Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 21
UMRÆÐAN
VEL getur verið að einhver
undrist að rólegheitakona skuli
taka þá áhættu að
spyrja slíkrar spurn-
ingar. Ástæðan er
þríþætt: Ótrúleg
skrif sumra, frétta-
flutningurinn á Ís-
landi og hryllings-
sagan, sem ég las í
Fréttablaðinu 26. júlí
sl. Ég er ekki vön að
eyða tíma mínum í
lestur hryllingssagna,
þó þær séu með ein-
dæmum vinsælar um
þessar mundir en
trúlega lagði ég í
lesturinn vegna þess
hve sagan var stutt,
en hrottalegra hefi
ég varla séð, en
þannig eiga slíkar
sögur sjálfsagt að
vera til að standa
undir nafni.
Höfundurinn býr í
gömlu gyðingahverfi
í Berlín að eigin
sögn, sem hljómar að
sjálfsögðu mjög
dramatískt og setur sinn svip á
söguna. Ef til vill eru þar gamlir
gyðingar enn á ferð lúnir með staf
eða kannski voru þeir allir hraktir
burt og lentu í útrýmingarbúð-
unum! Húsin í Berlín standa því
væntanlega sum hver tóm og göm-
ul að hruni komin. Upptalningin á
meintum göllum Ísraelsmanna
(gyðinga) er með ólíkindum,
mennirnir geta varla verið
mennskir af holdi og blóði eins og
við hin? En svo kemur rúsína inn í
söguna. Núverandi forsætisráð-
herra Ísraels var á sínum tíma
fræðari höfundar umræddar sögu.
Óneitanalega hefði verið skemmti-
legra fyrir okkur, sem lásum sög-
una að vita hvenær og undir hvaða
kringumstæðum þessi frægu sam-
töl áttu sér stað, það hefði verið
trúverðugra, því samtölin eru
varla skáldsaga (!) eða hvað? Frá-
sögn Ehud Olmerts –segir höf-
undur – fór að „minna á eintal
innan úr köldum, dökkum og
stundum skelfilegum heimi“. Já,
það var og. Blessaður maðurinn,
sem þessa stundina fer – að því er
virðist – offari í Líbanon hefur að
sjálfsögðu talið sig vera að tala við
vin sinn, um veruleikaheim þjóðar
sinnar um liðnar aldir, ofsóknirnar
og hryllinginn í „… köldum,
dimmum og skelfilegum heimi …“
Já, sumir halda því fram að
Helförin hafi aldrei átt sér stað og
aðrir spyrja, hversvegna gyð-
ingar? Jú þeir voru öðruvísi,
trúarbrögð þeirra voru öðruvísi,
sem gerðu þó engum mein. Í sögu
mannkyns finnst enginn kynþátt-
ur, sem hefur mætt öðrum eins of-
sóknum og haldið velli. Sígaunar
voru líka öðruvísi og lentu í gas-
klefunum. Fötluð börn, svo undur
saklaus, en lentu samt á pallbílum
í haugum til útrýmingar. Hroða-
legur veruleiki.
Allir sem kæra sig um, geta vit-
að hvernig átökin fyrir botni Mið-
jarðarhafs hófust að þessu sinni.
Þrem ungum mönnum var rænt
og níu drepnir. Hryðjuverka-
samtök Hizbollah lýstu því yfir
þegar í upphafi morðanna – „að
stríð væri hafið og því lyki ekki
fyrr en búið væri að útrýma Ísr-
aelsríki af jörðunni“. Safiadeen,
sendifulltrúi Hizbollah, lét hafa
eftir sér, að þeir ætluðu að „víkka
út hernaðaraðgerðir sínar í Ísrael
þangað til Ísraelar yrðu hvergi
óhultir“. Hann sagði einnig:
„Þessa stríðs verður minnst sem
upphafs endaloka Ísraelsríkis og
brátt koma ný Mið-Austurlönd að
hætti Hizbollah og íslamstrúar.“
Hizbollah-menn berjast til að
útrýma Ísrael, Ísraelar berjast til
að bjarga lífi sínu og Ísrael.
Hversvegna skyldi vera horft fram
hjá því á Íslandi að drápsvopn
Hizbollah hafa drepið fjölda sak-
lausra manna, kvenna og barna í
Ísrael og að auki ekki
nefnt að þessa stund-
ina dvelja rúmar 2
milljónir Ísraela í loft-
varnabyrgjum og
mörg hundruð þúsund
hafa flúið frá brotnum
heimilum sínum. Ísr-
aelsmenn eru líka fólk
sem þjáist í stríði og
vilja ekki stríð en hafa
útrýmingaröxina yfir
höfði sér hverja stund.
