Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 19

Morgunblaðið - 31.08.2006, Page 19
Djúpivogur | Þó að strompum á híbýlum manna hafi farið ört fækkandi í áranna rás eru þeir menn þó ennþá til sem vilja halda þeim við. Þessi virðulegi strompur á einbýlishúsinu Dölum á Djúpavogi á auðsjáanlega að fá að halda reisn sinni áfram og er húseigandanum Pálma Fannari Smárasyni greinilega mjög annt um strompinn sinn, þar sem hann klappar honum að utan með viðgerðarefni. Ólafur Björnsson, einlægur strompaaðdáandi, fylgist grannt með verk- inu. Morgunblaðið/Andrés Skúlason Steypt í strompinn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 19 SUÐURNES Símahús afhent | Síminn afhenti Minjavernd gamalt símahús á Smjörvatnsheiði sl. helgi. Símahúsið hefur verið endurbyggt og er eitt þriggja sem byggð voru þegar símalína var lögð yfir heiðina árið 1906. Með í för voru m.a. Brynjólfur Bjarnason forstjóri Símans, og Rannveig Rist stjórnarformaður fyrirtækisins og var farið á einum sjö jeppum í ferðina. Björgunarsveitin Vopni mun hafa eftirlit með hús- inu, sem tekur nú við hlutverki neyðarskýlis í stað ann- ars skammt frá sem orðið er lélegt. Nýtist húsið að auki göngufólki og öðrum sem um heiðina fara. Úrskurður um verð | Gerðardómur hefur úrskurðað að sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði beri að greiða Kaup- félagi Héraðsbúa yfir 261,4 milljónir króna fyrir 60,5 hektara lands, svonefnt suðursvæði, sem er í eigu kaup- félagsins. Skipulögð hefur verið ný íbúðarbyggð á svæð- inu og er landspildan innan þéttbýlismarka Egilsstaða. Þar sem aðilar komust ekki að samkomulagi um verð fyrir landið fór málið fyrir gerðardóm. Egilsstaðir | „Þetta lítur bara vel út,“ segir Sigurjón Bjarnason hjá Aust- urlambi, en nú er netsala á austfirsku lambakjöti í fullum gangi á vefnum austurlamb.is. Fyrirtækið ætlar að kynna sig á 3L Expo sýningunni sem haldin verður í Reykjavík 7.-11. sept- ember n.k. og er tengd heilsu í víðasta skilningi. Sigurjón segir gott fyrir bændur að fá inn pantanir snemma, því af þeim geti þeir ráðið hversu mörgum lömb- um þeir eigi að ráðstafa til hinnar sér- stöku meðferðar, sem Austurlambs- verkefnið krefst. Þess vegna bjóði þeir 10% afslátt af verðinu, ef pantað er í síðasta lagi 12. september n.k. Annað merkt nýmæli segir Sigur- jón vera að nú gangi netpantanir milliliðalaust til viðkomandi bónda, sem ætti að treysta samband hans við kaupandann. „Okkar helsta verkefni er að afla kaupenda, en Íslendingar eru ekki mjög vanir því að kaupa matvæli gegnum netið. Sú er þó þróunin í æ ríkara mæli og möguleikar Austur- lambs þar ótvíræðir.“ Sláturfélag Austurlands sem hleypti Austurlambi af stokkunum, er framleiðendasamvinnufélag bænda á Austurlandi og nær fé- lagssvæðið yfir Múlasýslur að und- anskildum Vopnafjarðarhreppi og Skeggjastaðahreppi. Skráðir félagar eru 123. Netsala á lambakjöti mælist vel fyrir Lóðaslagur | Alls bárust 1.639 um- sóknir frá 135 um- sækjendum um 63 lóðir á suðursvæði Egilsstaða, en um- sóknirnar voru teknar fyrir á fundi byggingar- og skipulags- nefndar Fljótsdals- héraðs í vikunni. Lóðirnar eru fyrir 50 einbýlishús og 13 parhús. Margir sóttu um hverja lóð en dregið var um úthlutun. Lóðirnar eru við götur sem fengið hafa nöfnin Hamrar og Bláargerði. Lóðirnar koma til afhendingar eftir 1. nóvember n.k. Á milli 1 og 80 umsækjendur voru um hverja lóð. Eftirsótt Fyrirhuguð íbúðar- byggð á suðursvæði Egilsstaða. AUSTURLAND Mýrdalur | „Við fáum góða upp- skeru og sjáum nú fram úr þessari vinnu hér á sandinum,“ segir Reynir Þorsteinsson, stöðvarstjóri hjá Landgræðslu ríkisins. Starfsmenn Landgræðslunnar voru í gær að ljúka við þreskingu beringspunts á Mýrdalssandi og annars