Morgunblaðið - 23.08.2006, Side 33

Morgunblaðið - 23.08.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 33 DAGBÓK Opið hús FURUGERÐI 21 Falleg og björt 97,8 fm 4ra herbergja íbúð á annarri hæð á frábærum stað við Furugerði í Reykjavík. Góðar suðursvalir með útsýni yfir Fossvogsdalinn. Íbúðin er laus strax. Guðrún Þóra tekur á móti gestum í dag, miðvikudag, milli kl. 17 og 19. Iðnaðarryksugur Þegar gerðar eru hámarkskröfur SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS NT 361 Eco/Te ■ Loftsog: 57 ltr/sek ■ Sogkraftur: 235 mbör ■ 35 lítra ■ Afl: 1380 vött ■ Snúra: 7,5 m ■ ECO síuhreinsibúnaður ■ Með eða án tengils NT 611 Eco/Te ■ Loftsog: 57 ltr/sek ■ Sogkraftur: 235 mbör ■ 55 lítra ■ Afl: 1380 vött ■ ECO síuhreinsibúnaður ■ Handfang ■ Snúra: 7,5 m ■ Með eða án tengils Síuhreinsibúnaður Ýmsir aukahlutir Glatt verður á hjalla í Mosfellsbæ dag-ana 25. til 27. ágúst en þá verður hald-in bæjarhátíðin Í túninu heima.Daði Þór Einarsson er umsjón- armaður hátíðarinnar sem nú er haldin í annað sinn: „Fyrirtæki, stofnanir, félagasamtök, áhugahópar og einstaklingar taka þátt í dag- skránni, kynna starfsemi sína og menningar- og mannlíf bæjarins,“ segir Daði Þór. „Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg og allir velkomnir að taka þátt í hátíðinni með okkur.“ Í íþróttahúsi Mosfellsbæjar verður stór sýning þar sem kynnt verður framleiðsla fyrirtækja í Mosfellsbæ: „Sýningarbásar eru um 50 talsins og stórt svið þar sem verða tónlistaratriði á klukkutíma fresti. Ragnheiður Ríkharðsdóttir bæjarstjóri setur hátíðina í íþróttahúsinu kl. 19.45 á föstudag og strax á eftir munu kórarnir Voðboðarnir og Reykjalundarkórinn syngja fyrir hátíðargesti,“ segir Daði af viðburðum hátíð- arinnar. „Meðal dagskrárliða má nefna bílskúrs- banda- og söngkeppni í félagsmiðstöð bæjarins, frumsýningu Leikfélags Mosfellssveitar á Bugsy Malone á föstudag, brekkusöng og varðeld með stomphópi og eldblásurum. Á laugardag býður Golfklúbburinn bæj- arbúum að spreyta sig í pútti og dagskráin held- ur áfram í íþróttahöllinni þar sem boðið er upp á ýmsa hressingu og góðgæti. Skátarnir verða með ratleik og flóamarkaður Þruma og eldinga við íþróttahúsið. Einnig verður markaður á veg- um Varmársamtakanna á Álafossi og hesta- mannafélagið Hörður verður með reiðsýningu kl. 14.“ Meðal annarra viðburða laugardagsins má nefna hópflug Flugklúbbs Mosfellsbæjar og list- flug kl. 15.50, Ólympíuleika Mosfellsbæjar þar sem starfsmenn fyrirtækja etja kappi í ýmsum þrautum, og klassíska tónleika í Listasalnum kl. 17. „Síðan bjóðum við til kjúklingaveislu á túninu við Hlégarð þar sem kjúklingafyrirtæki bæjarins gefa kjúklingarétti og Björgvin Franz Gíslason skemmtir,“ segir Daði Þór. Á laugardagskvöld verður haldinn dansleikur í Hlégarði þar sem fram koma valinkunnir tónlist- armenn: „Má þar fyrstan telja Karl Tómasson, forseta bæjarstjórnar, úr Gildrunni og 66, Magnús Stefánsson úr Utangarðsmönnum og Egó og Jóhann Ásmundsson úr Mezzoforte svo nokkrir séu nefndir.“ Á sunnudag verður, auk sýningarinnar í Íþróttahöllinni, haldið golfmót á Hlíðarvelli, Flugmódelklúbbur Mosfellsbæjar verður með sýningu á íþróttavellinum kl. 11 og leikskólabörn búa til krítarlistaverk á íþróttahúsplanið: „Dag- skránni lýkur svo með tónleikum Ólafs Arnalds ásamt strengjakvartett í Listasalnum í Kjarna, en hann hlaut styrk frá bænum ásamt öðrum listamönnum fyrr á árinu.