Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.09.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning Á hverju hausti síðan árið 1976 hefur Hörður Torfason stigið á svið og leikið söngva sína fyrir sífellt stækkandi áhorf- endahóp. Hópurinn telur orðið það marga að Hörður hefur undanfarin ár þurft að halda tvenna tónleika sama kvöldið til að anna eftirspurn. Það liggur beinast við að forvitnast í upphafi um hvernig þetta byrjaði. „Upphaf tónleikanna má rekja til þess að árið 1975 lýsti ég því op- inberlega yfir að ég væri hommi, þjóðþekktur maðurinn. Afleiðing- arnar urðu þær að ég missti allt mitt, ég fékk ekki vinnu og varð eins konar útilegumaður,“ byrjar Hörður. „Þegar maður siglir mest nið- urávið í tilverunni þá hugsar maður mest. Ég hafði verið að gæla við þessa hugmynd lengi og ég ákvað að halda minni reisn og mínu starfi en ekki gefast upp þrátt fyrir mótlætið,“ heldur hann áfram. „Ég einsetti mér að halda árlega hausttónleika og um leið gaf ég sjálfum mér ákaflega mik- inn tilgang og verkefni til að stefna að. Það held ég að sé nauðsynlegt hverjum listamanni. Þarna fór að mótast þessi vilji til að nota hæfileika sína til að láta gott af sér leiða. Mað- ur heyrir stundum þá klisju að menn geti ekki breytt heiminum og það er þvæla. Þú getur breytt og haft áhrif og ég hef gert það.“ Sagnaritarinn Hörður Hörður segist ætla að einblína á fyrstu plötur sínar á tónleikunum á morgun þar sem hann hafi hvílt þær síðustu ár. „Þegar maður á að baki eins lang- an feril og ég verður maður að líta um öxl en söngvarnir eru dagbók- arbrot úr mínu lífi,“ segir Hörður. „Ég breyti upplifunum mínum á heiminum og í einkalífinu í sögur og söngva.“ Hörður segir það ekki útilokað að einlægnin sé hluti af ástæðu vin- sælda sinna. „Þetta er kannski helsti munurinn á mér og til dæmis popp- heiminum þar sem peningarnir ráða. Peningamennirnir gera eitthvað sem fjöldanum líkar og helst eitthvað sem er líkt síðasta popplagi. Þetta er ekki sú leið sem ég hef farið. Ég haf aldrei sóst eftir því að verða vinsæll, ég er fyrst og fremst leikhúsmaður sem speglar umhverfi sitt og sjálfan sig í leiðinni. Popplög fjalla flest um „ég elska þig brjálæðislega“ eða „af hverju fórstu frá mér“, sem renna mjög fljótt í gegn. Mér finnst það vera skylda manna eins og mín að semja söngva um þau atvik sem eiga sér stað. Maður er að skrá niður til- finningar sem allir menn eiga sam- eiginlegar,“ segir Hörður og hafnar ekki alfarið nafnbótinni sagnaritari. Línudansarinn Hörður „Hvað er það sem heldur manni eins og mér gangandi í alla þessa áratugi syndandi á móti straumnum? Það er einlægnin og viljinn til að láta ekki slá sig út af laginu. Ég lít oft á sjálfan mig sem línudansara. Ég hef ekki tíma til að líta á flugvélarnar í kringum mig því ég verð að halda mínu jafnvægi. Þannig hef ég alltaf unnið, einn á báti úti í horni,“ segir Hörður en ákvörðunina um að koma alltaf fram einn tók hann árið 1970. „Ég ferðaðist með tríói fyrsta sum- arið sem ég gerðist atvinnumaður í þessu. Ég hef alltaf sagt að það var sú reynsla sem gerði mig að sóló listamanni. Ég vinn nefnilega á mikið agaðri hátt en gengur og gerist í poppheiminum. Mínar forsendur eru leikhúsið og þar er engin miskunn.