Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 30

Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 30
30 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN VORIÐ 2001 fór ég ásamt Matth- íasi Ó. Gestssyni ljósmyndara á Ak- ureyri í hringferð um landið. Meðal þess sem við skoðuðum var Jökulsá á Brú og svæðið sunnan Vatnajökuls þar sem fyrirhugað var að gera stífl- ur í ánni og mynda stöðuvatn eða lón. Vatnið yrði síðan leitt frá lóninu í göngum að fyrirhug- aðri rafstöð sem yrði inni í fjallinu allnokkru sunnan við Skriðu- klaustur, en afrennslið rynni þaðan út í Lög- inn. Við komum aust- anmegin að Jökulsá sunnan Kárahnjúka seint að kvöldi og stað- næmdumst rétt austan við þann stað þar sem hin fyrirhugaða stífla átti að rísa. Eftir að hafa skoðað þennan stað sem best við gátum og tekið myndir þá ókum við suður eftir nær Brúarjökli. Þaðan gengum við nokkurn spöl nær jökulbrúninni og nær upptökum Jökulsár en gistum síðan í Snæfellsskála. Svo fór að lokum að tekin var ákvörðun um að gera þessa virkjun í Jökulsá á Brú, eða Jöklu eins og áin er einnig kölluð, og nokkru seinna var hafist handa við undirbúning framkvæmda við þessa virkjun sem verður eign Landsvirkjunar og hefur verið kölluð Kárahnjúkavirkjun. Nú, á árinu 2006, er langt komið að gera hina fyrirhuguðu stíflu í ánni, eða öllu heldur stíflur, því þær eru þrjár við Jökulsá á Brú og nokkrar að auki í ánum austan Snæfells, en vatn frá þeim ám verður einnig leitt eftir skurðum og göngum að sömu raf- stöðinni. Þá er langt komið að grafa og bora göngin sem munu flytja vatn- ið frá lóninu í Jöklu að rafstöðinni. Mín uppástunga er að gefa lóninu nafnið Mánalón. Mér finnst nafnið Mánalón fallegra nafn en nafnið Hálslón. Þar að auki er „bóndinn í Mána“ sá eini sem hefur skoðað þetta landsvæði frá upphafi og kemur til með að spegla sig í vatnsfletinum á hverri nóttu. Þá er smíði sjálfrar rafstöðv- arinnar einnig langt komin. Frá stöð- inni verða lagðar raflínur á stál- möstrum til Reyðarfjarðar að álveri sem mun nýta alla raforku frá stöð- inni til álframleiðslu. Línur á stál- möstrum finnst mér fara vel í lands- laginu og bera vott um þrótt og framfarir íbúanna. Bygging álversins er einnig langt komin, en eigandinn er bandaríska fyrirtækið Alcoa. Mörgum hefur verið nokkurt áhyggjuefni að verðmæti kunni að glat- ast við gerð þessara mannvirkja, einkum með tilkomu hins risa- stóra lóns, „Mánalóns“. Á því landsvæði sem fer undir vatn er þó sára- lítil verðmæti að finna að mínu mati. Suður með ánni er mikið gras- lendi sem að sjálfsögðu hverfur, en þess utan er landið sem fer undir vatn mestmegnis gróð- urlitlir melar og sandar. Það er þá helst náttúran eða náttúrufegurðin sjálf sem breytist, en á svæðinu eru ótal ár og lækir, fallegir fossar, gil og hvammar sem munu hverfa, en í staðinn kemur að sjálfsögðu vatnið eða lónið, „Mánalón“. Við gerð mannvirkja, stórra sem smárra, verða ávallt breytingar í um- hverfinu. Ég hefi vissar skoðanir á ýmsu sem ég tel að kunni að verða með tilkomu þessarar virkjunar, en ég vil taka fram að hér er einungis um mínar skoðanir að ræða og hvort eitthvað af því standist eða komi fram verður bara tíminn að leiða í ljós. Rennsli jökuláa er mjög breytilegt eftir árstíðum, mjög mikið á sumrin en lítið yfir veturinn. Ef ég skil rétt þá er hugmyndin að nýta vatnið frá „Mánalóni“ yfir veturinn, en að vori verði lokað fyrir rennslið úr lóninu til stöðvarinnar á sama tíma og árnar vaxa og rennslið frá ánum austan Snæfells verður nægilegt til þess að knýja orkuverið. Allt rennsli Jöklu verður þá notað yfir