Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 27
MINNINGAR
Fyrir fáum árum hættu þau bú-
skap og sonur þeirra, Sveinn Hann-
es, og kona hans, Eva Marín, tóku
við búi. Sveinn er þriðji bóndinn á
Hrafnkelsstöðum, sem ber það nafn
mann fram af manni. Nú eru ungu
hjónin búin að byggja sér íbúðarhús
og tekin til við endurbætur á gripa-
húsum, svo þau þjóni betur nútíma-
kröfum. Sagan endurtekur sig sí og
æ.
Sjöfn og Svenni eru miklir nátt-
úruunnendur og fáir hafa ferðast
jafn mikið um landið sitt og þau.
Mesta unun höfðu þau þó af öræfa-
og óbyggðaferðum. Við hjónin urð-
um þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
fylgja þeim í mörgum þessum ferð-
um ásamt fleiri vinum okkar. Það
má segja að á fögrum degi inni á
öræfum hafi hjörtu okkar slegið í
takt.
Nú er rétt ár síðan við fórum í
okkar síðustu ferð. Þá buðu þau okk-
ur með í ógleymanlega ferð til Aust-
urlands, þau áttu eftir að kanna
óbyggðirnar í Loðmundarfirði og
kringum Gerpi. Sjöfn fann margan
dýrgripinn þar eins og svo oft áður.
Hvar sem hún fór var hún ótrúlega
fundvís á fallega og sérkennilega
steina, enda sér þess stað við bæinn
hennar á Hrafnkelsstöðum. Falleg
blóm voru henni líka til yndisauka,
reynt var að sjá til þess að hún hefði
þau ávallt fyrir augunum þetta síð-
asta sumar hennar.
En nú er komið að leiðarlokum,
rétt ár er frá því að Sjöfn kenndi sér
þess meins sem nú hefur dregið
hana til dauða, erfitt ár, í allri þess-
ari þrautagöngu kvartaði hún aldrei.
Ekki eitt æðruorð, yfirnáttúrlegur
styrkur.
Þetta sumar hefur verið öllum erf-
itt en engum þó eins og Svenna, sem
staðið hefur vaktina í alla þessa
mánuði, nærri fram á síðasta dag.
Nú er lífsgöngu Sjafnar lokið,
myndir og minningar okkar sam-
ferðafólksins merla eins og perlur á
bandi, það eitt er eftir. En svona er
gangur lífsins.
Við Kalli biðjum Svenna og fjöl-
skyldu allrar guðsblessunar á erfiðri
kveðjustund.
Þegar æviröðull rennur,
Rökkvar fyrir sjónum þér,
Hræðstu eigi hel er fortjald,
Hinu megin birtan er.
Hönd, sem þig hingað leiddi, himins til þig
aftur ber.
Drottinn elskar, – Drottinn vakir
Daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson. )
Guðrún Sveinsdóttir,
Varmalæk.
Í dag verður kær vinkona okkar
Sjöfn Hannesdóttir, Hrafnkelsstöð-
um, jarðsungin frá Hrunakirkju.
Við munum fyrst eftir Sjöfn ungri
og fallegri stúlku er hún dvaldist á
sumrin hjá frændfólki sínu í Hruna-
mannahreppi. Okkar nánustu kynni
og vinátta hófst þó ekki fyrr en
nokkrum árum seinna er hún var
orðin húsfreyja á Hrafnkelsstöðum.
Þær eru orðnar fjölmargar ferðirnar
sem við höfum farið með þeim hjón-
um Sveini og Sjöfn ásamt fleiri
ferðafélögum um okkar fagra land.
Hálendið hefur jafnan heillað þenn-
an hóp. Sjöfn var mikið náttúrubarn
og naut þess að reika um í frelsi og
stórbrotinni fegurð öræfanna sem
við höfum ferðast um á hverju ári
síðustu áratugina.
Hún tók mjög vel eftir og benti
okkur hinum á margt fallegt sem
farið hafði framhjá okkur ferða-
félögunum. Hún var líka einstaklega
fundvís á fallega steina sem voru
hennar eftirlæti og hún flutti með
sér heim.
Eitt af áhugamálum Sjafnar var
að renna fyrir silung og hafði hún
gaman af. Oft var stöngin með í
fjallaferðum og var dorgað þegar
tækifæri gafst. Eins átti hún það til
að skreppa í Litlu-Laxá fram eftir
árum og ná sér í bröndu.
Sjöfn var lærð í hágreiðsluiðn.
Margir leituðu til hennar og not-
færðu sér kunnáttu hennar í þessum
efnum sem hún veitti af ánægju og
fagmennsku.
