Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 15
ERLENT
HAMAGANGUR Þátttakendur árlegs tómataslags,
„Tomatina“, í spænska bænum Bunol köstuðu í gær
tómötum í gríð og erg á nærstadda. Á hverju ári
safnast tugir þúsunda manna saman til að grýta bíl-
förmum af tómötum hver í annan. Heimamenn í Bun-
ol segja að fyrsti tómataslagurinn hafi farið fram á
miðjum fimmta áratug síðustu aldar, í „orrustu“ á
milli ungmenna nærri grænmetissölu á markaðstorgi
bæjarins, sem er um 300 km suðaustur af höfuðborg-
inni Madrid. Árið eftir hittust ungmennin aftur sama
dag og grýttu þá nærstadda sem áttu sér einskis ills
von.
Reuters
Hart tekist á með tómötum
NORRÆNU eftirlitssveitirnar á Sri
Lanka, SLMM, sökuðu í gær örygg-
issveitir stjórnarhersins um að hafa
borið ábyrgð á dauða 17 hjálpar-
starfsmanna fyrr í mánuðinum. Tals-
menn SLMM fullyrtu einnig að her-
inn hefði komið í veg fyrir aðgang
þeirra að bænum Muttur í norðvest-
urhluta landsins, í því skyni að hindra
rannsókn.
„Morðið á hjálparstarfsmönnunum
17 í Muttur þann 4. ágúst 2006 er álit-
ið gróft brot á vopnahléssamkomu-
laginu af hálfu öryggissveita Sri
Lanka,“ sagði í tilkynningu SLMM.
Þar sagði einnig að yfirmaður
SLMM, Ulf Henricsson, hefði átt í
persónulegum samtölum við „hátt
setta og örugga heimildarmenn“ um
þá sem báru ábyrgð á morðunum,
sem teljast til stríðsglæpa. „Þegar
haft er í huga að öryggissveitirnar
voru í Muttur þegar atvikið átti sér
stað virðist afar ósennilegt að kenna
öðrum um morðin.“
Vísa ásökunum á bug
Talsmenn stjórnarinnar hafa vísað
niðurstöðunni á bug og sagt ásakan-
irnar „hneykslanlegar“. Þá sagði
Mangala Samaraweera, utanríkisráð-
herra Sri Lanka, í samtali við breska
ríkisútvarpið, BBC, í gær að yfirlýs-
ingin væri óábyrg.
„Ég er ekki að kalla hann [Henrics-
SLMM saka
her Sri Lanka
um stríðsglæpi
Eftir Baldur Arnarson
baldura@mbl.is »Norrænu eftirlitssveitirnará Sri Lanka, SLMM, saka
öryggissveitir hersins um morð
á 17 hjálparstarfsmönnum
frönsku samtakanna Action
Contre la Faim, ACF.
»Stjórnvöld neita ásökunumog segja þær „óábyrgar“.
Í HNOTSKURN
son] lygara en ég kalla þetta mjög,
mjög óábyrga yfirlýsingu. Við teljum
að SLMM hafi mjög mikilvægu hlut-
verki að gegna á Sri Lanka, sérstak-
lega þegar árásir Tígranna fara stig-
vaxandi. Á þessum tíma ættu
sveitirnar að gegna sjálfstæðara og
hlutlausara hlutverki.“
Raddir um að borgarastyrjöld hafi
brotist út á ný í landinu hafa gerst há-
værari að undanförnu en í gær neitaði
Samaraweera því að átökin hefðu
þróast í þá átt.
Hjálparstarfsmennirnir 17 störf-
uðu fyrir frönsku hjálparsamtökin
Action Contre la Faim, ACF, eða
„Aðgerðir gegn hungri“, en fulltrúar
þeirra tilkynntu eftir morðin að starfi
þeirra á Sri Lanka yrði hætt.
Til frekari tíðinda dró í gær þegar
fulltrúar SLMM lýstu því yfir að
Frelsishreyfing tamíla (LTTE) hefði
borið ábyrgð á dauða 68 manna í árás
á farþegarútu skammt frá bænum
Kabithigollewa, um 200 km norður af
höfuðborginni Colombo, í júní.