Jan Egeland, sem
samhæfir hjálparstarf
Sameinuðu þjóðanna,
segir „huglausa Hiz-
bollahmenn fela sig á
bak við konur og börn
í Líbanon … og stuðla
þannig að dauða
hundruða saklausra
manna, mest kvenna
og barna“. Það er
einnig vitað að Hizbol-
lah sendir drápskeyti
sín frá íbúðarblokkum
þar sem venjulegt fólk
býr og eru með hreyf-
anlega eldflaugapalla inní miðjum
þorpum og bæjum.
Fréttaflutningurinn hér heima
af átökunum er hreint ótrúlegur.
Dag eftir dag eru sömu fréttirnar
endurteknar löngu eftir að búið er
að leiðrétta sumar þeirra, sam-
anber „40 manns voru drepnir“ í
stað 1 manns, eins og forsætisráð-
herra Líbanon tilkynnti, eða „60
manns voru drepnir …“ þegar bú-
ið er að tilkynna að 29 hafi farist.
Fréttin um sjúkrahúsið sem var
lagt í eyði, er síendurtekin án þess
að nefna á nafn að húsið var ekki
sjúkrahús, ekki einn einasti sjúk-
lingur var þar, húsið var vígi og
aðsetur Hizbollah.
Hryðjuverkasamtök, sem gera
gott með annarri hendi og drepa
með hinni eru hin mesta ógn hvert
sem litið er. Okkur finnst öllum
skelfilegt það sem er að gerast
fyrir botni Miðjarðarhafs, því þótt
einum hryðjuverkahópi sé eytt vex
annar að bragði og alsaklaust fólk
þjáist. Sjálf hefi ég ferðast um öll
þessi lönd. Líbanon og fallega höf-
uðborgin þeirra á sérstakt sæti í
hjarta mér. Ísrael hefi ég heimsótt
margoft og á góða vini meðal
araba og Ísraela, sem mér þykir
vænt um. Ég fór frá Ísrael nú síð-
ast, nokkrum klst. áður en átökin
hófust. Allt þetta fólk þráir að fá
að búa saman í friði, sátt og sam-
lyndi.
Hryðjuverkasamtök Arafats á
sínum tíma sem og Hamas og Hiz-
bollah vilja þurrka Ísrael út af
landakortinu svo og forseti Írans,
það er yfirlýst stefna þeirra, frið-
ur er ekki til í þeirra áætlunum og
enn í fersku minni þegar forsætis-
ráðherra Ísraels á sínum tíma
bauðst til að skila Gaza og Vest-
urbakkanum, viðurkenna sjálf-
stæði Palestínu og að Jerúsalem
yrði höfuðborg þeirra. En Arafat
þáði ekki boðið og hóf sem fyrr
fólskulegar árásir á saklaust fólk á
fjölmennum stöðum og myrti heilu
fjölskyldurnar þar á meðal sitt
eigið fólk.
Ástandið í Mið-Austurlöndum er
hræðilegt, margþætt og ofurflókið
sem verður ekki leyst á einfaldan
hátt, en okkur hér heima í frelsinu
ber að hugsa til fólksins í Palest-
ínu, Ísrael og Líbanon í kærleik
og til þeirra sem hafa ógn trúar-
bragðaofstækis yfir höfði sér,
biðja fyrir þeim og okkur sjálfum
að við berum virðingu hvert fyrir
öðru.
Lifið heil.
Er gyðingahatur
á Íslandi?
Hulda Jensdóttir skrifar
um átökin fyrir botni
Miðjarðarhafs
Hulda Jensdóttir
’Hryðjuverka-samtök, sem
gera gott með
annarri hendi og
drepa með hinni
eru hin mesta
ógn hvert sem
litið er.‘
Höfundur er fv. yfirljósmóðir
og forstöðukona.
RÍKISSTJÓRNIN hefur tilkynnt
að á næstu þremur árum verði var-
ið töluverðu fé til búsetuúrræða og
starfsendurhæfingar fyrir geðsjúka.
Niðurstöður notendarannsókna/
batarannsókna sýna að tryggja
þurfi fjárhag og búsetu geðsjúkra.
Niðurstöður sýna líka fram á mik-
ilvægi aðgengis að félagslífi með
þátttöku í atvinnulífi,
menningu og/eða
áhugamálum. Byggja
þarf upp öflugt tengsl-
anet í nærumhverfi og
að viðkomandi sé í
nánum tengslum við
einhvern. Hægt er að
koma í veg fyrir
óþarfa þjáningar eins
og nauðungarvistun
eða bráðainnlögn ef
skjólstæðingur er í
góðum tengslum við
fagaðila eða þjónustu-
fulltrúa sem hann
treystir; einstakling
sem er tiltækur þegar hinn geð-
sjúki þarf á að halda.
