Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 6
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fyrst Kýrin Vaka fremst í flokki. Húsmóðirin á Svalbarði, Anna Sólveig Jónsdóttir, fylgist spennt með á veginum. KÝRIN Vaka, búsett í fjósinu á Sval- barði við Eyjafjörð, vígði göngin sem Guðmundur bóndi Bjarnason þar á bæ réðst í að gera undir þjóð- veginn ofan bæjarins, og greint var frá í Morgunblaðinu í gær. Eftir mjaltir í gærmorgun hleypti Guðmundur kúahópnum út að venju. Þær hugðust að sjálfsögðu fara hefðbundna slóð upp að þjóðveg- inum en hlýddu með semingi þegar þeim var vísað aðra leið. „Þetta var smá hnoð en gekk í sjálfu sér ágæt- lega,“ sagði Guðmundur eftir að hópurinn var allur farinn í gegn. Heyi hafði verið dreift í rörið sem liggur undir veginn, en það var ekki fyrr en Eyþór Jóhannesson, sem að- stoðaði Guðmund og fjölskyldu, hvarf þar inn með væna tuggu að Vaka kveikti á perunni og kom í humátt á eftir honum. Morgunblaðið fylgdist með, eftir að Vaka fór í gegn eltu hana strax Kýrin Vaka vígði göngin nokkrar aðrar en Guðmundur og hans fólk ráku svo hinar í nokkrum litlum hópum í gegn. „Þetta verður gríðarlegur léttir og mikil breyting á því hvernig við getum nýtt landið,“ sagði Guð- mundur bóndi í gær. Hann sagði það venjulega ekki hafa tekið langan tíma að koma kúahópnum yfir veg- inn en alltaf hefði þurft tvo til þrjá menn í verkið. „Við söfnuðum þeim saman við hliðið, biðum þar til eng- inn bíll var í augsýn og hleyptum þeim þá yfir. En það gerðist aldrei að ekki væri kominn bíll áður en kúahópurinn var allur farinn yfir; umferðin er svo mikil að alltaf þurftu einhverjir bílar að stoppa.“ Eftir Skapta Hallgrímsson og Þóri Júlíusson 6 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur í samvinnu við utanríkisráðu- neytið og önnur ríki innan Norðaust- ur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) unnið að því að koma í veg fyrir að flutningaskipið Polestar fái að landa karfa veiddum af svonefnd- um sjóræningjum á Reykjaneshrygg. Komið var í veg fyrir löndun úr skip- inu í Japan og unnið er að því að hið sama verði upp á teningnum í Suður- Kóreu, en talið er að skipið hafi haldið þangað frá Japan. Friðrik J. Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Lands- sambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), segir þetta framtak stjórn- valda góðra gjalda vert en það eina sem stöðvi þessar sjóræningjaveiðar endanlega sé að Landhelgisgæslan taki fram klippurnar á nýjan leik og komi þannig í veg fyrir veiðarnar. Flutningaskipið Polestar er um 4.500 tonn að stærð, eftir því sem næst verður komist, og skráð í Pan- ama. Það hefur tekið við afla frá skut- togurum á ólöglegum karfaveiðum á Reykjaneshrygg utan íslensku land- helginnar á alþjóðlegu hafsvæði. Skuttogararnir átta eru allir skráðir nú í Georgíu, utan einn sem skráður er í Hondúras, en hafa áður verið skráðir víða annars staðar. Þeir eru svipaðir að stærð og stórir íslenskir frystitogarar og eru þarna að ólögleg- um veiðum, þar sem NEAFC fer með fiskveiðistjórnun á svæðinu, en aðild að nefndinni eiga, auk Íslendinga, Norðmenn, Rússar, Evrópusam- bandið og Danir, fyrir hönd Færey- inga og Grænlendinga. Landhelgisgæslan hefur að minnsta kosti í þrígang í sumar fund- ið Polestar á þessu hafsvæði, meðal annars þegar togarinn Ulla frá Georgíu lá utan á því og umskipun virtist vera í gangi. Þá viðurkenndi áhöfnin í annað skipti að hafa tekið við afla frá Dolphin frá Georgíu og var skipverjum gerð grein fyrir því að þarna væri um ólöglegt athæfi að ræða. Þá var sagt að skipið væri á leið til Panama. Á svörtum