Morgunblaðið - 31.08.2006, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 31. ÁGÚST 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Kennsla
Engjategi 1 - IS - 105 Reykjavík
Nemendur mæti með
stundaskrár sínar
á morgun, 1. september, sem hér segir:
Engjateigur 1 kl. 15:30
Hraunberg 2 kl. 16:30
Ársel kl. 16:30
Nokkur pláss laus í eftirtöldum greinum: Ein-
söng, blokkflautuleik og píanó Suzuki (5 ára).
Skólastjóri.
Nauðungarsala Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu embættisins á Gránugötu
4-6, Siglufirði, miðvikudaginn 6. september 2006 kl. 13:50
á eftirfarandi eignum:
Fossvegur 21, 0201, fastanr. 213-0213, þingl. eig. Eva Birgitta Karls-
dóttir og Baldur Jörgen Daníelsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður.
Lækjargata 8, 01-0101, fastanr. 213-0751, þingl. eig. Gjafakot-Eikin
ehf., gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf.
Sýslumaðurinn á Siglufirði,
30. ágúst 2006.
Guðgeir Eyjólfsson.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Baugakór 26, 0202 , þingl. eig. Guðmundur St. Ragnarsson, gerðar-
beiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 5. september 2006 kl. 13:00.
Dimmuhvarf 29, þingl. eig. Danfríður Kristín Árnadóttir, gerðarbeið-
endur Fasteignamiðlunin Múli ehf. og Húsaþjónustan ehf., þriðjudag-
inn 5. september 2006 kl. 10:00.
Fagrabrekka 14, 0101, þingl. eig. Sigurborg Berglind Bragadóttir
og Ingvar Halldórsson, gerðarbeiðandi Kaupþing banki hf., þriðjudag-
inn 5. september 2006 kl. 11:30.
Fannahvarf 4, 0202, þingl. eig. Haukur Elmar Bjarnason og Sunneva
Edith Fjeldsted, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sýslumaðurinn
í Kópavogi, þriðjudaginn 5. september 2006 kl. 10:30.
Lómasalir 12, 0106, ásamt stæði í bílageymslu, þingl. eig. Davíð
Þór Bjarnason, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Kópavogsbær,
þriðjudaginn 5. september 2006 kl. 13:30.
Þinghólsbraut 51, jarðhæð, þingl. eig. Jóna Ingibjörg Sigurgeirsdótt-
ir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Lögreglustjóraskrifstofa, Sjóvá-
Almennar tryggingar hf. og Tollstjóraembættið, þriðjudaginn
5. september 2006 kl. 14:30.
Þverbrekka 2, 0704, þingl. eig. Guðni Már Óskarsson, gerðarbeiðend-
ur Íbúðalánasjóður, Kaupþing banki hf. og Sparisjóður Rvíkur og
nágr., útib., þriðjudaginn 5. september 2006 kl. 15:00.
Sýslumaðurinn í Kópavogi,
30. ágúst 2006.
Þuríður B. Sigurjónsdóttir, ftr.
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum sem hér segir:
Eskihlíð 14A, 203-0302, Reykjavík, þingl. eig. Bryndís Halldórsdóttir,
gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Landsbanki Íslands hf., aðal-
stöðv., mánudaginn 4. september 2006 kl. 14:00.
Frakkastígur 16, 200-6257, Reykjavík, þingl. eig. Endurreisn verktakar
ehf, gerðarbeiðandi Tollstjóraembættið, mánudaginn 4. september
2006 kl. 13:30.
Sýslumaðurinn í Reykjavík,
30. ágúst 2006.
Styrkir
Jöfnunarstyrkur til náms
Umsóknarfrestur er til 15. október 2006.
Nemendur á framhaldsskólastigi sem ekki
njóta lána hjá LÍN geta sótt um styrk til jöfnun-
ar á námskostnaði. Styrkurinn ræðst af búsetu
og er fyrir þá sem verða að stunda nám fjarri
heimili sínu.
