Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 22
|föstudagur|8. 9. 2006| mbl.is daglegtlíf Tákn með tali er aðferð til tjá- skipta ætluð heyrandi fólki sem á við mál- og talörðugleika að stríða. » 25 bækur Nú er íslenska grænmetið al- best, segir Heiða Björg Hilm- isdóttir sem býður til upp- skeruveislu. » 26 matur Ungt par, Vera Þórðardóttir og Phil Edward Harrison, rak Hótel Núp í Dýrafirði í sumar og lætur vel af ævintýrinu. » 24 daglegt líf ÍSLENSKA fyrirtækið Theo ehf. sem framleiðir fatnað á hunda tók á dögunum þátt í gæludýrasýningunni New York Pet Fashion Week. Þetta var frumraun tísku- sýninga af þessu tagi þar sem hátíska á hunda og mannfólk var kynnt og sýnd á sama tíma. Sýningin var haldin í Metropol- itan Pavillion í New York þar sem margir frægir tískuhönnuðir hafa sýnt föt sín. Theo var með þrjár innkomur á sýning- unni og fékk góð viðbrögð hjá áhorf- endum. tíska Theo með gæludýratísku í New York Ljósmynd/Daniel P. Gagnon Nýstárlegt Þetta var í fyrsta sinn sem tískusýning af þessum toga er haldin í New York og vakti hún mikla athygli. Guðbjörg Magnúsdóttirverður hátíðarstjóri áMiklatúni á morgun, enþar ætla íbúar Mið- borgar og Hlíða að efna til sam- eiginlegrar hverfahátíðar, nú í fyrsta skipti. Á hátíðinni troða upp ýmsir skemmtikraftar úr hverf- unum tveimur og er stefnt að því að viðburðurinn verði árlegur hér eftir. Auk Þjónustumiðstöðvar Mið- borgar og Hlíða koma að hátíðinni Háteigs-, Hlíðar- og Austurbæj- arskóli, félagsmiðstöðvarnar Frostaskjól og Tónabær, Háteigs- kirkja og Hallgrímskirkja, Skátafélagið Landnemar, Fé- lagsmiðstöð aldraðra við Vest- urgötu 7, Íþróttafélagið Valur og Kramhúsið. Íbúar hverfanna tveggja nálgast nú ríflega sautján þúsund, þar af teljast íbúar Miðborgar vera rúm- lega átta þúsund og íbúar Hlíðar- hverfis ríflega níu þúsund talsins. „Oft hafa verið haldnar litlar há- tíðir í hverfunum á vegum skól- anna, en núna eru menn að taka sig saman í fyrsta sinn um stóra og veglega hátíð. Við viljum efla tengslanetið milli aðila sem eru að vinna með börnum í hverfunum. Markmiðið er að byggja upp fé- lagsauðinn og forvarnir í hverf- unum. Það er nóg í boði fyrir krakkana og flest held ég að þau séu bara í góðum málum,“ segir Guðbjörg, sem starfar sem frí- stundaráðgjafi hjá Þjónustu- miðstöð Miðborgar og Hlíða. Hún bætir við að tímasetning hátíðarinnar hafi verið valin nú þegar allt starf sé að fara af stað á ný eftir sumarið, bæði barnastarf og eins félagsstarf aldraðra. Þegar Guðbjörg er innt eftir því hvernig frístundaráðgjafinn kjósi að verja eigin frítíma svarar hún því til að listin eigi hug hennar all- an. „Nauðsynlegt er að eiga sér áhugamál og rækta þau eins og maður frekast getur. Mín áhuga- mál liggja í menningunni, tónlist, myndlist, ljósmyndun, leikhúsum og ferðalögum. Ég hef verið dug- leg að sækja tónleika og þá bæði með íslenskum tónlistarmönnum og erlendum. Menningarnóttin var því nokkuð þétt skipulögð hjá mér og ég stefni næst á tónleikana með Nick Cave, en ætli bestu tónleik- Morgunblaðið/Eyþór Hátíðarstjórinn Guðbjörg Magnús- dóttir frístundaráðgjafi fer á tón- leika hvenær sem tækifæri gefst og býr til glaðlega muni úr keramiki þess á milli. Morgunblaðið/Ellert Grétarsson Í hátíðarskapi Nóg verður í boði fyrir krakka á Miklatúni. Hátíðarstjórinn eyðir frítímanum í keramik arnir sem ég hef upplifað hafi ekki verið Damien Rice-tónleikarnir.“ Myndlistin skipar stóran sess hjá Guðbjörgu enda er hún sjálf útskrifuð úr keramikdeild MHÍ sem nú heitir Listaháskólinn. „Ég er búin að koma mér upp voða notalegri vinnustofu við Keilufell í Breiðholti og sel hlutina mína í Gallerí Fold. Mínir munir eru stíl- hreinir, litaglaðir og stundum með smá húmor.“ » Mælt með | 23 Morgunmatur: Cheerios eða drykkjarjógúrt. Sundlaug: Sundlaugin í Hafnarfirði. Gönguleið: Nauthólsvík og Elliðaárdalur. Matsölustaður: Vegamót og Krua Thai á Tryggvagötunni. Tími dags: Ég er algjör kvöldmanneskja því þá hefur maður tíma til að sinna áhugamálunum. Guðbjörg mælir með HVAÐA foreldri kannast ekki við þá neyslustaðreynd að unglingurinn lít- ur ekki við íþróttaskóm nema þeir séu rándýrir? Krakkarnir horfa líka til fyrirmynda sinna og stórstjörnur á borð við Michael Jordan hafa lánað nafn sitt á Nike-skó sem kosta kannski litlar 15.000 krónur. En nú hefur þessu blessunarlega verið breytt, því ein helsta stjarnan í bandaríska körfuboltanum og fyr- irmynd unga fólksins, Stephon Marbury, hefur nú lagt sitt af mörk- um til þess að hinir efnaminni hafi ráð á því að kaupa góða íþróttaskó á börnin sín. Hann leggur nafn sitt við Starbury-íþróttaskó sem eru vand- aðir en kosta aðeins um 1.000 krón- Alvöru íþróttaskór fyrir þúsund krónur ur (15$). Skórnir eru ekki aðeins kenndir við hetjuna, heldur leggur hún líka mikið upp úr því að spila sjálf á vellinum í Starbury-skóm. Stephon Marbury segir það mark- mið sitt að sýna fólki fram á hversu lítið það þarf að kosta að framleiða hágæða- íþróttaskó. Og viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa, skórnir eru sjóðheitir og aðalmálið hjá ungu kynslóðinni og renna út eins og heitar lummur. Fyrirmynd Stephon Marbury er knár með knöttinn og leikur í Starbury-skóm.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.