Í tengslum við þjónustu við geð-
sjúka hefur bærinn Trieste á Ítalíu
vakið athygli víða um heim. Þar var
sjúkrahúsþjónustan lögð niður. Í
Trieste hefur sjálfsvígum fækkað
um 30% á 20 árum, kostnaður við
bráðaþjónustu minnkað um 65% og
engin bið er eftir þjónustu. Giu-
seppe Dell’Acqua, ítalskur geðlækn-
ir sem tekið hefur þátt í þessum
breytingum, ráðleggur öllum þeim
sem taka ákvarðanir um geðheil-
brigðismál að leggja niður sjúkra-
hússtofnanir sem allra fyrst. Hans
skoðun er að sjúkrahúsin framleiði
sjúklinga og viðhaldi fordómum.
Mikilvægasta aðstoð við geðsjúka
sé að sníða stuðningsnet í kringum
þá og fjölskylduna á heimavelli. Það
sem eigi að vera í forgrunni í allri
vinnu með geðsjúkum sé fjöl-
skyldan, búsetan, atvinnumálin og
samfellan í þjónustunni. Sjúkdóms-
greiningin á ekki að vera í for-
grunni, heldur þarfir hvers og eins.
Hans skoðun er sú að innan sjúkra-
húsveggjanna geti fagfólk aldrei
áttað sig á þörfum hins geðsjúka.
Menn verði að vera í umhverfi
skjólstæðingsins til að átta sig á
ástandinu. Það er mat Dell’Acqua
að ekki sé hægt að nýta samhliða
hugmyndafræði sjúkrastofnana og
aðferðir einstaklingsmiðaðrar þjón-
ustu. Hægt sé að reka þessar þjón-
ustuleiðir samhliða meðan verið sé
að byggja upp samfélagsþjón-
ustuna, en til lengri tíma hindri
þær hvor aðra. Reynsla hans er sú
að mótstaða gegn breytingum komi
fyrst og fremst frá starfsfólki
sjúkrahúsanna, því
miklir hagsmunir séu í
húfi, persónulegir,
fjárhagslegir og dreif-
ing valds og áhrifa.
Hans álit er að það sé
hrein og bein geðveiki
að halda þessum stofn-
unum gangandi.
Einstaklingsmiðuð
þjónusta felur í sér
breytingar á vinnu-
tilhögun, forræðisvaldi
og verðmætamati.
Ákvörðunartökur
verða gerðar í nær-
umhverfi skjólstæð-
ingsins með þeim aðilum sem hann
umgengst og tengist mest. Fagfólk
hefur alist upp og menntað sig sam-
kvæmt ákveðinni hugmyndafræði
sem notendarannsóknir/batarann-
sóknir hafa síðar ögrað. Mikil ná-
lægð við skjólstæðinga getur verið
óþægileg og strítt gegn því sem
heilbrigðisstarfsmönnum hefur ver-
ið kennt, m.a. um túlkun faglegra
vinnubragða. Einstaklingsnálgun í
geðheilbrigðisþjónustu felur í sér
að hún sé veitt sem mest í nær-
umhverfi, þ.e. inni á heimilinu, í
skólunum og á vinnustöðum.
Lausnir eru fundnar í samráði við
skjólstæðinginn með það að leið-
arljósi sem hann álítur og trúir að
nýtist til bata. Fagfólk hefur líka
átt í erfiðleikum með að vinna þvert
á kerfin; vill helst vera á ákveðnum
stað þar sem skjólstæðingurinn
kemur til þeirra. Í stað þess að
skjólstæðingur þurfi að fara á milli
staða þar sem fagfólk er hvert með
sína hugmyndafræði, þarf fagfólkið
að fylgja skjólstæðingnum eftir
miðað við þeirra áherslur, til að
halda samfellu og heildrænni sýn í
aðstoðinni. Nú er það oftast þannig
að skjólstæðingum er boðin sér-
hæfð meðferðaráætlun sem fagfólk
hefur sett saman miðað við með-
alþörfina en ekki að meðferð sé sér-
sniðin fyrir þarfir einstaklingsins.
Hvað hafa geðsjúkir fram að
færa varðandi eigin málaflokk?
Bylting í bata er ráðstefna sem
haldin verður á vegum Hugarafls á
Hótel Sögu dagana 24. og 25. ágúst.
