Morgunblaðið - 31.08.2006, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Þorsteinn Krist-jánsson fyrrver-
andi iðnrekandi
fæddist í Fremri-
Hundadal í Mið-
dölum í Dalasýslu
28. júní 1915. Hann
varð bráðkvaddur á
heimili sínu 20.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar Þorsteins
voru hjónin Krist-
ján Nikulásson, f.
8.6. 1884, d. 17.2.
1985, og Ágústína
Ögmundsdóttir, f.
4.7. 1889, d. 20.9. 1952, bæði
fædd í Miðdölum. Systkini Þor-
steins voru: Sumarliði, f. 9.10.
1913, d. 16.10. 1981, og Elísabet,
f. 1.12. 1919, d. 23.1. 2004.
Hinn 21. desember 1935 kvænt-
ist Þorsteinn Sigríði Ástu Finn-
bogadóttur, f. í Hafnarfirði 4.12.
1913, d. 25.5. 1982. Þau eign-
uðust tvær dætur. Þær eru: 1)
Jónína, f. 12.6. 1936. Hennar
maður er Lárus L. Sigurðsson, f.
2.6. 1931. Börn þeirra eru: A)
Sigríður Ásta, f. 28.5. 1955, henn-
ar maður er Runólfur Gunn-
laugsson, f. 29.12. 1953. Börn: a)
Elva Björk, f. 19.3. 1979; b) Ásta
María, f. 1.2. 1985; c) Sunna Ösp,
Guðný Björk Guðjónsdóttir, f.
24.3. 1963, hennar maður er
Kristján Logason, f. 26.11. 1963,
dóttir Guðnýjar er Petra Dögg
Þórðardóttir, f. 2.11. 1983. B)
Þorsteinn Þór f. 14.7. 1968, hans
kona er Lilja Dís Guðbergsdóttir,
f. 25.3. 1969. Börn Þorsteins Þórs
og Birnu Pálsdóttur, f. 12.10.
1971, eru: a) Björn Fannar f.
1.11. 1990; b) Hrafney Svava, f.
4.5. 1993. Börn Þorsteins Þórs og
Lilju Dísar eru: c) Ágústa Krist-
ín, f. 3.1. 2001; d) Þorsteinn Þór,
f. 24.6. 2002. Börn Lilju Dísar: e)
Íris Dröfn, f. 20.4. 1988, faðir
Brjánn Fransson, f. 19.12. 1968,
f) Rúnar Ástvaldur, f. 25.1. 1991,
faðir Davið Hedin, f. 1.5. 1969.
Þorsteinn starfaði í mörg ár
við sútun, síðan við hjólbarða-
viðgerðir. Hann stofnaði sitt eig-
ið fyrirtæki, Gúmmísteypu Þor-
steins Kristjánssonar, árið 1952
og rak það fram til ársins 1984,
þegar dóttursonur hans, Þor-
steinn Lárusson, tók við rekstr-
inum. Síðustu ár starfsævi sinnar
vann hann hlutastörf í vélsmiðju
tengdasonar síns, Guðjóns Ólafs-
sonar.
Útför Þorsteins verður gerð
frá Áskirkju í Reykjavík í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
f. 26.4. 1991. B)
Ágústa, f. 23.7. 1958.
Hennar maður er
Sigurður Þór Krist-
jánsson, f. 30.1.
1956. Börn þeirra
eru: a) Atli Þór, f.
16.12. 1979, hans
kona Sara Valný
Sigurjónsdóttir, f.
8.8. 1981, sonur
þeirra er Sigurjón
Þór, f. 24.5. 2006; b)
Hrefna Lára, f. 14.2.
1987. C) Þorsteinn,
f. 31.1. 1960. Hans
kona er Steinunn Eiríksdóttir, f.
