Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 12
Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is ÞEGAR ástæður hás matvælaverðs á Íslandi eru skoðaðar heildstætt þá er ekki hægt að komast að neinni annarri niðurstöðu en þeirri að það þurfi að taka til í skatta- og tollakerf- inu. Þar sé um að ræða grundvall- arbreytingu, en ekki pólitíska, sem hljóti að verða hér á landi fyrr eða seinna. Þetta sagði Hallgrímur Snorra- son, hagstofustjóri og formaður mat- vælaverðsnefndar, á morgunfundi sem Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóð fyrir í gær. Eins og kunnugt er stýrði hag- stofustjóri matvælaverðsnefndinni sem hafði það að markmiði að skoða leiðir til þess að lækka matvælaverð hérlendis, en matvælaverð hérlendis er 48% hærra en að meðaltali í Evr- ópusambandsríkjunum. Nefndin komst ekki að samhljóða niðurstöðu, en formaður hennar skil- aði af sér skýrslu 14. júlí sl., sem í framhaldinu var rædd á ríkisstjórn- arfundi. Samkvæmt upplýsingum blaðamanns er málið til skoðunar hjá hinu opinbera, en ekki er ljóst hvort og hvenær búast megi við tillögum eða formlegum viðbrögðum. Í framsögu Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra SVÞ, kom fram að samtökin legðu áherslu á þrennt. „Í fyrsta lagi leggjum við áherslu á einfaldleika í skattlagningu mat- væla, í öðru lagi gegnsæi þannig að viðskiptavinir geti áttað sig á verð- myndun vara og í þriðja lagi aukið verslunarfrelsi.“ Sagði Sigurður tíma til kominn að sameiginlegir hagsmunir 95% þjóðarinnar yrðu látnir ráða þeim úrræðum og ákvörðunum sem Alþingi tekur varðandi rekstrarumhverfi verslun- ar og valfrelsi neytenda. „Okkur þykir nokkuð hafa dregist að menn taki á þessum vanda og tími sé til kominn að breyta.“ Einn samkeppnismarkaður Hagstofustjóri lagði í framsögu sinni áherslu á að breytingar á skött- um og tollum á matvæli leiði ekki einasta til verðlækkunar þeirrar vöru sem er skattlögð, heldur hefðu slíkar breytingar víðtæk áhrif á verðlagningu á samkeppnis- og stað- kvæmdarvöru. „Í þessu samhengi verður að leggja ofuráherslu á sam- keppnina á matvörumarkaði. Það er ekki bara að kartöflur séu í sam- keppni við rófur, heldur er kjöt í samkeppni við fisk, hollar vörur í samkeppni við óhollar, mjólk í sam- keppni við kók o.s.frv. Þetta er einn samkeppnismarkaður allur út í gegn,“ sagði Hallgrímur og gerði þau andmæli sem fram komu við skýrslu hans að umtalsefni. Annars vegar hefðu komið fram áhyggjuraddir þess efnis að með lækkun tolla og skatta hverfi ákveðið neyslustýringartæki. Hallgrímur benti á að núverandi neyslustýring hefði í raun ekki borið þann árangur sem vænst væri og benti á að sá verðmunur sem væri á vörum í dag mundi eftir breytingu haldast svip- aður. Hins vegar gerði Hallgrímur andstöðu Bændasamtaka Íslands að umtalsefni. Minnti hann á að tillög- urnar í skýrslunni beindust ekki gegn bændum heldur snerust þær um ríkjandi kerfi. Lagði Hallgrímur áherslu á að hann hefði fullan vilja til þess að viðhalda byggð og bændum. Að mati Hallgríms er ótti bænda um samdrátt í framleiðslu í kjölfar breytinga á verndartollum á búvöru ástæðulaus, m.a. í ljósi reynslunnar. Minnti hann á að þegar verndartoll- ar á grænmeti voru afnumdir hefði bæði framleiðsla og neysla græn- metis stóraukist í kjölfarið. Hall- grímur lagði einnig áherslu á gæða- yfirburði innlendra afurða og benti jafnframt á að bændastéttin og bú- vöruframleiðslan hefði sýnt að hún væri bæði kröftug og móttækileg fyrir breytingum. „Bændur þurfa því ekki að bera neinn kvíðboga.“ Búsetubreyting til borgríkis Ágúst Einarsson, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, tók undir þetta í erindi sínu og benti máli sínu til stuðnings á að árið 1985 hefði Nýja-Sjáland afnum- ið styrkjakerfi sitt til landbúnaðar tiltölulega hratt með þeim afleiðing- um að til skamms tíma hefðu tekjur bænda lækkað mikið. Fimm árum eftir breytingarnar höfðu tekjur bænda hins vegar náð fyrri stöðu og hafa síðan, að sögn Ágústs, hækkað mikið. „Nú vinna í landbúnaði á Nýja- Sjálandi jafnmargir og fyrir 30 árum og sami fjöldi er í dreifbýli þar og var árið 1920,“ sagði Ágúst og velti upp þeirri spurningu hvort hægt væri að hafa sams konar áhrif hér- lendis. Benti hann á að árið 1901 hefðu 60% landsmanna unnið við landbúnað samanborið við 3% árið 2004. Væri búsetuþróun á Íslandi skoð- uð mætti sjá að árið 1901 bjuggu 87% landsmanna á landsbyggðinni samanborið við 37% árið 2005. Sagði hann það varhugaverða þróun að Ís- land væri að þróast yfir í