Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 20

Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 20
„Það eru til hringar sem falla bæði að persónuleika hverrar konu og hönd hennar," segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískuráðgjafi. Daglegtlíf EINHLEYPT fólk finnur ekki síður til streitu en önnum kafnir og barn- margir foreldrar, ef marka má rannsóknir sem náðu til hagfræð- inga, lögfræðinga og verkfræðinga í Danmörku. Rannsóknirnar benda til þess að ekkert sé hæft í því að streita herji einkum á hámenntað og barnmargt fólk sem er á sífelldum þeytingi með börn sín, meðal annars á dagheimili eða í skóla, að því er fram kemur í frétt Berlingske Tidende. „Það er goðsögn að foreldrar í barna- fjölskyldum finni til meiri streitu en einhleypt fólk,“ sagði Mette Bres- lau, ráðgjafi samtaka danskra lög- fræðinga og hagfræðinga. Breslau sagði að rannsókn á veg- um samtakanna hefði leitt í ljós að tæpur helmingur einhleypra kvenna og rúmur þriðjungur ein- hleypra karla hefðu náð góðu jafn- vægi milli vinnunnar og einkalífsins en rúmur helmingur fólks sem er gift eða í sambúð. Rannsókn á vegum stéttarfélags danskra verkfræðinga bendir einn- ig til þess að streitan sé ekki minni meðal einhleyps fólks en barna- fólks. Berlingske Tidende hefur eftir Einari B. Baldurssyni, vinnusál- fræðingi við Álaborgarháskóla, að þessi niðurstaða komi honum ekki á óvart, meðal annars vegna þess að einhleypt fólk geti verið einmana og hneigst til þess að vinna of mikið. Morgunblaðið/Júlíus Streita hjá einhleypu fólki getur m.a. stafað af einmanaleik og of mikilli vinnu. Streitan ekki minni meðal einhleypra  RANNSÓKN Konur eignast svo mikið afskartgripum orðið, þarsem úrvalið er bæði orðiðmeira og verðbilið breiðara en áður. Í dag er hægt að fá urmul af fallegum, vönduðum og skemmtilegum hringum á verðbilinu 5–25 þúsund krónur. Þeir eru því ekki orðnir meiri munaðarvara en peysa eða skór og oft tilvalið að gefa einn fallegan við hin æði mörgu tilefni sem nútímafólk heldur upp á,“ segir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir tískuráðgjafi og brosir. ,,Hringar hafa oftar en ekki tilfinningalegt gildi og tengjast gjarn- an tímamótum eða ánægjulegri lífs- reynslu fólks, þar sem það innsiglar traust og trúnað, eða öðrum hátíð- arhöldum. Konur eru þess vegna oft tregar til þess að taka baugana niður og sumar flagga þeim jafnvel sem flestum í einu. Þá er hins vegar hætt við að enginn njóti sín í mergðinni, enda oft frá misjöfnum tímabilum og ólíkir bæði að gerð og stíl. Það er miklu farsælla og fallegra að skipta oftar um hringa og leyfa hverjum og einum að njóta sín.“ Það er ekki víst að höfundur ís- lenska málsháttarins Oft hefur hin frægri kona færri hringa hafi verið svo tískumeðvitaður. Líklegra er að hann hafi verið að vísa til þess, að þeir tímar þar sem ætt og auður skiptu mestu máli þegar menn völdu sér konur væru að úreldast, en dýrir skartgripir gengu oft í ættir. Nútíma- fræðingar túlka merkingu hans ein- mitt sem svo að konur sem eru miklar af sjálfum sér, eins og segir í bókinni Íslenskir málshættir, þurfi ekki að berast mikið á í glysi og skartgripum. Litlifingur og vísifingur hringfingur nútímans Það er engin tilviljun að baugfing- ur heitir þessu lýsandi nafni. Hlut- verk hans á menningarsvæðum frá örófi alda og enn í dag er að bera bauginn mikilvæga en orðið er annað íslenskt yfir hring. Hringurinn er ótrúlega fullkomið form, hefur ekkert upphaf og engan endi. Hann hefur alla tíð