Morgunblaðið - 07.09.2006, Page 6
6 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Benidorm
í 2 vikur 14. september eða í 1 eða 2 vikur 21. september. Þú
bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarauka á frá-
bærum kjörum á einum vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga.
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Stökktu til
Benidorm
14. eða 21. september
frá kr. 29.990 m.v. 2
Aðeins örfá sæti
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Verð kr. 29.990 í 1 viku /Verð kr. 39.990 í 2 vikur
Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/stúdíó/íbúð í 2 vikur, 14. sept.
eða 1 eða 2 vikur 21. september.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
ÁR HVERT er komið með fjölda
barna á slysamóttöku Landspítala
– háskólasjúkrahúss og heilsu-
gæslustöðvar víðs vegar um land
eftir að þau hafa hlotið brunasár af
völdum hitaveituvatnsins úr krön-
um heimilisins. Ólavía Steinunn
Jóhannsdóttir er ein þeirra en 22.
ágúst sl. hlaut hún 2. stigs bruna á
tæplega 10% líkamans eftir að
hafa óvart skrúfað frá heita vatn-
inu í vaskinum.
Ólavía Steinunn, sem er tuttugu
mánaða gömul, var í gæslu hjá
fimmtán ára systur sinni, Valeyu
Ýr, og vinkonu hennar þegar slysið
átti sér stað. Ólavía var að horfa á
sjónvarpið þegar stúlkurnar fóru
að fá sér að borða en skömmu síð-
ar heyrðu þær skaðræðis öskur.
„Þá hafði hún, sem er nýfarin að
opna dyr, farið inn á baðherbergi,
klifrað upp á klósettið og ofan í
vaskinn og skrúfað frá heita vatn-
inu,“ segir Svava Björg Mörk,
móðir Ólavíu.
Kraninn á vaskinum er þannig
úr garði gerður að auðvelt er að
opna fyrir vatnið – aðeins þarf að
lyfta pinnanum upp – og gerði
Ólavía einmitt það. Hún fékk yfir
sig allt að 70–80° heitt vatn og
hlaut bæði djúp og grunn 2. stigs
brunasár. „Hún mun fá lýti á lærin
en fer að öllum líkindum í lýtaað-
gerð þegar hún verður eldri,“ segir
Svava en bætir við að hún verði þó
ætíð með smá ör.
Mikið áfall og
skelfilegar aðstæður
Mikil skelfing greip um sig á
heimilinu við öskur Ólavíu en Val-
ey Ýr og vinkona hennar gerðu
rétt þegar þær klæddu hana úr
fötunum. Nokkurs misskilnings
gætir nefnilega þegar kemur að
brunasárum af völdum vatns en
því lengur sem fórnarlambið er í
heitum klæðnaði – og heita vatnið í
snertingu við húðina – því dýpri
geta sárin orðið.
Stúlkurnar sáu að húð Ólavíu
var orðin bleik og hringdu í kjöl-
farið í föður hennar sem sagði
þeim að hringja þegar í Neyðarlín-
una. „Ég kem akandi í gegnum
hringtorg rétt við heimilið þegar
sonur minn, sem er tíu ára, kemur
á móti mér og segir mér hvað sé
um að vera,“ segir Svava en ónota-
legar aðstæður mættu henni við
heimkomuna. „Þetta var svo mikið
sjokk og kringumstæðurnar skelfi-
legar, vægast sagt. Allt sem ég veit
og kann, það fór út um gluggann
um leið og ég gekk inn um dyrnar
og inn í þessar kringumstæður.“
Neyðarlínan leiðbeindi stúlk-
unum við að setja Ólavíu í bala með
volgu vatni en sökum þess hversu
illa henni leið vildi hún ekki setjast
niður í vatnið. Sjúkrabíllinn kom
hins vegar skömmu síðar og farið
var með hana á slysadeild.
