Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 10

Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SKIPULAG hverfa, stærð, lega og lögun húsa getur, ásamt gróðursæld, haft mikil áhrif á staðbundið veðurfar. Að mati Magnúsar Jónssonar, veðurstofustjóra, vekur það nokkra furðu að jafnt skipu- lagsyfirvöld sem og fjöldi arkitekta skuli ekki veita vindafari og veðri almennt meiri athygli við hönnun bygginga og hverfa en raun ber vitni. Að minnsta kosti segist hann ekki sjá að slíkir þættir hafi verið settir ofarlega á listann þeg- ar hugað hefur verið að uppbyggingu nýrra svæða eða þétt- ingu byggðar. Segir hann oft hægt að skapa býsna gott skjól og jafnvel logn sé hugað að staðsetningu húsa, formi þeirra og samspili við vindinn. „Hins vegar virð- ast aðrir hlutir, s.s. nýtingarhlutfall og kostnaður, oftast ráða mestu eða öllu og þannig eru skammtímalausnir og fjár- hagslegir hagsmunir í fyrirrúmi.“ Fjöl- býlishús að formi til eins risavaxnir kass- ar er, að sögn Magnúsar, afar illa til þess fallin að skapa skjól og eins leiða háhýsi sterkari vinda í hæð niður að jörðu með tilheyrandi óþægindum. „Útivist og útivera er vaxandi hluti af lífsgæðum fólks. Það er mikill áhugi fyrir því að vera úti, hvort heldur í gönguferð- um innan sem utan þéttbýlis eða dvelja utan dyra við ýmsa iðju, enda sér maður að almenningur er í auknu mæli að breyta görðum sínum og grenndarsvæðum og byggja skjólveggi til að geta dvalið meira úti við,“ segir Magnús. Hann tekur fram að, að sínu mati ættu skipulagsyfirvöld og arkitektar einnig að leggja mun meira að mörkum til þess að stuðla að þeim lífs- gæðum sem felast í útiverunni með því m.a. að huga að því hvaða áhrif lega gatna, húsagerð og uppröðun húsa í hverfum hafi til þess að ýmist magna upp vindinn eða draga úr honum. Háhýsi magni upp vindhvirfla Að mati Magnúsar er veðurfar á Ís- landi vanmetin auðlind. Bendir hann á að hérlendis séu hvorki miklir kuldar eða kæfandi hiti né þurrkar eða stórfelld flóð af völdum úrkomu. „Að mínu mati er vindurinn raunar eini þátturinn sem er neikvæður í íslensku veðri,“ segir Magn- ús og bendir á að flestir tali um að veður sé gott um leið og logn ríki, nánast sama hvernig viðrar að öðru leyti. Hins vegar finnist fáum gott að vera úti í 6-8 m/s eða meira þegar aðeins sé 12° hiti, en myndu njóta sama hitastigs vel í logni. „Við stjórnum ekki veðrinu, en við getum stjórnað því hvernig við byggjum,“ segir Magnús og bendir á að margar þeirra blokka og háhýsa sem risið hafa á sl. ár- um muni hafa mikil áhrif á vindstrengi. Nefnir hann sem dæmi að háir kassar, eins og við á um mörg háhýsanna við Skúlagötuna og í Skuggahverfinu, leiði vind úr umtalsverðri hæð niður að jörðu. „Vindhraði vex með hæð og það að fara með húsin sífellt hærra upp í loft er ávís- un á það að leiða þann vindhraða sem þar er uppi niður meðfram byggingunum eða í alls kyns hvirflum í kring um þær.“ Seg- ist Magnús hafa ákveðnar áhyggjur af því að næst þegar virkilega vont veður geri á höfuðborgarsvæðinu þá geti Engi- hjallaveðrið svokallaða frá 9. áratug síð- ustu aldar endurtekið sig víðar en þá, en þá fuku bílar upp með húsveggjum fjöl- býlishúsa. Flóknara að skapa skjól samtímis því að byggja hátt Aðspurður segir Magnús telja það bæði erfiðara og flóknara að byggja hátt samtímis því að skapa skjól, þótt hann vilji taka fram að hann sé enginn kunn- áttumaður í byggingum. Spurður um hvað þurfi þá að hafa í huga, nefnir hann að huga þurfi vel að hæð húsanna sem og lögun efri hluta þeirra, þannig beini ris- þök fremur vindinum yfir sig, sem flöt þök geri ekki í sama mæli. Einnig þurfi að raða húsunum þannig að þau brjóti vind- inn niður, beini honum frá eða dempi hann í stað þess að húsin magni vind- strengi sín á milli. Nefnir hann í því sam- hengi að sér sýnist staðsetning og samspil blokkanna í Hlíðahverfinu og víðar, virki vel til dempa vind. „Eldri hverfin virðast raunar betur skipulögð að þessu leyti en mörg hinna yngri.“ Að mati Magnúsar væri æskilegt að skipulagsyfirvöld og arkitektar leituðu eftir upplýsingum um veðurfar og vind- strengi annaðhvort með mælingum þar sem þær eru ekki nú þegar fyrir hendi eða reyndu að herma með líkanreikn- ingum eftir vindflæði á þeim svæðum þar sem skipuleggja á ný hverfi eða einstakar stórbyggingar. „Ég fæ t.d. ekki séð að neitt slíkt hafi verið gert, þegar hið fal- lega svæði Grafarholtið var skipulagt, þar sem kassastíllinn er alls ráðandi. Annað kassasvæði, svokallað Vallarhverfi í Hafnarfirði sunnan Reykjanesbrautar er, að því er mér virðist, sama marki brennt.