sumarið til þess að fylla lónið að nýju. Verður yfirborð lónsins þar með mjög breytilegt og nær hámarksstöðu þegar lónið fyllist síðsumars. Þegar yfirborðið verður lægst að vori myndast langar fjörur meðfram lóninu. Ég álít að fram- burður leirs safnist út á meira dýpi og að hætta á leirfoki úr fjörunum verði hverfandi lítil. Síðsumars verð- ur einnig hægt að sigla á báti upp að jökulröndinni og verður það vænt- anlega eftirsótt. Þá er spurning hvort silungur geti þrifist í lóninu; vafa- laust verður einhver til þess að prófa það og flytja þangað vatnasilung. Þá tel ég hugsanlegt að nýjar vatnsuppsprettur og lindir muni myndast lengra frá lóninu og að inn- streymi vatns neðanjarðar inn í Mý- vatn aukist eitthvað. Þar sem vatnið í lóninu verður tiltölulega kyrrstætt má reikna með að allt grugg botnfalli, vatnið lýsist, það hlýni yfir sumarið og síðan hitni vatnið ögn meir eða jafnvel um eina til þrjár gráður til viðbótar á leið sinni gegnum göngin að stöðinni. Þar með ætti litur Laga- rins að lýsast ef nokkuð, meðalhiti Lagarins að hækka og silungsveiði gæti aukist. Þegar stóru stíflunni verður lokað og vatnið fer að safnast í lónið, þá hættir Jökla að sjálfsögðu að renna niður dalinn til sjávar. En þverár og lækir í dalnum halda auðvitað áfram að renna sína leið og þá mun Jök- ulsáin neðan stíflu breytast í berg- vatnsá sem gæti orðið mikil lax- og silungsveiðiá. Þessi virkjun ásamt álveri mun væntanlega um ókomin ár færa Ís- lendingum gull í mund og ef hægt er að tala um náttúruperlur í óbyggð- um, þá er lónið, „Mánalónið“, ásamt með tilheyrandi mannvirkjum sann- kallaður eðalsteinn á auðnum hinna íslensku öræfa. Eðalsteinn á öræfum Tryggvi Helgason skrifar um jákvæðar breytingar á náttúrunni með tilkomu mannvirkja á hálendinu »…ef hægt er að talaum náttúruperlur í óbyggðum, þá er lónið, „Mánalónið“, ásamt með tilheyrandi mann- virkjum sannkallaður eðalsteinn á auðnum hinna íslensku öræfa. Tryggvi Helgason Höfundur er flugmaður. Páll Jóhann Einarsson skrifar um trú og vísindi. Gunnar Jóhannesson skrifar um trú, vísindi. Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en fátæk í anda. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar V algerður Sverrisdóttir er fjórði stjórnarlið- inn til að gegna starfi utanríkisráðherra á þessu kjörtímabili. Halldór Ásgrímsson var utanrík- isráðherra frá því í maí 2003 og fram í september 2004, Davíð Oddsson gegndi starfinu í rúmt ár en hætti þá stjórnmála- afskiptum og Geir H. Haarde tók við, en sat aðeins í stóli utanrík- isráðherra í nokkra mánuði, eða þar til Halldór vék af stóli for- sætisráðherra í sumarbyrjun. Það kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra að skipta svo oft um mann í brúnni. Eða eins og Gunnar Helgi Kristinsson, pró- fessor í stjórnmálafræði, sem manna best hefur kynnt sér ís- lenska stjórnsýslu, sagði við mig í tengslum við viðhorfsskrif um þetta sama efni í sumarbyrjun: „Stjórnsýslan getur við venju- legar aðstæður auðvitað rekið sig töluvert sjálf. Hún vinnur vel þó að ráðherrann sé ekki til staðar,“ sagði Gunnar Helgi. „En hún vinnur auðvitað ekki vissa tegund af verkefnum, sem eru svona póli- tískari verkefni, langtíma- stefnumótun og forgangsröðun og þess háttar hluti. Það er þar sem ráðherrann skiptir töluverðu máli. Það tekur ráðherra tals- verðan tíma að komast inn í málaflokk og auðvitað er það því slæmt fyrir ráðuneytin að hafa ekki stabíla stjórn. Það blasir al- veg við.