Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 39
stundum heim á sumrin en var þá
oft í vinnu. Seinna fór hann í háskóla
í Þýskalandi og kom þá ekki heim í
sumarfrí. En sumarið 1939 kom
hann heim í sumarleyfinu og var
með unnustu sína, Guðrúnu Bene-
diktsdóttur, með sér. Dvaldi hún
hérna nokkurn tíma. Var þá farið í
skemmtiferðir hér í nágrenninu, í
Hellisfjörð, Mjóafjörð og upp í Hér-
að. Þá fórum við með rútubíl frá Við-
firði að Hallormsstað, en þaðan
gengum við systkinin og Guðrún inn
í Bessastaðagil og vorum þar í tjaldi
tvo daga í góðu yfirlæti, en þá vorum
við orðin matarlaus. Okkur Jóhann-
esi þótti þetta ótrúlegt því við bárum
tvo þunga bakpoka inneftir í steikj-
andi sól, en í ljós kom að í öðrum
pokanum voru bara skór! Líklega
ein fjögur pör. Þær vildu vera vel
búnar til fótanna dömurnar. Úr
þessu varð svo svelti, því rútan frá
Kaupfélagi Héraðsbúa kom sex tím-
um of seint inn að Klaustri vegna
bilunar og komum við ekki til Reyð-
arfjarðar fyrr en eftir miðnætti, en
þar var gist. Oft var þessarar ferðar
minnst og sumarsins 1939, sem eins
hins besta. Þá skildu líka leiðir okk-
ar og Jóhannesar í sjö ár og eftir það
bjó hann aldrei á Norðfirði. Um
haustið fór hann til Þýskalands til að
klára verkfræðinámið og komst ekki
aftur til Íslands fyrr en eftir stríð.
Ég var búinn að nefna að Unnur
vann við beitingar, en seinna vann
hún í Sparisjóðnum í nokkur ár. Á
þeim árum kynntist hún manni sín-
um Jóni Sigurðssyni skipstjóra. Þau
eignuðust fyrsta barn sitt Guðnýju
2. júlí 1934. Unnur var þá enn heima
á Sæbóli og var ég sendur eftir ljós-
móður og var það í fyrsta skipti sem
ég komst í þá ábyrgðarstöðu. Unnur
og Jón gengu í hjónaband 30. júní
1940 og stofnuðu þá heimili og
bjuggu uppi á lofti í Steininum. Í
íbúðinni á móti voru Jóhanna Sig-
finnsdóttir, jafnaldra og vinkona
Unnar, og Sigurjón Ingvarsson
skipstjóri frá Ekru.
Jón var í siglingum til Englands
með fisk, hann var fyrstu stríðsárin
á Sleipni, en 1941 var hann stýri-
maður á Magnúsi NK og skipstjóri á
honum frá áramótum 1942.
Magnús sigldi mest frá Hornafirði
á vetrarvertíðum en Norðfirði á
sumrin. Ég kvæntist Sigríði konu
minni í janúar 1942 og réðst þá vél-
stjóri á Magnúsi hjá Jóni og var á
honum til hausts 1946. Við Sigga
keyptum líka íbúðina sem Jóhanna
og Sigurjón bjuggu í er þau fluttu á
Ekru, svo nú vorum við Unnur aftur
í nábýli.
Þau Unnur og Jón eignuðust
þrjár dætur á næstu árum. Halldóru
5. sept.1941, Steinunni 27. des. 1942
og Unni 12. júní 1945. Samkomulag
var alltaf gott á milli heimila okkar,
bæði barna og fullorðinna.
Sjómannskonur hafa oft átt erfitt
líf og ekki síst á stríðsárunum. Þær
þurftu að sjá einar um heimilið lang-
tímum saman og oft löng bið eftir að
frétta af þeim sem á sjónum voru.
Þá bönnuðu Englendingar alla notk-
un talstöðva, nema í algerri neyð og
þær innsiglaðar. Fréttist því aldrei
af skipum nema þau væru við land.