Dvalarstyrkur (fyrir þá sem verða að dvelja
fjarri lögheimili og fjölskyldu sinni vegna
náms).
Styrkur vegna skólaaksturs (fyrir þá sem
sækja nám frá lögheimili og fjölskyldu fjarri
skóla).
Nemendur og aðstandendur þeirra eru hvattir
til að kynna sér reglur um styrkinn á vef LÍN
(www.lin.is).
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2006—
2007 er til 15. október nk. Sækja má um styrk-
inn á heimasíðu LÍN. Móttaka umsókna hefst
í september nk.
Lánasjóður íslenskra námsmanna,
námsstyrkjanefnd.
Tilkynningar
Frá Tónlistarskóla Árbæjar
Getum bætt við okkur nokkrum nemendum
á eftirtalin hljóðfæri: Fiðla, selló, þverflauta,
bassi og í flautuforskóla.
Kennsla hefst mánudaginn 11. september í
Fylkishöll, Ingunnarskóla og Sæmundarseli.
Innritun er dagana 6., 7. og 8. september.
Allar nánari upplýsingar á heimasíðu skólans
www.tonarb.net. Sími 587 1664 og tölvupóst-
ur: tonarb@heimsnet.is.
Skólastjóri.
Félagslíf
Fimmtudagur 31. ágúst 2006
Samkoma kl. 20.00 í félagsmið-
stöð Samhjálpar í Stangarhyl 3.
Vitnisburður og söngur.
Predikun Heiðar Guðnason.
Allir hjartanlega velkomnir.
www.samhjalp.is
Raðauglýsingar 569 1100
Raðauglýsingar
augl@mbl.is
Fréttir í
tölvupósti
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
SIGURJÓNS ARNARS TÓMASSONAR,
Brekastíg 22,
Vestmannaeyjum.
Guð blessi ykkur öll.
Fyrir hönd aðstandenda,
María Ragnhildur Ragnarsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför afa okkar,
KRISTÓFERS VILHJÁLMSSONAR,
Sniðgötu 3,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks handlækninga- og
bæklunardeildar FSA fyrir einstaklega góða
umönnun.
Hildur Friðleifsdóttir,
Kristófer Arnar Einarsson.
Lokað
fimmtudaginn 31. ágúst frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar
ÞORSTEINS KRISTJÁNSSONAR.
Gúmmísteypa Þ. Lárusson ehf.,
Hjólbarðaverkstæði Grafarvogs.
✝ Haraldur Ár-sælsson fæddist í
Bergstaðastræti 40 í
Reykjavík 11. mars
1920. Hann andaðist
á Vífilsstöðum hinn
20. júlí síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Ársæll Brynjólfsson,
f. 11. mars 1888, d.
27. júní 1960, og
Arndís Helgadóttir,
f. 8. janúar 1893, d.
20. júní 1986. Systk-
ini Haralds voru
Anna, f. 1913, d.
1997, Helgi Anton, f. 1915, d. 1996,
Svava, f. 1916, Sigrún, f. 1924, Ás-
dís, f. 1926, Baldvin, f. 1928, og
Hreiðar, f. 1929.
Haraldur kvæntist 1950 Unni
Magneu Sigurðardóttur, f. 3. maí
Haraldur fór 18 ára fyrst á togar-
ann Þórólf og síðar Skallagrím sem
útgerðarfélagið Kveldúlfur gerði
út. Lýðveldisárið 1944, er Haraldur
var 24 ára að aldri, fékk hann pláss
á Lagarfossi. Fjórum árum síðar
var hann skráður á Tröllafoss og ár-
ið 1954 á Fjallfoss og þar var hann
allt til 1963.
Seinni hluta sjómannsferils síns
var Haraldur á kaupskipum Haf-
skips og má þar nefna Sandey og
Selá.