“ Ég rifja þetta upp nú í kjölfar ummæla sem Valgerður utanrík- isráðherra lét falla eftir að hún tilkynnti þá ákvörðun sína að fjölga íslenskum friðargæsluliðum á Sri Lanka (úr fjórum til fimm í tíu). Valgerður notaði nefnilega tækifærið og tilkynnti „að hún hefði ákveðið að fara gaumgæfi- lega yfir störf Íslensku frið- argæslunnar, verkefnaval og áherslur“ eins og sagði í frétt Morgunblaðsins 19. ágúst 2006. Og áfram segir í fréttinni: „Með því vildi hún átta sig á hvort ekki væri ástæða til þess að gera þar ákveðnar breytingar. [...] Frið- argæslan hefði verið gagnrýnd og meðal annars þess vegna hefði verið ákveðið að endurskoða áherslur hennar. Aðspurð hvað það væri sem hugsanlega yrði endurskoðað í verkefnavali Ís- lensku friðargæslunnar sagði Val- gerður að starfið mætti hafa mýkri ásýnd og eins væri áhuga- vert að fjölga konum í því.“ Um þetta má segja margt. Fyrst að síðustu athugasemd Valgerðar; nefnilega því að fjölga ætti konum í Íslensku friðargæsl- unni. Allt frá því að greint var frá niðurstöðum rannsóknar Birnu Þórarinsdóttur stjórnmálafræð- ings á Íslensku friðargæslunni í ársbyrjun 2005, þar sem fram kom að konum hefði fækkað síð- ustu ár meðal útsendra frið- argæsluliða, hafa forráðamenn í utanríkisráðuneytinu verið á flótta í málinu; eilíft að gera hvað þeir geta til að laga þann kynja- halla, sem er á tölum um útsenda friðargæsluliða. En þetta hefur ekki verið auðvelt því að eins og Davíð Oddsson, þáverandi utan- ríkisráðherra, sagði við umræður á Alþingi 24. febrúar 2005 þá minnkaði hlutur kvenna í verk- efnum Íslensku friðargæslunnar vegna eðlis þeirra verkefna sem friðargæslan hefur tekið að sér. Verkefnið í Afganistan skýrir að miklum hluta hallann, eins og hann er núna. Þar er um að ræða verkefni – sem sumir kalla hern- aðarlegt – sem hentar fremur körlum en konum. Til að breyta hlutfalli í þessum efnum þarf að breyta um stefnu að því er varðar verkefnavalið. Það getur samt varla verið aðal- atriði í þessum efnum, að Ís- lenska friðargæslan sendi konur til starfa erlendis. Friðargæslan er ekki búin til fyrir frið- argæsluliðana. Sannarlega hlýtur þörfin á aðstoð að ráða ferð. Og þá verða karlar og konur að vera viðbúin því að frá einum tíma til annars verði einhver halli á þess- um tölum. En það er út af fyrir sig ágætt, að Valgerður hyggist grandskoða þessi mál með það í huga að gera ákveðnar breytingar. Það er full ástæða til að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að við Íslend- ingar einbeitum okkur að annars konar verkefnum en þeim, sem unnin hafa verið undir fána NATO undanfarin misseri. Ekki af því að þau séu svo hættuleg – menn þurfa að axla þær byrðar líka vilji þeir á annað borð standa í svona útgerð, það er ekki alltaf hægt að segja sem svo, að aðrar þjóðir geti tekið alla áhættuna – heldur af því að ann- ars konar verkefni kunna einfald- lega að henta okkur (sem þjóð) betur. Umræðan mætti hins vegar fara að snúast um það nákvæm- lega hvers konar verkefni gæti þar verið að ræða um; en gallinn er sá að það er alltaf nýr og nýr utanríkisráðherra og umræðan mjakast því aldrei neitt áfram. Nýr ráðherra þarf alltaf að vera að eyða tíma í að kynna sér málin – orð Gunnars Helga, sem ég vitnaði til hér áðan, eiga því mætavel við. Valgerður á að vísu sjálfsagt eftir að reka sig á það að real- politik ræður mjög ferð Íslensku friðargæslunnar. Það er ekki til- viljun að friðargæslan hefur ekki haft þá „mjúku ásýnd“ sem Val- gerður segist vilja; verkefni hafa einkum verið unnin undir fána NATO (m.a. það í Afganistan) einfaldlega vegna þess að menn hafa talið að við þyrftum að leggja eitthvað af mörkum á þeim vettvangi. Og Valgerður virðist því miður ekki hafa verið mjög inni