“ Nánar má lesa um dagskrá bæjarhátíðar Mos- fellsbæjar á slóðinni www.mos.is. Hátíð | Allir velkomnir á fjölbreytta dagskrá á bæjarhátíð Mosfellsbæjar 25. til 27. ágúst Húllumhæ í Mosfellsbæ  Daði Þór Einarsson fæddist í Mosfellsbæ 1958. Hann lauk sveinsprófi í blikksmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1981 og prófi frá kennaradeild Tón- listarskólans í Reykja- vík 1982. Daði starfaði í tæp 20 ár sem skóla- stjóri Tónlistarskólans í Stykkishólmi, var um nokkurt skeið tónlistarkennari í Danmörku og hefur síðustu 2 ár stjórnað Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Daði er kvæntur Sigrúnu Rafnsdóttur. EM í Varsjá. Norður ♠ÁK3 ♥ÁG5 A/Enginn ♦D865 ♣ÁD4 Vestur Austur ♠DG107 ♠94 ♥1064 ♥K87 ♦72 ♦G10 ♣8763 ♣KG10952 Suður ♠8652 ♥D932 ♦ÁK943 ♣– Það voru deildar meiningar um það á Bridgebase.com hvor bæri sök- ina á sagnslysi Ítala í spilinu að ofan, Alfredo Versace eða Lorenzo Lauria. Þetta var í leik Íslands og Ítalíu í 17. umferð Evrópumótsins: Vestur Norður Austur Suður Matthías Lauria Magnús Versace – – 3 lauf Dobl 4 lauf 5 lauf * Pass 5 tíglar Pass 7 tíglar Allir pass Magnús Magnússon hóf sagnir með þriggja laufa hindrun og Ver- sace lét eftir sér að dobla út á skipt- inguna, þrátt fyrir rýran punkta- styrk. Matthías Þorvaldsson hækkaði mildilega í fjögur lauf, Lauria krafði með fimm laufum og keyrði svo í sjö þegar Versace valdi tígulinn. Alslemman er ekki fyr- irfram vonlaus – hjartakóngur annar í vestur dugar – en hér var slík draumalega ekki til staðar og Ver- sace fór einn niður. „Fyrirgefðu makker,“ sagði Lauria eftir spilið, svo hann var greinilega sáttur við hið fislétta opnunardobl Versace og taldi sökina liggja sín megin. En er honum ekki vorkunn að búast við ÁK í tígli og hjartakóng, að minnsta kosti? Á hinu borðinu passaði austur í byrjun og Jón Baldursson opnaði á níu punktana í suður: Vestur Norður Austur Suður Fantoni Þorlákur Nunes Jón – – Pass 1 tígull Pass 2 tíglar Pass 4 lauf * Pass 4 tíglar Pass 5 lauf * Pass 6 tíglar Allir pass Þorlákur Jónsson krafði í geim með tveimur tíglum og Jón sýndi stutt lauf með fjórum laufum (splin- ter) og svo eyðu með fimm laufum í kjölfarið, en um leið enga fyrirstöðu í hálitunum. Þorlákur sá því að hjartakónginn vantaði og freistaðist ekki til að reyna við sjö. En sex tíglar eru alls ekki á borð- inu. Það verður að fá þrjá slagi á hjarta og ekki er sjálfgefið að toppa litinn. Út kom spaðadrottning og Jón aftrompaði mótherjana og þreifaði fyrir sér með því að stinga laufin og svína hjartagosa. Á endanum þurfti hann að hitta í hjartað og valdi að svína níunni, sennilega á þeirri for- sendu að austur opnaði EKKI á þremur laufum í byrjun. Slemman fór því niður, en leikinn vann Ísland 19-11. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 d6 2. d4 Rf6 3. Rc3 Rbd7 4. Rf3 e5 5. Bc4 Be7 6. 0–0 0–0 7. De2 c6 8. a4 a5 9. Hd1 Dc7 10. Bg5 exd4 11. Rxd4 Rc5 12. h3 Be6 13. Rxe6 fxe6 14. e5 Rd5 15. Bxe7 Dxe7 16. exd6 Dxd6 17. Hd4 Rxc3 18. bxc3 De7 19. Had1 Hf6 20. Hd6 Haf8 21. De3 Rxa4 22. Hd7 Dc5 23. H1d4 Kh8 24. Hxb7 Rb6 Staðan kom upp í Proclient Cup flokknum í skákhátíðinni í Olomouc sem lauk fyrir skömmu í Tékklandi. Sigurvegari flokksins, pólska skák- konan Monika Krupa (2.251), hafði hvítt gegn Juan Ramiro (2.323). 