Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 12

Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI SPARISJÓÐUR Lálands í Danmörku býður við- skiptavinum sínum nú upp á að leggi þeir fram sex þúsund danskar krónur, jafnvirði 73 þúsunda ís- lenskra króna, láni sjóðurinn þeim 300 þúsund danskar eða 3,6 milljónir íslenskra króna á móti í 2½ ár við 4,75% vöxtum og féð verði síðan notað til stöðutöku í íslensku krónunni og veðjað á að gengi krónunnar muni hækka. Sparisjóðurinn lánar þannig liðlega fimmtugfalda þá upphæð sem við- skiptavinurinn leggur fram. Segir áhættuna litla „Það getur virst sem þetta sé mikið, en tapið sem viðskiptavinurinn gæti lent í er sex þúsund krónur af heildarfjárfestingu upp á 306 þúsund krónur. Þess vegna viljum við gjarna bjóða við- skiptavinum okkar upp á þennan fjárfestingar- kost, því hann er þekktur og áhættan er lítil,“ er haft eftir Preben Skytt, sölustjóra Sparekassen Lolland, á viðskiptavef Berlingske Tidende. Þar upplýsir hann einnig að það kosti 29.600 danskar eða um 355 þúsund íslenskar krónur eftir skatt að fá umrædda upphæð lánaða í 2½ ár hjá sparisjóðnum. Hins vegar geti viðskiptavinurinn hagnast vel ef gengi íslensku krónunnar hækkar. Hann tekur fram að auðvitað standi mönnum líka til boða að fjárfesta á sama hátt fyrir eigið fé og án þess að taka lán. Skytt segir að allt velti þetta au- vitað á tiltrú manna á að íslenska krónan muni styrkjast á næstu misserum. „Með þeim aðgerðum sem íslensk stjórnvöld hafa hrint af stað höfum við trú á því að íslenska krónan eigi eftir að styrkjast,“ segir Skytt. Lánar út á styrkingu íslensku krónunnar Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is Morgunblaðið/Golli ● ÚRVALSVÍSITALA Kauphallar Ís- lands hækkaði tíunda daginn í röð, eða um 1,7% og er nú komin í 5.847 stig. Verslað var með hlutabréf fyrir rúma 6,2 milljarða króna, þar af fyrir um 1,7 milljarða með bréf Lands- bankans en gengi bréfanna hækkaði um 2,6%. Gengi bréfa Alfesca hækk- aði um 5,4%, Össurar um 4,7% og Dagsbrúnar um 4%. Gengi bréfa Ice- landic Group lækkaði mest eða um 1,9%. Gengi íslensku krónunnar stóð í stað en velta á millibankamarkaði nam um 14 milljörðum króna í dag. Dalurinn kostar nú 70,20 krónur, evra 89,88 kr. og pundið 132,50 krónur. Tíu daga hækkun ● HAGNAÐUR Sparisjóðs Bolung- arvíkur á fyrstu sex mánuðum ársins nam 61 milljón króna en var 67 millj- ónir á sama tímabili í fyrra. Arðsemi eigin fjár var 13,1% en var 14,9% fyr- ir sama tímabil 2005. Í tilkynningu frá sparisjóðnum kemur fram að vaxtatekjur námu á tímabilinu 289 milljónum, en það er 56% hækkun frá sama tímabili árið áður. Vaxtagjöld hækkuðu um 93% á tímabilinu og námu 220 milljónum. Hreinar vaxtatekjur námu því 69 milljónum en þær voru 71 milljón á sama tímabili árið áður. Aðrar rekstr- artekjur voru 99 milljónir en voru 118 milljónir á sama tímabili árið áð- ur. Önnur rekstrargjöld námu alls 76 milljónum og lækkuðu um 8% frá sama tímabili árið áður. Minni hagnaður Spari- sjóðs Bolungarvíkur ● GREINING Landsbankans mælir með undirvogun á bréf FL Group. Í Vegvísi Landsbankans segir að afkoma FL Group ráðist nú fyrst og fremst af gengi hlutabréfa og gengi gjaldmiðla. Annar ársfjórðungur hafi verið erfiður á hlutabréfamarkaði en veiking íslensku krónunnar hafi veg- ið á móti. „Útlit er fyrir erfiðan þriðja ársfjórð- ung ef heldur sem horfir. Við metum virði FL Group um 120ma.kr. sem gefur verðmatsgengið 15,2 og vænt verð eftir 12 mánuði 17,0. Við mæl- um með að fjárfestar selji bréf sín í FL Group og undirvogi í vel dreifðu eignasafni,“ segir í Vegvísi Lands- bankans. Sveiflukenndur rekstur FL Group BAUGUR GROUP á, ásamt öðrum fjárfestum, í viðræðum við House of Fraser með það í huga að leggja fram yfirtökutilboð í allt hlutafé fyr- irtækisins. FL Group er á meðal þessar fjárfesta undir forystu Baugs. Þetta staðfesti Baugur Group í fréttatilkynningu í gær sem að hluta til bera að skoða sem viðbrögð við miklum vangavelt- um og skrifum í erlendum fjölmiðl- um að undanförnu. Í tilkynningunni segir að viðræður séu „langt komnar“ en stefnt sé að því að bjóða 148 pens fyrir hvern hlut í House of Fraser en það myndi þýða að kaupverðið væri í kringum 46 milljarða íslenskra króna miðað við gengi pundsins nú. Þó er áréttað að engin trygging sé fyrir því að yfir- tökutilboð verði lagt fram. Í tilkynningu Baugs Group segir að dótturfélag þess, BG Holding