í mál- efnum utanríkisráðuneytisins (sem er kannski skiljanlegt, hún hefur haft nóg á sinni könnu í öðru ráðuneyti), hún boðar til dæmis frumvarp til laga um Ís- lensku friðargæsluna á haustþingi en slíkt frumvarp hefur auðvitað þegar verið samið; var lagt fram á vorþingi en ekki útrætt. Pólitísk réttsýni » Það getur samt varla verið aðalatriði í þessumefnum, að Íslenska friðargæslan sendi konur til starfa erlendis. Friðargæslan er ekki búin til fyrir friðargæsluliðana. Sannarlega hlýtur þörfin á aðstoð að ráða ferð. BLOGG: davidlogi.blog.is VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is AÐ UNDANFÖRNU höfum við orðið vitni að umræðu um stöðu aldr- aðra á hjúkrunarheimilum. Afar þörf umræða og löngu tíma- bær. Nú eru aðstand- endur aldraðra búnir að fá nóg og finna sam- stöðu hver hjá öðrum, og setja þar með um- ræðuna á dagskrá útfrá þörfum aðstand- enda sinna. Með því að opna umræður um þessi mál og jafnvel stofna félag, skapast möguleiki til þess að þrýsta á úrbætur á hjúkrunarheimilunum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slíkt kemur fram. Hópar að- standenda sjúklinga hafa sýnt og sannað að þeir hafa geta leitt mál til lykta, bent á lausnir og fengið ýmsu áorkað. Er þar skemmst að minnast úrræða vegna þeirra sem haldnir eru Alzheimer, en úrræði fyrir þann hóp urðu til vegna mikils þrýstings að- standenda og fagfólks sem lagðist á eitt í baráttu fyrir aðstöðu og öruggu umhverfi fyrir þann hóp. Þróunin á síðustu árum hefur hins- vegar orðið sú að við erum að búa til tvöfalt kerfi fyrir aldraða á hjúkr- unarheimilum. Það kerfi lítur þannig út að þeir sem hafa fjármagn, hafa lagt til hliðar, eiga vel stæð börn, þeir geta keypt sér viðbótarþjónustu inn á hjúkrunarheimilin. Það var afleitt að hleypa slíku að, en neyðin var það mikil að kannski áttu aðstandendur engan annan kost því að sjálfsögðu er það svo, að aðstandendur geta ekki í langan tíma horft upp á úrræðaleysi og starfs- mannaeklu heimilanna bitna á sínum nánustu. Eitthvað varð að gera og skyldi engan undra. Þá stendur eftir hóp- ur, sem hvorki á fjár- magn né sterka bak- hjarla. Sá hópur fær engin viðbótarúrræði til þess að þjóna sínum þörfum, þörfum sem eru sjálfsögð mannréttindi þegar komið er á þá endastöð sem hjúkr- unarheimilin eru í dag. Það á auðvitað að vera þannig í okkar samfélagi í dag, og það er sjálf- sagður félagslegur réttur aldraðra að fá sómasamlega þjónustu á efri árum hvort sem viðkomandi er á öldr- unarstofnun eða kýs að fá þjónustu heim, þar sem aðstæður bjóða uppá slíkt. Það á ekki að vera undir hælinn lagt hvort viðkomandi einstaklingur geti greitt einhverjum fyrir að lesa fyrir sig á daginn, þvo þvottana og/ eða fá faglega og góða umönnun. Það á að vera hlutverk ríkisins að sjá til þess að viðkomandi njóti á síð- ustu æviárum þeirrar bestu umönn- unar sem völ er á og búi við góðar kringumstæður og öruggar. Við skulum ekki gleyma því að sú kynslóð sem nú dvelur á hjúkr- unarheimilum er sú kynslóð sem lagði hornsteininn að þeirri velmegun sem við búum við í dag. Þau eiga ekki skilið nema það besta og einnig mikl- ar þakkir. Sýnum þeim þá lágmarks- virðingu og þakklæti með því að manna hjúkrunarheimilin svo sómi sé að. Aldraðir hjúkrunarsjúklingar velferð þeirra og skyldur okkar Guðrún Ögmundsdóttir skrifar um úrbætur í öldrunarþjónustu » Það á ekki að veraundir hælinn lagt hvort viðkomandi ein- staklingur geti greitt einhverjum fyrir að lesa fyrir sig á daginn, þvo þvottana og/eða fá fag- lega og góða umönnun. Guðrún Ögmundsdóttir Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.