Morgunblaðið - 23.08.2006, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 23.08.2006, Qupperneq 18
ALVARLEGAR athugasemdir voru gerðar við sinubruna í Eyjafjarðar- sveit á síðasta fundi náttúruverndar- nefndar Akureyrar og leitað eftir rökstuðningi fyrir leyfunum. Hjalti Jón Sveinsson, formaður nefndarinnar, segist mjög ósáttur við að geta átt von á reykjarmekki innan úr Eyjafjarðarsveit á hverju einasta vori. „Við viljum fá rökstuðning fyrir því hvers vegna í ósköpunum ekki er hægt að leysa vandann á annan hátt en brenna sinuna með öllum þeim eit- urgufum sem því fylgir. Það er ekki í takt við 21. öldina að bjóða Akureyr- ingum og öðrum nágrönnum upp á slíkt og okkur finnst því ansi skrýtið að náttúruverndarnefnd Eyjafjarðar skuli gefa leyfi fyrir þessu,“ sagði Hjalti Jón við Morgunblaðið. Alvarleg athuga- semd við sinubruna Sinubruni í mars í ár, en þá var engu lík- ara en stórslys hefði orðið á flugvellinum. 18 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SUÐURNES Reykjanesbær | „Við erum mjög hreyknar af því að hafa fengið alla þá frábæru listamenn sem hér hafa sýnt og það hefur ekki verið neinn hörgull á þeim. Við getum hins vegar ekki hugsað mjög langt fram í tímann þar sem við vitum ekki hversu lengi við fáum að vera í þessu húsnæði,“ sögðu þær stöllur Inga Þórey Jóhanns- dóttir og Thelma Björk Jóhann- esdóttir í samtali við Morgunblaðið en þær stýra sýningarrýminu Suðs- uðvestur sem þær ólu af sér í janúar 2005. Þær eru nú að undirbúa sýn- inguna Prójekt Patterson sem opnuð verður við upphaf Ljósanætur, 1. september. Kveikjan að grasrótarstarfi þeirra Ingu Þóreyjar og Thelmu Bjarkar var áhugi á að koma á fót sýning- arrými fyrir myndlistarfólk sem vinnur að listsköpun á rannsakandi hátt. Þær hafa frá upphafi notið stuðnings bæði bæjaryfirvalda og menningarfulltrúa Reykjanesbæjar en laun fyrir vinnuna þiggja þær ekki. „Við viljum alls ekki gera þetta að fyrirtæki og þetta á hvorki að snúast um peninga né gróða því peningar krefjast annarskonar vinnu. Miðað við þá umfjöllun og gagnrýni sem við höfum fengið í lista- og menning- arheiminum og vaxandi aðsókn þá er þetta greinilega að virka. Við erum mjög töff,“ sagði Thelma Björk í samtali við blaðamann. Inga Þórey sagði að þær hefðu í upphafi sett sér þrjú markmið sem þeim hefði tekist að ná. Í fyrsta lagi var Suðsuðvestur ætlað að efla tengsl Reykjanesbæjar við listaheiminn, enda áherslur í sýningarrýminu aðr- ar en í þeim listsölum sem fyrir voru. „Þá settum við okkur þau markmið að hér yrði ekki fjárhagslegur ágóði og í þriðja lagi vildum við bjóða upp á metnaðarfulla safnkennslu,“ sagði Inga Þórey en báðar hafa þær stund- að myndlistarkennslu í grunnskólum í Reykjanesbæ. Vilja sjá fleiri bæjarbúa Sýningarrými Suðsuðvestur við Hafnargötu í Keflavík sem Reykja- nesbær lét þeim í té segja Inga Þór- ey og Thelma Björk mjög hentugt fyrir þá sýningarstefnu sem þær hafi markað sér í upphafi. „Þetta rými virðist veita lista- mönnum innblástur og þeir verða mjög hrifnir þegar þeir ganga hér inn. Þó að þetta sé ekki stórt rými býður það upp á marga möguleika og hér hefur oft gengið mikið á. Við höf- um aldrei átt í neinum vandræðum með að velja listamenn í rýmið. Við getum hins vegar ekki hugsað mjög langt fram í tímann þar sem við vit- um ekki hversu lengi við fáum að vera hér,“ sagði Inga Þórey og Thelma Björk bætti við að þær hefðu fengið mjög góðar viðtökur og fólk verið jákvætt í þeirra garð. „Við myndum þó gjarnan vilja sjá fleiri bæjarbúa koma við en meiri- hluti gesta er úr Reykjavík. Íbúar Reykjanesbæjar eru hins vegar mjög jákvæðir í okkar garð og launin sem við höfum fengið fyrir vinnuna eru mest í formi hróss og gleðin sem því fylgir er bara frábær, já og skatt- frjáls.