Morgunblaðið - 23.08.2006, Page 36
36 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
RONJA RÆNINGJADÓTTIR
Sun 10/9 kl. 14 Sun 17/9 kl. 14
Sun 24/9 kl. 14 Lau 30/9 kl. 14
VILTU FINNA MILLJÓN?
Lau 2/9 kl. 20 Sun 3/9 kl. 20 UPPS.
Fim 7/9 kl. 20 Sun 10/9 kl. 20
FOOTLOOSE
Fim 24/8 kl. 20 Fös 25/8 kl. 20 UPPS.
Fim 31/8 kl. 20 Lau 9/9 kl. 20
EYFI STÓRTÓNLEIKAR
Fös 1/9 kl. 20 Fös 1/9 kl. 22
HÖRÐUR TORFA-AFMÆLISTÓNLEIKAR
Fös 8/9 kl. 19:30 Fös 8/9 kl. 22:00
SAN Francisco-ballettinn er vænt-
anlegur hingað til lands ásamt hin-
um íslenska listræna stjórnanda
sínum, Helga
Tómassyni, á
Listahátíð í
Reykjavík
næsta vor. Mun
hópurinn flytja
íslenskum gest-
um sýningu sem
Helgi hefur sett
saman sér-
staklega fyrir
Íslendinga og
byggist alfarið á
ballettum sem
hann hefur sam-
ið fyrir flokk-
inn. Er hér um
að ræða fimm af
þekktustu og
glæsilegustu
verkum Helga,
m.a. Concerto
Grosso, 7 for
eight og The
Fifth Season,
allt verk sem voru á dagskrá sem
fékk Olivier-verðlaunin á Ed-
inborgarhátíðinni árið 2005 og
sýna afburða hæfni dansara hóps-
ins. Sýningin ber einfaldlega nafn-
ið HELGI og verða sjö sýningar
haldnar á hátíðinni í Borgarleik-
húsinu, sú fyrsta að líkindum 16.
maí. Eftir það heldur flokkurinn í
sýningarferð til Ítalíu.
„Ég fór og hitti Helga þegar
flokkurinn sýndi í Lincoln Center í
New York í sumar,“ segir Þórunn
Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík, í samtali
við Morgunblaðið, en samkomulag
náðist þeirra í millum í ferðinni um
Íslandsheimsóknina, sem hefur þó
verið í undirbúningi í tvö ár. „Það
er ákaflega gaman að fylgjast með
flokknum, vexti hans og hve Helgi
stendur ofboðslega hátt sem list-
rænn stjórnandi. Auðvitað vill
hann halda góðum tengslum við
okkur hér heima og við líka við
hann, en koma flokksins hingað til
lands er engu að síður mikið púslu-
spil. En þetta er mjög spennandi
verkefni.“
Nútímaverk með
klassísku yfirbragði
Þótt ballettar Helga sem sýndir
verða hérlendis séu nýir eru þeir
dansaðir á táskóm og við sígilda
tónlist, sumir við lifandi flutning,
sem gefur þeim fágun og sýnir
glögglega tæknilega getu dans-
aranna. Að mati Þórunnar henta
slík verk ekki síður vel inn í Borg-
arleikhúsið en gömlu, klassísku
ballettverkin sem mörgum hverj-
um fylgja stórar, gamaldags leik-
myndir. „Dansverkin hans Helga
hafa klassískt yfirbragð en um leið
vissan nútíma í sér. Það hentar
ekki síður vel á þessum stað að
áherslan er lögð á dansarana sjálfa
og að þeir fái að njóta sín til fulln-
ustu.“
Balletthópurinn samanstendur af
sextíu dönsurum frá yfir 20 þjóð-
löndum, en hvert sumar ferðast
Helgi um og skoðar dansara hjá
fremstu ballettflokkum heims.
„Eftir að allt opnaðist austur getur
hann valið úr ennþá fleiri döns-
urum, og í raun eru fæstir dans-
ararnir í flokknum bandarískir.
Þeir koma frá öllum heims-
hornum,“ útskýrir Þórunn.
Samstarf við
Borgarleikhúsið
Koma San Francisco-ballettsins
til Íslands er samstarfsverkefni
Listahátíðar í Reykjavík og Borg-
arleikhússins og segir Þórunn að ef
til þess samstarfs hefði ekki komið,
hefði verið útilokað að fá flokkinn
hingað til lands. Ýmis flókin tækni-
leg atriði þurfi að leysa til að af
sýningunni geti orðið. „Þessi flokk-
ur dansar auðvitað venjulega í
miklu stærri húsum og við mynd-
um sennilega aldrei fá hann hingað
ef ekki væri Íslendingur sem
stjórnaði honum. Hússtærðin okk-
ar er á bannlista,“ segir hún.
Tæknistjóri Borgarleikhússins
var með Þórunni í för í New York
og segir hún það hafa verið veiga-
mikinn þátt í að af samkomulaginu
gæti orðið. „Hann fylgdist með
baksviðs í Lincoln Center og gat
þannig skipulagt hvernig væri
hægt að taka sýninguna hingað
heim, án þess að gera málamiðl-
anir.“
Þá segir Þórunn að beint flug
Icelandair til San Francisco hafi
einnig haft sín áhrif á að auðvelda
ferðaáætlunina.
