Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 31

Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 31 Í HVERT skipti sem ég ek gegn- um Oddskarðsgöng milli Eskifjarðar og Neskaupstaðar vakna upp margar spurningar um þetta samgöngu- mannvirki. Göngin voru grafin 1972–1977, þau eru 640 m að lengd, ein- breið og með útskotum, og liggja í hvorki meira né minna en 630 m hæð yfir sjávarmáli, og eru í röð hæstu fjallvega á landinu. Göngin eru óskiljanleg í þessari hæð og barn síns tíma, en skila ekki lengur upphaflegum tilgangi sínum, að bæta sam- göngur og gera þær öruggari. Mér er ekki kunnugt um hvers vegna þau voru byggð svona hátt yfir sjó, né um aðra þætti í hönnun og gerð þeirra. Vafalaust er ein ástæðan sú að ver- ið var að spara peninga, samtímis því að bæta samgöngumál Norðfirðinga, en augljóslega hefur framtíð- arnotagildi ganganna ekki verið haft að leiðarljósi. Öngþveiti og vandamál Margar sögur hef ég heyrt um öngþveiti og vandamál í göngunum til dæmis vegna umferðar stórra flutn- ingabíla, fólks með húsvagna og felli- hýsi aftan í bílum sínum og margt fleira. Nýjasta sagan segir að Norðfirð- ingur hafi þurft að skipta við öku- mann sem gat sig hvergi hreyft inni í göngunum og bakka bíl hans út til að losa um umferðarstíflu. Þessi einbreiðu þröngu göng eru eitt, en ekki tekur betra við þegar horft er til vegarins upp að þeim en þar er oft farið í um 13% bratta, sem auðvitað er ekki boðlegt nú til dags. Þetta skilja allir sem um þennan veg hafa farið, að ég tali nú ekki um í snjó og hálku. Gildandi sam- gönguáætlun Ný Oddskarðsgöng eru inni á samgöngu- áætlun hvað rannsóknir varðar ásamt göngum fyrir vestan milli Arn- arfjarðar og Dýra- fjarðar svo og um Hellisheiði fyrir austan. Göng til Bolungarvíkur hafa síðan bæst við vegna mikillar slysahættu um Óshlíð vegna aukins grjótshruns. Veginn um Óshlíð átti reyndar aldrei að byggja upp og stagbæta á sínum tíma, heldur átti að huga strax að jarðgöngum. En það er önnur saga, og sennilega réð þar sama og um Oddskarðsgöng á sínum tíma; að reyna að leysa samgönguvanda þess- ara byggðarlaga fyrir nógu lítið fé og vona að það dygði. Ný Oddskarðsgöng þola ekki bið Framkvæmdir eru nú loksins hafnar við Héðinsfjarðargöng, eða í beinu framhaldi af opnun Fáskrúðs- fjarðarganga og ganga um Almanna- skarð, sem skotið var inn, hvort tveggja hinar bestu og glæsilegustu framkvæmdir. Ég er hins vegar ekki sammála þeirri skoðun að einungis sé hægt að vera með ein göng undir í einu, eins og hingað til hefur verið gert. Þörfin er orðin svo brýn á bættum og örugg- um samgöngum að við verðum að spýta í lófana og gera meira í þessum efnum á næstu árum. Þess vegna verður að gera þá kröfu á samgönguráðherra að nú þegar verði hafist handa um rann- sóknarboranir fyrir nýjum Odd- skarðsgöngum. Ég tók eftir því að samgöngu- ráðherra fór mikinn rétt fyrir sveit- arstjórnarkosningar í vor í blaða- grein í BB á Ísafirði, en þar nefndi hann að rannsóknarboranir stæðu yf- ir á tveim stöðum fyrir vestan, það er á umræddum gangakostum þar. Þess vegna spyr ég samgöngu- ráðherra: Hvers vegna eru ekki hafnar rann- sóknarboranir fyrir nýjum Odd- skarðsgöngum? Ný Oddskarðsgöng – hvað tefur rannsóknir? Kristján L. Möller skrifar um samgöngubætur » Þess vegna verður aðgera þá kröfu á sam- gönguráðherra að nú þegar verði hafist handa um rannsóknarboranir fyrir nýjum Oddskarðs- göngum. Kristján L. Möller Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í NA kjördæmi. FRÉTTIR um banaslys í umferð- inni koma við okkur öll og þegar mörg banaslys verða á skömmum tíma tekur fólk andköf og umræða um úrbæt- ur verður háværari. Í umræðu síðustu daga um umferðaröryggi