Sjöfn var góð heim að sækja og
rausnarlega var ávallt á borð borið
er við komum í kaffi til þeirra hjóna
sem var ekki sjaldan. Margar góðar
stundir höfum við átt með þeim,
rabbað yfir kaffibolla þar sem ým-
islegt bar á góma, rifjaðar upp ferðir
fyrri ára og ákveðin næsta ferð sem
oft var farin fyrirvaralaust eftir
nokkrar stundir.
Það er dýrmætt að eiga í sjóði
minninguna um þig, Sjöfn mín, og
okkar góðu samverustundir.
Við erum þakklát fyrir að þú
fékkst að sofna í friði og ró eftir erf-
iða síðustu mánuði þar sem þú
stóðst þig sem hetja. Við þökkum
þér, vina, fyrir öll þau ár sem við
höfum verið saman, allar þær gleði-
stundir í faðmi fjallanna þar sem við
nutum kyrrðar og fegurðar ís-
lenskra öræfa, sólaruppkomu við
klið fjallalindar og kvöldroði spegl-
aðist í logntæru heiðarvatni þegar
kvöldhúmið færðist yfir. Og að síð-
ustu færum við þér innilegar þakkir
fyrir öll friðsælu kvöldin sem við
höfum setið saman síðustu áratug-
ina, þínar góðu bænir fyrir jörðinni
okkar og íbúum hennar.
Við vitum að vel var tekið á móti
þér á nýjum verustað og biðjum ljós
friðar og kærleika að leiða þig á
þeim framtíðarvegi sem framundan
er hjá þér. Svenna og fjölskyldu
hans biðjum við guðs blessunar.
Arndís og Skúli, Miðfelli.
Að alast upp á margbýli í sveit
sameinar kosti sjálfstæðs sveitalífs
og sambýlis margra með fjölbreyti-
legri flóru fólksins á staðnum. Kyn-
slóðir alast upp hlið við hlið og
reynsla og þekking flyst áfram frá
hinum eldri til hinna yngri. Með
nýju fólki og hverri kynslóð koma
fram nýjungar og breytingar á
starfsháttum sem eru auðvitað hluti
eðlilegrar framþróunar. Það reynir
á félagsþroska og samvinnuhæfni og
oft þarf eflaust að sætta mörg sjón-
armið ef takast á að vinna og búa
saman í sátt og samlyndi með sam-
býlisfólki og ættingjum ævina á
enda. Allir verða að leggja sitt af
mörkum til að samvera og sameig-
inleg verkefni megi heppnast sem
best. Hver einstaklingur skiptir máli
og setur sinn lit á lífið á staðnum.
Þegar sá sem alist hefur upp í svo
nánu samfélagi sem margbýli í sveit
er, lítur til baka til að rifja upp minn-
ingar er oft erfitt að einangra hlut
hvers og eins, allir hafa lagt sitt í
púkkið til að mynda e.k. menningu á
staðnum, þannig hefur hver sveita-
bær sína staðarmenningu, sinn blæ.
Og eflaust ber hver og einn keim af
henni í bland við sitt uppeldi hvert
sem hann flögrar um heiminn.
Á sama hátt bar unga konan, sem
kom til að setjast að á Hrafnkels-
stöðum um 1960, með sér sinn stíl og
menningu, sem okkur þeim yngri
sem þar voru fyrir fannst bæði
framandlegur og ferskur. Þetta var
Sjöfn, svona líka sæt með fallega
brosið og spékoppana, gekk í moha-
ir-peysum og með flottar perlufest-
ar, keypti dönsku blöðin og reykti –
var semsagt svakaleg skvísa og líka
falleg eins og dúkkulísa. Og svo var
hún menntuð í sínu fagi, alvöru hár-
greiðslukona sem fékk viðskiptavini
í stofuna sína, og vinkonur og frænk-
ur í heimsókn, saman mösuðu þær,
glugguðu í dönsku blöðin og púuðu
svolítið yfir kaffibollunum.
Undirrituð var svo heppin að vera
„í vist“ hjá Sjöfn sem unglingur og
var, eins og þeim „vinnukonum“ sem
komu svo næstu sumur, svo ljúflega
treyst fyrir heimilisverkum, bakstri
og barnastússi án þess að mörg orð
væru um það höfð. Við fengum okk-
ar hlutverk og var alltaf treyst fyr-
irfram og kannski einmitt þess
vegna var reynt að standa sig og
verða traustsins verður. Og þrátt
fyrir ýmis ævintýri og misvelheppn-
aðar æfingar í bakstri og elda-
mennsku var húsmóðirin ekkert að
amast við því, var sjálf oft að prófa
eitthvað spennandi úr dönsku blöð-
unum sínum. Stundum þurfti svo
sem auðvitað að segja unglings-
vinnukonunum til, en svo mildilega
var leiðbeint og áreynslulaust að
auðvelt var viðkvæmum unglingum
að meðtaka það og vilja gera betur
næst, án þess að sárna eða finnast
vera lítið úr sér gert. Það er einmitt
vandi vinnuveitandans að bæta
verklag og koma þeim sem sagt er
fyrir verkum til aukins þroska,
þannig stækkar þiggjandi góðra
ráða af verkum sínum þrátt fyrir
allt.
