Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 18

Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 18
» Sé keypt matarkort fyrirheila önn hækkar ein mál- tíð úr 210 krónum í 240. Mið- að við níu mánaða skólaár og 20 virka daga í mánuði fer kostnaðurinn úr 37.800 í 43.200, hækkunin er 5.400 kr. » Sé keypt mánaðarkorthækkar hver máltíð úr 250 í 285 kr., hækkunin er 700 kr. á mánuði miðað við 20 daga. » Stök máltíð hækkar um 40kr., úr 280 kr. í 320. » Mjög hefur aukist aðkeypt séu mánaðar- eða annarkort í mötuneytum grunnskóla bæjarins, að sögn Gunnars Gíslasonar. Í HNOTSKURN 18 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ STAÐFEST hefur verið í bæjarráði sú ákvörðun meirihluta skólanefnd- ar Akureyrar að hækka verð skóla- máltíða í grunnskólum bæjarins. Verð einnar máltíðar hækkar úr 210 kr. í 240 ef keypt er kort fyrir heila önn og barnið borðar alla daga í skól- anum, úr 250 í 285 kr. ef keypt er mánaðarkort og stök máltíð hækkar úr 280 í 320 krónur. Bæjarstjórn ákvað þegar skóla- máltíðir voru teknar upp, 2001, að mötuneytin skyldu rekin á sléttu og skólanefnd er ábyrg fyrir því að það takmark náist. Gunnar Gíslason deildarstjóri skóladeildar bæjarins, segir halla á rekstri skólamötuneytanna fjórar milljónir króna á fyrri hluta ársins en reiknað sé með því, eftir hækk- unina, að reksturinn verði á núlli það sem eftir er ársins. Hækkunin borg- ar sem sagt ekki upp hallann fyrstu sex mánuðina. Gunnar segir kostnað við mötu- neytin hafa aukist, m.a. vegna launa- breytinga og hækkandi matvæla- verðs. Bærinn taki á sig kostnaðinn Dýrleif Skjóldal, VG, greiddi at- kvæði gegn tillögunni í skólanefnd og Oddur Helgi Halldórsson, L-lista, lét bóka eftirfarandi í bæjarráði: „Umræða í bænum undanfarið hefur verið á þá leið að töluverður hluti for- eldra hafi hreinlega ekki efni á því að kaupa mat fyrir börn sín í skólamöt- uneytum. Í skólunum hefur verið reynt að sjá um að börnin fái stað- góðar og hollar máltíðir. Ég get ekki stutt þessa hækkun og tel að bæj- arfélagið eigi að taka á sig þann aukakostnað sem hefur orðið í rekstri skólamötuneyta.“ Oddur sagðist, í samtali við Morg- unblaðið, vita nokkur dæmi þess að fólk hafi ekki látið börn sín borða í skólanum vegna kostnaðar. Auðvitað geti það verið spurning um for- gangsröðun, en hugsanlega sé ódýr- ara fyrir fólk að senda börnin með nesti. „Mér persónulega finnst hækkunin ekki mikil en fjölskyldu með 2-3 börn í skóla munar auðvitað um þetta.“ Tekjur rýrnað nóg „Mér finnst, þegar við erum að lækka leikskólagjöld, taka þátt í kostnaði við tómstundaiðkun, bjóða frítt í strætó og svo framvegis eigum við að taka þetta á okkur til þess að létta undir með íbúum bæjarins. Foreldrar barna á grunnskólaaldri er er venjulega skuldugasti aldurs- hópurinn, því hann er líka að koma yfir sig þaki, og verðbólga og hækk- andi vextir, hafi rýrt tekjur þeirra nóg á undanförnum mánuðum,“ sagði Oddur Helgi. Skólamáltíðir hækka Bæjarfulltrúi segist vita dæmi þess að foreldrar hafi ekki efni á að láta börn sín borða í skólanum Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is KENNARAR og ráðgjafar, alls 80- 90 manns, sitja í dag og á morgun námskeið um kennslu barna með of- virkni og/eða athyglisbrest. Það er skóladeild Akureyrar, í samvinnu við barna- og unglingageð- deild FSA, sem stendur fyrir komu tveggja vísindamanna, Rosemary Tannock og Alison McInnes frá Ho- spital of Sick Children í Toronto í Kanada en þar hafa