Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 27 Á RÁÐSTEFNU þingmannasamstarfs um málefni norð- urskautssvæðisins sem haldin var nýverið í Kir- una í Svíþjóð var fjallað um afleiðingar lofts- lagsbreytinganna á norðurslóð en jafnframt um tækifærin sem opn- ast við þiðnun íss. Fyrir 12 árum höfðu Norð- urlöndin fimm ásamt Færeyjum og Græn- landi frumkvæði að þingmannasamstarfi með Rússlandi, Kanada og Bandaríkjunum (Alaska) Auk þess eiga fulltrúa frumbyggja- samtök, Evrópusam- bandið, Norðurlanda- ráð og Vestnorræna ráðið. Tveimur árum seinna varð til samstarf utanríkisráðherra á svæðinu, sk. Norð- urskautsráð. Fyrir tveimur árum þegar Ísland var með formennsku í Norð- urskautsráðinu voru kynntar tvær mikilvægar vísindaskýrslur. Önnur var um loftslagsbreytingar, svoköll- uð ACIA-skýrsla þar sem fram kom að hitnun væri tvisvar og hálfu sinni hraðari í hánorðri en annars staðar á hnettinum og hin um efnahagslega og félagslega þróun í löndum um- hverfis norðurskautið. Þessar skýrslur hafa m.a. verið teknar til meðferðar í Norðurlandaráði. Hundruð vísindamanna komu að vinnslu ACIA-skýrslunnar sem unn- in var undir forystu þekkts banda- rísks vísindamanns, Roberts W. Co- rells, og vakti hún heimsathygli. Loftslagsbreytingar á norð- urskautssvæðinu munu hafa áhrif um allan heim og alþjóðavísinda- samfélagið vinnur að ótal rannsókn- arverkefnum til að varpa ljósi á af- leiðingar og tækifæri sem fylgja loftslagsbreytingunum. Nýir möguleikar opnast Á ráðstefnunni í Kiruna fengum við áfram skýr skilaboð sem stað- festa ACIA-skýrsluna. Loftslags- hitnun er staðreynd, þetta er að ger- ast núna og mun hafa afleiðingar gagnvart umhverfi og búsetu á norð- urslóð. Lífsnauðsynlegt er að ná samstöðu þjóða um að draga úr út- streymi í framtíðinni. Ljóst er að jafnvel þótt hægt væri að frysta magn útstreymis í dag tæki langan tíma að eyða hitnunarþróuninni sem er komin í gang. Hitnun er því stað- reynd sem bæði þarf að vinna með og laga sig að. Þegar hafa búsetu- skilyrði frumbyggja raskast mjög. Frerinn þiðnar, hús skekkjast, dýr flytja dvalarsvæði sitt, fiskistofnar fylgja breytingum á hita og haf- straumum og nýr gróður færist inn á norðursvæðin. Við hitnunina bráðna jöklar og breytingar verða í umhverfinu. Ný siglingaleið, norðvesturleiðin, mun opnast fyrir norðan Evrópu sem stytta mun leiðina frá Asíu til Evrópu og vesturstrandar Norður- Ameríku verulega, t.d. styttist leiðin milli Tókýó og og London um helm- ing. Aðgangur opnast að auðlindum undir ís og hafsbotni, s.s. málmum, olíu og gasi. Möguleikar á fram- kvæmdum og nýtingu aukast gíf- urlega og nýjar víddir opnast í ferða- mennsku. Öll þessi nýju tækifæri geta leitt til aukins velfarnaðar á norðurskautssvæðinu og efna- hagsþróunar í víðara samhengi. Það er því ástæða til að mæta möguleik- unum með jákvæðum huga en vera varkár og forðast nýtt gullgraf- araæði. Átök geta líka orðið um yf- irráð en því þarf að afstýra. Til dæmis gerir Kanada tilkall til yf- irráða yfir siglingaleiðinni, Norð- menn sækjast eftir forræði land- grunnsins umhverfis Svalbarða og Rússar horfa til olíu- og gasvinnslu á svæðinu. En norðurskautssvæðið er viðkvæmt og mjög mikilvægt að samstaða verði um að öll umgengni taki til- lit til viðkvæmrar náttúru. Það verður á ábyrgð ríkisstjórna og þeirra fyrirtækja sem vinna munu að úrvinnslu auðlinda að tryggja að vernd og nýting geti farið sam- an og sátt verði náð um hvernig að verði staðið. Nú þegar for- mennsku Rússa lýkur í Norðurskautsráðinu koma sex ár þar sem þrjár Norðurlanda- þjóðanna taka við formennsku hver af annarri og geta því unnið saman í sam- fellu. Það er stærsta verkefni samtímans að ná samstöðu með þjóðum heims um víðtækar aðgerðir til að snúa