15.5. 1960. Börn þeirra eru: a)
Eiríkur Örn, f. 13.5. 1988; b)
Nína Katrín, f. 15.9. 1991; c)
Berglind, f. 24.8. 1982, dóttir
Steinunnar og Hermanns Smára-
sonar, f. 12.3. 1959, hennar mað-
ur er Páll Júlíusson, f. 6.6. 1973.
D) Sigurður, f. 1.11. 1968. Börn
hans eru: a) Daníel Freyr, f. 3.1.
1992, hans móðir Svanhildur Erla
Benjamínsdóttir, f. 19.3. 1969; b)
Þórunn Birta, f. 4.9. 2001, hennar
móðir er Sigríður Mjöll Mar-
inósdóttir, f. 6.10. 1968. 2)
Ágústa, f. 17.4. 1942. Hennar
maður er Guðjón Þ. Ólafsson, f.
29.10. 1942. Börn þeirra eru: A)
Það eru fimmtíu ár síðan ég hitti
tengdaföður minn fyrsta sinni. Ör-
lögin höfðu spunnið sinn vef þannig
að ég hafði hitt yndislega stúlku,
dökka yfirlitum, sem átti heima inni
í Efstasundi sem þá var að byggjast
upp af litlum efnum. Ég var nýflutt-
ur á Rauðalækinn og var í námi hjá
vélsmiðjunni Héðni.
Við Gústa mín höfðum mælt okk-
ur mót við gömlu sundlaugarnar
síðla dags, hún að fara heim, ég að
koma úr vinnu. Við gengum hönd í
hönd yfir Laugarásinn í áttina að
Efstasundinu. Það var haust í lofti
og milt veður. Þegar neðarlega í
slakkann kom blasti við lítið hvít-
málað forskalað hús. Hún sagði mér
stolt að pabbi sinn hefði smíðað það
nánast einn og reitt stóran hluta af
efninu á reiðhjólinu sínu neðan af
Hverfisgötunni þar sem hann vann.
Það var svo seinna að ég kom inn
í litla eldhúsið hennar Siggu sem
tók mér svo ljúfmannlega: ,,Komdu
sæll og blessaður og vertu hjart-
anlega velkominn.“ Steini var úti í
skúr en þar var Gúmmísteypan, fyr-
irtækið hans, til húsa.
Fyrsta handtakið var hlýtt og
traust og þannig hefur það verið í
þau 50 ár sem við áttum saman.
Ég man vel þegar Daði bróðir
benti mér á Þorstein eða ,,Steina
pabba hennar Gústu“ eins og við í
sunddeildinni kölluðum hann, það
var til þess tekið hvað hann var
glæsilegur maður, dökkur yfirlitum
og heimsborgaralegur.
Þorsteinn Kristjánsson tengda-
faðir minn var mér meira en
tengdafaðir. Hann var fyrsti og
traustasti veiði- og ferðafélagi sem
ég eignaðist og þær voru ófáar ferð-
irnar sem við fórum saman jafnt
niður í byggð sem upp á hálendi
með fjölskyldunni. Það er mikil
gleði mín að okkur auðnaðist í sum-
ar að fara upp að vatninu ,,okkar“ á
Mosfellsheiðinni þar sem hann sett-
ist á steininn sinn og veiddi þrjá
fiska. Ég mátti aðeins taka út úr,
annað sá hann um sjálfur þrátt fyrir
að sjónin væri svo mjög farin að
daprast. Við síðasta fiskinn var
hann orðinn svo hress að hann hafði
á orði, að kannski kæmi hann núna
með inn í Veiðivötn, en þegar að því
kom var þrekið farið að minnka og
hann treysti sér ekki.