verið dregnar saman þekktar aðferðir og búnar til nýjar, til kennslu barna með ADHD, eins og umrædd hegðunartruflun er kölluð á alþjóðavísu. „Námskeiðið er liður í því að koma til móts við óskir kennara og skólastjórnenda um leið- ir til þess að mæta sérþörfum nem- enda í almennum skólum. Fram hef- ur komið hjá Rosemary og Alison að þessi aðferð gagnist í raun í kennslu allra barna í grunnskólanum,“ segir m.a. í frétt frá skóladeildar. Þar segir að undanfarið hafi verið stöðug og vaxandi umræða um geð- ræn vandamál barna, sérstaklega of- virk börn. „Umræðan er sjaldan um mögulegar leiðir eða lausnir til þess að mæta þörfum þessara barna. Skólinn er daglegur starfsvettvang- ur barnanna stærstan hluta ársins. Vitsmunalegir erfiðleikar sem fylgja mörgum hegðunar- og geðrænum vandamálum gera því vart við sig í umhverfi skólans, annars vegar með félagslegum erfiðleikum og hins veg- ar með námserfiðleikum.“ Fjölmennt námskeið um ADHD AKUREYRI Eftir Berg Ebba Benediktsson bergur@mbl.is Reykjavík | Alþjóðaleikar ung- menna, sem fóru fram í 40. sinn í Bangkok í Taílandi um síðustu helgi, verða haldnir í Reykjavík í júní á næsta ári. Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs og ÍTR, var staddur í Bangkok og tók þar formlega við kyndli og fána leikanna en sjö reykvískir krakkar báru svo gripina út af leikvang- inum við virðulega athöfn fyrir framan fjölda manns. Alls tóku fjórtán reykvísk ung- menni þátt í leikunum í Bangkok og hlutu þau samstals fimm verð- laun, þrenn bronsverðlaun og tvenn silfurverðlaun. Þetta var í sjötta skiptið sem Reykjavík sendir þátttakendur á leikana. Búist er við miklum áhuga meðal borga heims um að fá að senda ungmenni til Reykjavíkur á næsta ári og taka þátt í leikunum. Í vetur kemur í ljós hversu margar borgir fá sæti á lista þeirra sem hingað verður boðið og má gera ráð fyrir að þær verði um 40 talsins. „Þetta eru eins konar ólympíu- leikar æskunnar, til að styrkja vin- áttu og bræðralag á milli krakka alls staðar að úr heiminum,“ segir Anna Margrét Marinósdóttir, framkvæmdastjóri leikanna sem fara munu fram í Reykjavík, en hún var einnig stödd í Bangkok með þátttakendum Íslands um helgina. Leikar í Laugardalnum „Þetta var mjög menningarleg upplifun fyrir krakkana að koma þarna. Það er ekki hægt að hugsa sér ólíkari staði,“ segir hún en hér í Reykjavík verða leikarnir haldnir í Laugardalnum þar sem nærri 1.000 krakkar munu keppa í sjö greinum. Anna Margrét segir að leikarnir séu undir yfirstjórn alþjóðlegrar nefndar sem er staðsett í Sviss og njóti hún stuðnings alþjóðlegu ól- ympíunefndarinnar. Á Íslandi starfar svo sjálfstæð undirbúningsnefnd á vegum Reykjavíkurborgar og er formaður hennar Guðni Bergsson, fyrrver- andi knattspyrnukappi. Verndari leikanna verður svo Eiður Smári Guðjohnsen og ákveðið hefur verið að lukkudýr leikanna verði lundinn. „Það verður gist í skólum hérna við Laugardalinn og leikarnir fara fram á Jónsmessunni þegar það er bjart allan sólarhringinn, sem verður skemmtilegt. Keppt verður í frjálsum íþróttum, sundi, badmin- ton, júdó, fótbolta, handbolta og golfi,“ segir Anna Margrét. Björn Ingi Hrafnsson var við- staddur leikana í Bangkok sem fulltrúi Reykvíkinga. Hann hélt m.a. erindi á kynningarfundi um leikana á næsta ári. „Ég skýrði frá hvernig við ætlum að standa að þeim þannig að fullur sómi verði að. Okkur var vel tekið og ég held að það megi fullyrða að það muni færra borgir komast að á ung- mennaleikana