haft táknrænt gildi, jafnt í trúarbrögðum þar sem hann táknar oft eilífðina og eins og áður segir í samskiptum manna. Íslenskan er ekki eina tungumálið þar sem fingurinn er nefndur eftir hringnum því sama á við um fjölda annarra evrópskra mála eins og sænsku, frönsku og ítölsku. Víða var og er trúin á verndandi áhrif og hugs- anlegan lækningamátt hringa mikil en sú hjátrú jafnframt við lýði að mátturinn gæti horfið er orðið sjálft væri nefnt á nafn í því samhengi. Í tungumálum á þessum svæðum, eins og rússnesku og japönsku, er baug- fingurinn því nefndur nafnlausi fing- urinn. Í þýsku og latínu er kjarni málsins hins vegar skýr en þar er fingurinn einfaldlega nefndur lækn- isfingur. Eva Dögg segir að í dag sé baug- fingurinn ekki sá eini sem leyfilegt sé að bera hringa á. ,,Það er orðið mjög vinsælt að bera hring á litlafingri en ef bornir eru tveir hringar á sömu hendi er fallegast að bera hringana á baugfingri og vísifingri. Konur er sjaldan með hring á þumalfingrinum en oft eru það þær sem vilja skera sig úr sem bera hann þar. Það er í því samhengi skemmtilegt að nefna að Sharon Stone, í hlutverki Catherine Trammel, var með einn slíkan á þumlinum hannaðan af Íslendingnum Hendrikku Waage í einu atriðanna í Basic Instinct 2.“ Máttur sjónhverfinga og stílæfinga Konur eiga að sjálfsögðu að hafa það hugfast að draga fram fegurð handa sinna þegar kemur að vali á hringum. ,,Sumar konur telja sig ekki vera með hendur til að bera hringa en það er að sjálfsögðu hringavitleysa,“ segir Eva Dögg ákveðin. ,,Það er ekk- ert til sem heitir „hin fullkomna hönd“, frekar en hinn „fullkomni lík- ami“. Það eru til hringar sem falla bæði að persónuleika hverrar konu og hendi hennar. Málið snýst fyrst og fremst um stærðarhlutföll og þar er hægt að beita ýmsum sjónhverfing- arbrellum. Stór hringur gerir hönd til dæmis minni og pínulítill hringur á stórri hendi stækkar höndina. Fingur virðast almennt styttri þegar á þeim eru bornir ferkantaðir hringar en breiðari hringar og ávalari virðast hins vegar lengja þá. Það er nánast allt í tísku núna og því geta konur ráðið svo miklu um sinn persónulega stíl. Stórir hringar hafa reyndar verið mjög áberandi og verða í vetur. Út- færslurnar eru margar mjög skemmtilegar og hugmyndaflugið með ólíkindum. Ég held að það hafi sjaldan verið jafnmikil gróska í gerð hringa og nú. Það virðist allt vera leyfilegt.“ Þá er bara að leika af fingr- um fram og taka einn hring …  SKARTGRIPIR | Hver er þinn baugsstíll? Fléttuhringar og mynsturbaugar eru vinsælir og auðvelt að finna sér lögun, stærð og lit. Gróska í gerð táknrænasta skartgripsins Morgunblaðið/Eggert „Það eru til hringar sem falla bæði að persónuleika hverrar konu og hendi hennar,“ segir Eva Dögg tískuráðgjafi. Með ferkantaðan hring í sterkum lit virkar höndin styttri og kubbslegri en hún er. Hringur með stórum steini sem lengir fing- urna og gefur hendinni fallegt yfirbragð. Þessi óvenjulegi hringur er svalur við hvers- dagslegan fatnað eins og gallabuxur. Hringur hefur yfirleitt djúpa og persónulega merkingu fyrir þann sem hann ber, tákn fyrir tímamót á lífsleiðinni eða lífsreynslu. Margir eru því fastheldnir á hringa sína og taka þá sjaldan niður. Evu Dögg Sigurgeirsdóttur tískuráðgjafa tókst þó að sannfæra Unni H. Jóhannsdóttur um að það væri í góðu lagi að skipta um hringa eins og föt og gaf auk þess nokkur fyrirtaksráð um hvernig fólk ætti að velja hringa eftir fingur- og handarstærð. ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.