Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 23.08.2006, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ SÝNDI BÆÐI MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee L.I.B. Topp5.is eee S.V. Mbl. eeee P.B.B. DV Snakes on a Plane kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice kl. 5, 8 og 10.50 B.i. 16 ára Miami Vice LÚXUS kl. 5, 8 og 10.50 The Sentinel kl. 8 og 10.20 B.i. 14 ára Ástríkur og Víkingarnir kl. 4 og 6 Silent Hill kl. 10 B.i. 16 ára Over the Hedge m. ensku.tali kl. 4 Over the Hedge m.ísl.tali kl. 4 og 6 Stick It kl. 8 Sími - 564 0000Sími - 462 3500 EITRAÐASTI SPENNUTRYLLIR ÁRSINS COLIN FARRELL JAMIE FOXX ACADEMY AWARD WINNER FRÁ MICHAEL MANN LEIKSTJÓRA “COLLATERAL” OG “HEAT” SVALASTA SPENNUMYND SUMARSINS Snakes on a Plane kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Miami Vice kl. 8 og 10.20 B.i. 16.ára. The Sentinel kl. 6 B.i. 14.ára. Ástríkur og Víkingarnir kl. 6. LEIKSTJÓRINN M. Night Shya- malan vakti verðskuldaða athygli með The Sixth Sense, eina af bestu draugasögum sem sést hafa á tjald- inu síðan Kubrick lauk við The Shin- ing. Síðan ekki söguna meir, næstu myndir þessa unga kvikmyndagerð- armanns (Shyamalan var aðeins 28 ára þegar hann lauk við tímamóta- myndina) fóru versnandi og verk eins og Signs og The Village eru of- lofaðar loftbólur. Hvað sem því líður er Shyamalan engum líkur og myndirnar hans búa allar sem ein yfir hugmyndum og úr- vinnslu sem lyfta manninum á stall með þeim forvitnilegu og frumlegu sem geta hugsanlega komið áhorf- endum á óvart þegar minnst varir. Lady in the Water er engin und- antekning og er þéttari og heil- steyptari en síðustu myndir leik- stjórans, sem að venju er einnig höfundur handritsins. Ekki veit ég hvort Shyamalan byggir söguþráð- inn á raunverulegu ævintýri, eða semur hann frá grunni, það skiptir ekki megin máli. Atburðarásin minnir einnig óneitanlega á sög- urnar af hafbúunum hans H.P. Lo- vecraft. Cleveland (Giamantti), húsvörður í fjölbýlishúsi í Phialdelphiu, sér um að hlutirnir séu í standi og reynir að sinna þörfum sundurleitra íbúanna af samviskusemi. Eitthvað und- arlegt er á seyði í sundlauginni og eitt kvöldið gómar Cleveland unga stúlku, Stiory (Howard), kviknakta í vatninu. Hún er undarleg í háttum og segist ekki tilheyra venjulegum jarðarbúum, heldur þeim sem lifa í djúpinu og sé komin upp á yfirborðið til að hjálpa firrtu mannkyni. Cleveland uppgötvar hjá aust- urlenskum íbúum hússins, að stúlk- an er sögupersóna úr þekktu æv- intýri og upp frá því fær Cleveland fólkið í blokkinni til að haga sér sam- kvæmt framvindu sögunnar sem er komin í gang í kringum þessa sér- kennilegu vatnadís. Útkoman er sérkennileg rökk- ursaga fyrir fullorðna, dulúðug, myrk og Shyamalan setur ævintýrið sitt upp í forvitnilegu umhverfi sem getur verið móðir Jörð í hnotskurn. Lengi vel tengir hann ævintýrið, persónurnar og umhverfið á hugvit- samlegan og spennandi hátt, maður fær á tilfinninguna að hann sé að nálgast sitt besta. Að auki hefur hann fengið til liðs við sig Giamatti, einn af úrvalsleikurum samtímans, án hans sér maður ekki Lady in the Water spjara sig svo prýðilega lengst af. Auk hans eru nokkrir sterkir skapgerðarleikarar í minni hlutverkum ( Jeffrey Wright, Bill Irwin og Jared Harris), sem styrkja myndina. En líkt og fyrri daginn missir Shyamalan móðinn, hann krefst of mikils af áhorfandanum og lokakafl- inn er í illseljanlegu ástandi og í engu samræmi við þau forvitnilegu loforð sem búið var að hvísla að okk- ur á leiðinni. Þrátt fyrir vonda lendingu er Lady in the Water ásjáleg, öðruvísi fantasía og aldrei að vita nema Shya- malan lúri á sterkari heild- armyndum í framtíðinni – ef einhver fæst til að fjármagna verkin hans og hann gefur aðalleikkonunni frí. Ungfrú Beryce Dallas virðist helst gædd þeim eiginleikum að vera dótt- ir Rons Howard. Shyamalan (sem leikur einn íbúanna) þarf að taka sig taki og stökkva ekki næst beint út í djúpu laugina, án þess að hafa hug- mynd um hvernig hann á að klóra sig aftur upp á bakkann. Húsvörðurinn og vatnadísin Að mati gagnrýnanda stendur Paul Giamatti vel fyrir sínu í myndinni. „Án hans sér maður ekki Lady in the Water spjara sig svo prýðilega lengst af.