í Reykjavík heldur en vilja. Það verður líklega að vísa einhverjum frá, en það hefur ekki oft gerst áður,“ segir Björn Ingi. Erfitt að gera betur Hann segir að erfitt verði að gera betur en borgaryfirvöld í Bangkok gerðu að þessu sinni. „Það voru vel á annan tug þúsunda sem tóku þátt í lokaathöfninni. Ég hafði það hlutverk ásamt borgarstjóra Bangkok að taka við kyndlinum og fána leikanna og fara með það til Íslands. Þetta var afar hátíðleg stund,“ segir Björn Ingi. Með kyndilinn Jökull Örlygsson, keppandi í dansi, með kyndil leikanna á lokaathöfninni í Bangkok. Fjórtán reykvísk ungmenni tóku þátt í leikunum. Reykjavík tekur við kyndlinum TENGLAR .............................................. www.icgreykjavik.is VERIÐ er að rífa hús Lýsis við Grandaveg í Reykjavík og er verkið langt komið. Þarna er fyrirhugað að rísi á helmingi lóðarinnar hjúkr- unarheimili með níutíu rýmum, samkvæmt þríhliða samstarfssamn- ingi Seltjarnarnesbæjar, Reykja- víkurborgar og ríkisins. Seltjarnesbær stendur straum af kostnaði við byggingu 30 rýma og Reykjavíkurborg 60 rýma, en sveit- arfélög leggja fram 30% stofn- kostnaðar á móti ríkinu sem greiðir 70%. Stefnt er að því að hjúkr- unarheimilið taki til starfa á fyrri- hluta ársins 2009, en nú er unnið að hönnun heimilisins. Á hinum helmingi lóðarinnar sem er í eigu ÍAV er ráðgert að reisa þjónustuíbúðir fyrir aldraða. Morgunblaðið/Júlíus Hús Lýsis rifið HAGNAÐUR af rekstri KEA á fyrri hluta ársins var 133 milljónir króna að teknu tilliti til reiknaðra skatta. Hreinar rekstrartekjur námu 242 milljónum og rekstrarkostnaður var 52 milljónir. Á tímabilinu veitti félagið 23 milljónir í styrki. Árshlutauppgjör- ið er samstæðuuppgjör KEA og fjár- festingarfélagsins Hildings ehf., sem er alfarið í eigu KEA. Heildareignir KEA í lok tíma- bilsins nema tæpum 5,2 millj- örðum og skuld- ir 823 milljónir. Bókfært eigið fé er því rúmir 4,3 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfall 84%. Félagsmenn eru nú rúmlega 12.000 og hefur fjölgað um 3.000 á árinu. Halldór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri KEA, segist sáttur við uppgjörið með tilliti til aðstæðna á fjármála- og fjármagnsmörkuðum og þeirrar fjárfestingastefnu sem félagið fylgir. Sem stendur er mest af eign- um félagsins bundið í eignaflokkum sem gefa fastar tekjur s.s. á peninga- markaði og í verðtryggðum skulda- bréfum. Sú ávöxtun hafi gefið ágæt- lega af sér í samanburði við innlendan hlutabréfamarkað á þessu tímabili. Jafnframt segir Halldór að órói í kringum íslensku bankana frá því í vetur hafi haft mikil áhrif á veltu og umsvif fjárfestingaverkefna. KEA hagn- ast um 133 milljónir SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð- isins var kallað að gamla Hampiðju- húsinu við Brautarholt á öðrum tímanum í gærdag en kveikt hafði verið í rusli á annarri hæð hússins. Þurfti reykkafara til að komast að upptökum eldsins en mikill reykur var í húsinu. Eldurinn reyndist minniháttar og tók aðeins stuttan tíma að slökkva hann en mestur tími slökkvistarfsins fór í að reyk- ræsta. Húsnæðið hefur staðið autt frá því í vor en þetta er í fjórða skipti sem eldur kemur þar upp frá því í maí. Talið var að hústökufólk hreiðraði um sig í húsinu á nóttunni en það hefur verið útilokað, enda húsnæðið harðlæst. Víst er þó að kveikt hafi verið í ruslinu í gærdag enda ummerki um innbrot. Enn kveikt í rusli í Hampiðjuhúsinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.