Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ethelwyn Word-en, ævinlega
kölluð Muff, fæddist
í Fíladelfíu í Penn-
sylvaníuríki í
Bandaríkjunum 17.
janúar 1943. Hún
varð bráðkvödd á
ferðalagi í Fær-
eyjum 18. ágúst síð-
astliðinn. Foreldrar
Muff voru Mildred
E. og Warren L.
Worden og var hún
þriðja af fjórum
börnum þeirra.
Systkini hennar eru Dexter, hann
býr í Delaware, Jen, hún býr í
New Mexico og Gretchen, hún er
látin.
Faðir Muff starfaði hjá olíufé-
laginu Texaco (prior), sem eftir
síðari heimsstyrjöldina nefndist
Petrolcaltex. Hann starfaði er-
lendis og var Muff eina barnið
sem fætt var í Bandaríkjunum.
Hún bjó frá þriggja ára aldri til
fimm ára í Shanghai í Kína, frá
sex ára til níu ára í Tórínó á Ítalíu
og frá 13 ára til 22 ára aldurs í
Lima í Perú. Muff varð stúdent í
Perú 19 ára og nam að því loknu
söngnám við tónlistardeild
Temple háskólans, þaðan sem hún
útskrifaðist.
Muff bjó í Dover í Delawere frá
1976. Hún tók þátt í og stjórnaði
mörgum sviðsverkum, meðal ann-
ars óperettum Gilberts og Sulliv-
an og var prófessor
í hörpuleik við Wes-
ley tónlistarháskól-
ann. Einnig stjórn-
aði hún almanna-
tengsladeild skól-
ans. Hún var
ennfremur skrif-
stofustjóri Sweden-
borgsku kirkjunnar
í Boston.
Muff flutti til
Seyðisfjarðar árið
1997 til afleysinga
við Tónlistarskól-
ann og í starfi org-
anista. Þar fann hún sína paradís
á jörðu, aðlagaðist samfélaginu,
kenndi við Tónlistarskólana þar,
á Reyðarfirði og á Egilsstöðum.
Hún var einnig tvívegis eftir
fyrsta árið organisti við Seyð-
isfjarðarkirkju, síðast fram á
þetta ár, auk þess sem hún hljóp
undir bagga í fleiri kirkjum, m.a.
við tvær guðsþjónustur helgina
fyrir andlátið.
Muff kom á fót og var listrænn
stjórnandi að tónleikaröðinni
Bláa kirkjan, sumartónleikar,
sem verið hafa í Seyðisfjarðar-
kirkju í níu sumur á miðvikudags-
kvöldum við góðan orðstír. Hún
hafði þegar hafið undirbúning að
10 ára afmælistónleikaröðinni
næsta ár.
Útför Muff verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Mig langar til að minnast vinkonu
minnar Muff Worden með örfáum
orðum, hún var mér mikils virði í lif-
andi lífi. Muff lést í Færeyjum 25.
ágúst sl. langt fyrir aldur fram, hún
var á ferðalagi með vinum sínum, í af-
slöppun eftir sumarvinnuna. Loka-
stundin var alveg eins og Muff hafði
óskað sér. Hún þurfti ekki að liggja á
sjúkrahúsi eða verða öðrum byrði.
Síðasta andardráttinn, síðasta
augnablikið átti hún á Kirkjubæ í
Færeyjum. Fallegur staður til að
hvíla sig á, mín kæra Muff. Ég kynnt-
ist Muff árið 1997 þegar hún kom
sem afleysingarkennari við Tónlist-
askóla Seyðisfjarðar þar sem ég
starfaði. Hún ætlaði að vera í nokkra
mánuði en varð hugfanginn af bæn-
um svo hún ílentist. Muff var með
góða menntun í tónlist. Fljótlega
varð okkur vel til vina, hún varð ein af
fjölskyldu minni, var hjá okkur á jól-
unum, kom í afmælin og aðra fagnaði
með fjölskyldunni. Ég varð söngnem-
andi hjá Muff um tíma og við unnum
saman að margvíslegum viðburðum
tengdum listahátíðinni Á Seyði. Við
deildum sameiginlegum áhuga á tón-
list og menningu. Árið 1998 þegar ég
varð stjórnandi listahátíðarinnar Á
Seyði áttum við spjall saman um hug-
myndir. Þá fæddist hugmyndin um
að vera með tónlistarviðburði á mið-
vikudagskvöldum í Seyðisfjarðar-
kirkju. Þessi hugmynd þróaðist síðan
í það sem í daglegu tali er kallað
Sumartónleikaröðin Bláa kirkjan.
