Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 07.09.2006, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 43 menning MIKIÐ af ungu fólki í misgóðu ástandi var í Laugardalshöllinni í fyrrakvöld. Skrækir og eltingaleikir voru á hverju strái. Ekki svo að skilja að það hafi verið mjög mikið fyllirí, mér fannst ég bara vera öldr- uð þarna inni. Hljómleikarnir byrj- uðu rétt fyrir klukkan átta með hin- um óþekktu Touch. Þeir spila venjulegt rokk og gerðu það ágæt- lega. Fáir voru mættir en þeim tókst sæmilega að halda stemningu í saln- um. Því næst stigu XXX Rottweiler hundar á svið. Þeir eru hressir og ekki vantaði gleðina í þá. Mér hefur alltaf þótt erfitt að skilja hvað þeir eru að segja en krakkarnir í Höllinni virtust skemmta sér ágætlega. Það voru hins vegar Dr. Mister & Mr. Handsome sem áttu salinn af upphitunarböndunum. Þeir fengu tónleikagesti fljótt á sitt band og voru með stórkostlega sýningu á sinni spilltu ímynd. Þrátt fyrir að hafa ekki komið jafn oft fram og t.d. XXX Rottweiler hundar tróðu þeir upp af að minnsta kosti jafn miklu öryggi og voru ferlega skemmti- legir. Ég var furðu lostin yfir því hve vinsælir þeir eru orðnir. Krakkarnir sungu með lögunum og voru alveg vitlausir í þá, enda vel spilandi og skemmtileg hljómsveit. Bloodhound Gang létu bíða tals- vert eftir sér og komu ekki á svið fyrr en hálftíma eftir að Dr. Mister & Mr. Handsome kvöddu. Ég vissi ekki að Bloodhound Gang ættu svona marga aðdáendur á Íslandi, því þrátt fyrir að eiga langan feril að baki geta þeir ekki beint talist til stórra nafna í tónlistarheiminum. Þeim var fagnað gríðarlega vel og var mikið sungið. Hljómsveit- armeðlimir töluðu mikið við áhorf- endur og spjölluðu um fyllirí og George W. Bush. Í krafti síns banda- ríska þjóðernis þóttust þeir hafa gert Íslandi ýmsa greiða en voru pú- aðir niður þegar Bush og herinn bar á góma. Hins vegar fengu þeir magnaðar undirtektir þegar minnst var á The Simpsons. Enda vita allir að það er afburða sjónvarpsefni. Bloodhound Gang tóku mörg af sínum þekktustu lögum en mér þótti full drjúgur tími fara í spjall. Þeim fannst ekki leiðinlegt að spila brot úr lögum eftir aðra tónlistarmenn en það virtist svolítið eins og þeir væru að teygja lopann. Allt ætlaði um koll að keyra þegar þeir tóku Fire Water Burn og The Bad Touch, en allir tón- leikarnir virtust vera upphitun fyrir þau lög. Ég held að þessir tónleikar hafi í raun verið aðeins fyrir gallharða Bloodhound Gang aðdáendur. Það virðist sem þeir hafi farið vel ofan í kynslóðina sem er alin upp á Jackass og er núna farin að nálgast tvítugt. Bloodhound Gang sjálfir eru tæp- lega fertugir að nálgast tvítugt og gera það með glæsibrag. Hljóðið á tónleikunum var ágætt, það lét kannski einna verst hjá XXX Rottweiler hundum en það er engin nýlunda að rapp hljómi undarlega í íslenskum tónleikasölum. Dr. Mister & Mr. Handsome þóttu mér lang- bestir þetta kvöld. Mér sýnist að þrátt fyrir villt orðspor og brjál- æðislega texta séu þeir fyrst og fremst frábærir tónlistarmenn sem vita nákvæmlega hvað þeir eru að gera, að minnsta kosti hvað varðar tónlistina. Ég hefði gefið tónleik- unum slakari einkunn án þeirra. Tæplega fertugir að nálgast tvítugt Morgunblaðið/Eyþór Blóðhundar „Ég held að þessir tónleikar hafi í raun verið aðeins fyrir gall- harða Bloodhound Gang-aðdáendur. Það virðist sem þeir hafi farið vel ofan í kynslóðina sem er alin upp á Jackass og er núna farin að nálgast tvítugt.“ TÓNLIST Laugardalshöllin Tónleikar Bloodhound Gang í Laugardals- höllinni. Hljómsveitirnar Touch, XXX Rottweiler hundar og Dr. Mister & Mr. Handsome hituðu upp. Bloodhound Gang  Helga Þórey Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.