borgríki, en Ísland er eitt sex landa í heiminum þar sem 60–80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. „Bændur þurfa ekki að bera neinn kvíðboga“ Morgunblaðið/Golli Fjölmenni Margt var um manninn á morgunverðarfundi sem Samtök verslunar og þjónustu efndu til í gær þar sem matvælaskýrslan, sem birt var um mitt sumar, var rædd, sem og viðtökur þær sem skýrslan hlaut. LÖGREGLAN í Hafnarfirði segir að umferð í bæn- um hafi þyngst mikið að undan- förnu og segir ljóst að sumar- leyfum fólks sé lokið og skólarnir byrjaðir. Sam- hliða aukinni umferð megi búast við að árekstrum fjölgi en lögreglan sagði í gærkvöldi að fimm árekstrar hefðu átt sér stað í umdæminu í gær en níu í fyrradag. Að sögn lögreglu er mildi að enginn hafi slasast í árekstrunum. Margir bílanna eru hins vegar skemmdir, með beyglur og brotin ljós, eigendunum til ar- mæðu. Fjöldi árekstra í Hafnarfirði „SVONA fór þetta núna enda gat ég ekkert ráðið við veðrið, þannig að reynsl- an nýtist fyrir næsta sund,“ sagði Benedikt S. Lafleur sjósund- kappi sem varð að hætta við sund sitt yfir Ermar- sundið í gær. Hann mun reyna aftur á næsta ári. Ölduhæð og vindar spilltu fyrir sundinu í gær en benda má á að veð- ur hafði verið einkar kalt og leiðin- legt á Ermarsundinu í ágústmánuði. Reyndar viðraði vel til sunds í fyrra- dag en Benedikt til talsverðra von- brigða átti bandarísk kona pantað í sundið á vegum aðstoðarmanna Breska sjósundfélagsins CSPF. Í ljós kom hins vegar að hún var ekki nægilega vel búin undir sjávarkuld- ann og gafst upp eftir þrjár og hálfa klukkustund. Hvað fjármálahlið verkefnisins áhrærir hafa líklega safnast nokkrir tugir þúsunda í Sjóð sakleysisins sem ætlað er að styrkja verkefni sem sporna gegn alþjóðlegri klámvæð- ingu. Söfnuninni er lokið en Bene- dikt hefur verið styrktur fjárhags- lega af öðrum aðilum vegna ferðalaga og útlagðs kostnaðar upp á um 500 þúsund. Stjórn sjóðsins hef- ur ekki verið skipuð en ágóðinn situr enn óskiptur í sjóðnum. Hætti við að synda yfir Ermarsund Benedikt S. Lafleur 12 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR »Í apríl 2006 fór 13,19% af ráðstöfunartekjum heimilanna í mat- ogdrykkjarvörukaup. Árið 1989 var þetta hlutfall 23,5%. »Velta matvörumarkaðarins án virðisaukaskatts hérlendis nemur um 55milljörðum króna á ári. Þar af nema vörugjöld og skattar u.þ.b. 10,7 milljörðum eða 20% af veltunni. »Útgjöld heimilis í matvörur eru um 42 þúsund krónur á mánuði. »Fullt afnám tollverndar á búvöru myndi lækka útgjöld heimilanna um15,6% eða tæpum 82 þús. kr. á ári. » Skatta- og tollabreytingar þær sem formaður matvælaverðsnefndarlagði til í skýrslu sinni myndi þýða 4,3–4,4 milljarða tekjutap fyrir rík- issjóð, en að sama skapi er ráðgert að tekjuaukning vegna veltuaukningar muni nema á bilinu 1,7–2,6 milljörðum. Í HNOTSKURN FRAMKVÆMDIR eru hafnar við lagningu nýs vegar um Norðurárdal í Skagafirði. Um er að ræða um fimm- tán kílómetra kafla á hringveginum, austast og innarlega í Skagafirðinum, áður en farið er upp á Öxnadalsheiði, en með þessum vegabótum hverfa fjórar einbreiðar brýr og nokkrar blindhæðir sem eru á núverandi vegi. Samkvæmt upplýsingum Vega- gerðarinnar er gert ráð fyrir að verk- inu verði lokið að ári liðnu, þ.e.a.s að vegurinn verði tilbúinn til umferðar næsta haust. Veglínunni er breytt þannig að í stað þess að sveigja yfir Norðurá þegar komið er af Öxnadals- heiðinni, er sveigurinn tekinn af og vegurinn lagður sunnan ár, niðri á áreyrunum. Veglínan liggur yfir ána við bæinn Fremrakot og liggur eftir það samhliða eldri veglínu að norð- anverðu við ána, en niður á eyrunum. Við það hverfa blindhæðirnar sem eru á núverandi veglínu ofar í brekkun- um, auk þess sem byggðar verða nýj- ar tveggja akreina brýr í stað þeirra einbreiðu brúa sem fyrir eru. Þegar þessar einbreiðu brýr hverfa verður einungis ein einbreið brú eftir á þjóðleiðinni milli Norður- og Suður- lands. Það er brúin yfir Síká í Hrúta- firði, en áætlanir eru uppi um að hún hverfi einnig á næstunni, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Fjórar einbreiðar brýr á veginum hverfa Framkvæmdir hafnar við hring- veginn í Norður- árdal í Skagafirði                                                                    Morgunblaðið/Hjálmar Til mikilla bóta Framkvæmdir eru hafnar við hringveginn þar sem hann kemur niður í Norðurárdalinn af Öxnadalsheiðinni, en í baksýn má sjá nú- verandi veglínu niður dalinn í átt til Varmahlíðar. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.