Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 38

Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 38
Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is Okkur fannst þarna vera áferðinni stórkostleg sagasem enn hafði ekki veriðsögð,“ segir Hjalti Úrsus Árnason, meðframleiðandi og ann- ar handritshöfunda heimldamynd- arinnar Þetta er ekkert mál. Myndin segir frá viðburðaríkri ævi Jóns Páls Sigmarssonar og verður frumsýnd í íslenskum kvikmynda- húsum um helgina. „Flestir þekkja Jón fyrir afrek sín sem kraftajötunn, en færri þekkja manninn á bakvið jöt- uninn,“ segir Hjalti, sem segist sjálfur ekki hefðu orðið aflrauna- maður hefði hann ekki kynnst Jóni Páli: „Hann hafði þennan einstaka eiginleika að hrífa fólk, og þótt margir sterkir og miklir menn hafi komið fram í kraftaheiminum hef- ur enginn verið sá heillandi per- sónuleiki sem Jón Páll var.“ Upphaflega stóð til að gera sjón- varpsþátt um ævi Jóns, en verk- efnið óx fljótlega í kvikmynd í fullri lengd. Steingrímur Jón Þórð- arson skrifar handrit að myndinni með Hjalta og annast kvikmyndatöku og leikstjórn. „Útkoman er framar björtustu vonum og teljum við að þessi mynd hafi alla burði til að njóta vinsælda ekki aðeins á Íslandi held- ur einnig erlendis,“ segir Hjalti. Hjalti og Steingrímur vörðu löngum stundum í filmu- söfnum til að grafa upp mynd- efni um Jón Pál og ferðuðust bæði til Evrópu og Bandaríkjanna til að ræða við fólk sem var samferða Jóni Páli þegar frægðarsól hans reis hvað hæst: „Við fylgjum Jóni Páli frá bernskuárum og allt til dauðadags. Þótt hann lifði ekki nema 32 ár tókst honum að af- reka svo margt, og er eins og hann hafi aldrei stoppað eða slakað á. Sést það kannski hvað best á því að í myndinni er efni frá yfir 20 þjóðlöndum, allt frá Indlandi og Japan yfir til Bandaríkjanna.“ Selspik og hreifar Þrír ungir leikarar hafa verið fengnir til að leika Jón Pál á ýmsum æviskeið- um: „Okkur þótti nauðsynlegt að sviðsetja æskuár Jóns til að fólk fengi betri skilning á hvernig mað- ur hann var og upp úr hvaða bak- grunni hann sprettur,“ segir Hjalti. „Jón Páll fæddist í Hafn- arfirði en flutti tveggja ára til Stykkishólms og bjó á sumrin í Skáleyjum á Breiðafirði, þar sem hann var alinn upp við vinnu og hörku náttúrunnar. Hann var harður af sér, og má segja að hann hafi frá blautu barnsbeini verið í íslenskum náttúrulegum æf- ingabúðum,“ segir Hjalti, en Jón Páll var m.a. kunnur fyrir að gæða sér á hráu selspiki þegar hann gerði að selum eftir veiðar: „Það þótti karlmannlegt þar um slóðir, og gekk Jón svo langt að hann var jafnvel farinn að fá sér bita úr hráu hjartanu.“ Fimmtán ára sér Jón Páll aug- lýst lyftinganámskeið, sem mark- aði upphafið að glæsilegum ferli sterkasta manns heims – manns sem hreif með sér landsmenn alla með kröftum sínum og persónu- töfrum, og markaði á stuttri ævi djúp spor í sögu þjóðarinnar. Frumsýning kvikmyndarinnar um Jón Pál verður ein sú stærsta hér á landi, en myndin verður sýnd í níu kvikmyndahúsum í Reykja- vík, á Akureyri, Keflavík, Ísafirði, Akranesi, Selfossi og Reyðarfirði. Ungur Jón Páll Sigmarsson á fermingardaginn. Heimildamyndin Þetta er ekkert mál, um ævi og afrek Jóns Páls frumsýnd um allt land um helgina Maðurinn á bak við jötuninn Kíminn Jón Páll bregður á leik á góðri stundu, glettinn að vanda.