Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 23
tíska MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 23 ELDFAST LEIRTAU Klapparstig 44 • sími 562 3614 Má fara í örbylgjuofn og uppþvottavél Kr. 450 stk. Tilboð kr. 315 stk. French Design Kr. 2200 Tilboð kr. 1540 Kr. 1300 Tilboð kr. 910 Kr. 2700 Tilboð kr. 1890 Hvítt, gult, grænt og appelsínugult 30% afsláttur í dag, föstudag og langan laugardag Vel launuð líkamsrækt − fyrir fólk á öllum aldri Vegna aukinna umsvifa í blaðadreifingu óskar Morgunblaðið eftir að ráða fólk á öllum aldri í blaðburð víða á höfuðborgar- svæðinu sem fyrst. Vinsamlegast hafið samband í síma 569 1440 eða sendið tölvupóst á netfangið bladberi@mbl.is. H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Hugmyndirnar streymafram hjá Selmu Ragn-arsdóttur, kjólameistaraog klæðskera, þegar kemur að breytingum á fatnaði. Hún hefur mótað og þróað skemmtilegt kerfi sem hún nefnir 12 spora með- ferð á fatnaði. Það felur í sér 12 mis- munandi aðferðir til að breyta og bæta fatnað þannig að hann verði nýtanlegur aftur. ,,Sumt er hefð- bundnara en annað eins og að stytta buxnaskálmar og jakkaermar. Aðrar þarf að síkka og víkka og enn aðrar að þrengja. Síðan eru það rennilás- arnir sem stundum þarf að skipta um, tölur og smellur og eins að gera við göt, rifur og saumsprettur á fatn- aðinum. Þetta er það sem ég kalla al- mennar breytingar á fatnaði og spretta yfirleitt af þörf neytandans á að aðlaga flíkurnar vaxtarlagi sínu eða þá eðlilegt viðhald í tímans rás.“ Tilfinningalegt gildi Selma segir marga viðskiptavini sína koma með flíkur sem hafi til- finningalegt gildi fyrir þá og vilja breyta þeim þannig að þeir falli að persónulegum stíl viðkomandi og tískustraumum. ,,Margar flíkurnar hafa verið í eigu foreldra eða ömmu og afa. Ég hef breytt brúðarkjólum, samkvæmiskjólum, jakkafötum, peysum, skyrtum svo einhver dæmis séu tekin og jafnvel sett útsaumaða bekki og púða í flíkur. Þetta eru oft afskaplega skemmtileg og gefandi verkefni þar sem sköpunargleðin fær að njóta sín,“ segir hún bros- andi. ,,Þá er notaður fatnaður mikið í tísku, enda hefur verslunum sem selja slíkan fatnað fjölgað nokkuð hér á landi. Sá þarfnast oft viðgerða en eins vilja hinir nýju eigendur oft breyta flíkum eins og þeir sem erfa gamlar. Að meðferð lokinni er oft um einstaka flík að ræða og raunar hönnun líka.“ Óvissumeðferð Á sníðaborði Selmu liggja svört, teinótt karlmannsjakkaföt. ,,Þessi eru að fara í óvissumeðferð,“ segir hún og hlær. ,,Sú meðferð tekur öllu lengri tíma en þær hefðbundnu eða þrjár vikur enda allsendis óvíst hver meðferðin verður. Sum saumspor eru óvenjulegri og frjálslegri en önnur í 12 spora kerfinu, eins og að skjóta á fötin með pílum, örvum og úr haglabyssu eða keyra yfir þau á nagladekkjum, og þau kunna að verða notuð í óvissumeðferðinni. Eigendur flíka í þeirri meðferð þurfa vissulega að vera opnir, treysta mér og þeim þarf að standa pínulítið á sama um flíkina sína – en útkoman verður oftast glimrandi,“ útskýrir hinn skapandi klæðskeri og upplýsir að jakkafataeigandinn hug- rakki sé hárgreiðslumaður á leið til stórborgarinnar New York þar sem hann ætlar að slá í gegn. Það verður áreiðanlega auðveldara í saum- sporum Selmu Ragnarsdóttur, enda eru þau ekkert venjuleg. 12 SPORA MEÐFERÐ 1. Stytta/síkka – þrengja/víkka 2. Umskipti / skipta umRennilás, tölur, smellur … 3. Fjarlægja / taka af vasa, tölur, part af flíkinni 4. Bæta Göt, rifur, saumsprettur… 5. Skreyta 6. Prenta / þrykkja 7. Lita Heillita, úða, stensla, skvetta á… 8. Aflita / klóra Skvetta, úða, leggja í bleyti…, 9. Sjúska Rispa, nudda, vinda… 10. Skera Með hníf, skærum, sprettara 11. Skjóta Með pílum, örvum, haglabyssu … 12. Yfirkeyrsla Keyra yfir á nagladekkjum og spóla. Hún gefur flíkum annað líf Safngripir Selma hefur yndi af því að safna gömlum munum eins og þess- ari sníðabók sem er með þeim fyrstu sem komu út á íslensku. Morgunblaðið/Sverrir Skapandi Selma Ragnarsdóttir tekur sumar flíkurnar í óvissuferð. Glæsilegt Selma notaði gamlan út- saumaðan prjónabekk í leðurtopp. Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.