Þetta var hlutskipti Unnar og
margra annarra, en hún tók því með
jafnaðargeði eins og öðru.
Kvennadeild Slysavarnafélagsins
starfaði af miklum krafti á Norðfirði
og tók Unnur þátt í því. Beitti deild-
in sér fyrir að talstöðvar væru settar
í fiskibáta, sem þá var fátítt og
veittu styrk til þess. Var hún gjald-
keri í stjórn deildarinnar í áratugi
og var virkur félagi fram á síðustu
ár.
Unnur og Jón slitu sambúð og bjó
hún ein með dætrum sínum eftir það
þangað til að þær giftust og fóru að
heiman. Guðný er gift Herberti
Benjamínssyni skipstjóra, Halldóra
Gunnari Jónssyni vélstjóra, Stein-
unn Jóni Stefánssyni vélstjóra, Unn-
ur giftist Kára Guðmundssyni flug-
umferðarstjóra, en hann fórst í
flugslysi. Síðar giftist hún Sigurjóni
Valdimarssyni skipstjóra. Hafa allir
tengdasynir Unnar reynst henni
sérlega vel og sýnt henni mikla um-
hyggju. Hún fór að vinna á Pósthús-
inu á Norðfirði 1949 og vann þar uns
starfsferli hennar lauk 1983. Hún
var dugleg og samviskusöm við
starfið og vann sér traust. Var hún
póstfulltrúi og líkaði það vel. Þarna
kynntist hún mörgu fólki, bæði hér á
staðnum og einnig á öðrum pósthús-
um. Hún bar hag Póstsins mjög fyr-
ir brjósti og varði heiður hans ein-
arðlega. Þegar ég kvartaði um há
póstgjöld, spurði hún hvort ég vildi
hlaupa með bréf til Reykjavíkur fyr-
ir þetta og veifaði frímerki.
Þegar pabbi dó 26. apríl 1956,
flutti mamma til okkar. Unnur fékk
þá húsið á Sæbóli til ráðstöfunar, en
það var orðið fyrir á Hafnarbraut-
inni og var því flutt á lóð við Sverr-
istún. Hún lét lagfæra það mikið og
byggja við það. Hún flutti þangað
árið 1957 og bjó þar síðan uns hún
fór í íbúðir aldraðra, Breiðablik.
Samskipti minnkuðu ekki milli
heimilanna þó aðeins væri lengra á
milli. Við fórum stundum saman í
ferðir um nágrannabyggðirnar, eftir
að ég eignaðist bíl og Norðfjörður
komst í vegasamband. Unnur hafði
gaman af að ferðast, bæði innan-
lands og utan. Hún fór í póstmanna-
ferð til Englands og Írlands og hafði
þá frá mörgu að segja því hún var
eftirtektarsöm og fróð. Einnig ferð-
aðist hún um Norðurlönd, bæði í
hópferðum og á eigin vegum. Eftir
að Jóhannes kom frá Þýskalandi
kvæntist hann Guðrúnu, sem beðið
hafði eftir honum öll stríðsárin og
stofnuðu þau heimili í Reykjavík.
Urðu þá tíðar ferðir, bæði suður og
austur. Kölluðum við Unnur heimili
Guðrúnar og Jóhannesar Hótelið á
Laugarási og notuðum óspart.
Eftir að konan mín lést 1988, var
Unnur stundum á sumarferðum með
mér í kring um landið, með viðkomu
á Laugarásnum. Stundum voru þá
með í ferð barnabörn mín frá Vopna-
firði Svenni eða Eygló og Steinunn
dóttir mín. Lífguðu þau mikið upp á
ferðirnar og lækkuðu meðalaldur-
inn. Ég var alltaf bílstjórinn á þess-
um ferðum en Unnur stjórnaði og
oft með harðri hendi. Eitt sinn er við
vorum á heimleið frá Reykjavík
þurfti hún að stansa í Hveragerði til
blómakaupa. Gott veður var og ég
var að hugsa um að gaman væri að
gista á leiðinni og taka það rólega.