Þorsteinn var borinn og barn-
fæddur Dalamaður, þannig að með
móðurmjólkinni drakk hann í sig
sérkenni íslenskrar alþýðu, og var
alla tíð talsmaður þeirra sem minna
máttu sín. Hann var mikill náttúru-
unnandi og alla tíð voru þau Sigga
að bauka við sumarbústaðasmíði og
takmarkinu var endanlega náð þeg-
ar við fengum land í hlíðinni uppi í
Skorradal sem skírt var ,,Skorra-
hlíð“. Þar byggðum við með Nínu og
Lalla yndislegan sumarbústað sem
var honum mjög svo hjartfólginn, en
síðustu ferðina þangað fór hann með
okkur Gústu helgina um mánaða-
mótin júlí-ágúst s.l. Þá sem endra-
nær féll honum ekki verk úr hendi
91 árs gömlum og varla hægt að fá
hann í rúmið, hvað þá að hægt væri
að sofa út á morgnana vegna fyr-
irgangs.
Hestar og hestamennska voru
honum ofarlega í huga og eignaðist
hann hesthús í Víðidal þar sem hann
og Gústa, sem alla tíð voru afskap-
lega samrýnd, hugsuðu um sex
hesta.
Það kom af sjálfu sér að farnar
voru hestaferðir, og er ein sú minn-
isstæðasta þegar við riðum með
góðu fólki Fjallabaksleið nyrðri og
enduðum í Reykjavík. Þá reyndi á
útsjónarsemi, kunnáttu og dreng-
lyndi sem hann átti allt í fórum sín-
um, ólatur að rétta öðrum hjálp-
arhönd og leggja gott til mála.
Það verður ætíð ofarlega í minni
þegar við riðum upp Norðurárdal-
inn í síðustu langferðinni okkar á
hestum og nálguðumst Sólheima-
tungu. Þá urðu augun fjarræn og
röddin björt er hann benti og sagði
frá kennileitum og fleira, því þar
hafði hann hitt og kynnst ástinni
sinni, og þau svo í samstöðu og
tryggð gengið sinn æviveg. Það fór
ekki milli mála að þessi staður átti
sess í hjarta hans.
Snemma lífshlaups okkar hófum
við samstarf þar sem ég í renni-
smíðanámi gat aðstoðað Steina með
mótasmíði fyrir Gúmmísteypuna
sem hann hafði sett á laggirnar með
einstökum dugnaði og áræði. Víða
hafði hann komið við á atvinnuferli
sínum því hans kynslóð hafði reynt
atvinnuleysi og það að eiga varla til
mála. ,,Það hvarflaði aldrei að manni
að gefast upp, það var einfaldlega
ekki til í orðaforðanum.“
Fljótlega upp úr 1960 urðu miklar
breytingar í veiðitækni á flotanum
með tilkomu norsku kraftblakkar-
innar. Snemma var leitað til Steina
með margvíslegar viðgerðir, var til
þess tekið hvað það tók stuttan tíma
og var vel af hendi leyst.
Nú er ævivegurinn allur, síðasta
samtalið við vin minn og félaga var
úr síma frá Bandaríkjunum sunnu-
daginn 13. ágúst. Við spjölluðum
saman í langan tíma því um margt
þurfti að spyrja og þó sérstaklega
hvort ég væri ekki á indjánaslóðum
og hvort ég væri búinn að veiða eitt-
hvað. ,,Næst þegar ég hringi get ég
sagt þér veiðisögu, Steini minn,“
sagði ég, en það varð ekkert næst,
nú er minn maður komin á veiði-
lendurnar miklu.
Þegar ég er að pára þessar fátæk-
legu línur hringir síminn. Það er
Björn Fannar sonarsonur minn:
„Segðu að langafi hafi verið besti afi
í heimi.“ Það verða lokaorð okkar.
Hvíldu í friði, kæri vinur.
Guðjón Þór.
Hann afi minn elskulegastur er
dáinn og hans verður sárt saknað.
Við erum óendanlega þakklát fyrir
allan þann tíma sem hann var hérna
hjá okkur og við erum þakklát fyrir
það hvernig hann fékk að fara.
