Morgunblaðið - 07.09.2006, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 7. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
ICELAND FILM FESTIVAL 2006
Í HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGA 30. ÁGÚST - 21. SEPTEMBER
AN INCONVINIENT TRUTH
THE SISTERS
A COCK AND BULL STORYJASMINE WOMAN
LOOKING FOR ...
THE LIBERTINEWHERE THE TRUTH...
SAMBÍÓIN KRINGLUNNI ER EINA
LITTLE MAN kl. 8 - 10
YOU ME AND DUPREE kl. 8 - 10:10 B.I.14
UNITED 93 kl. 8 - 10 B.i. 14
MAURAHRELLIRINN M/- Ísl tal. kl. 6 Leyfð
PIRATES OF THE CARIBBEAN: 2 kl. 6 - 9
SAMBÍÓIN KEFLAVÍKSAMBÍÓIN AKUREYRI
FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
FRAMLEIDD AF
TOM HANKS.
„the ant bully“
4 vikur
á toppnum á Íslandi !
V.J.V. TOP
eee
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
DOWN THE VALLEY
HETJAN... SKRÍMSLIÐ... GOÐSÖGNIN.
DÝRASTA
KVIKMYND
SEM
GERÐ
HEFUR
VERIÐ
Á ÍSLANDI.
BJÓLFSKVIÐA
BJÓLFSKVIÐA kl. 5:45 - 8 - 10:15 B.i.14. ára.
The Libertine kl. 5:30 B.i.12. ára.
Renaissance kl. 8 B.i.12. ára.
A Cock and Bull Story kl. 10:15 B.i.16. ára.
Down in the Valley kl. 5:45 B.i.16. ára.
The Sisters kl. 8 B.i.12. ára.
Where the Truth Lies kl. 10:30 B.i.16. ára.
SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI.
eeee
blaðið
eee
H.J. - MBL
V.J.V. TOPP5.IS
eeee
eeee
S.U.S. XFM 91,9.
eeee
TOMMI KVIKMYNDIR.IS
B.J. BLAÐIÐ
FRAMLEIDD AF
TOM HANKS.
FRÁBÆR OG FJÖRUG STAFRÆN TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
MAURAHRELLIRINN / ANT BULLY M/ÍSL TALI kl. 6 leyfð PIRATES OF CARIBBEAN 2 kl. 6 - 8 - 9 B.i. 12.ára.
www.haskolabio.isHAGATORGI • S. 530 1919
MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569
1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329,
fréttir 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115.
NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands.
Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr.
dagbók
Víkverja finnst Ís-lendingar oft á
tíðum klikkaðir þegar
út á vegina er komið.
Þar sem Víkverji keyr-
ir reglulega yfir eina
heiði landsins verður
hann oft vitni að hinum
ótrúlegasta glanna-
skap í umferðinni. Þótt
sorglegt sé að segja
það eru það yfirleitt
karlmenn í yngri kant-
inum og karlmenn á
stórum jeppum sem
eru mestu glannarnir.
Um daginn tók stór
jeppi fram úr Víkverja
í svartaþoku á heiðinni þar sem heil
lína var á veginum. Víkverji tók and-
köf yfir þessu gáleysi og bað til Guðs
að enginn bíll væri að koma á móti.
Jeppamaðurinn hefur líklega hugsað
sem svo að það skipti ekki máli þó
bíll kæmi á móti því hann sjálfur
væri á svo stórum bíl að hann myndi
örugglega lifa af, skítt með hina.
Sem betur fer kom ekki bíll á móti í
þetta skiptið.
Um seinustu helgi varð Víkverji
aftur vitni að fávitaskap á heiðinni.
Þá var mikil umferð og í raun og
veru ekki hægt annað en að halda
sig á sínum stað í bílalestinni sem
gekk reyndar mjög greiðlega. Kom
þá ungur drengur á bíl-
druslu á fleygiferð og
stefndi greinilega að
því að komast fram úr
bílalestinni, sem var
ómögulegt því hún náði
enda á milli. Í hvert
skipti sem ekki var bíll
á móti komst hann
fram úr einum til
tveimur bílum í lest-
inni, tróð sér svo inn í
lestina aftur, oft mjög
tæpt því umferðin á
móti var líka mikil, og
hægði þar af leiðandi á
lestinni í hvert skipti
því bíllinn sem hann
fór fram fyrir þurfti að hægja vel á
sér til að hleypa honum inn í lestina
aftur. Víkverji fyrirlítur svona
glannaskap því hann skilar engu
nema aukinni hættu. Íslendingar
telja sig gáfaða þjóð og því skilur
Víkverji ekki af hverju þessar gáfur
skila sér ekki út á vegina. Margir
halda að með meiri hraða, glanna-
skap og pirringi út í aðra ökumenn
komist þeir fyrr á áfangastað en það
er löngu sannað að svo er það ekki.
Betra er að keyra löglega, vera þol-
inmóður við aðra úti á vegunum og
mæta á áfangastað með bros á vör
og stöðugan blóðþrýsting, því þá líð-
ur öllum vel og fleiri komast lífs af.
víkverji skrifar | vikverji@mbl.is
Orð dagsins : Og ef þér reynist ekki trúir í því sem
annars er, hver gefur yður þá það, sem yðar er?
(Lúk. 16, 12.)
Í dag er fimmtudagur
7. september, 250. dagur
ársins 2006
velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Vandræði að fá keypt
kort í strætó
ÉG vil koma á framfæri í umræðuna
um strætisvagnana að stundum get-
ur verið erfitt að fá keypt kort í
vögnunum. Ég fór í strætó þar sem
ökumaðurinn var afleysingamaður
og gat hann ekki selt mér kort og
ekki var hann með skiptimynt svo ég
gæti borgað. Það er ekki að furða að
gangi illa með reksturinn á Strætó
bs. ef þetta er algengt. Ég heyrði
sagt í sumar að afleysingamenn
fengju ekki veski til að selja kort og
hafa margir lent í vandræðum þess
vegna og þurft að hleypa fólki frítt í
vagnana vegna þessa. Þetta hef ég
eftir afleysingamanni.
Það getur verið erfitt þegar mað-
ur notar strætó að þurfa að fara nið-
ur í Kringlu eða Smáralind til að
kaupa kort í strætó, það er alveg út í
hött. Þegar ég kvartaði yfir þessu
var mér sagt að allir vagnstjórar
ættu að geta selt kort.
Farþegi.
Dansleikur eldri borgara
ÉG var á dansleik í félagsheimili
eldri borgara í Reykjavík í Stangar-
hyl sl. sunnudag. Á staðnum voru á
að giska 100 manns. Var staðurinn
mjög loftlaus, svo að lá við yfirliði
því á staðnum er engin loftræsting,
gluggar of litlir og engin vifta. Þarna
kemur saman fullorðið fólk sem þolir
ekki svona loftleysi. Vil ég skora á
Félag eldri borgara í Reykjavík að
bæta úr þessu – eða finna annan sal
því að salurinn er hvort eð er alltof
lítill fyrir svona starfsemi.
Ein 75 ára.
Mjólkurumbúðir
ÉG heyrði í útvarpinu nýlega þar
sem rætt við einhvern hjá Mjólkur-
samsölunni um í hvaða umbúðum
mjólkin yrði þegar Mjólkursamsalan
og Mjólkurbú Flóamanna yrðu sam-
einað. Því spyr ég: Má ekki nota
samskonar umbúðir og er utan um
gosdrykki?
Neytandi.
Hjól í óskilum
HVÍTT og blátt Scott-reiðhjól
fannst í reiðileysi fyrir utan hús í
vesturbænum. Eigandi vinsamleg-
ast hafi samband í síma 892 1597.
Óska eftir svörtum kettlingi
ÉG óska eftir að fá gefins kettling,
einlitan og svartan, ekki yngri en 8
vikna og kassavanan. Ekki er verra
að hann sé nálægt Efra-Breiðholti.
Upplýsingar í síma 587 2474 eða
848 8041.
Morgunblaðið/Sverrir
Hlutavelta | Þessir duglegu krakkar í
4. ÁS í Vogaskóla tóku þátt í útimark-
aði Íbúasamtaka Laugardals fyrir
skömmu og seldu þau bækur og ýmis-
legt fleira. Söfnuðu þau kr. 15.210 til
styrktar Barnaspítala Hringsins. Þau
eru Hjörtur Snær Gíslason, Ágústa
Mjöll Gísladóttir, Garðar Steinn Sverr-
isson, Arna Petra Sverrisdóttir og
Magdalena Guðrún Baldursdóttir.
Morgunblaðið/Eyþór
Hlutavelta | Þessir duglegu drengir,
Áki Sölvason og Gunnar Sigurðsson,
söfnuðu kr. 1.750 til styrktar Rauða
krossi Íslands á Akureyri.
Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur,
Íris Arna Tómasdóttir og Laufey
Sverrisdóttir, héldu tombólu og söfn-
uðu þær kr. 2.611 til styrktar Rauða
krossi Íslands.
Morgunblaðið/Árni Sæberg