Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 23 skíðaferðir um allan heim út frá ýmsum sjónarhornum en þar er einnig hægt að skoða tilboð og panta sér ferðir á þau svæði sem hugurinn girnist. Á www.berlingske.rejsezo- nen.dk/uhrskov:rejsemarked=1 er sömuleiðis hægt að panta sér ferðir á skíðasvæði, m.a. í Svíþjóð og Noregi. Morgunblaðið/Sverrir Brunað niður Bláfjöllin duga ekki öllum íslenskum skíðaiðkendum enda bregða margir á það ráð að skella sér á skíði til útlanda. Orlando Vacation Homes If you are planning a trip to Orlando, Florida and you are interested in learning more about vacation home ownership, please contact us or visit our website. www.LIVINFL.com Contact: Meredith Mahn 001-321-438-5566 Domus Pro Realty - Vacation Home Sales Division , Kringlunni, sími 533 4533 Smáralind, sími 554 3960 Tax-free-bomba Fríhafnarverð fimmtudag til sunnudags Fríhafnarverð á öllum vörum í verslunum okkar þessa helgi Verið velkomin Hinir fimm fræknu erukomnir til Frakklandsog gista í hverfiblökkumanna og hóra við borgarjaðarinn. Við sátum í þægilegri lest í sex tíma frá syndabælinu Frankfurt og fundum okkur gistingu seint að kvöldi með hjálp frá miskunnsamri konu. Hún er hins vegar eina manneskjan sem hefur verið okkur vinveitt. Hostelið okkar leit ágætlega út við fyrstu sýn og virtust aðrir gestir í svipuðum hugleiðingum og við. Við fengum herbergi með feit- um gítarspilara frá Mexíkó og undarlegum manni sem við upp- götvuðum seinna meir að var myrkrahöfðinginn sjálfur. Þegar við komum inn voru ljósin slökkt og hann sat á hækjum sér með, að okkur virtist, alla vöðva líkamans spennta. Við fórum aftur út til að næra okkur og enduðum í hræðilegu hverfi þar sem gleðikonur slógust við dólga, geðsjúklingar ráfuðu um og báðu um sígarettur og hlæjandi Tyrkir vildu að Jakob æti á við tvo. Hins vegar fylgdi okkur vörpulegur blökkumaður, vernd- arengill sendur fyrir náð, og gætti þess að enginn abbaðist upp á okkur á McDonald’s. Þegar við komum aftur á hostelið fórum við beint í bælið til Mexíkóans og Sat- ans. Um nóttina tóku undarlegir hlutir að gerast þegar Mexíkóinn fór í sturtu með miklum hana- gangi á ókristilegum tíma. Einar vaknaði með andfælum þegar Sat- an reis úr rekkju og byrjaði að þylja frönsk blótsyrði með mál- rómi sem var svo djöfullegur að orð fá honum ekki lýst. Hann ráf- aði um herbergið, rakaði sig án raksápu og öskraði og ýlfraði út í loftið. Föruneytið lá skelfingu lostið í rekkjum sínum nema Hall- dór sem svaf óeirðirnar af sér. Óttast var um líf Einars, sem átti næturstað í koju fyrir ofan Djöf- ulinn, en völvan Humi komst að því að það væri um seinan að bjarga honum. Henni skjátlaðist þó. Þegar við vöknuðum aftur var Lúsífer farinn úr herberginu en skildi eftir herbergislykilinn sinn á rúmstokki Einars. Lykill að hel- víti. Ferðablogg | Dindill, föruneytið fimmfalda flakkaði um Evrópu Sofið með Satan Brosleitir Þrátt fyrir svefn- og næringarleysi og olíukennt hár, tókst föruneytinu að kreista fram bros í Flórens. TENGLAR ..................................................... Slóðin á bloggið er: www.dindill.is Ritstjórn vefritsins Dindill.is lofaði að skilja eftir sig sviðna jörð víðs vegar í Evrópu í júlí og ágúst og kynna töfra heimsálfunnar fyrir lesendum sínum með ferða- dagbók. Dindill í Evrópu er sam- starfsverkefni Dindils við Ice- landair og er markmiðið að hvetja ungt fólk til að ferðast um heiminn á eigin vegum frekar en að fara í pakkaferð með sólbrenndu fólki á froðudiskótek á Ibiza. Stuðið hófst 21. júlí og stóð til 24. ágúst Regndans Mikil gleði greip stund- um um sig og hér stíga tveir úr föruneytinu mikinn regndans. Týndir Í París leituðu drengirnir að „turninum“. NÝTT flugfélag, Oasis Hong Kong Airlines, býður nú áætlunarflug milli Lundúna og Hong Kong fyrir einungis 75 pund aðra leið eða inn- an við tíu þúsund krónur, fyrir utan skatta. Flugið hefst 26. október næstkomandi en þegar er byrjað að bóka í ferðirnar á heimasíðu félags- ins www.oasishongkong.com. Að sögn vefútgáfu Times verður flogið frá Gatwick-flugvelli í Lund- únum fjórum sinnum í viku til að byrja með en stefnt er að því að hefja daglegt flug milli staðanna í nóvember. Tvær máltíðir eru inni- faldar þar sem hægt er að velja á milli vestrænna og asískra mat- seðla. Þá er boðið upp á 14 sjón- varpsstöðvar á skjá við hvert sæti. Auk sölu farmiða í almennt farrými býður flugfélagið upp á sæti í við- skiptafarrými á 470 pund eða um 61.500 krónur aðra leið fyrir utan skatta. Markmiðið með lágum far- gjöldum er að sögn stjórnarfor- manns fyrirtækisins að opna fleir- um leið til ferðalaga á fjarlægar slóðir og auka ferðamannastraum til Hong Kong og Kína. Reuters Framandi slóðir Ferðamenn horfa í átt að Viktoríuhöfn í Hong Kong. Frá London til Hong Kong fyrir tíu þús- und krónur AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.