lista Grétar Már Sigurðsson, ráðuneyt- isstjóri í utanríkisráðuneytinu, sagði að málið hefði verið unnið í samvinnu utanríkisráðuneytis, sjávarútvegs- ráðuneytis og LÍÚ og í samráði við NEAFC og NAFO, sem eru svæð- isbundin samtök um fiskveiðistjórn í Norður-Atlantshafinu. Skipin hafi verið á ólöglegum veiðum utan 200 mílnanna, annars vegar á Reykjanes- hrygg og hins vegar í svonefndu Irm- ingerhafi þar suður af. Togararnir séu á svörtum lista og nú sé búið að skrá Polestar einnig á slíkan lista, en það skapi ákveðnar réttarheimildir varðandi aðgerðir gegn skipunum. Grétar sagði að tekist hefði að koma í veg fyrir löndun Polestar í Japan með því að beita sendiráði Ís- lands í Tókýó, auk þess sem óskað hefði verið aðstoðar Rússa og Norð- manna og haft samstarf við þá og fleiri. Nú væri vitað af skipinu skammt frá Suður-Kóreu. Sambæri- legum aðgerðum yrði beitt þar í landi, en óstaðfestar heimildir hermdu að skipið væri að reyna að landa aflanum eftir krókaleiðum, þ.e.a.s. með því að umskipa aflanum á hafi úti í annað skip. Nú væri verið að skoða hvað væri rétt í þeim efnum. Grétar bætti því við að eigendum aflans yrði gert eins erfitt fyrir og nokkur kostur væri að koma aflanum í verð. Steinar Ingi Matthíasson, sérfræð- ingur í sjávarútvegsráðuneytinu, seg- ir að vitað sé hvaða skip hafi umskip- að afla yfir í Polestar á tímabilinu frá 1. júní til 17. júlí í sumar. Þessi skip séu flest skráð í Georgíu, en séu svo- kölluð hentifánaskip og hafi verið skráð í öðrum löndum áður. Þau hafi ekki rétt til veiða á þessu svæði, en hafi því miður veitt þarna utanfarin ár. Þarna sé um að ræða svæði á út- hafinu utan lögsögu ríkja, en NEAFC fari með fiskveiðistjórnun á svæðinu samkvæmt alþjóðalögum. Þarna sé því ljóslega um ólöglegar veiðar að ræða og samstaða sé um það innan nefndarinnar að stöðva veiðarnar og mikið starf hafi verið unnið innan hennar til þess. Bara eitt ráð Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, sagði að sjóræn- ingjaveiðarnar hefðu viðgengist alltof lengi. Búið væri að ofveiða svo þessa stofna, ekki hvað síst fyrir tilverknað sjóræningjaveiðanna, að nú væri svo komið að lagðar væru til engar veiðar á úthafskarfa á næsta ári. Í rauninni værum við í nákvæmlega sömu stöðu hvað þetta snerti og þegar við hefðum fært út lögsöguna á sínum tíma. Ef þessar veiðar fengju að viðgangast væri ekki hægt að hafa neina stjórn á þeim. Friðrik sagði að afli sjóræn- ingjaskipanna hefði verið mjög mis- munandi eftir árum að því er talið væri. Mestur hefði hann orðið 20–30 þúsund tonn. Færri sjóræningjaskip stunduðu þessar veiðar nú en áður. Íslensk stjórnvöld og lönd innan NEAFC koma í veg fyrir löndun sjóræningjaafla í Japan Ljósmynd/Tómas Helgason Sjóræningjar Skipverjar Polestar lokuðu lestum þegar Landhelgisgæslan flaug yfir og tók þessa mynd. Togarinn Ulla liggur við hlið skipsins. LÍÚ vill að klippt verði á veiðarfæri sjóræningjaskipa Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Vegagerðin hefði neitað að taka þátt í framkvæmdinni. „Menn skilja ósköp vel hans sjón- armið. Þetta er vandamál hér á okk- ar svæði og það er eitthvað um að bændur biðji um stuðning vegna þessa,“ segir Pálmi og bendir á að heildarstefna í þessum málum sé ekki til staðar. „Þetta er mjög aðkallandi og víða sem þarf að koma svona gönguleið- um fyrir. Það hefur hins vegar verið hugsað fyrir þessu þegar nýir vegir eru gerðir og þar sem vegir hafa ver- ið endurbyggðir.