En þá kom Unnur með blómin, en
hafði líka farið í síma og var búin að
panta kvöldmat hjá Halldóru dóttur
sinni sem bjó á Breiðdalsvík. Ég
mótmælti og sagðist ekki geta kom-
ist í tæka tíð, en hún sagði að þetta
væri vel hægt og í matinn komumst
við, en strangt var það. Unnur hafði
gaman af að skoða kirkjur og voru
þær margar sem við ýmist komum í,
eða skoðuðum að utan. Einu sinni
fórum við í sérstaka kirkjuskoðunar-
ferð um Eyjafjörð, Svenni litli var
þá með okkur og fannst þetta und-
arlegt háttarlag að stansa við allar
kirkjur, en aka framhjá sjoppunum,
en áhugamálin eru misjöfn.
Ég held að Unnur hafi átt ham-
ingjusama ævi þó stundum hafi ver-
ið erfitt, sérstaklega þegar hún var
ein með dætur sínar og eins meðan
hún var að greiða skuldir af viðgerð-
inni á Sæbóli, en hún var einstök
skilamanneskja og mátti aldrei
vamm sitt vita í þeim efnum. Ég
kynntist þessu vel eftir að hún kom í
Breiðablik því þá annaðist ég þetta
stundum fyrir hana, en hún greiddi
alla reikninga strax og hún fékk þá í
hendur, með glöðu geði, jafnvel
skattana.
Unnur eignaðist marga afkom-
endur og var stolt af þeim enda sam-
band við þá einstaklega kært og um-
hyggja hennar og þeirra mikil. Ef
mér varð það á að tala um alla mína
afkomendur við hana, fannst henni
ekki mikið koma til fjöldans, því hún
átti fleiri en við Jóhannes til samans.
Hún eignaðist marga vini og kunn-
ingja um ævina og var þeim einstak-
lega trygg. Eins var hún öllu frænd-
fólki sínu og mat mikils hjálpsemi
þeirra eftir að hún fór að veikjast og
verða minna megnug.
Ég sakna beggja systkina minna
Unnar og Jóhannesar og er nú orð-
inn einn eftir af Sæbólskrökkunum,
en ég þakka samfylgdina og þarf
ekki að kvarta, með börn mín og
aðra afkomendur og frændfólk í
næsta nágrenni. Dætrum Unnar,
mönnum þeirra og afkomendum
votta ég samúð mína, sérstaklega
yngstu börnunum sem sjá nú á bak
umhyggjusamri langalangömmu.
Reynir Zoëga.
Agnar, afabróðir.
Eftir sunnudaga-
skólann fer ég með
systrum mínum í
þessa svimandi háu
blokk við bókasafnið þar sem við
náum ekki upp í bjölluna, Agnar
opnar fyrir okkur glettinn með stóru
gleraugun sín og gefur sig af alúð á
tal við okkur við lestrarhorns lok-
rekkjuna sína, kallar systur mínar
heimskonur sem þær gleyma aldrei
og hafa þær alltaf haldið mikið upp á
hann síðan. Við endum með að fá
kex og sögur undir hvítlauksrifjum
við tunnuna í eldhúsinu hjá Hildi-
gunni sem var einstök upplifun. Af
þrettándu hæðinni sá maður yfir
heiminn fyrir litlum strák og öll
gamlárskvöld var besti staðurinn og
mesta ævintýrið hjá Agnari á meðan
maður kom honum í vandræði í fé-
lagsskap barnabarna hans með
hurðasprengjum og rakettum í rúðu
nágranna.