“ Thelma Björk byrjaði í síðustu viku í verkefnavinnu hjá menning- arsviði Reykjanesbæjar og er því sest við flestar hliðar borðsins þar sem hún er einnig formaður Mynd- listarfélags Reykjanesbæjar og SSV fellur innan starfssviðs Thelmu Bjarkar hjá Reykjanesbæ. Hún segir þetta alls ekki spilla fyr- ir enda takist henni að aðgreina hvert starf fyrir sig og þessi staða geri henni einnig kleift að leiðrétta ýmiskonar misskilning sem hún hafi orðið vitni að. Markmiðið með verk- efnavinnunni verður m.a. að bjóða upp á markvissari safnakennslu fyrir grunn- og framhaldsskóla á Suð- urnesjum. „Við eigum mjög flott söfn sem við eigum að vera hreykin af og sýna,“ sagði Thelma Björk. Brotthvarf hersins sorg eða gleði? Sýningin Prójekt Patterson sem opnuð verður í Suðsuðvestur og sam- tímis í gömlu Sundhöllinni í Keflavík föstudaginn 1. september verður án efa góður vettvangur fyrir safn- akennslu en eins og nafnið gefur til kynna tengist sýningin varnarstöð- inni á Miðnesheiði og áhrifum her- setu bæði á Suðurnesjasvæðið og landið í heild. „Þetta er samsýning 14 myndlist- armanna og fjölmargra tónlistar- manna sem ætla með list sinni að varpa ljósi á áhrif hersetu á samfélag okkar. Sýningin verður bæði hér í Suðsuðvestur og í Sundhöllinni en tónlistin alfarið í Sundhöllinni. Þá munu 4 breskar sundballerínur sýna samhæft sund við tónlist Apparats Organ kvartetts,“ sögðu Inga Þórey og Thelma Björk sem upplýstu jafn- framt að ýmsar áleitnar spurningar kæmu við sögu á Prójekt Patterson, enda fögnuðu sumir brotthvarfi hers- ins meðan aðrir syrgðu. Hvað sem öðru líður er tímasetn- ingin að minnsta kosti góð þar sem september markar lok hersetu hér á landi. Suðsuðvestur hefur fengið vaxandi jákvæða athygli Launin eru gleði og hún er skattfrjáls Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Sýningarrými sem veitir innblástur Thelma Björk Jóhannesdóttir og Inga Þórey Jóhannsdóttir reka Suðsuðvestur í Reykjanesbæ sem hefur fengið góðar viðtökur og vaxandi aðsókn frá opnun í ársbyrjun 2005. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur ÞAÐ eru sannarlega engar ýkjur að mjög gott veður var á Akureyri í gær, sól, logn og heiður himinn. Heim- ildir herma að hitamælirinn frægi á Ráðhústorginu hafi hæst farið í 24 gráður í gærdag og fólk naut veð- ursins. Þessar stúlkur voru í nýstárlegum leik eftir skóla heima á lóð á trampólíni einnar þeirra, með upp- blásinn sundbolta. Leikurinn felst í því að einn sparkar, reynir að hitta andstæðing og síðan reynir hann að hitta þann næsta. Miðað við hláturinn og brosið er þetta afar skemmtilegur leikur. Logn og blíða, sumarsól Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson GRUNNSKÓLARNIR á Akureyri voru settir á mánudaginn en grunn- skólinn í Hrísey verður settur í dag. Þar með eru einhverjir fjölmennustu vinnustaðir Akureyrar teknir aftur til starfa eftir sumarleyfi, því segja má að ríflega 3.030 nemendur og starfs- menn séu þá komnir til starfa á ný. Í haust eru um 2.590 nemendur skráðir í grunnskólana og þar af eru 255 að byrja í 1. bekk, skv. upplýs- ingum Gunnars Gíslasonar, deildar- stjóra skóladeildar bæjarins. Þetta er örlítil fækkun nemenda á milli ára en 10. bekkur