Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 15
ERLENT
*Forsendur miðast við 60 m2 af Borgarhellum án hellulagnar og jafnar mánaðarlegar greiðslur á VISA eða
Mastercard í 36 mánuði. MEST áskilur sér rétt til að breyta verði án fyrirvara. Bretta og pokatrygging
endurgreiðist við skil. 8% umsýslugjald þegar skilað er opnuðum hellubrettum.
Þegar fjárfesta á í garðinum er ómetanlegt að sérfróðir fagaðilar
séu með í ráðum. Við hjá MEST fylgjum viðskiptavinum okkar
alla leið og veitum þeim alhliða þjónustu.
Hjá MEST getur þú fengið aðstoð landslagshönnuða við að
skipuleggja garðinn þinn. Hafðu samband og fáðu nánari
upplýsingar í síma 4 400 550 eða á www.mest.is.
Hellur & steinar
fyrir fegurra umhverfi
Vertu á hellu í sumar fyrir
4.092 krónur á mánuði*
Malarhöf›a 10, Reykjavík Bæjarflöt 4, Reykjavík Hringhellu 2, Hafnarfir›i Hrísm‡ri 8, Selfossi Leiruvogi 8, Rey›arfir›i
Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000
Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500
www.terranova.is
Golden Sands í Búlgaríu hefur sannarlega slegið í gegn hjá Íslendingum.
Terra Nova býður nú síðustu sætin í ágúst á ótrúlegum kjörum. Gríptu
tækifærið og skelltu þér til þessa vinsæla sumarleyfisstaðar sem býður
þín með frábæra strönd, einstakt loftslag, ótæmandi afþreyingarmögu-
leika, fjölbreytta veitingastaði og fjör-
ugt næturlíf. Þú bókar sæti
og 4 dögum fyrir brottför
færðu að vita hvar þú gistir.
Kr. 39.990
Netverð á mann. m.v. 2 fullorðna í
hótelherbergi í viku. Súpersólartilboð
31. ágúst.
Súpersól til
Búlgaríu
31. ágúst
frá kr. 39.990
Síðustu sætin
- SPENNANDI VALKOSTUR
STJÓRNVÖLD á Ítalíu hafa boð-
ist til þess að fara fyrir stækkuðu
friðargæsluliði Sameinuðu þjóð-
anna í Líbanon en sett það skilyrði
að Ísraelar virði vopnahléið og
hætti árásum á liðsmenn Hizbol-
lah.
Massimo D’Alema, utanríkisráð-
herra Ítalíu, skýrði frá þessu í við-
tali við dagblaðið La Repubblica í
gær. „Það er rétt að krefjast þess
að Hizbollah afvopnist en við get-
um ekki sent hermenn okkar til
Líbanons ef Ísraelsher heldur
áfram árásunum,“ sagði ráð-
herrann.
Hann staðfesti enn fremur að
stjórnin í Róm kynni að senda allt
að 3.000 hermenn til Líbanons, eða
um þriðjung þess herliðs sem von-
ast er til að Evrópuríki leggi af
mörkum.
D’Alema hvatti til þess að utan-
ríkisráðherrar ESB-landanna
kæmu saman sem fyrst til að ræða
þátttöku evrópskra hersveita í
friðargæslunni.
Prodi vill að umboð
gæsluliðanna sé skýrt
Romano Prodi, forsætisráðherra
Ítalíu, tilkynnti í fyrrakvöld að
Ítalir væru tilbúnir að fara fyrir
friðargæsluliðinu í Líbanon. Tilboð
Ítala virðist þó vera bundið því
skilyrði að samkomulag náist í ör-
yggisráði Sameinuðu
þjóðanna um nýja
ályktun, að sögn
fréttastofunnar AFP.
Hún hafði eftir Prodi
að í nýju ályktuninni
þyrfti að felast
„ákveðið og skýrt um-
boð“ svo að ljóst væri
hvert hlutverk gæslu-
liðanna væri.
Frakkar
gagnrýndir
Í síðustu ályktun
öryggisráðsins er
heimilað að sent verði
15.000 manna fjölþjóð-
legt friðargæslulið til
Líbanons. Evrópuríki hafa verið
treg til að bjóða hermenn í þetta
verkefni af ótta við að þeir kunni
að dragast inn í átök verði þeim
skipað að afvopna liðsmenn Hiz-
bollah.
Búist hafði verið við að Frakkar
færu fyrir friðargæsluliðinu en
þeir buðu aðeins 200 hermenn eftir
að hafa látið í ljósi áhyggjur af því
að friðargæsluliðið fengi ekki nógu
skýrt umboð.
Frönsk stjórnvöld gegndu mik-
ilvægu hlutverki í því að knýja
fram vopnahlé í Líbanon og litið
var á síðustu ályktun öryggisráðs-
ins sem sigur fyrir frönsku utan-
ríkisþjónustuna. Frakkar notfærðu
sér náið samband sitt við Líbanon,
sem var frönsk hjálenda eftir fyrri
heimsstyrjöldina og til
loka síðari heimsstyrj-
aldar.