lofts- lagsþróuninni við og vinna gegn hitn- uninni. Þar ætla ég Norðurlöndum stórt hlutverk. Frábær vinna í gangi Vísindarannsóknir hafa verið og verða áfram gífurlega þýðing- armiklar fyrir sjálfbæra þróun á norðurskautssvæðinu. Gegnum rannsóknir og með nútímatækni má þróa aðferðir og tæki sem gera nýt- ingu mögulega í fullri sátt við við- kvæmt umhverfi og menningar- aðstæður á norðurslóð. Um allan heim vinna vísindamenn að rann- sóknum sem skipta máli. Síðastlið- inn vetur voru t.d. kynntar 12 rann- sóknaráætlanir fyrir heimskautasvæðið sem 140 vís- indamenn taka þátt í og er loka- skýrslu um niðurstöður að vænta í haust. Þessi rannsóknarverkefni eru kynnt af fyrrnefndum Robert W. Corell, forseta ICARP, og Kristjáni Kristjánssyni hjá Rannís en hann er nýr forseti alþjóðlegrar vísinda- nefndar norðurheimskautsins, IASC, og megum við vera stolt af því. Þriðja alþjóðaár heimskautasvæð- anna er frá mars 2007 til jafnlengdar 2008. Rannsóknir á loftslagsbreyt- ingum og áhrifum þeirra á umhverfi, lífríki og samfélag verða í brenni- depli á rannsóknarárinu. Í Kiruna voru kynnt 218 verkefni sem 63 þjóðir taka þátt í og talið að um 50 þúsund manns komi að þeim með einum eða öðrum hætti. Íslendingar taka þátt í á annað hundrað verk- efnum. Þarna er um bestu fáanlegu vísindavinnu að ræða sem ætlað er að flæða frá norðri og um allan heim. Tillaga er um að íslensk stjórnvöld beiti sér fyrir því að komið verði á fót sérstakri markáætlun um rann- sóknir á hnattrænum breytingum og áhrifum þeirra á náttútu og sam- félag til styrktar stærri samstarfs- verkefnum stofnana, fyrirtækja og afmarkaðra vísindahópa. Margar áhugaverðar ráðstefnur um þessi mál eru í farvatninu og t.d. verður ráðstefna hér á Íslandi með tilstuðlan Norrænu ráðherranefnd- arinnar 11. og 12. september þar sem íslenskir og erlendir vís- indamenn fjalla um víxlverkun lofts- lags og hafstrauma og kynna nýj- ustu og bestu þekkingu um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á Golf- strauminn og lífríki og straumakerfi Norður-Atlantshafsins, sem er afar mikilvægt fyrir fiskiþjóðina. Það er frábær vinna í gangi í vís- indasamfélaginu. En sú vísindavinna verður til einskis unnin ef stjórn- málamenn taka ekki þær pólitísku ákvarðanir sem niðurstöður rann- sókna kalla á. Óumflýjanlegar breytingar Eftir Rannveigu Guðmundsdóttur Rannveig Guðmundsdóttir » Vísindavinnaverður til einskis unnin ef stjórnmálamenn taka ekki þær pólitísku ákvarð- anir sem nið- urstöður rann- sókna kalla á. Höfundur er fulltrúi Norður- landaráðs í þingmannasamstarfi norðurskautssvæðisins. margir séu orðnir ónæmir fyrir þessum hefðbundnu fréttamyndum af van- nærðum afrískum börnum með stór augu,“ segir Ellen og Eyþór bætir við að þau hafi viljað draga upp aðra mynd af Afríku, þar sem lífsgleðin ríkir þrátt fyr- ir oft á tíðum erfiðar aðstæður. „Því þrátt fyrir alla fátæktina, en Malaví er þriðja fátækasta land í heimi, þá er fólk- ið þarna svo gefandi, glatt og óspillt. Þannig var alls staðar tekið á móti okkur með dansi og söng,“ segir Ellen. Margir þeirra sem fara til Afríku heillast svo af álfunni að þeir vilja ólmir heimsækja hana aftur. Ekki er að hægt að sleppa Ellen og Eyþóri án þess að forvitnast um hvort þau séu sama sinnis. „Já, ekki spurning,“ segir Ellen og upp- lýsir að þau hjónin séu þegar byrjuð að leggja drög að næstu ferð. uði,“ segir Eyþór og leggur áherslu á að allir geti lagt sitt af mörkum. „Með því að styrkja verkefni Rauða kross Íslands geta Íslendingar haft bein áhrif á lífs- kjör þessa fólks,“ segir Eyþór og tekur fram að þau hjónin séu nú að leggja drög að styrktartónleikum á nýju ári. Lífsgleðin ríkjandi meðal íbúa þrátt fyrir alla fátæktina Þess má að lokum geta að í