“ Bendir Magnús einnig á að í fyrstu drög- um að skipulagi á Norðlingaholtinu hafi verið gert ráð fyrir háhýsum austast í hverfinu næst Hellisheiðinni þar sem hvassast er í austanáttinni. „Sem betur fer var horfið frá þessu, enda hefði þessi uppröðun húsa í hverfinu verið ávísun á mikinn vindhraða og stundum hættu- legan í hverfinu,“ segir Magnús að lokum og hvetur skipulagsyfirvöld jafnt sem arkitekta til þess að huga betur að sam- spili bygginga og veðurs. Morgunblaðið/RAX Skuggahverfið Verður nýtt Skuggahverfi til að auka lífsgæði og útivist í miðborginni? Hvernig hegðar næsta stórviðri sér í þessu nýja manngerða landslagi? Hönnun bygginga og staðsetning hefur staðbundin áhrif á veðurfar Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/RAX Orkuveituhúsið Með slíkri lögun á húsi er vindinum, að sögn Magn- úsar, beint niður en ekki upp, þvert á þúsund ára byggingarlist. » Ísland er staðsett á vindasömusvæði, í nálægð við mót heitra og kaldra haf- og loftstrauma, auk þess sem landið er tiltölulega bert og fjöl- lótt sem gerir það að verkum að vind- ur magnast víða upp. Hægt er vinna á móti þessu með því að huga t.d. að skipulagi hverfa, stærð, legu og lög- un húsa. »Háhýsi leiða sterkari vinda í hæðniður að jörðu. Oft er 50% eða jafnvel enn meiri vindhraði í 30 metra hæð en í 5 metra hæð. »Danir hafi skipulagt heilu bæinameð það að markmiði að brjóta vindinn niður sem mest í útjaðri þeirra. Þannig fást umhverfisvænni aðstæður þegar inn í bæina er komið. Í HNOTSKURN Þingholtin Þar má finna mörg hús sem lögunar sinnar vegna brjóta niður vind eða beina honum þannig að til bóta er fyrir mannlífið. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Magnús Jónsson BORGARSTJÓRN Reykjavíkur samþykkti samhljóða á þriðjudag að vísa tillögu borgarfulltrúa Vinstri grænna um stofnun eld- fjallafriðlands til umhverfisráðs borgarinnar. Í tillögunni er gert ráð fyrir að friðlandið nái frá Þingvallavatni og að Reykjanestá ásamt Eldey. Umhverfisráð fjalli um eldfjalla- friðland ÞYRLUEFTIRLIT lögreglunnar og Landhelgisgæslunnar með ut- anvegaakstri torfæruhjóla í sumar er þegar farið að skila sér í refs- ingum ökumanna og segir lög- reglan á Selfossi engan vafa leika á því að eftirlitið hafi slegið mikið á utanvegaaksturinn. Í þyrlueftirliti í júníbyrjun voru níu torfærumenn kærðir fyrir ut- anvegaakstur við Hengilinn og Hagavatn og hafa þegar tveir þeirra hlotið dóma fyrir brot gegn 17. gr. náttúruverndarlaga þar sem fjallað er um utanvegaakstur. Ann- ar fékk 70 þúsund kr. sekt og hinn 75 þúsund kr. Hinir sjö hafa verið ákærðir fyrir brot á sömu laga- grein og hafa þeir ákveðið að grípa til varna fyrir dómi. Þeir bíða aðal- meðferðar málsins sem fram fer í Héraðsdómi Suðurlands 13. sept- ember. Boða hert eftirlit Að sögn lögreglu verða farnar fleiri þyrluferðir til að fylgjast með utanvegaakstri en að öðru leyti er lögreglan illa búin til að fylgjast með slíkum brotum. Þyrlan hefur hins vegar gert gríðarlega mikið gagn. Segir lögreglan að torfæru- menn megi búast við að strax verði brugðist við ábendingum vegfar- enda um utanvegaakstur. Í náttúruverndarlögum frá 1999 er sérstaklega fjallað um að bannað sé að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt að aka slík- um tækjum á jöklum, svo og á snjó utan vega utan þéttbýlis svo fremi sem jörð er snævi þakin og frosin. Viðurlög við brotum á lögunum varða sektum og allt að 2 ára fang- elsi skv. 76. gr. náttúruvernd- arlaga. Dæmdir fyrir utan- vegaakstur DRÍFA Sigfúsdóttir viðskiptafræð- ingur hefur verið sett fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja til eins árs eða frá 15. október næstkomandi. Drífa leysir Sigríði Snæbjörnsdóttur, fram- kvæmdastjóra HSS, af en hún hefur tekið að sér að byggja upp tiltekna þætti heilbrigðisþjónustunnar á Malaví á næsta ári. Drífa var bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn í Keflavík á árunum 1986 til 1998 og var forseti bæjarstjórnar og varabæjarstjóri í Reykjanesbæ 1994 til 1998. Drífa átti sæti í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um árabil. Drífa fram- kvæmdastjóri HSS ANNA G. Edvardsdóttir, oddviti A- listans og formaður bæjarráðs Bol- ungarvíkur, var kjörin formaður stjórnar Fjórðungssambands Vest- firðinga á þingi sambandsins í Súðavík um helgina. Anna er fyrsta konan til að gegna embætti formanns í Fjórðungs- sambandinu og tekur hún við af Guðna Geir Jóhannessyni frá Ísa- firði sem gegnt hefur formennsku undanfarin fjögur ár. Kona í fyrsta sinn formaður FSV

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.