Rispaðir eftir Rauðhólana, blautir
eftir kajakferð og sveittir eftir að
hafa veitt villtar kanínur í peysuna
okkar brjótumst ég og Úlfur Ugga-
son frændi minn í gegnum kjarrið
inn í Agnarskofa í kræsingar hjá
Hildigunni þar sem Agnar, synir
hans, pabbi og fjölskyldur þeirra
sátu og röbbuðu um heima og geima,
tættu í sig bækur, vangaveltu yfir
örlögum lista og fræðimanna. Brutu
niður kenningar, einfölduðu og
komu með miklu flóknari í staðinn
og ávallt var frumleikinn í hávegum
hafður hjá Agnari. Þarna sat maður
lamaður undir dularfyllstu samræð-
um sem hægt var að komast í tæri
við, gat varla mulið kexið fyrir heila-
brotum er urðu að einhverri und-
arlegri veröld sem maður hafði enga
yfirsýn á. Seinna á lífsleiðinni í sam-
ræðum og skóla þóttist maður
Agnar Þórðarson
✝ Agnar Þórð-arson fæddist í
Reykjavík 11. sept-
ember 1917. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
12. ágúst síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Dóm-
kirkjunni 25. ágúst.
merkja hjá sjálfum
sér nokkuð skemmti-
lega gagnrýna, frum-
lega og frjóa hugsun
en áttaði sig einn dag-
inn á því að það var
ekki komið af sjálfu
sér þegar maður varð
minnugur þessara
góðu stunda í Agnar-
skofa eða þegar Agnar
kom yfir í Sumó.
Hann heilsaði manni
með tilþrifum, starði á
mann með viðkunnan-
legri grettu og spurði
hver maður væri! Því hann var far-
inn að sjá illa. Það þýddi heldur ekk-
ert að hreinsa beinin úr fiskinum
lengur, honum var sporðrennt nán-
ast í heilu lagi á meðan maður horfði
úteygður á eins og í teiknimyndum.
Fyrir mér var Agnar hús skáld-
skaparins, heimur bókmenntanna og
merkilegur maður sem mér þótti
vænt um eins og afa minn.
Jón Þórarinn Þorvaldsson.
Agnar Þórðarson var litríkur og
skemmtilegur maður. Nær allt sitt
líf tók hann ekki á heilum sér.
Fimmtán ára smitaðist hann af
berklum og varð að láta sér nægja
þriðjung úr öðru lunga. Agnar var
einn af þeim sem settu svip á
miðbæinn, og var óþreytandi göngu-
maður, en það varð að vera á jafn-
sléttu. Það var gaman að ganga með
honum og margt bar á góma. Agnar
varð snemma hallur undir leikhús og
þar var hann eldfjörugur penni,
naskur á litríkar persónur og slung-
in plott og bjó lengi við vinsældir.
Þetta skeið tók þónokkur ár. En þá
hafnaði hann skyndilega fyndni
sinni og sneri sér að dramatískara
efni. Ég hafði ekki hátt um það en
ég taldi þetta mistök. Eitt drama-
tískt sjónvarpsverk með þeim Helga
og Helgu, þótti mér um margt gott
en því var annars tekið af tómlæti.
Ég held að sjónleikurinn hefði átt að
vera á sviði og kann filman að hafa
sitt að segja um framhaldið. En ég
flíkaði ekki skoðun minni á þessu.
Á þessum árum fór í vöxt að menn
legðu leið sína til Parísar og rénaði
þá um skeið Ameríkudellan, en
þetta var áður en sólarlandaflóðið
hófst. Við Agnar hittumst þar oftar
en einu sinni og „stambúlan“ var
Café Select á Montparnasse. Þar
voru jafnt frægir menn sem óþekkt-
ir og þeir fyrri lausir undan átograf
fíklum.
Við fréttum það síðar að Íslend-
ingaklíkan hefði verið kölluð „lo-
getout fermé“ en raunar héldum við
saman án þess að gera okkur grein
fyrir að við værum einangrunarsinn-
ar. Þarna sátu Þorvaldur Skúlason,
Guðmundur Elíasson, Thor, Guð-
mundur Steinsson, Gerður Helga-
dóttir og runan gæti orðið án enda.