“ Síðasta hringferðin Hörður hefur ferðast mikið um landið og haldið tónleika víða í gegn- um tíðina. „Ég finn fyrir meiri nálægð við áhorfendur úti á landi á þessum smærri stöðum og ræði mikið við fólk. Í upphafi kom mikið af fólki, kennarar og aðstandendur samkyn- hneigðra til mín til að ræða málin og ég fann þar þörfina fyrir það sem ég var að gera. Það gaf mér lífsfyllingu að finna þessa þörf þótt hún væri ekki opinberlega viðurkennd,“ segir Hörður en segist á næstunni ætla í sína síðustu hringferð um landið. „Ég ætla að þakka landsbyggðinni fyrir mig. Ég er nú orðinn giftur maður og forsendurnar breyttar. Þó er ekki þar með sagt að ég sé hættur að spila úti á landi en þetta verður síðasta tónleikaferðin allan hring- inn.“ Ævisagan í bígerð Hópur tónlistarmanna tók sig til í fyrra og hélt tónleika af tilefni 60 ára afmæli Harðar. Þar steig fjöldi fólks á svið og flutti lög Harðar með sínu nefi auk þess sem Hörður steig á svið með þeim í einu lagi. Á dögunum kom svo út plata með upptökum af tónleikunum. „Þetta var mér mikil viðurkenning og heiður. Mér þótti mjög vænt um að listamenn þekki og heiðri verkin mín með þessum hætti,“ segir Hörð- ur og viðurkennir að hann hafi þurft að berjast við tárin á tímabili. Hörður segist ekki get gert upp á milli útsetninga listamannanna, hann eigi sitt uppáhald hverju sinni. Hann segir það alltaf ljúft að heyra aðra taka lögin sín og minnist þess að hafa eitt sinn staðið álengdar og fylgst með nokkrum strákum flytja fjölda laga eftir sig á Lækjartorgi án þess að vita að hann væri viðstaddur. Að lokum svarar Hörður spurður um hvort hann sé sífellt að semja: „Já, en mér finnst ég vera að nálg- ast það að vera búinn að segja allt sem ég ætla að segja. Ég er kominn á þau tímamót að ég lít um öxl og skoða það sem ég hef verið að gera.“ Að endingu má geta þess að ævi- saga Harðar Torfasonar er í bígerð en það er Ævar Örn Jósepsson sem ritar. Hörður segir óvíst hvenær bókin komi út, það gerist bara þegar hún verður tilbúin. Dagbókar- brot úr lífinu Morgunblaðið/Árni Sæberg „Maður heyrir stundum þá klisju að menn geti ekki breytt heiminum og það er þvæla. Þú getur breytt og haft áhrif og ég hef gert það.“ Tónlist | Hörður Torfason heldur sína 30. haust- tónleika annað kvöld. Hörður sagði Birtu Björns- dóttur frá því að honum fyndist hann bráðum vera búinn að segja allt sem honum býr í brjósti. birta@mbl.is Verkefni með tilgang Teljast allar bækur bókmenntir?Eru einhverjar tegundir bókabetri en aðrar? Þessum spurn- ingum velti ég fyrir mér þegar ég kynnti mér bækur sem teljast til Rauðu seríunnar. Rauða serían skiptist í fjóra flokka; ástarsögur, ást og afbrot, örlagasög- ur og sjúkrahúsasögur auk tímarits. Nýjar bækur koma út mánaðarlega og eru seldar bæði í áskrift og sölu- turnum og matvöruverslunum. Hver saga er prentuð í á bilinu 2–3 þúsund eintökum. Það þýðir að árlega eru prentuð um 150 þúsund eintök af bókum í Rauðu seríunni. Bækurnar eru umdeildar, á meðan þær eru lesnar í bílförmum eru marg- ir sem líta þær hornauga og telja til óæðri bókmennta, teljist þær þá til bókmennta yfirhöfuð.    