vinnslu er nú heimildamynd um heimsókn Ellenar og Eyþórs til Malaví sem frumsýnd verður í Ríkissjónvarpinu síðar í vetur. Að sögn Eyþórs vilja þau með því móti leggja sitt af mörkum til að fræða Ís- lendinga um aðstæður fólks í Afríku og ekki síst bjóða upp á annan vinkil og kannski persónulegri en fréttavinkilinn sem dynur á fólki sí og æ. „Ég held að skiptir máli“ að sjá hversu mikið er hægt að gera fyrir tiltölulega lítinn pening,“ segja Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. skólum af landsbyggðinni í Skot- landi. Þetta er samkvæmt þeirri kenningu að takist okkur að laða hæfa kennara og rannsóknaraðila til þessara svæða muni það leiða til þess að nemendur kjósi að sækja menntun þangað. Samfélagsgerðin breytist einnig. Þetta hefur tekist á Íslandi. Háskólarnir á Akureyri og Bifröst eru ágæt dæmi um það.“ Fólk mun kjósa dreifbýlið Spurður hvort fólk yfirgefi ekki menntasetur á landsbyggðinni að loknu námi segir Roger svo ekki þurfa að vera. Atgervisflótti sé þó alltaf mögulegur. Að auki spáir hann því að íbúar höfuðborgarsvæð- isins muni í framtíðinni kjósa að flýja skarkalann og búa þar sem styttra sé að aka til vinnu. Svo muni eldra fólk vilja flytja í kyrrðina úti á landi. „Svalbarði er dæmi um samfélag sem hefur breyst frá því að snúast um kolavinnslu yfir í að sinna nú í auknum mæli ferðamannaþjónustu. Ennfremur hafa norskir háskólar átt í samstarfi um rekstur háskóla þar. Það samstarf hefur borið ár- angur og nú sækir ungt fólk frá Noregi og öðrum þjóðum í að kom- ast í nám til Svalbarða. Þetta eru ekki stór verkefni en þau gætu til að mynda nýst á Austfjörðum á Ís- landi.“ margt svipaðar og þær voru í Skot- landi fyrir nokkrum áratugum. Þéttbýlið dregur fólk að. Tilraunir til að snúa þróuninni við voru ekki árangursríkar. Samstarfsmenn mínir í Skotlandi eru sammála mér um að þessar framkvæmdir hafi verið mistök og að síðari tíma áhersla á smærri einingar, sem styðja við bakið á frumkvöðla- starfsemi utan helstu þétt- býliskjarna, sé árangursríkari. Í dag útskrifast fjölmargir frá há- jarðefnaeldsneyti hefur verið. Sú spurning hlýtur að vakna hvort það sé ábyrg notkun á vatns- lindum að setja stíflu í hverja á í landinu til að framleiða orku. Ég tel að láta eigi svæði á hálendi Íslands ósnortin. Sum svæði á að láta í friði.“ Fjárfesting í menntun styrkir dreifbýlið Roger hefur einnig unnið að ráðgjöf á sviði umhverfisskipulagsmála. Hann er harður andstæðingur Kárahnjúkavirkjunar og segir framkvæmdina bera keim af sams- konar stórverkefnum í Skotlandi á sjötta og sjöunda áratugnum. Þá hafi slíkar framkvæmdir verið tald- ar lausn á atvinnuleysi og fólksflótta frá dreifbýli en annað hafi komið á daginn. Eitt verkefnið, álbræðsla, hafi flust á brott eftir nokkur ár; annað verkefnið, pappírsverksmiðja, hafi farið sömu leið og hið þriðja, stór sögunarverksmiðja, hafi oft þurft á ríkisaðstoð að halda. Hann hvetur til aukinnar fjárfestingar í háskól- um. „Aðstæður á Íslandi eru nú um nd umhverf- dsins og un gróð- nu. æki sem ta átt. Sá erulegur. nir það. menn- garsvæð- g Ed- ð á m fela í oftteg- nig að sem orðið að svöru frá sé að heim. stöðu. Á tórum af vatni. rlöndum l í Evr- úr Dóná nni muni u líkt og aráttunni Morgunblaðið/Sverrir Uppgræðsla Roger Crofts telur frekari uppgræðslu geta styrkt ímynd Íslands á alþjóðavettvangi. baldura@mbl.is 2 milljónir barna í sunn- rðri Afríku hafa misst foreldra næmi. ví í Afríku er þriðja fátækasta heimi. kur fólks í Malaví eru einungis því að styrkja verkefni Rauða Íslands í Afríku geta Íslend- t bein áhrif á lífskjör íbúa þar. ns kostar 150 þúsund krónur að upp vatnsborholu með dælu í g tryggja íbúum þannig hreint SKURN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.