“ KVIKMYNDIR Sambíóin, Háskólabíó Leikstjórn og handrit: M. Night Shya- malan. Aðalleikarar: Paul Giamatti, Bryce Dallas Howard, Bob Balaban, Jeff- rey Wright, Freddy Rodriguez. 108 mín. Bandaríkin 2006. Konan í vatninu (Lady in the Water)  Sæbjörn Valdimarsson Það hefur lengi þóttáhyggjuefni hversu lítiðungt fólk sækir íslenskt leikhús og leikhúsin hafa með ýmsu móti reynt að bregðast við því. Það hefur verið gert með breyttum áherslum í verkefna- vali, breyttri markaðssetningu og með auknu samstarfi við aðila ut- an leikhússins svo fátt eitt sé nefnt. Núna þegar nýtt leikár er við það að hefjast er við hæfi að þreifa örlítið á þessu máli.    Í pistli sem birtist í blaðinu ífebrúar síðastliðnum hrósaði ég nokkrum leikhópum sem hafa að undanförnu hresst mikið upp á leikhúsmenninguna með ferskum stykkjum og nýstárlegum nálg- unum. Þessir hópar hafa laðað að sér yngri leikhúsgesti, á aldr- inum 20–35, og jafnframt sýnt það og sannað að það er yfirhöf- uð mögulegt. Grasrótin hefur verið ansi dugleg við að finna leiðir til að ná yngra fólki inn í leikhúsin og það hefur ekki farið framhjá stóru leikhúsunum sem virðast í auknum mæli beina sjón- um sínum að grasrótinni og taka af henni mið. Leikfélagið Vér morðingjar, sem samanstendur af ungum leik- urum og leiklistarnemum, kom með krafti inn á sjónarsviðið með leikverkið Penetreitor sem sýnt var í Sjóminjasafninu að Granda- görðum. Aðsóknin á sýninguna, sem er jafnframt fyrsta sýning leikfélagsins, hefur verið með eindæmum góð og hefur henni gengið einkar vel að hreyfa við yngri áhorfendum.    Leikfélag Akureyrar hefur áundanförnum tveimur árum lagt mikla áherslu á að yngja upp í sætaröðum sínum með breyttri stefnu í verkefnavali. Það hefur tekist mjög vel til og verður hald- ið áfram sömu stefnu á komandi leikári. Nokkrar uppsetningar í Þjóð- leikhúsinu á síðasta leikári þóttu sýna sýna töluvert hugrekki að- standenda. Nýstárleg uppsetning Baltasars Kormáks á Pétri Gaut vakti mikla athygli og sömuleiðis Fagnaður Harold Pinters í leik- stjórn Stefáns Jónssonar. Virðist sem næsta leikár beri með sér svipaðan keim en þar verður meðal annars settur á svið óhefð- bundinn söngleikur eftir Hugleik. Borgarleikhúsið hefur að und- anförnu notið góðs af samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands sem hefur sýnt undir þeirra þaki. Leikhúsið hefur auk þess verið í samstarfi við og hýst aðra leikhópa eins og Steypi- félagið Stút sem sýndi Glæp gegn diskóinu á síðasta ári sem féll vel í kramið hjá yngri leikhúsgestum.    Það hefur verið afskaplegaskemmtilegt að fylgjast með íslensku leikhúsi á undanförnum árum en það er greinilegt að leikhúsin reyna í auknum mæli að hala inn yngri leikhúsgesti. Þetta hefur leitt af sér fleiri sýningar á nýjum verkum eftir þekkta sam- tímahöfunda, innlenda sem og er- lenda, og jafnframt nýstárlegar nálganir á eldri verk. Það verður því afar spennandi að sjá hvað leikhúsin munu bjóða upp á á næsta leikári. Leikhús fyrir alla ’Þessir hópar hafa laðaðað sér yngri leikhúsgesti […] og jafnframt sýnt það og sannað að það er yfirhöfuð mögulegt.‘ Morgunblaðið/Ómar Leikritið Glæpur gegn diskóinu féll vel í kramið hjá yngri leikhúsgestum. thorri@mbl.is AF LISTUM Þormóður Dagsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.