hafa tölur um færri banaslys á Reykjanes- braut, frá því að fram- kvæmdir hófust við tvöföldun Reykjanes- brautar, verið ofarlega á baugi. Er þar vísað til þess árangurs sem náðst hefur í fækkun banaslysa með vega- bótum og áróðri þeim tengdum. En stað- reyndin er að í stað allt að sex banaslysa á ári, þegar mest var, hefur enginn látið lífið á brautinni í liðlega tvö ár. Með stofnun áhuga- hópsins og með sterki samstöðu íbúa svæð- isins var þeim árangri náð að koma ráða- mönnum í skilning um mikilvægi þess að ráð- ast í þessa mikilvægu framkvæmd. Fyrst og fremst var það gert í þágu umferð- aröryggis. Í dag dylst engum að framkvæmdin, þ.e. tvöföldun braut- arinnar, hefur þegar skilað meiri ár- angri en nokkur þorði að vona. Áhugahópnum um tvöfalda Reykjanesbraut ber nú siðferðisleg skylda til að útfæra baráttu sína til fækkunar umferðarslysa á landinu öllu. Í málflutningi baráttuhópsins frá upphafi var lögð áhersla á að tvö- földun brautarinnar væri mikilvæg- asta vegaframkvæmd landsins til að fækka slysum en jafnframt að bar- áttan næði til landsins alls og engin önnur vegaframkvæmd var gagn- rýnd. Þegar séð er fyrir endann á framkvæmdinni hljótum við að beina sjónum okkar að öðrum vegum og umferðarmannvirkjum sem enn eru með hærri slysatíðni en sambærilegt er annars staðar. Áhugahópurinn um tvöfalda Reykjanesbraut hefur tekið þá ákvörðun að leggja sitt að mörkum til árangurs í vegabótum og fækkun umferðaslysa á Íslandi. Þetta viljum við nú gera með markvissri vinnu að fjölgun baráttuhópa um umferðarör- yggi um allt land. Baráttu- og gras- rótarhópa sem hver og einn hefur það hlutverk að upplýsa hættur og mögulegar úrbætur á sínu svæði og/ eða sínum landshluta. Skráning aðila innan hvers hóps verði skilvirk með þeim til- gangi að skapa sterka rödd á hverjum stað. Til að þetta takist verði hagsmunir aðild- arfélaga gerðir umtals- verðir í samvinnu við samstarfsaðila. Sam- hliða stofnun áhuga- hópa um allt land verði því stofnuð samtökin Samstaða sem hefur það hlutverk að sam- eina þessa hópa undir einn hatt í samvinnu við FÍB, trygginga- og ol- íufélög, sveitar- og fé- lagasamtök sem og samgönguyfirvöld á Ís- landi. Með Samstöðu get- um við virkt grasrótina innan hvers bar- áttuhóps og stuðlað þannig að bættu um- ferðaröryggi á landinu öllu. Með Samstöðu get- um við með einni rödd haft áhrif á stjórnvöld á hverjum tíma hvað varðar vegabætur, löggæslu og al- mennan áróður. Með Samstöðu getum við haft áhrif á eftirlit og viðhald ökutækja með það að markmiði að fækka al- varlegum slysum. Með Samstöðu getum við haft áhrif á okkur sjálf, ökumenn þessa lands, til að minna okkur á þá ábyrgð sem á okkur hvílir daglega í umferðinni. Með Samstöðu getum við náð þeim árangri að gera Ísland að slysalausu landi í umferðinni. Á vefslóðinni www.fib.is/samstada geta áhugasamir aðilar og bar- áttumenn alls staðar á landinu skráð inn sinn baráttuhóp sem síðan hefur það hlutverk að fjölga aðild- arfélögum hver á sínum stað undir leiðsögn Samstöðu. Ein rödd, eitt markmið – slysa- laust Ísland. Samstaða – slysalaust Ísland Steinþór Jónsson skrifar um umferðaröryggismál Steinþór Jónsson » Áhugahópn-um um tvö- falda Reykja- nesbraut ber nú siðferðisleg skylda til að út- færa baráttu sína til fækk- unar umferð- arslysa á land- inu öllu. Höfundur er formaður áhugahóps um örugga Reykjanesbraut og stjórnarmaður í FÍB. GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR A ll ta f ó d ýr irSAMSÝNING LOKADAGUR Reynir Þorgrímsson með Reynomatic myndir. Björn Björnsson sýnir óvenjulegan tréskúlptúr. Síðasti sýningardagur opið til kl. 19:00 Byggðasafninu Garðskaga, Garði, Reykjanesi. HAFIÐ þið velt því fyrir ykkur að