Muff og Sigurður Jónsson hleyptu
henni af stað og dagskráin varð strax
afar metnaðarfull. Það sem var svo
sérstakt í fari Muff var hlýjan og
gestrisnin. Tónleikaröðin Bláa kirkj-
an var hennar líf og yndi, sömuleiðis
nemendur hennar sem hún annaðist
svo vel. Vini átti hún marga og góða
út um allan heim. Hún las mikið og
var hafsjór af fróðleik um keltneska
tónlist og menningu, hún lék á hörpu,
stóð fyrir Ceilidh-hátíð og stofnaði
Ceilidh-band Seyðisfjarðar. Stund-
um höfðum við vinir hennar áhyggjur
af því hversu hart hún lagði að sér við
að sinna hugðarefnunum. Hún starf-
aði sem tónlistarkennari við tónlist-
arskóla Seyðisfjarðar frá 1997, einnig
víða annars staðar á Austurlandi.
Hún var ávallt boðin og búin til þess
að leggja góðum málefnum lið. Muff
var mér móðir, vinkona, kennari og
samstarfsfélagi. Við deildum saman
sorgum og sigrum. Ég er afar þakk-
lát fyrir það að hafa fengið að kynn-
ast Muff, minningin mun ylja mér um
ókomna tíð. Það er ekki ofsögum sagt
að með fráfalli hennar sé horfinn
stórbrotinn persónuleiki og einn af
máttarstólpum seyðfirsks samfélags.
Megi harpa þín hljóma áfram, elsku
Muff.
Aðalheiður Borgþórsdóttir.
Föstudaginn 25. maí var ég og fjöl-
skylda mín á leið heim úr stuttu sum-
arfríi er mér barst sú frétt að Muff
eins og hún vildi alltaf láta kalla sig
væri látin.
Muff kom til starfa í Tónlistarskóla
Seyðisfjarðar fyrir 9 árum fyrst í af-
leysingar en svo áfram sem söng-
kennari, enda vinsæll og góður kenn-
ari. Það var sjaldan lognmolla í
kringum hana enda hafði hún í mörgu
að snúast fyrir utan kennsluna þar á
meðal tónleikaröðina Bláa kirkjan
sem var hennar hugarfóstur, tónlist í
kirkjum hér á Austurlandi, þjóðlaga-
tónlist, hörpuleikur og að sjálfsögðu
söngur, en Muff tók þátt í mörgum
söng-kórverkum hér á Austurlandi.
Muff reyndi strax við komuna
hingað til lands að læra íslensku og
gafst aldrei upp við að tala hana þó að
við hin kölluðum oft tungumálið
hennar Muffísku í góðra vina hópi og
má þar nefna að stundum fékk maður
netpóst eða sms frá henni sem kröfð-
ust þess að maður læsi þau 2–3 sinn-
um til að ná meiningunni í skila-
boðum.
T.d man ég eftir sms skilaboðum
frá henni síðastliðinn vetur þar sem
hún var stödd á Reykjavíkurflugvelli
á leið austur en þau voru á þann veg.
Muff: er snjór á heiði. Svar: já. Muff:
ok bara snjór eða liggjandi (þarna
var hún að meina skafrenning).
Muff var meiri Seyðfirðingur held-
ur en margir innfæddir Seyðfirðing-
ar og nægir þar að nefna heimasíðu
hennar um Bláu kirkjuna og Seyð-
isfjörð en þar eru fallegar myndir af
firðinum og lofsamleg orð, http://
www.geocities.com/mworden.geo/
Má segja að hún hafi haft óbilandi trú
á firðinum sínum fagra.
Hér í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar
söknum við Muff sem kennara og vin-
ar en munum eftir fremsta megni
reyna að fylla það skarð sem hún
skildi eftir því að ef ég þekkti Muff
rétt þá hefði hún viljað það.
Það sem nemendur hennar eiga
eftir að minnast um Muff er að hún
var frábær kennari og mikill vinur
nemanda sinna.
Bæjarbúar eiga eftir að minnast
kraftmikillar konu sem hafði mikla
útgeislun og setti mikinn svip á bæj-
arlífið.
Og síðast en ekki síst er þetta mik-
ill missir fyrir tónlistarlíf á Austur-
landi og minnir okkur á hve mikið
hver einstaklingur skiptir máli.
Líkt og með aðra einstaklinga sem
svip hafa sett á bæjarlífið hér í firð-
inum fagra mun minningin um Muff
lifa í hjarta okkar Seyðfirðinga um
ókomna tíð og ég veit að menn munu
leggjast á eitt svo að tónleikaröðin í
Bláu kirkjunni haldi áfram.
Fyrir hönd Seyðisfjarðarkaup-
staðar, nemenda og kennara Tónlist-
arskóla Seyðisfjarðar og fjölskyldna
þeirra.
Einar Bragi Bragason
skólastjóri Tónlistarskóla
Seyðisfjarðar.