Hafa ekkert við þennan
mikla hita að gera
Foreldrar Ólavíu eru staðráðnir
í að láta slík slys ekki henda á ný
og beina þeim tilmælum til for-
eldra að athuga með aðgengi
barna sinna að krönum og heitu
vatni. „Við ætlum að láta breyta
inntakinu og setja í það kælingu,“
segir Jóhann Kristmundsson, faðir
Ólavíu. „Það ætti að kæla heita
vatnið niður í um það bil 45° því við
höfum ekkert við þennan mikla
hita að gera.“
Tuttugu mánaða stúlka hlaut 2. stigs bruna á 10% líkamans eftir kranavatn
Skrúfaði frá og fékk yfir
sig 70–80° heitt vatn
Morgunblaðið/Kristinn
Lífsreynsla Mestur var bruninn á lærunum þar sem Ólavía Steinunn hlaut djúp annars stigs brunasár.
HEITT vatn
úr krönum á
heimilum er
oft um 80° og
jafnvel heitara
og getur því
valdið alvar-
legum bruna-
sárum. Tals-
vert mikið er
um bruna af
völdum hitaveituvatns og eru þar
aðallega í áhættuhópi börn, eldra
fólk og nokkrir hópar fatlaðra
einstaklinga.
Herdís Storgaard, yfirmaður
Forvarnarhússins, segir nauð-
synlegt að benda fólki á að hita-
veituvatnið sem kemur úr krön-
um er svo heitt að það getur
skaðbrennt líkt og logandi eldur.
Hún segir mikilvægt að hafa
blöndunartæki á sturtum og bað-
körum á heimilum þar sem ung
börn eru auk þess sem æskilegt
sé að vera með blöndunartæki á
vaskinum þar sem þau þvo sér.
Herdís bendir á að afar mik-
ilvægt sé að hafa góðar gætur á
börnum nálægt krönum en oftast
verða slysin þegar þau komast í
að skrúfa sjálf frá, s.s. í baði.
Herdís er í samstarfi við
brunadeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss en um þessar
mundir er verið að skoða hversu
margir það eru á ári hverju sem
brenna sig af völdum heita vatns-
ins úr krönum. „Þá erum við
bæði að skoða þessi alvarlegu til-
felli og þau tilfelli sem koma á
slysadeildina, sem eru þá minni-
háttar,“ segir Herdís og kveður
mikilvægt að fá yfirsýn yfir þenn-
an fjölda s.s. til þess að hægt sé
að bregðast við. „Ég veit að það
er mikill áhugi hjá Orkuveitu
Reykjavíkur á að fara út í fyr-
irbyggjandi aðgerðir og verið er
að undirbúa þær í augnablikinu.“
Heita vatnið getur skaðbrennt
eins og logandi eldur
Herdís Storgaard
SNARRÆÐI erlends iðnaðarmanns
Byggðaholts varð líklega þess
valdandi að ekki varð stórtjón í
Kirkju- og menningarmiðstöðinni á
Eskifirði í gærmorgun þegar eldur
kom upp í húsinu. Nokkrar reyk-
skemmdir hlutust af að sögn Þor-
bergs Haukssonar, slökkviliðsstjóra
í Fjarðabyggð, en greiðlega gekk að
slökkva eldinn. Var mikil glóð í
gluggatjöldum og mikill reykur í
kirkjuskipinu þegar að var komið.
Um eldsupptökin segir Þorbergur
að í fyrradag hafi gólfið í kirkjunni
verið lakkað og þá hafi gluggatjöldin
verið lögð ofan á ljóskastara á veggj-
um. Í gærmorgun hafi verið kveikt á
kösturunum og hafi hitinn frá þeim
kveikt í gluggatjöldunum.
Að sögn Bennu Stefaníu Rósants-
dóttur kirkjuvarðar er ljóst að atvik-
ið er töluverður skellur fyrir safn-
aðarstarfið nú rétt í byrjun
vetrardagskrárinnar. Fella verður
niður fyrirhugaða tónleika á laugar-
dag og messu á sunnudag. Verðmæt-
ustu munirnir í kirkjunni eru nýr
flygill að verðmæti 6 milljónir króna
að ógleymdu kirkjuorgeli á 3–4 millj-
ónir kr. Eftir er að meta hvort hljóð-
færin hafi skemmst við brunann.