Í lokin var hann á dráttarbátnum
Magna í Reykjavíkurhöfn. En hann
hætti loks á sjónum árið 1971 eftir
um það bil 33 ára farsælan sjó-
mannsferil.
Eftir það starfaði hann við
Reykjavíkurhöfn, m.a. á þunga-
vinnuvélum ásamt öðrum störfum.
Haraldur vann síðan sem sundlaug-
arvörður í Sundlaug Vesturbæjar.
Útför Haralds var gerð frá
Garðakirkju 27. júlí.
1932 í Vestmanna-
eyjum. Þau slitu sam-
vistum 1953. Þau
eignuðust tvö börn.
Þau eru: 1) Magnea
Guðrún, f. 15. október
árið 1950. Eiginmaður
hennar er Gottskálk
Björnsson læknir og
þau eru búsett í Norð-
ur Karólínu-ríki í
Bandaríkjunum. 2)
Jón Helgi, f. 3. janúar
árið 1952. Hann er
einhleypur og er bú-
settur í Reykjavík.
Haraldur sigldi öll stríðsárin. Það
er hlutskipti sem við nútímafólk eig-
um erfitt með að ímynda okkur.
Hætturnar voru gífurlegar og
margir íslenskir sjómenn fórust og
náðu aldrei heimahöfn.
Fallinn er nú frá afar kær vinur
minn og mágur, Haraldur Ársælsson,
sem er búinn að vera mér sem bróðir í
um það bil 50 ár. Aldrei á þessari löngu
leið hefur okkur orðið sundurorða enda
Halli með eindæmum ljúfur drengur.
Þegar við Hreiðar byrjuðum búskap
vorum við með tvær hendur tómar eins
og gengur og gerist hjá ungu fólki. Þá
sá Halli minn aumur á okkur og leyfði
okkur að deila með sér fínu íbúðinni
sinni á Melhaganum en hann var þá í
siglingum á Fossunum og var þá lang-
tímum saman í burtu. Þetta lét hann
sér lynda í sex ár og við komin með
þrjú börn. Börnin okkar elskuðu hann
og virtu og pössuðu vel að fara ekki inn
í fínu stofuna hans Halla en sátu við
þröskuldinn og horfðu á dýrðina því
Halli átti mikið af fallegum hlutum sem
hann hafði keypt á sínum siglingum.
Heimili Halla einkenndist alla tíð af
mikilli snyrtimennsku og glæsileika.
Á þessum tíma réðumst við hjónin í
íbúðarkaup og keyptum íbúð tilbúna
undir tréverk og þau voru ófá hand-
tökin sem Halli veitti okkur þegar
hann var í fríum. Sama var að segja
þegar við byggðum úti á Arnarnesi;
Halli kom þá hvenær sem hann gat og
aðstoðaði okkur.
Halli bjó í mörg ár á Melhaga 12 og
undi þar mjög vel hag sínum. Síðan
keypti hann fallega íbúð á Hagamel
41og þar leið honum einnig vel. Halli
var lengi vel fastagestur í sundlaug
Vesturbæjar og vann þar líka um tíma.
Halli vann mest af sinni ævi á far-
skipum hjá Eimskip og byrjaði á Lag-
arfossi, þá á Tröllafossi og síðan á
Fjallfossi. Halli eignaðist þar marga
góða og trygga vini sem alla tíð höfðu
mikið samband við hann.
Elsku Halli minn, nú ert þú farinn í
þína síðustu siglingu og ég veit að fyrir
handan bíða þín Unnur konan þín sem
þú elskaðir svo heitt og vinir þínir.
Vertu sæll, minn kæri vinur. Við
Hreiðar, Ásta Sólveig, Ársæll, Jóhann
Örn, Hafsteinn Haukur og Arndís
kveðjum þig og þökkum þér fyrir allt
sem þú hefur gefið okkur. Góða ferð,
Halli minn.
Guðbjörg Jóhannsdóttir (Lilla).
Haraldur Ársælsson