Aðalfyrirlesari er Judi Chamberlin
sem greindist með geðklofasjúkdóm
fyrir nokkrum áratugum en hefur
síðan barist fyrir breyttum
áherslum í geðheilbrigðisþjónust-
unni. Judi hefur verið virk í hags-
munabaráttu geðsjúkra í Banda-
ríkjunum, gerst fræði- og
rannsóknarmaður og byggt upp ný
þjónustuúrræði þar sem not-
endasýn hefur verið í forgrunni.
Opinn borgarafundur verður í lok
ráðstefnunnar, milli klukkan 14.30
og 17, hinn 25. ágúst. Ég hvet
stjórnvöld, fjölmiðlafólk, notendur,
fagfólk og almenning að mæta
a.m.k. á opna borgarafundinn til að
halda áfram umræðunni um geð-
heilbrigðismál. Hvernig sjáum við
geðheilbrigðisþjónustuna þróast
hér heima næsta áratug og hvernig
tengjast búsetuúrræði og starfs-
endurhæfing þeirri þróun? Það
verður ekki nóg að setja fjármagn í
búsetuúrræði og starfsendurhæf-
ingu ef sleppa á að ræða hvers kon-
ar hugmyndafræði og stjórn-
skipulag á að stýra ferðinni. Í
mörgum löndum hafa hug-
myndafræðilegar áherslur í vinnu
með geðsjúkum tekið breytingum.
Geðsjúkir sem náð hafa tökum á líf-
inu eins og Judi Chamberlin hafa
verið í framvarðasveit við að benda
á brotalamir í uppbyggingu og
stjórnun geðheilbrigðisþjónust-
unnar. Forræðið er að færast nær
notendunum sjálfum. Fólk með
geðræn vandamál þarf svo sann-
arlega á aðstoð að halda, en
kannski skilvirkari en áður.
Geðveikar stofnanir
Elín Ebba Ásmundsdóttir
skrifar um geðheilbrigðismál ’Sjúkdómsgreiningin áekki að vera í forgrunni,
heldur þarfir hvers og
eins.‘
Elín Ebba
Ásmundsdóttir
Höfundur er meðlimur Hugarafls
og lektor við HA.
VIÐ HÖFUM nú í
ein 5–6 ár verið að
fara fram á það við
Krabbameinsfélag
Íslands að konur
eldri en 70 ára verði
kallaðar sem fyrr í
reglulega skoðun.
Ekki hefur það tek-
ist, en þessar eldri
konur eru velkomn-
ar, ef þær hafa sjálf-
ar frumkvæði að því
að panta tíma.
En ef maður hefur
góðan málstað gefst
maður ekki upp,
heldur herðir róð-
urinn.
Tvö ár á milli
skoðana er tími sem
fljótur er að líða og
því nauðsynlegt að
gera konum aðvart
og minna á að nýja
skoðun þurfi. Árlega
fá 172 konur brjósta-
krabbamein að með-
altali á 5 ára tímabili
og þar af eru 45 konur 70 ára og
eldri eða 26%. Ef við lítum á dán-
artíðni vegna krabbameins í
brjóstum þá deyja að meðaltali 45
konur úr sjúkdómnum, þar af 11
konur 70 ára og eldri eða 10% svo
að eldri konur koma betur út,
enda gengur sjúkdómurinn hægar
og er auðfundnari hjá
þeim. En það er rétt-
lætismál að við reyn-
um að hlynna að eldri
konum og vandséð
hvers vegna þær eiga
ekki sama rétt og aðr-
ar.
Það hefur verið bent
á að eldri konur séu
ekki boðaðar í skoðun í
Svíþjóð og Suður-
Finnlandi. En mér
finnst þetta engin rök.
Um sjötugt eiga marg-
ar konur 10–20 góð ár
eftir.
Ég skora á stjórn
Leitarstöðvar Krabba-
beinsfélags Íslands að
endurskoða málið.
Einnig vil ég skora á
konur að athuga sitt
mál. Krabbamein er
alltaf alvarlegt mál og
það þarf að gera allt
sem hægt er til að
koma í veg fyrir alvar-
legt stig sjúkdómsins.
Konur pantið tíma hjá
Leitarstöðinni, sími þar er 540
1900.
Krabbamein
er alvörumál!
Páll Gíslason skrifar um
krabbamein í brjóstum eldri
kvenna.
’Það er réttlæt-ismál að við reyn-
um að hlynna að
eldri konum og
vandséð hvers
vegna þær eiga
ekki sama rétt og
aðrar.‘
Páll Gíslason
Höfundur er læknir og fv. formaður
Félags eldri borgara í Reykjavík.
Fréttir á SMS