Hann bjó einn í húsinu sem hann
byggði fyrir fjölskyldu sína fyrir 62
árum og varðist öllum tillögum um
flutning bæði frá sjálfum sér og öðr-
um. Þennan síðasta dag var hann að
taka á móti dóttur sinni og vinkon-
um hennar sem ætluðu rétt að
stoppa til þess að skoða eina upp-
runalega æskuheimilið sem eftir
var. Afi var búinn að ná í púrtvíns-
flöskuna og var að fara að skenkja
þeim hestaskál þegar hann riðar
við, er gripinn sterkum höndum, og
er örendur fyrir framan myndina af
henni ömmu. Hann fékk því að fara
beint til himna til hennar ömmu frá
húsinu sínu í návist dóttur sinnar.
Húmorinn og ljúfmennskan hélst
óbreytt í gegnum árin en hann var
orðinn þreyttur undir það síðasta,
sjónin fór hraðversnandi, heyrnin
dalaði stöðugt, skammtímaminnið
var farið að gefa sig og orkan fór
þverrandi. Þetta kom þó ekki í veg
fyrir að hann færi upp í vatn að
veiða með mömmu og pabba. Hann
var heldur ekki orðinn það slappur
að hann kæmist ekki upp löngu,
bröttu tröppurnar í sumarbústaðn-
um í Skorradalnum þar sem full-
frískt fólk stendur á öndinni að
loknu klifrinu. Þessi sumarbústaður
var honum mjög kær og þar leið
honum vel enda var hann byggður
frá grunni af fjölskyldunni. Afi
þekkti ekki orðatiltækin „að slappa
af“, og „að liggja í leti“ því hann var
stöðugt að „dytta að einhverju“ og
það hnussaði í honum ef allir hlupu
ekki til „að gera eitthvað“ þegar
hann sagði „jæja“ eftir hádegislúr-
inn. Það fór svolítið í pirrurnar á
honum þegar hjartað neitaði að ólm-
ast þetta lengur, en hjartað kom
ekki í veg fyrir að hann gæti haft
skoðanir á öllum hlutum, gæti sagt
mönnum til og grandskoðað verklag
við misgóðar undirtektir.
Ég verð ævarandi þakklát fyrir
að hafa verið hluti af lífi þessa góða,
ljúfa og glæsilega manns í 43 ár.
Hinar fallegu minningar sem ég á
um hann munu lifa um ókomna
framtíð.
Guðný Björk Guðjónsdóttir.
Elsku langafi. Það er erfitt að
trúa því að þú sért farinn, enda
gerðist þetta svo skyndilega og
óvænt. Þú varst hress alveg fram á
síðasta dag, klifrandi uppá húsþök
og þrífandi húsið hátt og lágt.
Þú varst með eindæmum hand-
laginn eins og sést best á húsinu í
Efstasundinu og bústaðnum í
Skorradal, svo ekki sé minnst á alla
fallegu munina sem þú bjóst til á
seinni árum eftir að þú eignaðist
rennibekkinn. Allar eigum við
nokkra af þessum dýrgripum sem
við munum varðveita jafn vel og
minninguna um þig, elsku afi.
Það verður skrítið að koma ekki í
Efstasundið á jóladag og fá hangi-
kjöt og heimatilbúnu sviðasultuna
þína eins og við höfum gert alla tíð.
Við vitum að langamma tekur vel
á móti þér og er gott til þess að
hugsa.
Okkur langar að lokum að kveðja
þig með þessu fallega ljóði:
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margt að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sig.)
Guð geymi þig, elsku langafi.
Elva, Ásta María og Sunna.
Hann langafi minn var það sem
með sanni má segja sjálfstæður
maður. Lengst af starfsævinni rak
hann sitt eigið fyrirtæki, Gúmmí-
steypu Þorsteins Kristjánssonar.
