Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NÝR bátur er kominn til Ólafsvíkur
og er hann í eigu Útgerðarfélagsins
Dvergs ehf. Báturinn sem ber nafnið
Sveinbjörn Jakobsson SH 10, er stál-
skip smíðað á Akranesi árið 1967 og
er 101 brúttórúmlest. Skipið var
endurbyggt árið 1997 og ný vél sett í
það árið 2001 og er skipið hið glæsi-
legasta.
Fyrir á Dvergur ehf. trébát með
sama nafni sem smíðaður var í Dan-
mörku árið 1964 en honum verður
lagt. Hann er um 100 lestir stærð og
mikið happaskip. Hann er einn af
fáum bátum sem eftir er á landinu í
þessum bátaflokki. Útgerðarfélagið
Dvergur ehf er fjölskyldufyrirtæki
og eitt af elstu útgerðarfélögum
landsins en það var stofnað um 1950
og er í eigu sömu aðila sem stofnuðu
það. Að sögn Þráins Sigtryggssonar
stjórnarformanns félagsins og skip-
stjóra til margra ára verður farið á
dragnót í byrjun september en skip-
ið er líka búið til neta- og togveiða.
Það var fjölmenni sem tók á móti
hinu nýja skipi þegar það kom til
Ólafsvíkur en alltaf er mikil gleði
þegar fagnað er nýju skipi. Skip-
stjóri á Sveinbirni Jakobssyni er Eg-
ill Þráinsson og stýrimaður er Sig-
tryggur Þráinsson en þeir eru meðal
annarra eigendur í útgerðarfélag-
inu.
Nýr bátur til Ólafsvíkur
Morgunblaðið/Alfons Finnsson
RÉTTINDI barna samkvæmt
barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
og skilyrði erlendra barna fyrir
skólagöngu á Íslandi virðast stang-
ast á í málum barna sem ekki hafa
getað hafið skólagöngu í haust vegna
þess að þau hafa ekki enn fengið ís-
lenska kennitölu, að sögn Sigurðar
Kára Kristjánssonar, formanns
menntamálanefndar Alþingis.
„Það er mjög óheppilegt að krakk-
arnir komist ekki í skóla út af þessu,“
segir Sigurður Kári, en undanfarið
hafa útlendingar sem koma hingað
til lands þurft að bíða í allt að fimm
vikur eftir að fá skráða kennitölu hér
á landi. Allnokkur dæmi eru um að
börn hafi ekki getað hafið skóla-
göngu vegna þessa.
Fulltrúar Samfylkingar í nefnd-
inni hefur farið fram á að nefndin
fundi vegna málsins eins fljótt og
auðið væri, en í tilkynningu frá þeim
segir að brotin séu lög og mannrétt-
indi á börnunum. „Þetta er alvarleg
og óþolandi staða sem við krefjumst
að verði brugðist við með hraði. Við
viljum með slíkum fundi fara yfir það
hversu víðtækur þessi vandi er og
hvaða leiðir séu til úrbóta,“ segir í til-
kynningu þingmannanna.
Sigurður Kári segist ekki sjá neitt
því til fyrirstöðu að nefndin komi
saman og fjalli um málið. Hann
bendir á að óskað hafi verið eftir
fundi í menntamálanefnd en „eins og
þetta mál er vaxið sýnist mér að
þetta varði afgreiðslu á kennitölum
til þessara barna. Sú afgreiðsla er á
ábyrgð Hagstofunnar. Mér hefði
persónulega þótt eðlilegra að óska
eftir fundi í allsherjarnefnd út af
því,“ segir hann.
Sigurður Kári segir að málið horfi
þannig við sér að formsatriði þvælist
fyrir þarna. „Mín skoðun er sú að
það þurfi að finna skjóta leið til þess
að kippa þessu í liðinn og tryggja
hagsmuni þessara barna,“ segir
hann. Einstakir skólar virðist sam-
mála honum um það „eins og Austur-
bæjarskóli, sem hefur litið framhjá
þessu. Ég ætla nú ekki að fara að
hvetja menn til þess að brjóta lögin,
þau eru í gildi eftir sem áður, en það
þarf einhvern veginn að leysa þetta.“
Formsatriði
þvælast fyrir
Án kennitölu og komast ekki í skóla
SÓLVEIG Pétursdóttir, forseti Al-
þingis, átti í gær fund með Cheng
Siwei, varaforseta kínverska þings-
ins, í Reykjavík. Ræddu þau sam-
skipti ríkjanna almennt og lýstu
vonum sínum um að þau gætu aukist
enn á sviði viðskipta, menningar og
stjórnmála.
Sólveig minnti á samstarf þjóð-
anna á sviði jarðhita og sagðist vona
að tækniþekking Íslendinga á því
sviði myndi nýtast Kínverjum vel.
„Ég sagði ennfremur að Íslend-
ingar legðu mikla áherslu á mann-
réttindi, lýðræði og réttarríkið og
spurði út í þróun þessara mála í
Kína,“ sagði Sólveig. „Cheng svarði
því til að erfitt væri að halda beinar
kosningar vegna íbúafjöldans í Kína
en kosningar færu fram á lægri
stjórnsýslustigum. Ég spurði um
beitingu dauðarefsingar í landinu,
hvort áform væru uppi um að af-
nema þær. Að sögn Cheng er ekki
raunhæft að afnema dauðarefsingar
en hann sagði að þeim hefði fækk-
að,“ sagði Sólveig.