25. Hxg7! Dh5 hvítur hefði unnið drottn- inguna eftir 25. … Kxg7 26. Hg4+. Í framhaldinu reynist hvíta sóknin afar erfið viðureignar. 26. Hdg4 Rxc4 27. Dg3 De8 28. Hh4 h6 29. Dg5! og svartur gafst upp enda staðan að hruni komin eftir 29. … h5 30. Hf4! Egyptinn Omar Salama var á meðal keppenda í flokknum en hann er bú- settur á Íslandi. Hann græddi skák- stig þó að hann lenti í neðsta sæti en lokastaðan varð annars þessi: 1. Monika Krupa (2.251) 7½ vinn- ingur af 11 mögulegum. 2. Robert Tibensky (2.385) 7 v. 3.–4. Rasmus Skytte (2.408) og Ruf- ino Camarena (2.323) 6½ v. 5. Juan Ramiro (2.323) 6 v. 6.–7. Radek Sluka (2.331) og Jurijs Mihailovs (2.258) 5½ v. 8.–10. Karel Malinovsky (2.346), Jo- sef Jurek (2.390), Pavel Stehno (2.297) 4½ v. 11.–12. Nicolas Lubbe (2.272) og Omar Salama (2.174) 4 v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik Árnaðheilla ritstjorn@mbl.is 75 ára afmæli. Í dag, 23. ágúst, erSigríður Kalmansdóttir, Kirkjuvegi 5, 230 Reykjanesbær, 75 ára. Bankar og vextir MÉR finnst mjög furðulegt að um leið og maður bæði les og heyrir fréttir af því að nauðsynlegt sé að hækka vexti aftur og aftur eru birt- ar tölur um hagnað bankanna. Hagnaðurinn er ekki í þúsundum eða milljónum, heldur milljörðum! Hvers vegna fáum við, ómissandi viðskiptavinir bankanna, ekki að njóta góðs af þessum mikla hagn- aði? Erum við öll sofandi og vöknum svo upp við það einn daginn að það sé búið að hafa okkur að fíflum? Við bara hlýðum og teljum þetta allt vera rétt. Ég vona að það verði mikil um- ræða um þessi mál eða annað, sem er kannski enn betra, að við berj- umst á móti þessu og heimtum laun- in okkar í beinhörðum peningum í lokuðu umslagi, hættum að lifa um efni fram og höfum þetta bara eins og það var einu sinni. Ég skora á alla að tjá sig um þessi mál og von- andi eru fjölmiðlar til í að kryfja þetta til mergjar. Svanhildur Sif Haraldsdóttir. Verksvið ráðherra FYRIR kemur að fréttamenn stöðva óbreyttan borgara á al- mannafæri og spyrja hann um álit hans/hennar á einu og öðru úr stjórnmálunum og þjóðlífinu al- mennt. Svörin eru að sjálfsögðu misjöfn þótt spurt sé um sama stjórnmálamann eða athafnamann. En hvernig er hægt að ætlast til að almenningur viti hvernig þessi eða hin(n) hefur staðið sig? Þegar sér- fræðingar eða dómstólar hafa ekki komist að niðurstöðu um hvort við- komandi afhafnamaður eða stjórn- málamaður hefur gerst brotlegur við lög eða ekki, hvernig er hægt að ætlast til að einhver Jón eða Gunna úti í bæ geti dæmt um það? Eða hvort einhver ráðherra hefur staðið sig vel í embætti sínu? Hvert er annars verksvið ráðherra? Flestir myndu t.d. telja að fjár- málaráðherra ætti að gæta þess að við Íslendingar eyddum ekki um efni fram. Og að menntamálaráð- herra ætti að vinna að því að menntamálin væru í góðu lagi og að allir ættu kost á góðri menntun. En hvað t.d. um umhverfisráðherra svo annað dæmi sé tekið af handahófi? Á t.d. umhverfisráðherra þá ekki að standa vörð um umhverfið? Að sjá til þess að umhverfismálin séu í góðu lagi? Að náttúru og umhverfi sé ekki spillt? Eða fer umhverf- isráðuneytið kannski ekki með nátt- úruvernd? Veist þú það, ágæti les- andi? Spyr sá sem ekki veit. Einfaldur Íslendingur. Páfagaukur í óskilum GRÆNN og gulur gári fannst í efra Breiðholti sunnudaginn 13. ágúst. Upplýsingar í síma 695-0273 eða 694-7373. Velvakandi Svarað í síma 569 1100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.