Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is JÓNMUNDUR Guðmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, segist munu beita sér fyrir því að kaupa strax handrið og sturtustóla fyrir fatlaða í Seltjarnarneslaug í kjölfar ábendinga Kristínar Þorsteinsdóttur, móður 14 ára fatl- aðrar stúlku, um ófullnægjandi aðstöðu fyrir fatlaða í lauginni. Þrátt fyrir að hún segist hafa gert margítrekaðar athugasemdir við sund- laugina og m.a. boðið Seltjarnarnesbæ aðstoð við að hanna aðstöðu fyrir fatlaða, og jafnvel komið athugasemdum við teikninguna til bæj- aryfirvalda og arkitekta, kannast Jónmundur ekki við neitt slíkt. Hann getur því ekki upp- lýst hvers vegna ekki var hlustað á sjónarmið Kristínar. „Hönnunin var í höndunum á arki- tektum sem bærinn fékk til verksins og sem fagmönnum er þeim auðvitað treyst til að hyggja að því sem máli skipti í þessu sam- bandi,“ segir hann. „Ég held að það sé ánægju- efni að þessi aðstaða var ekki fyrir hendi í lauginni en verður fyrir hendi þegar hún er fullbúin. Hingað til hefur þetta verið leyst með bráðabirgðahætti í ágætis samráði við sund- laugarstarfsfólk og foreldra. Ég hef skoðað þetta mál og falið framkvæmdastjóra íþrótta- mannvirkja að ráða bót á því til bráðabirgða þar til framkvæmdum við sundlaugina lýkur.“ Jónmundur segir að nú standi til að funda með foreldrum fatlaðra barna til að finna lausnir á málinu. Aðspurður segist hann einnig ætla að athuga hvort umræddar athugasemdir Kristínar hafi verið lagðar fram formlega og nánar aðspurður segist hann telja það ágætt að velta því fyrir sér í framhaldinu hvers vegna þeim var þá ekki svarað. Yfir það mál yrði þá farið með arkitektunum. „Það koma fram fjölmargar ábendingar um mannvirki bæjarins og við erum auðvitað með fagfólk á okkar snærum til að bregðast við athugasemd- um og hafa fagleg sjónarmið uppi um hvað gert skuli. En það sem hún [Kristín] telur upp í [Morgun]blaðinu, um handrið og fleira í þeim dúr, hlýtur nú að teljast mjög auðvelt að ráða bót á ef það hefur ekki verið gert ráð fyrir því í upphafi. Þannig að ég mun beita mér fyrir því að ráða bót á þessu.“ – Úr því að það á að bregðast vel við ábend- ingum bæjarbúa núna, þá vaknar sú spurning hvers vegna það var ekki gert áður en laugin var gerð, eins og Kristín bendir á. Er það vegna þess að nú er málið komið í blöðin? „Nei, þvert á móti. Það er nýbúið að ljúka framkvæmdum og það er verið að taka út framkvæmdina. Þar hafa komið fram fjöl- margir þættir sem þarf að lagfæra og stendur upp á verktakana að vinna úr. Það er meg- inskýringin á þessu. Ég geri mér ekki grein fyrir því í hverju þessar ábendingar voru fólgnar og ekki heldur hvort yrði tekið tillit til þeirra. Það er algerlega á valdi hönnuða og arkitekta byggingarinnar. Við munum bæta úr þeim vandamálum sem eru fyrir hendi,“ segir hann. Sturtustólar og handrið verða keypt Ábendingar teknar til greina í Seltjarnarneslaug og bæjarstjóri lofar að ráða bót á aðstöðu fatlaðra »Sundlaug Seltjarnarness var opnuðeftir endurbætur 26. maí sl. Í þeim áfanga sem þá var tekinn í notkun er eng- in aðstaða fyrir fatlaða. Stefnt er að því að taka annan áfanga endurbættrar sundlaugar í notkun næsta haust og þar er gert ráð fyrir að verði búnings- herbergi fyrir fatlaða. »Foreldrar nokkurra fatlaðra drengjaá Seltjarnarnesi hafa bent á að þeir geti ekki stundað skólasund í vetur vegna þess að stuðningsfulltrúar þeirra eru konur og þær geta ekki farið með drengj- unum í karlaklefann. Í HNOTSKURN ORKUVEITA Reykjavíkur ásamt sjö háskólum