Í dag kveðjum við Muff sem var
kórstjóri með okkur um tíma. Það
hlýtur að vera erfitt að koma inn í
vanafastan kór þar sem fáu má
breyta. En Muff tókst það með trú á
kórnum sínum, hún fékk prestinn til
þess að halda sérstakar gospelmess-
ur þar sem söngur og tónlist réðu
ríkjum, gleðin sveif um kirkjuna okk-
ar.
Muff var líka tónlistarmanneskja
af guðs náð. Ef vantaði nótur við ein-
hvern sálm, spilaði Muff hann eftir
eyranu meira að segja raddað og
sagði þá gjarnan „that’s okey, it’s in
my head“.
Muff tók miklu ástfóstri við tónlist-
arlífið í bænum og á Austurlandi öllu.
Af stórhug byrjaði hún að standa fyr-
ir tónleikahaldi í Bláu kirkjunni sem
er orðið heimsfrægt og fékk með sér
kórfélaga sér til halds og traust. Muff
talaði ekki íslensku þegar hún kom
fyrst til okkar, en fljótt náði hún tök-
um á málinu og gat gert sig skiljan-
lega. Oft höfum við hlegið góðlátlega
að íslenskunni hennar og núna geym-
um við skemmtilegar minningar um
lífsglaða konu og frasana hennar.
Muff var gjafmild og ósérhlífin og
baðst aldrei undan ef til hennar var
leitað með að spila við hin og þessi
tækifæri hér á Seyðisfirði eða annars
staðar á Austurlandi. Hún var ekki
bara gjafmild á tónlistina heldur gaf
hún mikið af sér af góðri nærveru
ekki síst til þeirra sem minna mega
sín. Á hverjum miðvikudegi þegar
tónleikar voru í Bláu kirkjunni, ósk-
aði hún eftir því að listafólkið héldi
„genaral prufu“ á sjúkrahúsinu fyrir
þá sem ekki áttu þess kost að sækja
sjálfa tónleikana. Í vor fór Muff í gott
ferðalag á heimaslóðir í Bandaríkj-
unum. Þegar hún kom til baka færði
hún hverju barni sem fermdist í vor
litla gjöf, þannig var Muff.
Stórt skarð hefur myndast í hóp
Seyðfirðinga en Muff var orðin sann-
ur Seyðfirðingur og unni firðinum
okkar fagra. Hennar verður sárt
saknað af kórfélögum og öðrum sem
notið hafa krafta hennar, glaðværðar
og samveru í gegnum árin. Við fé-
lagarnir í Kirkjukór Seyðisfjarðar-
kirkju þökkum henni samfylgdina og
vottum aðstandendum Muff okkar
dýpstu samúð.
Kirkjukórinn.
Ethelwyn (Muff)
Worden
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
ÉG HEYRI það í fréttum (5/8) að
nýbúabörn þurfi að bíða vikum ef
ekki mánuðum saman eftir því að
komast í skóla. Ástæðan: Aðeins
þeir sem hafa kennitölu geta farið í
skóla á Íslandi. Annars ert þú ekki
löglegur. Í fréttinni var vitnað í lög
og reglur. Þetta finnst mér
hneyksli.
Í almennum lögum þyrfti að vera
regla að barni væri aldrei neitað um
skólavist. Þunglamalegt kerfi, mis-
tök fullorðinna, afbrot fullorðinna
ættu aldrei að bitna á börnum.
Þannig ættu öll börn sem koma að
skóla að fá skólavist þó að dval-
arleyfi sé ekki komið, þó að foreldr-
arnir hafi ekki fengið löglegt heim-
ilisfesti í sveitarfélagi hvort sem
þeir eru íslenskir eða erlendir að
uppruna. Í því tilviki sem fréttin er
um ætti þetta ekki að vera vanda-
mál þar sem vitað er að foreldrar
eru aðeins að bíða eftir dvalarleyfi
og allir vita að það kemur.
Í störfum mínum fyrir ECRI
(European Commission against
Racism and Intolerance) hef ég átt
þess kost að spyrja embættismenn í
nokkuð mörgum löndum Evrópu út
í þessi mál. Alls staðar fæst það svar
að reynt sé að láta ekki deilur full-
orðinna og reglugerðarflækjur bitna
á börnum. Meira að segja er víða
hafður sá háttur að börn ólöglegra
innflytjenda fá að koma í skólann og
engra spurninga spurt. M.ö.o. börn-
um er ekki snúið við og ekki er
reynt að hafa upp á foreldrunum í
gegnum þau. Þetta fyrirkomulag er
á ábyrgð einstakra héraða jafnvel
einstakra skóla auðvitað með þegj-
andi samþykki yfirvalda.
Af þessu hef ég hrifist og lít upp
til þess fólks sem svona hugsar.