Tregða Frakka til
að senda fleiri her-
menn til Líbanons
hefur sætt gagnrýni
margra dagblaða í
Evrópu og í Banda-
ríkjunum. „Eftir að
hafa krafist þess ár-
um saman að komið
verði fram við þá sem
stórveldi hegða
Frakkar sér núna eins
og þeir telji það ekki í
verkahring sínum að
aðstoða við að greiða
úr vandanum í Líb-
anon,“ sagði The New York Times.
Nokkrir stjórnmálamenn og
álitsgjafar á Ítalíu hafa látið í ljósi
áhyggjur af því að Ítalir fái ekki
nægan stuðning frá öðrum Evr-
ópuþjóðum taki þeir að sér að
stjórna friðargæsluliðinu. Dagblað-
ið Corriere della Sera benti á að
önnur Evrópulönd hafa enn sem
komið er aðeins lofað 1.300 her-
mönnum: Spánverjar 700, Búlgar-
ar 300, Frakkar 200 og Norðmenn
100.
La Repubblica sagði að áhrifa-
miklir menn í stjórn Prodis hefðu
efasemdir um tilboð Ítala. „Við
getum ekki farið til Líbanons án
Frakka,“ hafði blaðið eftir Pier-
luigi Castagnetti, varaforseta neðri
deildar ítalska þingsins.
Ítalir bjóðast til að fara
fyrir friðargæsluliðinu
Romano Prodi
Setja það skilyrði að Ísraelar hætti árásum á Líbanon
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
FULLTRÚAR stuðningsmanna
Joseph Kabila og Jean-Pierre
Bemba, tveggja helstu forseta-
frambjóðendanna í Lýðveldinu
Kongó [áður Zaire], skrifuðu í
gærkvöldi undir samning um að
draga hermenn sína út úr kjarna
höfuðstaðarins, Kinshasa, en þar
hafði verið barist þrjá daga í röð.
Um þúsund friðargæsluhermenn
frá Evrópusambandinu eru nú
þegar í landinu og aðstoða þar um
17.500 manna herlið Sameinuðu
þjóðanna, MONUC, sem gæta á
friðar í kringum forsetakosning-
arnar.
Nokkrir hermenn munu hafa
fallið í átökunum síðustu daga.
„Enginn hefur stjórn á ástandinu í
miðborginni,“ sagði talsmaður
MONUC, Jean-Tobie Okala, síð-
degis í gær. 50 manna hópur her-
manna frá Frakklandi, Portúgal og
Spáni kom til Kinshasa aðfaranótt
þriðjudags í þyrlum og búist var
við að 250 þýskir, sænskir, fransk-
ir og portúgalskir hermenn kæmu
í gær frá Gabon í Vestur-Afríku.
Kabila var langefstur í forseta-
kjörinu en náði ekki meirihluta.
Verður því kosið á milli hans og
Bemba, sem var annar, 29. októ-
ber. Fulltrúar SÞ sögðu á mánu-
dag að bardagarnir hefðu brotist
út þegar öryggissveitir Kabila
reyndu að afvopna sveitir hliðholl-
ar Bemba við heimili hans.
Hvað eftir annað hafa brotist út
átök á milli stuðningsmanna mann-
anna tveggja frá því úrslit fyrri
umferðar forsetakosninganna í
landinu voru kynnt fyrir nokkrum
dögum.
Sérstakur fulltrúi Kofi Annans,
framkvæmdastjóra Sameinuðu
þjóðanna, William Lacy Swing,
segir unnið að því að binda enda á
átökin. Friðargæsluliðar SÞ fluttu
14 sendiherra erlendra ríkja á
brott frá glæsivillu Bemba við
Kongófljót aðfaranótt þriðjudags.
Þeir voru gestir hans en höfðu leit-
að skjóls í kjallara hússins þegar
stuðningsmenn Kabila úr hernum
gerðu árás á húsið, meðal annars
með þungavopnum. Enginn er-
lendu fulltrúanna mun hafa særst
en meðal þeirra voru sendiherrar
Bandaríkjanna, Bretlands, Frakk-
lands, Rússlands og Kína.
„Það hafa staðið skotbardagar á
aðalgötu Kinshasa í morgun,“
sagði Swing í gær. „Við erum að
reyna að miðla málum og telja
báða aðila á að virða vopnahlé,
þannig að þeir geti farið að ræðast
við.“
Talið er að allt að þrjár milljónir
manna hafi látið lífið af völdum
margra ára borgarastríðs í Lýð-
veldinu Kongó, mannfallið var
einkum af völdum hungurs og
sjúkdóma. Stríðið stóð fram yfir
aldamótin og höfðu sum grann-
ríkin afskipti af því, meðal annars
til að komast yfir gull og fleiri
verðmæt efni sem unnin eru úr
námum í Kongó. Alls búa liðlega
50 milljónir manna í landinu, það
er á stærð við alla Vestur-Evrópu.
Reuters
Óbreyttir borgarar í Kinshasa, höfuðborg Lýðveldisins Kongó, ganga fram
hjá hermönnum frá Uruguay, liðsmönnum í friðargæsluliði SÞ, í gær.
Reynt að stilla til
friðar í Kinshasa
Vopnaðir liðsmenn Kabila og Bemba
lofa að yfirgefa miðborgina