“ UNDIRGÖNG fyrir búfé undir þjóðveg 1 á þeim svæðum þar sem umferð er mikil eru aðkallandi verk- efni en hlutverk Vegagerðarinnar hvað það varðar er hins vegar óljóst. Þetta segir Pálmi Þorsteinsson, þjónustustjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, en í Morgunblaðinu á þriðjudag var greint frá því að bónd- inn á Svalbarði í Eyjafirði hefði gert sín eigin göng undir þjóðveg 1 til að sleppa við að reka hátt í hundrað kýr yfir veginn tvisvar á dag. Bóndinn sagði kostnað við verkið hugsanlega nema 2 til 3 milljónum króna og Hlutverk Vegagerðarinnar óljóst »Sjóræningjaaflinn 20–30þúsund tonn þegar mest var. »Átta sjóræningjaskip voruað veiðum á Reykjanes- hrygg í sumar. »NEAFC fer með fisk-veiðistjórn á alþjóðlega haf- svæðinu utan lögsögunnar. Í HNOTSKURN FANGARNIR tveir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á fíkniefnasmygli fangavarðar inn á Litla-Hraun hafa að baki töluverðan brotaferil, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi. Lögreglan hefur ekki yfirheyrt alla sem taldir eru tengjast málinu og verst fregna af rannsókninni. Fangavörðurinn sem var handtek- inn með fíkniefni inni á Litla-Hrauni á laugardag er tvítugur og hefur aldur hans nokkuð verið til umræðu í fjöl- miðlum eftir að málið kom upp. Sam- kvæmt upplýsingum frá Fangelsis- málastofnun eru níu afleysingafangaverðir á Litla Hrauni á aldrinum 20–25 ára, þar af er einn fæddur árið 1986 og tveir árið 1985. Fastráðnir starfsmenn eru yfirleitt mun eldri og í fyrra voru aðeins tveir fangaverðir yngri en 29 ára. Áður en afleysingafangaverðir hefja störf þurfa þeir að sækja 34 klukkustunda námskeið. Guðmundur Gíslason, forstöðu- maður fangelsa á höfuðborgarsvæð- inu og á Akureyri, segir að áður en námskeiðið hefjist sé reynt að láta af- leysingamennina kynna sér fangelsið í nokkra daga. Á námskeiðinu sé farið yfir ýmis mál sem snerta fangavörslu, m.a. siðferði, afbrotafræði og sál- fræði. Einnig sé kennd sjálfsvörn og leit að fíkniefnum og ekki síst um samskipti við fangana. Allar tillögur til úrbóta skoðaðar Í skriflegu svari Björns Bjarnason- ar, dóms- og kirkjumálaráðherra, við fyrirspurnum Morgunblaðsins varð- andi úrbætur í fangelsismálum, kem- ur fram að allar tillögur til úrbóta í fangelsum séu skoðaðar og farið að þeim ef góð rök og fjárveitingar leyfa. „Ég sé að fangelsismálastjóri vill kanna kosti þess að hafa fíkniefna- hund á Litla-Hrauni og nýjan tækja- kost. Ég tek undir það með honum, að það sé vel undirbúið og síðan hrundið í framkvæmd,“ skrifar Björn m.a. í svari sínu. Hann skrifar að ráðningarmál fangavarða séu alfarið á verksviði Fangelsismálastofnunar og þar með breytingar er varði ráðningarferli og lágmarksaldur fangavarðanna. Hann hvetur til þess að Lögregluskóli rík- isins annist menntun fangavarða og bendir á að hann hafi bent á þann möguleika áður. Björn var einnig spurður að því hvort dómsmálaráðuneytið muni taka undir beiðnir Fangelsismálastofnun- ar um fjármagn vegna fyrirhugaðs fangelsis á Hólmsheiði, stækkun Litla-Hrauns og Kvíabryggju eða hvort hann muni beita sér fyrir því að fé verði varið til reksturs meðferðar- deildar á Litla-Hrauni. Í svari Björns kemur fram að ráðuneytið vilji ekki rjúfa það ferli, sem hafið er til end- urbóta á húsakosti fangelsanna. »Níu afleysingafangaverðirá Litla-Hrauni eru á aldr- inum 20–25 ára. Einn þeirra er fæddur 1986 og tveir árið 1985. »Fastráðnir fangaverðir eruyfirleitt mun eldri. Í fyrra voru aðeins tveir fangaverðir yngri en 29 ára. »Afleysingafangaverðirsækja 34 klukkustunda langt námskeið áður en þeir hefja störf. »Dómsmálaráðherra segirað ráðningarmál fanga- varða séu alfarið á verksviði Fangelsismálastofnunar. Í HNOTSKURN Vill ekki rjúfa ferli endurbóta Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.