á þjónustusvæði fyr- irtækisins hefur sett á fót sjálfstæð- an rannsóknarsjóð sem er ætlað að vera samstarfsvettvangur um orku- og umhverfisrannsóknir. Gert er ráð fyrir að styrkir úr sjóðnum nemi rúmlega 100 milljónum á ári. Sjóðurinn verður í eigu OR og mun fyrirtækið ásamt háskólunum sjö bera ábyrgð á honum. OR leggur fram 100 milljóna stofnfjárframlag og stefnt er að því að árlegt framlag OR til sjóðsins nemi um hálfu pró- senti af tekjum fyrirtækisins. Á þessu ári nema tekjurnar um 17 milljörðum og er hálft prósent af þeirri fjárhæð 85 milljónir. Fram að þessu hefur OR átt í margvíslegu rannsóknarsamstarfi við háskóla og telur Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, að líklega hafi fjárframlag fyrirtækisins vegna þeirra numið um 50 milljónum. Með stofnun sjóðsins sé því verið að tvö- falda þetta framlag. Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórn- arformaður OR, sagði við undirritun samkomulags um stofnun sjóðsins í gær að með stofnun hans væri verið að formgera samstarfið við há- skólana enn frekar. OR væri í fremstu röð í heiminum í fram- leiðslu umhverfisvænnar orku og til þess að viðhalda þeirri stöðu yrði fyrirtækið að sinna rannsóknum með myndarlegum hætti. Stofnun sjóðsins væri liður í því. Það væri mat stjórnar OR að það myndi skila betri árangri að vinna að rannsókn- um í samstarfi við háskólana. Þar að auki myndi sjóðurinn styrkja há- skólasamfélagið á svæðinu og sam- vinnu þess við OR. Guðlaugur Þór sagði að ávinningurinn af öflugu rannsóknarstarfi væri mikill og sem dæmi nefndi hann að varmaskiptar sem notaðir væru á Nesjavöllum, og væru að öllu leyti íslensk uppfinn- ing, hefðu aukið arðsemi virkjunar- innar um 15% eða sem nemur 1,2 milljörðum. Annað markmið með stofnun sjóðsins væri að skapa grundvöll fyrir stofnun sprotafyrirtækja innan háskólanna. Guðlaugur Þór nefndi sérstaklega þátttöku Listaháskóla Íslands í sjóðnum og benti á að sífellt meiri kröfur væru gerðar til þess að virkj- anamannvirki féllu sem best að um- hverfinu og því væri hlutverk arki- tekta, sem sækja sér nám í Listaháskólanum, afar mikilvægt. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, lýsti mikilli ánægju með stofnun sjóðsins og sagðist vonast til að önnur fyrirtæki tækju sér OR til fyrirmyndar enda hefði hún ítrekað bent á nauðsyn þess að fyrirtæki legðu aukið fjár- magn til menntamála og rannsókna í landinu. Tveir flokkar Veittir verða styrkir í tveimur flokkum; annars vegar opnum flokki þar sem frumkvæði að verkefnum kemur frá háskólunum og hins veg- ar lokuðum flokki þar sem OR í samstarfi við sjóðsstjórn óskar eftir tilboðum í fyrirfram skilgreind rannsóknarverkefni. 100 milljóna rann- sóknarstyrkir á ári Morgunblaðið/Eyþór Brosmild Guðmundur Þóroddsson orkuveitustjóri, Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður OR, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og Guðfinna S. Bjarnadóttir skrifa undir samkomulag í gær. Orkuveita Reykjavíkur og sjö háskólar stofnsetja sjálfstæðan sjóð til umhverfis- og orkurannsókna »Háskólarnir sem eiga aðildað sjóðnum eru: Háskóli Ís- lands, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands, Kenn- araháskóli Íslands, Landbún- aðarháskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Jarðhitaskóli Há- skóla Sameinuðu þjóðanna. »Vísindaráð sjóðsins er skip-að rektorum skólanna og tekur ráðið til starfa nú í sept- ember. Auglýst verður eftir umsóknum í nóvember 2006 og verður styrkjum úthlutað í febrúar eða mars 2007. Í HNOTSKURN FYRSTA tölublað