluti málsins skuli vera endanlega úr sögunni. Þar eru einnig til- greind atriði eins og að af- staða ákæruvaldsins hafi ekki áhrif á rannsókn eða eftir at- vikum saksókn vegna annarra brota sem eru til meðferðar hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra. Þetta kemur frá manni sem hefur ekkert yfir þeirri rannsókn að segja, og því afskaplega vandskilið hvaða erindi þetta á inn í þessa fréttatilkynningu,“ segir Gestur. „Þessi fréttatilkynning er augljóslega sett fram af hálfu ákæruvaldsins til þess að reyna að draga úr mikilvægi þeirrar ákvörðunar sem liggur fyrir að stærstur hluti þessa máls sé úr sögunni. Mér finnst þetta satt að segja vera af- skaplega ósanngjarnt í garð Jóns Ásgeirs, því þarna er nánast gefið í skyn að hann sé sekur, þrátt fyrir það að ákvörðun hafi verið tekin um að saksækja hann ekki frek- ar.“ Mikill léttir en niðurstaðan kem- ur ekki á óvart Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar JÓN Ásgeir Jóhannesson segir að sá ákæruliður sem settur ríkissaksóknari hefur nú ákveðið að kæra ekki út af í þriðja sinn og varðar kaupin á 10-11 verslununum hafi snúist um viðskipti og ekkert annað, eins og hann hafi sagt frá upphafi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Jón Ásgeir sendi fjöl- miðlum í gær og er svohljóðandi: „Í ljósi þess að settur Rík- issaksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, hefur ákveðið ákæra ekki í þriðja skiptið í viðamesta lið ákærunnar í Baugs- málinu svokallaða, er rétt að koma eftirfarandi á framfæri: Ég hef frá upphafi sagt að þessi ákæruliður, sem oft hefur verið kenndur við 10-11 verslanirnar, snúist um viðskipti og ekkert annað. Þetta hafa dómstólar staðfest bæði héraðs- dómur og Hæstiréttur. Það var því einkennilegt að þurfa að sitja undir því svo vik- um skipti að Sigurður Tómas Magnússon segðist vera að velta því fyrir sér að ákæra í þriðja sinn af þessu tilefni. Því verður vart trúað að slíkt hafi hann hugleitt í alvöru eftir þá dóma sem gengið höfðu.“ Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs Group hf. Snerist um viðskipti og ekkert annað HÓPUR Vestur-Íslendinga frá Kan- ada og Bandaríkjunum heimsótti Al- þingishúsið í gær. Hópurinn er hér á vegum Snorri Plús-verkefnisins. Snorraverkefnið (Snorri Program) hófst 1999 og er eitt helsta verkefni Þjóðræknisfélags Íslendinga í Vest- urheimi og systurfélags þess hér á landi. Tilgangurinn er að treysta böndin milli Íslands og Vestur- Íslendinga. Sólveig Pétursdóttir, forseti Al- þingis, tók á móti hópnum í Alþing- ishúsinu í gær. Vestur-Íslending- arnir fræddust um sögu hússins, Alþingis og sjálfstæðisbaráttunnar. Þá var boðið í kaffi þar sem íslenskt góðgæti var á borðum. Spurðu margs „Þetta var skemmtileg heimsókn,“ sagði Sólveig. „Ég sagði þeim svolít- ið frá sögu þingsins og hvernig póli- tíkinni er háttað í dag. Þau spurðu einnig margs.“ Sólveig var nýverið gestur Íslendingadagsins í Kanada og hélt þar m.a. hátíðarræðu. Hún sagði það vera eftirminnilegt að heimsækja Íslendingabyggðir í Kan- ada og einstaka lífsreynslu að hitta þar fólk af fjórðu kynslóð innflytj- enda sem talar íslensku. Sólveig heimsótti m.a. Háskóla Manitoba í Winnipeg þar sem um 70 stúdentar nema nú við íslenskudeildina. Sólveig kvaðst telja að Snorra- verkefnið hefði verið árangursríkt og stuðlað að ferðum Íslendinga til Íslendingabyggða í Vesturheimi. Snorra-verkefnið þótti gefa svo góða raun að svonefndu Snorri Plús- verkefni var bætt við, en það er ætl- að eldra fólki en þrítugu. Hópurinn sem heimsótti Alþingi í gær tilheyrir Snorri Plús-verkefninu og kom til landsins 18. ágúst síðastliðinn og dvelur hér til 31. ágúst. Morgunblaðið/Eyþór Þátttakendur í Snorri Plús-verkefninu ásamt Sólveigu Pétursdóttur, forseta Alþingis, í Alþingishúsinu í gær. TENGLAR .............................................. www.snorri.is Vestur-Íslendingar heimsóttu Alþingi VALGERÐUR Sverrisdóttir, ut- anríkisráðherra, hefur áhuga á því að skoða möguleika þess að mýkja ásýnd og ímynd íslensku friðar- gæslunnar, velja til friðargæslu- verkefni sem væru e.t.v. borgara- legri í eðli sínu og til þess fallin að hvetja konur til starfa í frekari mæli. Þetta kom fram á fundi ráð- herra með utanríkismálanefnd Al- þingis sl. föstudag en Valgerður greinir frá þessu í pistli á vef sín- um: www.valgerdur.is. Segist Valgerður sannfærð um að sú ákvörðun hennar að fjölga Íslendingum í norrænu eftirlits- sveitinni á Srí Lanka fari vel sam- an við þessar breyttu áherslur sem hún segist vilja sjá í starfsemi ís- lensku friðargæslunnar. Boðar hún nánari útfærslur á þessum áherslum sínum í utanríkisnefnd á haustdögum. Þá segir hún mik- ilvægt að laga- legur rammi sé um starfsemi íslensku friðar- gæslunnar og tekur fram að hún hafi í huga að leggja fram slíkt frumvarp nú á haust- þingi. Þá gerir Val- gerður síðasta Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins að umtalsefni í pistli sínum. „Skoð- anir mínar og Morgunblaðsins hafa ekki alltaf farið saman. Því fagna ég því að Reykjavíkurbréf blaðsins á sunnudaginn skuli hafa fjallað á málefnalegan hátt um mál sem ég tel brýnt að sé rætt, þ.e. starfsemi íslensku friðargæslunn- ar,“ segir Valgerður og bætir við að hún hafi einnig greint jákvæðan tón gagnvart þróunarsamvinnu Ís- lands í fyrrnefndu Reykjavíkur- bréfi. Bendir Valgerður á að Ísland hafi raunar margfaldað framlög sín til þróunarsamvinnu á umliðn- um árum og með því axlað bæði sjálfsagðar og siðferðilegar skyld- ur sínar sem velmegandi og ábyrg þjóð. Tekur hún fram að í apríl 2004 hafi ríkisstjórn Íslands ákveðið að opinber þróunaraðstoð sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu skuli hækka úr 0,19% árið 2004 í 0,35% árið 2009. Segir hún mikilvægt að þeim áfanga verði náð, en að ekki verði þar numið staðar. „Heldur aukið við aðstoð- ina í áföngum þar til markmiði Sameinuðu þjóðanna um að 0,7% af vergri landsframleiðslu renni til þróunarsamvinnu er náð.“ Vill mýkja ásýnd ís- lensku friðargæslunnar Valgerður Sverrisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.