René, yfirþjónninn, var farinn að
blóta á íslensku og var mörgum ár-
um seinna boðinn til Íslands af ís-
lenskum Selectistum.
Frakkar eiga það til að vera höfð-
inglegir. Þeir tóku í gegn stórhýsi á
hægri bakkanum og buðu þangað
erlendum listamönnum til dvalar að
mestu ókeypis. Þetta var vel þegið
og fékk ég þar inni rúmgott her-
bergi með öllum þægindum, að af-
lokinni dvöl hjá Finnum. Við mátt-
um hýsa gesti og það varð úr að
Agnar yrði minn fyrsti gestur.
Fyrsta kvöldið ákváðum við að leita
á fornar slóðir, og auðvitað sækja
heim „Café Select“. Á þessum kaffi-
húsum sátu frægir menn við hlið
ófrægra og datt engum nema búálf-
um í hug að abbast uppá þá. Þarna
var Kiki sem eitt sinn var talin feg-
ursta kona Parísar, augun og hárið
tinnusvart. Hún sat sem módel hjá
mörgum frægustu og bestu málur-
um Frakka. Sagt var að hún hafi
legið hjá þeim öllum. Nú var öldin
önnur. Nú var Kiki útbrunnið skar,
augun svörtu þrútin og sljó. Allir
vildu gefa henni drykki og hún taut-
aði sífellt fyrir munni sér: Mont-
parnass er Kiki og Kiki er Mont-
parnass – og svo var það gamli
maðurinn í hvítu fötunum með silf-
urgrátt sítt hár og skegg. Hann sett-
ist aldrei niður og leit hvorki til
hægri eða vinstri. Einhver vitneskja
var um að hann hafi verið lengi í
Kína og kunni vel kínversku. Svo
leið og beið og dag nokkurn skýtur
honum upp á Íslandi kominn þangað
til að deyja. Hvað úr varð veit ég
ekki. En okkur Agnari þótti nú
Snorrabúð stekkur. Einu sinni var
ort: „Hvar hafa dagar lífs míns lit
sínum glatað. Hvar – ó, hvar!
Kjartan Guðjónsson.
Haustdagskrá
Bridsfélags Reykjavíkur
Nú fer að koma tími til að setja
golfsettin inn í geymslu og setjast
við spilaborðið.
BR mun spila á þriðjudögum og
föstudögum í vetur í Síðumúla 37 og
hefst spilamennska alltaf kl. 19:00.
Dagskrá haustsins lítur þannig
út:
12.9., 19.9. verður spilaður
Barómeter-tvímenningur.
Butler-tvímenningur verður þrjú
kvöld þ.e. 26.9., 3.10., 10.10.
Fjögurra kvölda Swiss monrad-
sveitakeppni hefst 17.10. og verður
spiluð 24.10. og 31.10.
7. nóvember hefst hraðsveita-
keppni þriggja kvölda og Cavend-
ish-tvímenningurinn verður spilaður
28.11., 5.12., 12.12.
Síðasta keppniskvöldið er svo
Jólasveinatvímenningur 19. des.
Á föstudögum verður venjulega
spilaður monrad-tvímenningur en
öðru hverju verður annað spilaform,
einmenningur, bötler-tvímenningur,
speedball o.fl.
Eins og síðasta ár verður 24
bronsstigahæstu spilurum vetrarins
(þriðjudagar+föstudagar) boðið í
einmenning þar sem veitt verða
vegleg verðlaun og boðið upp á veit-
ingar. Verður án efa hörð keppni að
komast í mótið.
Mótaskrá Bridssambandsins
komin út
Vetrarstarf BSÍ og bridsfélag-
anna er nú að fara í fullan gang og
hefir Bridssambandið gefið út drög
að mótaskrá fyrir næsta starfsár.