Þess vegna brá mér að heyra að taf-
ir á afgreiðslu á kennitölu verði til
þess að börn á Íslandi verði að horfa
á eftir jafnöldrum sínum inn um
skóladyrnar og bíða utan þeirra vik-
um jafnvel mánuðum saman. Það
sjá allir skynugir menn að slíkt get-
ur markað spor í sálarlíf barns.
Almennt séð tökum við ekki
nægilegt tillit til hagsmuna barna.
Mér finnst þetta vera enn eitt dæm-
ið um það.
BALDUR KRISTJÁNSSON,
prestur.
Hagsmunir barna
Frá Baldri Kristjánssyni:
FRIÐSÆLAR nágrannaþjóðir
okkar hafa margar hverjar vaknað
upp við vondan draum á und-
anförnum árum. Hver átti svo sem
von á fjöldamorðum í New York
og stórfelldum sprengjuárásum í
farþegalestum í Bretlandi og
Spáni. Hætta á hryðjuverkum er
skyndilega yfirvofandi í okkar
heimshluta.
Íslendingar hafa lengi búið við
þann munað að hafa lítið fyrir eig-
in öryggi. Erlendir aðilar hafa
tryggt varnir landsins allt frá mið-
öldum, fyrst Danir, svo Bretar um
tíma og loks Bandaríkjamenn.
Einangrun landsins dró úr ut-
anaðkomandi hættu, en kom þó
ekki í veg fyrir Tyrkjaránið og
valdarán Jörundar. Ísland er ekki
lengur einangrað. Samgöngur milli
landa eru auðveldar og landið er
opið fyrir a.m.k. 400 til 500 milljón
íbúum Evrópu og þar með fyrir
þeim þjóðflutningum, sem þangað
liggja. Alþjóðlegir glæpahringir
virðast teygja anga sína hingað, en
lítið er vitað um hvort hryðju-
verkahópar horfi til Íslands.
Með brotthvarfi Bandaríkja-
manna frá Keflavík og með til-
komu hryðjuverkahópa í ná-
grannalöndum okkar hafa íslensk
öryggismál gjörbreyst. Hern-
aðarlegar varnir landsins hverfa á
sama tíma og ógn af hryðjuverka-
hópum eykst. Það er ef til vill ekki
líklegt, en alls ekki fráleitt, að
hryðjuverkamenn kysu að gera
strandhögg á Íslandi. Hvað kemur
í veg fyrir að t.d. breskur hryðju-
verkahópur ræni eða leigi flugvél
og lendi henni í eina varnarlausa
landinu í Evrópu? Slíkt hefði jafn-
vel getað gerst, ef nýlegar áætl-
anir um flugrán í Bretlandi hefðu
ekki verið hindraðar.
Allar þjóðir tryggja öryggi sitt
gagnvart utanaðkomandi ógn með
hervörnum. Allar þjóðir, þar með
taldar friðelskandi nágrannaþjóðir
okkar á Norðurlöndum, tryggja
öryggi sitt gagnvart erlendum og
innlendum glæpasamtökum og
hugsanlegum hryðjuverkahópum
með leyniþjónustu eða öryggis-
lögreglu. Íslendingar hafa enga þá
sérstöðu, sem réttlætir að hér séu
ekki sambærilegar varnir og ör-
yggisþjónusta og er t.d. í Noregi
eða Danmörku.
Dómsmálaráðherra hefur beitt
sér fyrir því að Íslendingar taki á
varnar- og öryggismálum af
ábyrgð, fylli það skarð sem Banda-
ríkjamenn skilja eftir og komi á
lágmarksviðbúnaði til að fyr-
irbyggja hryðjuverk og berjast
gegn skipulagðri alþjóðlegri
glæpastarfsemi. Íslenskir stjórn-
málamenn verða að sinna þeirri
grundvallarskyldu að tryggja ör-
yggi borgaranna og koma upp
þeim tækjum, sem aðrar þjóðir
telja nauðsynleg til þess. Öryggis-
og varnarmál eru allt of alvarleg
til að ræða þau í hálfkæringi eða
hafa í flimtingum.
EINAR STEFÁNSSON,
Fjarðarási 13, Reykjavík.
Landvarnir
og leyniþjónusta
Frá Einari Stefánssyni:
UMRÆÐAN
Páll Jóhann Einarsson skrifar
um trú og vísindi.
Gunnar Jóhannesson skrifar
um trú, vísindi.
Guðjón Sveinsson: Rík þjóð en
fátæk í anda.
Aðsendar greinar á mbl.is
www.mbl.is/greinar
Hlíðasmára 11, Kóp.
sími 517 6460
www.belladonna.is
Réttu stærðirnar
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella
á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minning-
argreinar ásamt frekari upplýsingum.
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast
fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi
eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til-
tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss
er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Minningargreinar