Iðjusamur mjög var hann alla tíð og
alltaf fann hann sér eitthvað að
sýsla við. Mér er það minnisstætt
þegar hann var orðinn hálfníræður
og réðst í að taka garðinn í gegn hjá
sér og þakið á húsinu sömuleiðis. Þá
fór ég og náði í jarðefni fyrir hann í
garðinn og reyndi að létta undir
með honum og var ekki annað hægt
en að hrífast af kraftinum í gamla
manninum. Eins og áður sagði var
hann iðnrekandi lengst af, allt fram
undir sjötugt er hann fór að draga
sig í hlé frá því og fór að sinna hugð-
arefnum sínum í ríkari mæli. Lang-
ömmu, Sigríði Ástu hafði hann misst
fáum árum áður, sá missir var hon-
um afar sár og mikið áfall fyrir hann
enda jafn samheldin og ástfangin
hjón og þau vandfundin. Þau höfðu
ferðast mikið, bæði hérlendis og er-
lendis. Undir lok sjöunda áratug-
arins reistu þau sér sumarbústað í
Skorradalnum sem var þeirra sælu-
reitur og eru margar bjartar og fal-
legar minningar um langafa þar
sem koma upp í hugann. Hann var
sífellt að una sér við að dytta að bú-
staðnum og nánasta umhverfi.
Skorradalurinn var svo sannarlega
hans griðastaður allt fram í andlát-
ið. Á sjötugsaldri hellti hann sér út í
hestamennsku og stundaði hana af
kappi fram yfir áttrætt. Þá tók við
nýtt áhugamál, hann skellti sér á
námskeið og lærði á trérennibekk
og fékk sér einn slíkan í bílskúrinn.
Það var hans helsta iðja síðustu árin
og ófáir munirnir sem frá honum
komu og báru fáguðu handbragði
hans gott vitni.
Langafi kvaddi snöggt, en sjálf-
stæður var hann alltaf og lifði með
reisn fram til hinstu stundar. Það
eru sjaldgæf forréttindi fyrir mig,
sem er kominn langt á þrítugsald-
urinn, að hafa átt langafa í góðu
formi í öll þessi ár. Er mér fæddist
sonur í vor sem leið, fór ég með
þann stutta heim til langafa í Efsta-
sundið og þar hittust fulltrúar
fyrsta og fimmta ættliðar og þykir
mér afar vænt um það. Þau verða
öðruvísi jólin í ár, því alltaf fékk
langafi stórfjölskylduna heim til sín
í Efstasund á jóladag. Þar voru fast-
ir liðir hangikjötið sem hann sauð
sjálfur og ekki má gleyma sviðasult-
unni sem hann sjálfur sá um að mat-
búa. Samheldni fjölskyldunnar var
honum mikilvæg og sennilega er
það hans mikilvægasta arfleifð.
Blessuð sé minning Steina langafa,
sú minning mun ætíð lifa.
Atli Þór Sigurðsson.
Gangandi manni er leiðin löng,
liggur hún þó til grafar.
Þessar fornu ljóðlínur Bólu-
Hjálmars koma óneitanlega upp í
hugann þegar ég minnist Þorsteins
Kristjánssonar. Hans lífsleið var
löng og stundum ströng. Hann var
fæddur á fyrrihluta síðustu aldar og
lifði tvær heimsstyrjaldir, heims-
kreppuna miklu og hernám Íslands
svo nokkuð sé nefnt. Hann var einn
af þeim þegnum samfélagsins sem
ekki fengu veraldleg auðæfi í vöggu-
gjöf. Hann varð bjargálna á eigin
vinnu og hyggjuviti. Hann sagði
mér eitt sinn frá því þegar hann
byggði húsið í Efstasundinu upp úr
1940 og fór með haka og skóflu á
reiðhjóli úr Vesturbæ Reykjavíkur
og inn í Efstasund sem þá var að
byggjast upp. Gróf sjálfur grunninn
að húsinu með eigin handafli og
vann sjálfur allt sem hægt var við
húsið. Þá var hvergi lán að fá til
húsbygginga og kaupréttarsamn-
ingar og kauphallarviðskipti nú-
tímans voru óþekkt fyrirbrigði.