nánast hvert mannsbarn á Íslandi er með fjarskiptatæki í vasanum, far- símann sinn? Hafið þið líka velt því fyrir ykkur hve oft er á það minnst í sambandi við fréttir af alvarlegum slysum að tekist hafi að gera viðvart til lögreglu eða neyðarlínu um far- síma? Svo eru, því miður, einnig þau tilvik, að slys verða utan þjón- ustusvæðis venjulegra farsíma og þá er oft á það minnst í fréttinni að ekki hafi tekist að ná sambandi við neyðarlínu þar sem farsímasamband var ekki á þeim stað sem slysið varð. Slys hafa fengið al- varlegar afleiðingar vegna þess að ekki tókst að gera viðvart í tíma. Skemmst er að minnast hörmulegs at- viks á Möðrudals- öræfum þar sem ungur maður varð úti þar sem hann villtist og fannst ekki fyrr en um seinan. Hann var með farsímann sinn á sér en líklega utan þjón- ustusvæðis. Á hinn bóginn er okkur öllum í fersku minni hvernig það varð til bjargar fólki í sjávarháska á Viðeyjarsundi að farsímasamband var á slysstað, og kom í veg fyrir að enn verr færi. Hér eru einungis nefnd tvö atvik sem vakið hafa þjóð- arathygli nýlega, en af mörgu er að taka. Það mun ekki skila arði til síma- fyrirtækja að hafa farsímasamband á Hesteyri eða í Aðalvík. Þegar arð- ur fyrirtækis ræður því hvar hægt er að tala úr síma og hvar ekki, er ekki von til þess að strjálbýlt land eins og okkar hafi þétt farsímanet. Þegar slys ber að höndum er hins vegar ekki að því spurt hvort slysstaðurinn sé í alfaraleið og „innan þjón- ustusvæðis“. Hér eru hins vegar mikilvæg samfélagsleg markmið í húfi, og því tel ég að samfélagið eigi að grípa inn í. Þótt eflaust megi leiða að því rök að slysavarnir borgi sig þjóðhagslega er það ekki kveikja þessa greinarkorns, heldur hitt, að ef við í sameiningu getum komið í veg fyrir einhverjar þær þjáningar sem slys valda þeim sem í þeim lenda og þeirra nánustu ber okkur í sameiningu að bregð- ast við. Því hvet ég til umræðu um þéttingu farsímanetsins á Ís- landi í nafni slysavarna. Það eru, svo dæmi séu tekin, stórir hlutar hringvegarins þar sem ekki er GSM samband. Ef eitthvert okkar lendir þar í slysi er heiglum hent hve lang- an tíma tekur að gera neyðarþjónustu viðvart, þótt næsta öruggt sé að einhver, og kannski all- ir, á vettvangi séu með farsíma á sér. Ég er ekki af þeirri kynslóð sem þekkir til hlítar þá möguleika sem farsímar bjóða upp á. Ég læri hins vegar stöðugt eitthvað á þessu sviði og veit því að hægt er að ná sam- bandi við „internetið“ um farsíma. Þar væri unnt að nálgast upplýs- ingar um skyndihjálp og rétt við- brögð á slysstað, ef slík netsíða væri til, vel kynnt og samband á símanum. Það væri verðugt verkefni þeirra sem sjá um slysavarnir hér á landi að koma upp og sjá um slíka netsíðu. Um þessar mundir er mikið rætt um bætt vegakerfi, meðal annars vegna þess að bættir þjóðvegir gætu dregið úr slysum. Ég tel ekki síður mikilvægt á öld fjarskipta og upplýs- inga að virkja þá möguleika til slysa- varna sem felast í því að flest göng- um við daglega með fjarskiptatæki á okkur til þess að missa ekki af neinu og vera ávallt viðbúin. Væri þétting farsímanetsins ef til vill gott kosningamál? Farsímar til slysavarna Þórarinn J. Sigurðsson fjallar um fjarskipti og farsíma »Ég tel ekki síðurmikilvægt á öld fjar- skipta og upplýsinga að virkja þá möguleika til slysavarna sem felast í því að flest göngum við daglega með fjar- skiptatæki á okkur … Þórarinn J. Sigurðsson Höfundur er tannlæknir og deild- arforseti heilbrigðisdeildar HA. Fréttir á SMS Sagt var: Bæði samtökin kusu fulltrúa. RÉTT VÆRI: Hvortveggju samtökin kusu fulltrúa. (Eintala af orðinu samtök (eitt samtak) er ekki til.) Gætum tungunnar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.