Helgina 23.–24. september lýkur
Bikarkeppninni og þremur vikum
síðar er hin árlega deildakeppni þar
sem spilað er í þremur deildum.
Helgina 20.–21. október verður
Íslandsmótið í einmenningi og í
beinu framhaldi af því þ.e. sunnu-
daginn 2. okt. verður ársþing BSÍ.
Íslandsmót kvenna í tvímenningi
verður spilað 28.–29. október og
yngri og eldri spilarar spila sitt mót
4. nóvember.
Seinni hluti deildakeppninnar
verður helgina 18.–19. nóvember og
hin vinsæla parasveitakeppni 25.–
26. nóvember.
Annan desember verður Íslands-
mót í Butler-tvímenningi og 3. des.
Íslandsmót í sagnkeppni.
Nú verður nokkurt hlé á mótum á
vegum Bridssambandsins og safna
menn kröftum í næstu mót sem eru
á Bridshátíð sem hefst 14. febrúar.
Bridshátíð Landmannahellis
Nú um helgina fór Bridshátíð
Landmannahellis fram í sjötta
skiptið. Mótið er sambland af brids,
veiði og almennri útivist en fastur
liður í mótinu er að fara í laugina í
Landmannalaugum sem er um 20
km frá Landmannahelli. 12 manns
tóku þátt þetta árið og hefur með-
alstyrkleiki aldrei verið meiri, eða
830 meistarastig.
Loksins tókst fyrrverandi heims-
meistara, Þorláki Jónssyni, að sigra
í bridsmótinu en hann hefur oft áð-
ur unnið veiðikeppnina. Þetta árið
vann Þröstur Ingimarsson veiði-
keppnina en gekk ekki eins vel í
spilamennskunni.
Menn skemmtu sér hið besta að
vanda. Á næsta ári stendur til að
mótið verði alþjóðlegt því von er á 6
Dönum.
Staða efstu manna:
Þorlákur Jónsson (Veiðikló)
Kristinn Þórisson (Íslandsmeist-
ari í einmenning)
Frímann Stefánsson (fyrsti Land-
mannahellismeistarinn 2001)
Frá eldri borgurum
í Hafnarfirði
Föstudaginn 1. september var
spilað á 12 borðum.
Úrslit Urðu þessi í N/S
Ragnar Björnss. – Friðrik Hermannss. 264
Björn Björnsson – Sigríður Gunnarsd. 239
Bragi Björnsson – Auðunn Guðmss. 237
Sæmundur Björns. – Albert Þorsteins. 236
A/V
Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 254
Guðm. Árnas.– Maddý Guðmundsd. 237
Einar Sveinsson – Ólafur Gíslason 235
Knútur Björnsson – Elín Björnsd. 232
Bridsdeild FEB í Reykjavík
Tvímenningskeppni spiluð í Ás-
garði, Stangarhyl, fimmtud.31.08.
Besti árangur N-S
Bragi Björnsson – Albert Þorsteinsson 275
Magnús Oddsson – Oddur Halldórsson 239
Jóhann Lúthersson – Ólafur Ingvarsson
237
A-V
Viggó Nordqvist – Gunnar Andrésson 283
Jóhannes Guðmannss. – Unnar Guðmss.
265
Ragnar Björnsson – Pétur Antonsson 259
Tvímenningskeppni spiluð
mánud. 04.09. Spilað var á 10 borð-
um og meðalskorin 216 stig.
Árangur N-S
Jóhannes Guðmannss. - Unnar Guðmss.
267
Ægir Ferdinands. - Jóhann Lúthers. 252
Jón Hallgrímsson - Gísli Víglundsson 228
Árangur A-V
Eysteinn Einarss. - Oliver Kristóferss. 245
Ragnar Björnsson - Guðjón Kristjánss. 244
Bragi Björnsson - Albert Þorsteinss. 233
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson