Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 243. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÁSKORUN Á NÚPI UNGT PAR Í HÓTELREKSTRI Í DÝRAFIRÐI EN Á LEIÐ Í ALPANA >> 24 ÚR DVALA MÍNUS HELDUR TÓNLEIKA Í KVÖLD MEÐ NÝTT EFNI >> 42 Fá›u viðurkenningu við sjónvarpið! Mons. AFP. | James Jones, yfir- hershöfðingi Atlantshafsbanda- lagsins, NATO, segir að senda verði aukinn herafla til Afganist- ans til að taka þátt í aðgerðum gegn uppreisnarmönnum talíbana í landinu. Þetta kom fram í máli Jones á blaðamannafundi í aðal- stöðvum NATO í Mons í Belgíu í gær. „Við erum að ræða um hóf- lega fjölgun,“ sagði Jones en sagði átök fara vaxandi í sunnanverðu Afganistan. Hershöfðinginn sagði mönnum hafa komið nokkuð á óvart hve átökin væru orðin hörð. Sums staðar létu uppreisnarmenn ekki lengur duga að gera skyndi- árás og flýja síðan heldur væri um raunverulega bardaga að ræða. Um síðustu helgi hófust umfangs- mestu aðgerðir NATO-liðsins og herja Afganistanstjórnar í barátt- unni við talibana frá því að NATO tók við yfirstjórn alþjóðlega her- liðsins í Afganistan í lok júlí. Alls eru nú um 18 þúsund her- menn í liði NATO í suðurhluta Afganistans. Auk þess að berjast við talíbana eiga hermennirnir í átökum við fíkniefnasmyglara og vopnaða liðsmenn sjálfstæðra stríðsherra í fjallahéruðum við landamærin að Pakistan. Vill fleiri hermenn ÁHRIFAMIKILL öldungadeildar- þingmaður demókrata í Bandaríkj- unum, Joseph Biden, hefur lagt fram tillögu að ályktun þar sem kveðið er á um að skipaður verði sérstakur sendifulltrúi Bandaríkjastjórnar er reyni að stilla til friðar í Darfur-hér- aði í Súdan og einnig að allt herflug verði bannað yfir héraðinu. Fréttir hafa borist af því að ríkisstjórnin í Kartúm í Súdan, sem talin er styðja svonefndar janjaweed-dauðasveitir araba í héraðinu, hafi nýlega látið herflugvélar gera loftárásir á þorp í norðanverðu héraðinu. Í samþykkt öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna í liðinni viku er gert ráð fyrir að alls verði um 20.000 manna öflugt friðargæslulið sent til Darfur en stjórnvöld í Kartúm hafa ekki enn samþykkt tillöguna. Ýmsar þjóðir hafa gagnrýnt Súdanstjórn harkalega og utanríkisráðherra Frakklands, Philippe Douste-Blazy, sagði í gær að til greina kæmi að senda gæsluliðið á vettvang án sam- þykkis Súdanstjórnar. Aðstoðarráðherra utanríkismála í Súdan, Ali Ahmed Kerti, var hvass- yrtur í gær um þessar hugmyndir. „Hvað er hægt að kalla hernám ef ekki þetta?“ spurði hann. „Hvenær er hægt að tala um að fullveldi sé brotið ef þetta er ekki brot á full- veldi?“ spurði ráðherrann. Um 300 þúsund manns, aðallega blökkumenn, hafa fallið í átökunum í Darfur síðustu árin og yfir tvær milljónir manna flúið heimili sín. Reuters Krefjast aðgerða í Darfur Friðargæslulið SÞ án samþykkis Súdans? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is BUSAR í Menntaskólanum í Reykjavík voru tolleraðir af eldri nemendum skólans í gær, en þessi vígsluathöfn á sér langa hefð í skólanum og gegnir að sögn kunn- ugra því hlutverki að hreinsa busana og gera þá að ný- nemum. Að vanda klæddust 6. bekkingar svokölluðum toga-kuflum úr lökum meðan á vígslunni stóð. Morgunblaðið/Golli Busarnir í MR tolleraðir Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is ELLEFU ára drengur var með nokkur grömm af fíkniefnum í fórum sínum þegar lögreglan í Reykjavík hafði af honum afskipti fyrir skömmu. Lögreglan kannast ekki við að höfð hafi verið afskipti af svo ungu barni áður vegna fíkni- efna, en forstjóri Barnaverndar- stofu segir eitt til tvö hliðstæð tilvik hafa komið upp á undanförnum ár- um. Lögreglan fékk ábendingu um að drengurinn væri með fíkniefni í fór- um sínum sl. föstudag. Í ljós kom að hann var með nokkur grömm af kannabisefnum á sér. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að drengurinn hafi orðið tví- saga þegar rætt var við hann. Fyrst sagðist hann hafa fundið efnin og ráðgert að selja þau. Síðar sagðist hann geta útvegað meira. Það bendi til þess að hann hafi ekki fundið efnin heldur ætlað að neyta þeirra. Karl Steinar segir að þetta sýni þá hörku sem ríki í fíkniefnaheim- inum. „Þeim sem eru að selja og dreifa fíkniefnum er alveg sama hverjir fá efnin, hvort það eru börn eða á hvaða aldri þeir eru, svo framarlega sem þeir fá greitt. Það er vandamálið í fíkniefnaheiminum í hnotskurn.“ Barnaverndarmál Lögreglan hafði samband við barnaverndaryfirvöld og segir Karl Steinar að drengurinn sé ekki sak- hæfur og málið því barnaverndar- mál. Fyrir lögreglu liggi að upplýsa hvernig barnið fékk efnin. Karl Steinar segir fá tilvik koma upp þar sem lögregla þurfi að hafa afskipti af svo ungum börnum vegna fíkniefna. „Þetta er ekki í samræmi við þann aldur sem við höfum mest afskipti af,“ segir hann. Það heyri til undantekninga að ung- lingar yngri en 15 ára komi við sögu í fíkniefnamálum. Flestir sem hafa verið kærðir vegna slíkra mála á undanförnum árum séu á aldrinum 18–20 ára. Ellefu ára drengur með fíkniefni í fórum sínum ÞETTA er ekki fyrsta tilvikið þar sem ellefu ára barn hefur verið tekið með fíkniefni í fórum sínum, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Hann segist muna eftir í það minnsta einu, og hugsanlega tveimur tilvikum þar sem ellefu ára börn hafi verið með fíkniefni á undanförnum árum, en ekki séu dæmi um yngri börn með eiturlyf. Bragi segir þetta tilvik eitt og sér ekki benda til þess að yngri börn séu farin að sækja í meira mæli í fíkniefnin. „En þetta er áminning um að vera vel á varðbergi.“ Neyslan dregst saman meðal grunnskólanema »Kannanir í grunnskólumsl. ár benda til þess að neysla ólöglegra fíkniefna hafi dregist saman meðal nem- enda. » Vísbendingar eru um að sáhópur sem notar fíkniefni á grunnskólaaldri neyti meira magns og hættulegri efna. Í HNOTSKURN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.