Í minningunni um Sjöfn situr eftir
þessi tilfinning um ljúfa nærveru,
tillitssemi, glaðlegt fas og bros sem
vakti einmitt vilja til að gleðja á
móti. Svona getur hæfilegt afskipta-
leysi stjórnað betur og haft meiri
áhrif en afskiptasemi, sem veldur
oftast leiða og vanmáttarkennd hjá
þeim yngri og óreyndari. Það er ein-
mitt oft vandinn þegar ný kynslóð
tekur við af hinni eldri að finna hinn
gullna meðalveg þess að segja hæfi-
lega til, þ.e. eins og þarf, og kunna
að sleppa tökunum þegar nýir taka
við í vinnu eða öðru yfirráðasvæði og
að sjá þannig til þess að þeir fái ráð-
rúm til að fóta sig á eigin forsendum.
Samskipti góð og samkennd ungu
kvennanna sem ólu upp börnin sín á
Hrafnkelsstaða-torfunni hélst til
leiðarloka, aldrei hallaði orði á milli
þeirra og þegar heilsan gaf sig hjá
mömmu minni brást ekki að Sjöfn
kom reglulega í heimsókn, vökvaði
blómin og gerði ýmis viðvik eftir
þörfum. Fallega brosið hennar
Sjafnar var á sínum stað allt til enda
og minnir okkur á orð skáldsins:
Eitt bros – getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúist við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
(Einar Ben.)
Að leiðarlokum þakka ég sam-
veruna og þinn hlut í góðum og
græskulausum minningum æsku- og
unglingsáranna.
Hrafnhildur Þorgeirsdóttir.
Enn og aftur erum við minnt á
það að maðurinn með ljáinn ber að
dyrum hjá okkur öllum, að lokum. Í
þetta sinn hefur hann barið að dyr-
um hjá henni Sjöfn, nágranna okkar
og vini til áratuga. Það er margs að
minnast og margt sem hægt væri að
rifja upp en við viljum að ferðalok-
um kveðja hana með 23. Davíðs-
sálmi:
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir fjendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
Elsku Svenni, Helga, Kolla,
Hannes, Magnús og fjölskyldur,
megi góður Guð gefa ykkur styrk í
sorg ykkar.
Haraldur, Jóhanna, Helgi,
Ingólfur og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg eiginkona mín og systir,
HALLDÓRA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
hefur verið jarðsungin í kyrrþey. Þökkum auð-
sýnda samúð.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðmundur Jóhannsson,
Sesselja Guðmundsdóttir.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
RANNVEIG KARÓLÍNA BJARNADÓTTIR
VANDESKOG
frá Húsavík,
lést á heimili sínu í Bergen miðvikudaginn
16. ágúst.
Útför hennar fer fram fimmtudaginn 24. ágúst.
Knut Johan Vandeskog,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
HELGA EGILSDÓTTIR,
Faxabraut 13,
áður Vesturbraut 5,
Reykjanesbæ,
andaðist laugardaginn 19. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
25. ágúst kl. 14.00.
Egill Jónsson, Alma Sverrisdóttir,
Emil Páll Jónsson,
barnabörn og langömmubörn.
Hjartans þakklæti sendum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
INGIMARS ÁMUNDASONAR
frá Kambi í Flóa.
Brynjólfur Ámundason, Erla Eyþórsdóttir,
Guðrún Ámundardóttir,
Þuríður Ingólfsdóttir,
systkinabörn, fjölskyldur
þeirra og aðrir aðstandendur.
KÁRI EIRÍKSSON
félagsráðgjafi,
Svarthömrum 8,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
19. ágúst.
Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstu-
daginn 25. ágúst kl. 11.00.
Karólína Eiríksdóttir,
Hafsteinn Már Eiríksson.
Ástkær eiginmaður minn, sonur okkar, faðir,
tengdafaðir og afi,
KRISTJÁN RÚNAR KRISTJÁNSSON
múrari,
Lómasölum,
sem lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu-
daginn 18. ágúst,
verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði
föstudaginn 25. ágúst kl. 13.00.
Bára Þórarinsdóttir,
Guðrún Helga Karlsdóttir, Kristján Jónsson,
Guðný Helga Kristjánsdóttir, Vignir Sveinbjörnsson,
Guðrún Sigríður Kristjánsdóttir, Magnús Jón Björgvinsson,
Sveinbjörg Kristjánsdóttir, Sturla Bergsson,
Kristjana Rúna Kristjánsdóttir
og barnabörn.