Við sáumst fyrst í sextugsafmæl-
inu hans Þorsteins, ég var „pilturinn
hennar Siggu“ eins og hann kynnti
mig fyrir gestunum. Seinna varð ég
viðhengi fjölskyldunnar og tókust
góð kynni og vinátta með okkur
Þorsteini, eða „afa í Efstasundinu“
eins og hann var gjarnan kallaður í
fjölskyldunni. Á langri ævi auðnað-
ist honum að verða afi, langafi og
síðast langa-lang-afi. Mér varð strax
ljóst að þar var á ferð merkilegur
maður. Hann var skarpgreindur, en
dulur á sína hagi og bar ekki eigið
ágæti og hæfileika á torg.
Hann gat verið fastur fyrir og
stífur á meiningunni og það duldist
engum að þegar „gamli maðurinn“
sagði nei, þá meinti hann nei. Því
varð ekki breytt. En hann var bón-
góður með afbrigðum þegar á
reyndi.
Mestan hluta starfsævi sinnar
helgaði hann fyrirtæki sínu,
Gúmmisteypunni, sem jafnan var
við hann kennd. Sagan bak við
Gúmmísteypuna og hvernig hug-
myndir Þorsteins urðu að veruleika
þar, er efni í heila bók. Hún er saga
sem er samofin hugviti og handafli,
saga frumkvöðuls sem byrjaði í bíl-
skúrnum og skildi eftir sig öflugt
fyrirtæki í iðnaði þegar starfsævinni
lauk.
Margar samverustundir áttum
við í sumarbústað fjölskyldunnar í
Skorradal. Samverustundir sem
verða ógleymanlegar í minningunni.
Þar var mokað, málað, smíðað,
byggt, veitt og grínast. Þar féll Þor-
steini aldrei verk úr hendi og við
kölluðum hann gjarnan „verkstjór-
ann“ þegar hann var að kenna yngri
kynslóðinni réttu handtökin. Marg-
an sunnudagsmorgun vöknuðum við
eldsnemma við það að „gamli mað-
urinn“ var að saga niður eldivið
undir veröndinni og var þá búinn að
taka til í skóginum. Það var alltaf
nóg að gera í bústaðnum.
Fyrir nokkrum árum tókst mér
að draga Þorstein með mér á
trésmíðanámskeið, en hann var þá
kominn vel á níræðisaldur. Þar
lærði hann á rennibekk á örskömm-
um tíma og sló í gegn, eins og mað-
ur sem sest við hljóðfæri og byrjar
að spila án þess að læra. „Þú ert
örugglega bestur í þínum aldurs-
flokki,“ sagði kennarinn og glotti við
þegar námskeiðinu lauk. Hver hefði
trúað því að þetta væri hægt? Síðan
fékk gamli maðurinn sér rennibekk
og setti upp í bílskúrnum og smám-
saman fylltust eldhúsborð og skápar
af fallegum listmunum úr tré. Þetta
varð hans hobbý meðan sjónin
leyfði. Einhverju sinni læsti hann
sig úti lyklalaus í Efstasundinu. Það
var ekki hans stíll að sóa verðmæt-
um með því að brjóta rúðuna í úti-
dyrahurðinni, þannig að hann klifr-
aði heldur upp á þak og skreið inn
um þakgluggann til að bjarga mál-
inu. Hver hefði trúað því hjá tæp-
lega níræðum manni? Þó svo að æv-
in væri orðin löng þá kom kallið
nokkuð snöggt og óvænt. Ég veit að
hann kveið fyrir því að fara á stofn-
un, hann vildi ekki verða baggi á
neinum.
Honum varð að ósk sinni að þessu
leyti því hann var glaður og reifur
til hinstu stundar og var í faðmi fjöl-
skyldu og vina í Efstasundinu þegar
kallið kom. Hann kvaddi lífið á sól-
ríkum sumardegi, eins og aldinn
höfðingi sem tekur hatt sinn og staf
Þorsteinn Kristjánsson