Æskuár Í myndinni eru atvik úr ævi Jóns Páls sviðsett. Ekki utandyra Sinfóníuhljómsveit Íslands hitar upp fyrir komandi starfsár með tónleikum í Vetrargarðinum í Smáralind klukkan 17 í dag. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands býður til tónleika í Smáralind í dag. „Við höfum haldið opið hús á heima- velli í Háskólabíói undanfarin tvö ár og hefur það mælst mjög vel fyrir. Nú vildum við breyta til og fara með tónlistina til fólksins,“ segir Sváfnir Sigurðarson, markaðsstjóri Sinfón- íuhljómsveitarinnar. „Við ætluðum okkur fyrst að vera á Austurvelli, en það er aldrei á vísan að róa og þegar veðurspáin var skoðuð kom í ljós að ekki verður hljóðfæraleikara út sig- andi þennan dag. Við afréðum því að færa veisluna inn og vera í Smára- lind, en þar mun hljómsveitin leika mörg glansnúmerin úr heimi tón- bókmenntana.“ Tónleikarnir verða í Vetrargarð- inum og mun Lísa Pálsdóttir kynna verkin sem hljómsveitin leikur undir stjórn Rumons Gamba. Nóg er um að vera hjá Sinfón- íuhljómsveitinni þessa vikuna því á föstudag verða upphafstónleikar starfsársins 2006-2007 sem eru jafn- framt fyrstu tónleikar grænnar áskriftarraðar. Á laugardag heldur hljómsveitin svo tónleika til stuðnings Barna- og unglingageðdeild Landspítalans (BUGL) í samstarfi við FL-Group sem er aðalstuðningsaðili Sinfón- íuhljómsveitarinnar. „Söngkonan Solveig Kringelborn hefur vakið mikla athygli á síðustu árum og er sú skandinavíska söngkona sem menn fylgjast hvað spenntastir með,“ segir Sváfnir. Solveig mun meðal annars flytja sönglög eftir Grieg, m.a. „Solveigs sang“ úr Pétri Gaut. Með tónleikunum er stutt við átaksverkefni BUGL „Lífið kallar“ sem er stuðningsverkefni á bráða- þjónustu BUGL sem miðar að því að styrkja börn og unglinga á aldrinum 12 til 18 ára sem orðið hafa fyrir áfalli og þurfa á eftirmeðferð að halda að lokinni fyrstu kreppu- meðferð bráðaþjónustunnar. Þeir sem ekki komast á tónleikana geta styrkt verkefnið með frjálsum framlögum á reikningsnúmerið 0101-26-600600 kt 601273-0129. Tónlist | Sinfóníuhljómsveitin leikur í Smáralind í dag og heldur tónleika til styrktar BUGL á laugardag Glansnúmer tón- bókmenntanna www.sinfonia.is Staðurstund Hörður Torfason heldur haust- tónleika í 30. sinn annað kvöld og ætlar bráðum síðasta hringinn kringum landið. » 40 tónlist Bækurnar í Rauðu seríunni eru lesnar í bílförmum þó svo að ekki allir þori að viðurkenna dá- læti sitt á þeim. » 40 bækur fólk Arctic Monkeys hlaut Mercury- verðlaunin fyrir frumraun sína Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not. » 42 Kvikmyndaleikstjórinn Aleks- andr Soukurov verður heið- ursgestur Alþjóðlegrar kvik- myndahátíðar í Reykjavík.» 41 hátíðir |fimmtudagur|7. 9. 2006| mbl.is dómur Dr. Mister & Mr. Handsome voru betri en Bloodhound Gang að mati Helgu Þóreyjar sem gefur tónleikunum þrjár stjörnur. » 43

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.