Hópur Japana heimsótti einnig
Alþingi í gær og fór fyrir þeim
Yoshihiko Tsuchiya, fyrrverandi for-
seti öldungadeildar japanska þings-
ins og fyrrverandi fylkisstjóri í
Saitama-fylki. Forseti Alþingis
sýndi gestunum Alþingishúsið en
þeir buðu síðan til hádegisverðar á
Hótel Sögu. Tsuchiya kom fyrst
hingað fyrir meira en tveim áratug-
um og hefur stuðlað mjög að sam-
skiptum Japana við Íslendinga.
Morgunblaðið/Eyþór
Sólveig Pétursdóttir, forseti Alþingis, sýnir Yoshihiko Tsuchiya húsakynni þingsins í gær. Að því loknu buðu Jap-
anarnir til hádegisverðar á Hótel Sögu og var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti, meðal gestanna.
Kínverjar á Alþingi
Morgunblaðið/Golli
Sólveig Pétursdóttir ásamt Cheng Siwei, varaforseta kínverska þingsins.
Þingforsetar ræddu
um aukin samskipti
NOKKUR erlend börn í Ísafjarð-
arbæ hafa ekki hafið skólagöngu í
haust vegna þess að þau hafa ekki
fengið íslenska kennitölu, en Ingi-
björg María Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður skóla- og fjölskyldu-
skrifstofu Ísafjarðarbæjar, segir að í
viðkomandi tilfellum skorti á að full-
nægjandi upplýsingar vegna veru
barnanna hér séu fyrir hendi.
Hún segir að í sumum tilvikum á
Ísafirði hafi foreldrar barna engar
upplýsingar sent um þau til yfirvalda
eða umsókn um dvalarleyfi. Hún
segir að öll erlendu börnin fái flýti-
meðferð og fái þjóðskrá upplýsingar
í hendur tryggi stofnunin skjóta
framgöngu málsins. „Hjá okkur
ræðir alls um átta börn. Búið er að
sækja um fyrir einhver þeirra, en í
öðrum tilvikum hefur ekkert enn
borist. Við erum með nemendur sem
hefur verið sótt um fyrir, nemendur
þar sem ekki er búið að senda inn
stafkrók og nemendur þar sem búið
er að senda inn einhverja pappíra, en
það er ekki ljóst hvort sá sem sendir
upplýsingarnar má vera með barnið
og við erum í rauninni með vanda-
laust barn,“ segir Ingibjörg.
Ingibjörg segist telja það svo
sjálfsögð réttindi barna að geta
gengið í skóla að breyta þurfi kerfinu
til þess að börn geti ekki lent í þeirri
stöðu að komast ekki í skóla. Eins og
kerfið sé nú geti foreldrar komið
með börn hingað til lands og verið
með þau í sex mánuði meðan leitað
er að vinnu, án þess að skrá börnin
nokkurs staðar. „Við teljum að það
eigi að vera einhvers staðar brú á
milli svo tryggt verði að börnin kom-
ist í skóla, “ segir Ingibjörg og ítrek-
ar að þessu þurfi yfirvöld að breyta.
Sumir hafi engar
upplýsingar sent
ÚR VERINU
FRÉTTAVEFUR
BBC fjallaði í gær
um fyrirhugaðan
útflutning Íslend-
inga á tveimur
tonnum af
hrefnukjöti til
Færeyja. frétta-
vefurinn segir að
skiptar skoðanir séu á lögmæti út-
flutningsins og ræðir við Stefán Ás-
mundsson, formann íslenzku sendi-
nefndarinnar á ársfundum Alþjóða
hvalveiðiráðsins.
Stefán segir útflutninginn lögleg-
an. Veiðarnar séu löglegar og að Ís-
land og Færeyjar hafi gert með sér
gagnkvæman viðskiptasamning,
sem heimili viðskipti með allar leyfi-
legar afurðir. Málið snýst um það
hvort aðild Danmerkur að CITES,
sáttmála um viðskipti með dýr í út-
rýmingarhættu, nái einnig til Fær-
eyja. Svo er ekki þar sem lög um
CITES hafa ekki verið sett í Fær-
eyjum.
Selja hval-
kjöt til
Færeyja
SJÁVARÚTVEGSRÁÐUNEYTIÐ
hefur endurútgefið átta reglugerðir
sem lúta að notkun á smáfiska-
skiljum í botnvörpum. Er það gert
að fengnum tillögum nefndar um
bætta umgengni um auðlindir sjáv-
ar og Hafrannsókna-stofnunarinn-
ar.
Meginbreytingar samkvæmt
þessum nýju reglugerðum felast í
því að skipstjórum verður nú heim-
ilt að velja á milli hvort þeir nota
smáfiskaskilju eins og verið hefur
eða poka með 155 mm lágmarks-
möskvastærð (innanmál) við veiðar
á tilteknum svæðum. Pokinn skal
að lágmarki vera 8 metra langur og
án „pólskrar“ klæðningar. Rétt er
að fram komi að breytingar þessar
fela ekki í sér breytingar á afmörk-
un umræddra svæða og eru þau því
óbreytt frá því sem verið hefur.
Reglugerðir þessar tóku gildi 1.
september 2006 og frá sama tíma
voru felldar úr gildi eldri reglu-
gerðir.
Átta reglu-
gerðir end-
urútgefnar