ehf., leiði hóp fjárfesta sem stefni að hugs- anlegri yfirtöku á House of Fraser. Þetta séu Don McCarthy, FL Group, West Cost Capital, Kevin Stanford, Uberior Invest, dótturfélag Bank of Scotland og Stefan Cassar. Í tilkynningu FL Group til Kaup- hallarinnar hefur félagið einnig fyrir sitt leyti staðfest að það sé þátttak- andi í hópi fjárfestanna, undir for- ystu Baugs Group, en ekki kemur fram hversu stór hlutur FL Group kynni að verða ef af yfirtöku yrði. FL Group með í yfirtöku- tilboði í House of Fraser Morgunblaðið/Jónas Erlendsson ÚTLÁN innlánsstofnana námu sam- tals tæpum 2.860 milljörðum króna í lok júlí og höfðu þá dregist saman um 24 milljarða í mánuðinum, samkvæmt nýjum tölum frá Seðlabanka Íslands. Í Morgunkorni Greiningar Glitnis segir að rekja megi minnkun útlána innlánsstofna í júlí til 6% samdráttar í erlendum útlánum. Helsta skýringin þar á sé 5% hækkun á gengi krón- unnar á tímabilinu. Innlend útlán hafi hins vegar aukist um tæpa 23 millj- arða í júlí. Sú aukning eigi sér fyrst og fremst rætur í lánum til fyrirtækja í þjónustugeira, en hjá öðrum fyrir- tækjum hafi ýmist orðið samdráttur eða óveruleg aukning. Þá kemur fram í Morgunkorninu að skuldir heimilanna við innláns- stofnanir hafi numið alls tæpum 660 milljörðum króna í lok júlí, sem er um 60% aukning frá júlí í fyrra. Þar af voru um 490 milljarðar verðtryggð lán. Gengisbundin lán námu tæplega 57 milljörðum og stóðu þau í stað milli mánaða. Hins vegar lækkuðu yfir- dráttarlán heimilanna nokkuð í júlí og stóðu í tæplega 68 milljörðum í lok mánaðarins. Útlán til heimilanna jukust um 2,3 milljarða í júlí að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis. Þar segir að greinilegt sé að bankarnir sýni nú meira aðhald í útlánum sínum, auk þess sem hækkandi vextir dragi væntanlega úr spurn eftir innlendu lánsfé. Útlán inn- lánsstofn- ana dragast saman ● STJÓRNARFORMAÐUR sænska lággjaldaflugfélagsins Fly Me mun láta af störfum á hluthafafundi sem- haldinn verður í lok mánaðarins, en boðað var til fundarins vegna hluta- fjáraukningar. Nýr stjórnarformaður í félaginu, þar sem Fons eignarhaldsfélag í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jóhannesar Kristinssonar hefur tögl og hagldir, verður Norðmaðurinn Finn Thaulow. Hann hefur, að því er kemur fram í frétt sænska viðskiptablaðsins Da- gens Industri (DI), 30 ára reynslu í flugrekstri hjá SAS og gegndi hann meðal annars stöðu framkvæmda- stjóra hjá félaginu. Þessa reynslu hans á að nýta til þess að koma Fly Me á réttan kjöl en félagið er nú á miklu umbreytingaskeiði og er mark- miðið að láta að sér kveðja á al- þjóðamarkaði með bæði innri og ytri vexti að sögn DI. Nýr maður í brúna hjá Fly Me ATLANTIC Petroleum var rekið með tæplega 6,4 milljóna danskra króna tapi eftir skatta á fyrri helm- ingi ársins en á sama tímabili i fyrra var tapið um 580 þúsund danskar krónur. Tekið skal fram að félagið hafði engar tekjur á tímabilinu en rann- sóknarverkefni þess á sviði olíu- leitar ganga eftir áætlun, þar á meðal á svokölluðu Chestnut-svæði en fram kemur í tilkynningu félags- ins að gert sé ráð fyrir að olíu- vinnsla þar geti á síðari hluta næsta árs. Heildareignir félagsins í lok júní námu rúmum 265 milljónum danskra króna, þar af nam hlutafé tæpum 210 milljónum danskra króna á móti 108 milljónum í fyrra. Hlutafé félagsins var aukið um 121,4 milljónir danskra í hlutafjár- útboði í júní en markmiðið með því var að afla fjár til þróunarvinnu og aukinna umsvifa. Í tilkynningu Atlantic Petroleum félagsins kemur fram að stefnt sé að skráningu félagsins í Kauphöll- inni í Kaupmannahöfn auk skrán- ingarinnar hér í því markmiði að stækka hlutahafahópinn á bak við félagið. Tap Atlantic Petr- oleum 77 milljónir                                  !   "# $%  &'      $  () # $  '* $ + *  ,  ,  &    -.&  -/ 0/1 23 &43$  5       &#   6 *  7 *   894  :;## #/ 2 !2   <   !2         03=# 02*   !" #$  7>?@ 0A2   2 2                       ; # 3 ;  2 2      1 1 1 1 1 1 1 1 1  B CD B  CD B CD B  CD B CD B CD B CD B CD B CD B CD B 1CD 1 B CD 1 B CD B CD 1 B 1 CD 1 1 1 1 B CD 6 * 2   *#  : $2 A  *# E ( 0                       1   1  1                        1                       1  < 2   A )%   :6 F #  &4!*  2       1  1  1 8 *G 0H-        C C &:0? " I      C C > >  J,I 0K/       C C J,I (! 8      C C 7>?I "L M        C C

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.