San Francisco-ballettflokkinn
þarf vart að kynna fyrir Íslend-
ingum, en hann kom m.a. hingað til
lands á Listahátíð í Reykjavík árið
2000. Nýverið er lokið miklum há-
tíðahöldum vegna 20 ára starfs-
afmælis Helga sem stjórnanda
flokksins, en árangur hans með
flokkinn er talinn alveg einstakur.
Flokkurinn er elsti ballettflokkur
Bandaríkjanna og talinn af mörg-
um fremsti klassíski ballettflokkur
heims. Var hann til að mynda val-
inn af Dance Europe „Company of
the Year“ árið 2006. Frá því að
hópurinn var hér árið 2000 hefur
vegur hans vaxið mjög og síðan þá
hefur flokkurinn farið á hverju ári
í sýningarferðir í stærstu og glæsi-
legustu leikhús heims og ætíð fyllt
áhorfendasali og hlotið fádæma lof.
Óhætt er að fullyrða að hópurinn
stendur nú á hápunkti frægðar
sinnar og ferðin til Íslands markar
að vissu leyti upphafið á 75 ára af-
mæli dansflokksins, sem verður
minnst með margvíslegum hætti.
Helgi hefur aukinheldur nýverið
tekið við heiðursdoktorsnafnbót
við Julliard-listaháskólann í New
York-borg, auk fjölda annarra við-
urkenninga sem hann hefur hlotið.
Dans | Helgi Tómasson væntanlegur með San Francisco-ballettinn á Listahátíð í Reykjavík í vor
Fimm verk undir heitinu HELGI
Ljósmynd/Erik Tomasson
San Francisco-ballettinn er elsti ballettflokkur Bandaríkjanna og talinn af mörgum fremsti klassíski ballettflokkur heims.
Helgi
Tómasson
Þórunn
Sigurðardóttir
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
www.sfballet.org
www.listahatid.is
GOETHE-stofnunin á Íslandi hefur
ákveðið að styrkja Hávallaútgáfuna
um 2.500 evrur í tengslum við þýð-
ingar og útgáfu á næsta ári á ýmsum
smásögum eftir þýska Nóbelshöf-
undinn Thomas Mann. „Hávallaút-
gáfan var stofnuð árið 2002 til að
koma út bók eftir hann afa minn,
Árna Kristjánsson, og í framhaldi af
því ákváðum við að halda áfram út-
gáfu. Við einbeitum okkar helst að
því að gefa út klassísk verk eftir er-
lenda höfunda,“ segir Þórarinn
Kristjánsson hjá Hávallaútgáfunni.
Hið þekkta verk Dauðinn í Fen-
eyjum eftir Mann hefur þegar verið
gefið út hjá útgáfunni. Þorbjörg
Bjarnar Friðriksdóttir þýddi verkið
en formáli er ritaður af Kristjáni
Árnasyni, föður Þórarins, en hann
þýddi bókina Felix Krull: játningar
glæframanns eftir Mann, sem kom
út á íslensku snemma á níunda ára-
tugnum. „Okkur langaði í framhaldi
af útgáfunni á Dauðinn í Feneyjum,
sem gekk vel, að halda áfram að gefa
út verk eftir Thomas Mann. Mér
datt í hug að það væri skemmtilegt
að gefa út smásögur eftir hann, en
hann var einnig mjög frægur fyrir
þær. Þetta er safn sem kannski gef-
ur ákveðna mynd af höfundinum.
Þær eru misfrægar, margar mjög
þekktar, eins og til dæmis Der
kleine Herr Friedemann sem var nú
alltaf lesin í menntaskólanum í
gamla daga,“ segir Þórarinn. Aðrar
smásögur sem gefnar verða út af
þessu tilefni eru m.a. Gladius Dei,
Undordnung und frühes Leid, Herr
und Hund og Der Wille zum Glück.
„Sögurnar spanna eiginlega allan
feril Mann. Reyndar skrifaði hann
meirihluta þeirra á fyrri hluta ferils-
ins en einhverjar eru líka frá seinni
árunum. Ég hef aldrei séð nákvæm-
lega þetta safn gefið út erlendis en
þau hafa mörg hver verið mjög svip-
uð. Við völdum sérstaklega í þessa
bók. Hugmyndin að þessu kviknaði
þannig að Þorbjörg var tilbúin með
einhverjar þýðingar sem hún hafði
unnið fyrir útvarpið. Þær höfðu aldr-
ei verið gefnar út í bók og mig lang-
aði að gefa þær út, en það vantaði
eitthvað upp á. Þannig að ég ætla að
þýða eitthvað og svo ætlar hann
pabbi einnig að þýða.“ Hávallaútgáf-
an fékk fyrr á árinu styrk frá Þýð-
ingarsjóði í tengslum við verkefnið
og segir Þórarinn að sá styrkur og
styrkurinn frá Goethe-stofnuninni
nú skipti miklu. „Þessir tveir styrkir
gera þessa útgáfu mögulega. Þetta
selst nú ekki mikið því að þetta er
lítill markaður. Við áætlum að gefa
þetta út á næsta ári og ætlum að
reyna að sinna þessu í vetur.“
Bókmenntir | Hávallaútgáfan hlýtur styrki til að gefa út sögur eftir Thomas Mann
Spanna allan ferilinn
Morgunblaðið/Ásdís
„Okkur langaði í framhaldi af útgáfunni á Dauðinn í Feneyjum, sem gekk
vel, að halda áfram að gefa út verk eftir Thomas Mann,“ segir Þórarinn.
Eftir Jón Gunnar Ólafsson
jongunnar@mbl.is