Veggljósin eru hins vegar ónýt og
sömuleiðis gluggatjöldin.
Þrátt fyrir óhappið segir Benna að
betur hafi þó farið en á horfðist því
iðnaðarmaðurinn, sem var við vinnu í
húsinu þegar eldurinn kviknaði, hafi
brugðist mjög yfirvegað og fag-
mannlega við. Sleit hann niður
gluggatjöldin en minnstu mátti þar
muna að eldurinn næði að læsa sig í
þiljur kirkjunnar.
Lá við stórtjóni í kirkjunni
Morgunblaðið/Helgi Garðarsson
Yfirveguð viðbrögð Eldurinn náði ekki að komast í þiljur hússins.
EVRÓPUNEFND forsætisráðherra og Við-
skiptaháskólinn á Bifröst standa sameiginlega
að ráðstefnu um EES og Schengen-samstarfið
og samstarf ESB á sviði innanríkis- og dóms-
mála, þar sem leitast verður við að svara hvort
mögulegt sé að fella sam-
starf ESB á sviði innanríkis-
og dómsmála inn í EES-
samninginn.
Björn Bjarnason, dóms-
málaráðherra og formaður
Evrópunefndar, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að
samstarf Íslands og Evrópu-
sambandsins færi eftir
tveimur leiðum fyrst og
fremst, annars vegar í gegn-
um EES-samninginn og hins vegar á grundvelli
Schengen-samkomulagsins. Á ráðstefnunni yrði
rætt með hvaða hætti þetta samstarf yrði í
framtíðinni. Háttsettir embættismenn frá Evr-
ópusambandinu myndu taka þátt í ráðstefnunni,
þar á meðal Jean Claude Pires, yfirmaður laga-
sviðs ráðherraráðsins og einn helsti ráðgjafi
þess. Þannig hefði tekist að að vekja áhuga
þeirra manna sem hefðu lykilstöðu innan emb-
ættismannakerfisins í Brussel hvað þessi mál-
efni snerti.
Margbrotið og flókið samstarf
„Ég tel að við séum þarna með ráðstefnu sem
hefur ekki aðeins gildi fyrir okkur hér heldur
hefur gildi fyrir þá sem hafa áhuga á þróun
Schengen-samstarfsins,“ sagði Björn.
Hann bætti því við að Schengen-samstarfið
væri mjög margbrotið og flókið lögfræðilega, en
snerti hvern og einn borgara á Schengen- svæð-
inu. Þannig yrðu menn strax varir við það þegar
einhverjar breytingar væru gerðar á landamær-
um. Fyrir Íslendinga skipti þetta verulegu máli
því við ferðuðumst einna mest allra þjóða.
Björn flytur erindi á ráðstefnunni, en einnig
mun Karel Kovanda, aðstoðarframkvæmda-
stjóri á sviði erlendra samskipta (DG RELEX)
hjá framkvæmdastjórn ESB, sem er m.a.
ábyrgur fyrir EES-málum, halda erindi. Þá
munu Erna Solberg, formaður norska íhalds-
flokksins, og sérfræðingar frá Íslandi og Sviss
flytja erindi.
Bryndís Hlöðversdóttir, deildarforseti laga-
deildar Viðskiptaháskólans á Bifröst, mun setja
ráðstefnuna, sem haldin er að Gullhömrum í
Grafarholti á morgun, föstudaginn 8. september
kl. 9–17, en að því búnu mun Georgios Kritikos
frá skrifstofu ráðherraráðs ESB fjalla um upp-
byggingu og framkvæmd EES-samningsins.
Ráðstefnustjóri verður Þórunn J. Hafstein,
skrifstofustjóri hjá EFTA.
Þátttökugjald er 8.500 kr., en innifalið í því
eru ráðstefnugögn, hádegisverður, kaffi og með-
læti. Öll erindin verða flutt á ensku.
Samspil
Schengen
og EES
Björn Bjarnason
Ráðstefna um framtíðarþróun
samskipta við ESB