sem útskrifaðist í vor var stærsti árgangur grunnskólanna eða ríflega 300 nemendur. Kennarar eru 270 og aðrir starfsmenn 170. Fjöl- mennasti skólinn er Brekkuskóli með 540 nemendur og sá fámennasti er Grunnskólinn í Hrísey með 25 nem- endur. Segja má að skólastarfið hafi hafist formlega mánudaginn 14. ágúst þeg- ar um 280 kennarar og starfsmenn skólanna sóttu fræðslufund um stöðu samkynhneigðra í grunnskólunum, eins og greint var frá í blaðinu í síð- ustu viku. Sama dag voru 30 kennarar úr fjór- um skólanna á námskeiði um byrj- endalæsi, en það er hluti verkefnis sem verið er að vinna að í skólunum undir stjórn Skólaþróunarsviðs HA. Dagana 31. ágúst og 1. september verður haldið námskeið fyrir 60 kenn- ara og sérfræðinga á Akureyri í kennslu ofvirkra barna, en leiðbein- endur verða tveir vísindamenn við Hospital of Sick Children í Toronto í Kanada en þeir hafa dregið saman þekktar aðferðir, eða búið til nýjar, til kennslu þessara barna. Þetta nám- skeið er haldið í samvinnu við Barna- og unglingageðdeild FSA. Nú er að taka til starfa ný deild við Hlíðarskóla og er hún ætluð fyrir stúlkur. Í Hlíðarskóla verða því um 23–27 nemendur í vetur í þremur deildum. Verið er að leggja síðustu hönd á nýja aðstöðu í Skjaldarvík fyr- ir deildina. Gunnar Gíslason segir að með þessu sé verið að bæta úr brýnni þörf fyrir úrræði fyrir stúlkur í vanda. Þrjú þúsund komnir til vinnu á ný eftir fríið Konur um þrefalt fleiri en karlar í HA RÚMLEGA 1.450 nemendur eru skráðir til náms við Háskólann á Ak- ureyri í haust. Í dagskóla eru skráðir rúmlega 750 nemendur og um 520 í fjarnám. Að auki stunda tæplega 200 nemendur framhaldsnám. Fjölmenn- ustu deildir háskólans eru kenn- aradeild og viðskipta- og raunvís- indadeild með um 450 nemendur hvor deild. Konur eru sem fyrr ríflega þriðjungur nemenda; þær eru 1.130 í vetur en karlarnir 334. Nemendur skólans eru heldur færri nú en í fyrravetur og þar munar mest um að ekki voru teknir inn nemar í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda, en þeir voru um 50 síðast vetur. Meistaranám í lögfræði Við félagsvísinda- og lagadeild HA hefst í fyrsta sinn tveggja ára nám á meistarastigi í lögfræði (ML) sem jafngildir, í framhaldi af þriggja ára BA-prófi í lögfræði, hefðbundnu fimm ára embættisprófi í lögfræði (cand. jur.). Nám til ML-prófs í lögfræði er samtals 60 einingar sem skiptast þannig að nemendur ljúka 48 ein- ingum í námskeiðum og skila 12 ein- inga meistaraprófsritgerð sem þeir vinna að þau tvö ár sem námið tekur. Áherslan í náminu er á hagnýta ís- lenska lögfræði þannig að nemendur verði sem best í stakk búnir til að tak- ast á við lögfræðistörf, sem dómarar, lögmenn eða lögfræðingar hjá op- inberum stofnunum eða einkafyr- irtækjum. Á annan tug skiptinema Árlega fær háskólinn til sín marga erlenda skiptinema og í haust er fjöldi þeirra vel á annan tug. Þetta eru nemendur frá samstarfsháskól- um, m.a. á Norðurlöndunum og í Rússlandi, Þýskalandi, Póllandi, Lettlandi, Kína og Bandaríkjunum. Flestir skiptinemendanna munu stunda nám við viðskipta- og raunvís- indadeild. AKUREYRI 1.130 konur, 334 karlar Flestir nemendur eru í viðskipta- og raunvísindadeild HA í vetur, 456. Þar eru 283 konur en karlarnir 173. Alls eru 451 í kennaradeild, þar af 398 konur og 53 karlar. 309 eru í heil- brigðisdeild, 298 konur og 11 karlar og í félagsvísinda- og lagadeild eru 248, karlarnir 97 en konurnar 151.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.