staðar á sandinum var verktaki að safna melfræi fyrir stofnunina. Landgræðslumenn unnu að upp- skerustörfum á um 50 hektara svæði á Mýrdalssandi. Þar var berings- punti sáð í svartan sand og fyrstu ár- in er grasfræið þreskt. Grasfræið er síðan þurrkað og hreinsað í fræverk- unarstöðinni í Gunnarsholti og sáð í ný svæði næsta vor. Við upp- skerustörfin eru notaðar hefð- bundnar kornþreskivélar. Reynir segir að ágætt veður hafi verið til uppskerustarfa á Mýrdals- sandi og því hafi störfin gengið vel. Þá sé útlit fyrir góða fræuppskeru. Haldið áfram í Gunnarsholti Nú verður farið með tækin í Gunnarsholt þar sem þresking á fræökrum Landgræðslunnar tekur við. „Það skiptir miklu máli að næsti hálfi mánuðurinn nýtist vel því við erum í kapphlaupi við haustlægð- irnar,“ segir Reynir. Verktakinn í melskurðinum á mikið verk fyrir höndum því melfræi er safnað með allri ströndinni, alveg frá Þorlákshöfn og austur í Mýrdal. Birgðir Grasfræi sem safnað er á Mýrdalssandi verður sáð á landgræðslusvæði og hringrásin heldur áfram. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Í kapphlaupi við haustlægðirnar Morgunblaðið/Jónas Erlendsson LANDIÐ Reykjanesbær | „Það er möguleiki - en ég held þó varla,“ sagði Björn Stefánsson, fyrrv- arandi innkaupastjóri Hitaveitu Suðurnesja, þegar hann er spurður að því hvort einhverjir meðborgarar hans muni móðgast þegar þeir sjá bókina Suðurnesjaskop sem nú er komin út. Hann segist vanur að gera hæfilegt grín að sjálfum sér og þá þoli aðrir betur að verða fyrir barðinu á honum. Björn hefur á undanförnum áratugum skrá- sett gamansögur, skrýtlur og smellin tilsvör og hnyttnar vísur úr Keflavík og víðar af Suð- urnesjum. Í byrjun árins var sagt frá þessu í viðtali við Björn á Suðurnesjasíðu Morg- unblaðsins og birt dæmi. Fljótlega eftir það hafði starfsmaður bókaútgáfunnar Hóla sam- band og óskaði eftir að heyra meira af þessu. Björn sendi honum útprentun af safninu og út- gefandinn ákvað að gefa efnið út í bók sem bæri nafnið Suðurnesjaskop. „Ég hef virkilega gaman af því að fá þetta útgefið. Efninu var ekki safnað með það í huga en ég greip tæki- færið þegar það gafst,“ segir Björn. Frá upphafi var stefnt að því að bókin kæmi út á Ljósanótt og hún verður seld á tilboðs- verði af því tilefni. Greip tæki- færið þegar það gafst Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Spaug Björn Stefánsson segir gamansögur. Suðurnesjaskop Björns Stefánssonar á bók Reykjanesbær | Ljósanótt, menningar- og fjölskylduhátíðin í Reykjanesbæ, hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Ljósanótt er meðal viðamestu og fjölsóttustu bæj- arhátíða landsins. Ljósanótt verður sett formlega klukkan 11 í dag, við Myllubakkaskóla. Grunn- skólabörn bæjarins koma til athafnarinnar í skrúðgöngum og sleppt verður 2500 blöðr- um til marks um fjölbreytileika mannlífsins. Síðdegis verður formlega tekinn í notkun nýr salur í Duus-húsum, svonefndur Bíósal- ur. Mun hann vera einn elsti kvikmyndasal- ur landsins. Bíósalurinn er fjórði salurinn sem endurgerður er í Duus-húsum og tekinn í notkun. Athöfnin fer fram klukkan 17 og þá verður jafnframt opnuð sýning frá Hand- verki og hönnun á Íslandi og afhent um- hverfisverðlaun Reykjanesbæjar 2006. Fjöldi sýninga verður opnaður í dag og tónleikar haldnir. Um kvöldið verða ung- lingatónleikar við 88 húsið þar sem fram koma sex hljómsveitir. Ljósanótt heldur áfram á morgun en aðal- hátíðisdagurinn á laugardag. Hátíðinni lýk- ur á sunnudag. 2.500 blöðrum sleppt  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376. Blaðber vant r á Akurey i víðs vegar um bæinn frá 1. september Upplýsingar í síma 461 6011 og 840 6011

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.