Blekkingar og barnagælur, Kúrekimeð meiru, Hvort er barnið mitt?, Kona ítalska læknisins, Riddari í gallabuxum, Pabbi að eigin ósk og Verndari erfingjans eru allt stórgóðir titlar á sögum um ástir og örlög, að ógleymdum titlinum sem myndar fyr- irsögn greinarinnar, Úr húsvitjun í hjónaband. Eins og titlarnir gefa til kynna minnir söguþráðurinn oftar en ekki á örgustu sápuóperur. Í bókinni Eig- inmaður í blíðu og stríðu missir Emma Wadsworth minnið eftir bíl- slys. „En því var ekki að neita að hún laðaðist samstundis að kynþokkafulla manninum sem hún sá þegar hún opnaði augun. Grant Wads- worth … eiginmaður hennar?“    Rósa V. Guðmundsdóttir er rit-stjóri Rauðu seríunnar. Hún byrjaði að gefa út ástarsögur árið 1982. „Mér fannst vanta bækur af þessu tagi á íslensku. Einnig fannst mér vanta ódýrt lesefni fyrir fólk,“ segir Rósa um tilurð útgáfunnar. „Ég er með 14 þýðendur á mínum snærum og fæ sendar 60 bækur á ensku mánaðarlega og svo vel ég úr því,“ segir Rósa. „Ég heyri alltaf reglulega þá al- hæfingu að Íslendingar séu hættir að lesa, veistu, það hefur aldrei verið meiri sala hjá okkur en síðustu miss- eri svo það er alrangt,“ segir Rósa og bætir við að það séu langmest konur sem kaupi bækur í Rauðu seríunni. „Karlarnir stela svo Ástum og af- brotum af náttborðum eiginkvenn- anna en þora ekki að viðurkenna að þeir hafi gaman af þessu.“    ÁBorgarbókasafni Reykjavíkureru bækurnar í Rauðu seríunni þær sem hreyfast hvað mest. Að sögn Dóru Thoroddsen, safnstjóra bóka- safnsins í Kringlunni, eru það ein- göngu konur sem fá bækurnar að láni. Hún segist ekki vör við að fólk afsaki bókavalið. „Nei, fólk afsakar það ekki beint en lætur stundum fylgja með að þetta sé gott léttmeti í sumarfríinu eða létti lundina í skammdeginu,“ segir Dóra. Hún segir eftirspurnina eftir bók- unum hreint ekki vera að minnka nema síður sé. „Fólk hefur fullan rétt á að lesa það sem það vill,“ segir Dóra um gagn- rýni á Rauðu seríuna. „Bækur sem gefa fólki eitthvað og skemmta því eiga allar rétt á sér, sama hvort það er Einar Áskell, Rauða serían eða Dostojevskí.“    Hefur fjöldinn rangt fyrir sér? Erhægt að fullyrða að þessi teg- und bókmennta sé á einhvern hátt óæðri öðrum? Það held ég ekki … eða hvað? Ég hef misst minn- ið … „Úr húsvitjun í hjónaband“ ’Því var ekki að neita aðhún laðaðist samstundis að kynþokkafulla mann- inum sem hún sá. Grant … eiginmaður hennar?‘ Góður Eiginmaður í blíðu og stríðu en gleymdi að fara í bol. birta@mbl.is AF LISTUM Birta Björnsdóttir Kassagítartónleikar verða haldn-ir á Hressó í kvöld kl. 22. Þar koma fram: Red cup, Bela og Pét- ur Ben. Pétur gaf nýverið út sína fyrstu breiðskífu, Wine For My Weak- ness og Bela gaf út plöt- una Hole And Corner fyrr í sumar. Red Cup er dúett skipaður Konna úr Tenderfoot og konu hans. Fólk folk@mbl.is MYNDLISTARVERK Þórodds Bjarnasonar, Takið börnin með, var ranglega sagt eftir Finn Arnar Arn- arson í umfjöllun myndlistargagn- rýnanda Morgunblaðsins um sum- arsýningu Kjarvalsstaða fyrir skemmstu. Er beðist velvirðingar á mistökunum. Takið börnin með eftir Þórodd LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.