nýs glanstímarits Útgáfufélagsins Fögrudyra ehf. mun koma út í byrjun nóvember, segir Reynir Traustason, einn eigenda Fögrudyra. Blaðið verður gefið út mánaðarlega fyrsta kastið, og verður til húsa við Laugaveg 24. Hann vildi í samtali við Morgun- blaðið í gær ekki staðfesta að nafn tímaritsins verði Ísafold. „Ég ætla ekki að staðfesta það, en ég myndi segja að þú værir fjandi skarpur,“ sagði Reynir. „Við þurfum tilfinninga- legt svigrúm til að klára þetta mál. Við erum bara að vinna í þessu á fullu, að skrúfa saman húsgögn, tengja tölvur og reyna að afla okkur efnis.“ Kjarni starfsmanna á nýja tímarit- inu kom með Reyni frá Mannlífi, en það eru þau Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir. Má reikna með að nýja tímaritið stefni á sama markað og Mannlíf. Enn hef- ur ekki verið sam- ið um hvar tíma- ritið verður prentað. Reynir segir að til að byrja með verði tímaritið gefið út mánaðar- lega. Ekki hefur ver- ið gefið upp hverj- ir standa á bak við hið nýja félag, að Reyni undanskildum. Hann vildi í gær ekki upplýsa hverjir fleiri hefðu lagt fé í útgáfuna. „Allt hefur sinn tíma, en það er af og frá að það verði einhver leynd yfir því,“ segir Reynir. Hann segir að eignarhaldið verði upplýst áður en blaðið kemur út. Nýtt tímarit kem- ur út í nóvember Reynir Traustason VILJI er fyrir því hjá borgaryf- irvöldum að tryggja gistiúr- ræði fyrir heim- ilislausar konur. Þetta segir Jór- unn Frímanns- dóttir, formaður velferðarráðs. Hún tekur fram að borgin sé að skoða með hvaða hætti sú þjónusta verði og segir von á niðurstöðum áður en tilraunaverkefninu um Konukot, sem er athvarf heimilis- lausra kvenna í Eskihlíð, lýkur. Eins og greint hefur verið frá hefur Reykjavíkurdeild Rauða krossins rekið Konukot sem til- raunaverkefni til tveggja ára frá því í nóvember 2004. Að sögn Jórunnar er velferðar- svið borgarinnar í samvinnu við framkvæmdasvið að skoða mögu- leika þess að nýta Gistiskýlið við Þingholtsstræti betur og bjóða þar upp á sérdeild fyrir konur sem væri aðskilin því rými sem núverandi þjónusta er í. „Gistiskýlið er raunar opið báð- um kynjum, en reynslan sýnir okk- ur að konur nýti það síður og því er mikilvægt að hafa í boði sérúrræði fyrir konur. Við vitum af því að það er ákveðin þörf fyrir hendi um að heimilislausar konur geti leitað sér skjóls og slík aðstaða verður að vera til staðar í borginni,“ segir Jórunn, en tekur fram að ekki komi til greina að reka tvö úrræði fyrir heimilislausar konur á vegum borg- arinnar, þ.e. að vera bæði með sér- deild í Gistiskýlinu samhliða því að reka Konukot, en eins og Jórunn bendir á þá leggur Reykjavíkur- borg til núverandi húsnæði Konu- kots. „Við erum að skoða rekstur Gisti- skýlisins á þeim stað þar sem það er og einnig möguleika þess að finna þeirri starfsemi stað í hent- ugra húsnæði annars staðar í borg- inni. Við erum að skoða með hvaða hætti hægt væri að reka gistiúr- ræðin sem tvær aðskildar deildir fyrir kynin með sérinngangi fyrir hvort rýmið,“ segir Jórunn og bendir á að með því móti fengjust ákveðin samlegðaráhrif í rekstrin- um. „Ef hins vegar kemur í ljós að þessar hugmyndir reynist ekki ger- legar þá er ekkert því til fyrirstöðu að við leitum eftir samstarfi við Reykjavíkurdeild Rauða krossins um áframhaldandi rekstur Konu- kots,“ segir Jórunn og bendir á að rekstur Konukots sé afar hag- kvæmur. Niðurstöður um Konukot fljótlega Heimilislausum konum á höfuðborgar- svæðinu verður tryggt gistiúrræði Jórunn Frímannsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.