Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ SENDUM Í PÓSTKRÖFU www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í , Skólavörðustíg 16 Borgartúni 24 - Hæðarsmára 6 Fjarðarkaupum Lífsinslind í Hagkaupum Heilsuhúsið Selfossi Spektro Multivítamín, steinefnablanda ásamt spirulinu, Lecthini, Aloe vera o.fl. fæðubótarefnum Ein með öllu Eftir Andra Karl andri@mbl.is UM miðjan september á sl. ári gerði Reykja- víkurborg samninga við Glímufélagið Ármann og Knattspyrnufélagið Þrótt um uppbyggingu mannvirkja og samstarf félaganna í Laug- ardalnum. Samkvæmt samningunum lét Ár- mann af hendi land og mannvirki við Sóltún, þar sem fimleikadeild félagsins var til húsa, en þess í stað féllst borgin á að byggja fimleika- hús áfast félagshúsi Þróttar. Tæpu ári síðar er fimleikadeild Ármanns að búa sig undir að flytja inn í nýja húsið og verð- ur sjálfur fimleikasalurinn afhentur í fyrra- málið. Tímamót í starfi Ármanns sem hefst með æfingum yngstu iðkenda fimleika, svo- kallaðra krílahópa, en síðar verður táknræn ganga frá nýjum sal Laugardalshallarinnar niður að nýju aðstöðunni, þar sem verður farið í kynningarferð um húsið og stundaskrár af- hentar. Æfingar hefjast svo nk. mánudag. Nýi fimleikasalurinn er um 1.700 fermetrar og verða áhorfendabekkir fyrir um 450 manns. Mikil uppsveifla í fimleikum „Þetta verður fullkomnasta og best búna húsið á landinu,“ segir Jón Þór Ólason, for- maður fimleikadeildar Ármanns, og bætir við: „Við erum með eina húsið sem er t.a.m. með öll áhöld uppsett og ekki er þörf á að hreyfa við stykki hérna til að hefja æfingar eða mót.“ Hingað til hefur þurft að flytja öll áhöld félags- ins úr gamla húsinu í Sóltúni yfir í Laugardals- höll þegar mót voru haldin. Jón Þór segir að þjálfarar Ármanns hafi fengið frjálsar hendur þegar að því kom að velja áhöld og er félagið því búið nýjustu tækj- um. „Þeir fengu allt sem þeir vildu þannig að við erum mjög vel búin.“ Jón Þór segir að hjá Ármanni séu ríflega sex hundruð iðkendur fimleika, að undanförnu hefur aukningin verið mikil eða um hundrað börn þrátt fyrir að félagið hafi ekkert auglýst. Umræðan um nýja húsið hafi hins vegar að öll- um líkindum skilað sínu. „Það eru allir mjög ánægðir og margir sem komið hafa að skoða frá öðrum félögum. Þetta er náttúrlega draumaaðstaða, við erum með mörg sett af hverju og hægt verður að nýta svæðið mjög vel, sem skilar sér í markvissari æfingum.“ Jón Þór segir mikla uppsveiflu í fimleikum um þessar mundir og hefur hann þær upplýs- ingar frá starfsmanni Fimleikasambands Ís- lands að iðkendum hafi fjölgað um þúsund á milli ára á landsvísu. Íþróttahús Ármanns verður ekki tekið í notkun formlega fyrr en í byrjun nóvember þar sem enn á eftir að vinna að framkvæmdum við skrifstofur, tengibyggingu og búnings- klefa. Salur fimleikadeildarinnar er hins vegar tilbúinn en auk þess verða salir undir bardaga- íþróttir, júdó, glímu og taekwondo teknir í notkun fljótlega. Nýr 1.700 fermetra salur tekinn í notkun Morgunblaðið/Ómar Bylting Nýi salurinn mun gjörbylta aðstöðunni fyrir iðkendur félagsins en hann er mun stærri en sá gamli. Gjörbylting verður á aðstöðu fimleikadeildar Ármanns með tilkomu nýs íþróttahúss í Laugardal sem verður öllum bestu tækjum búið Morgunblaðið/Ómar Allir ánægðir „Þetta er náttúrlega draumaaðstaða,“ segir formaðurinn. AKUREYRI MINJAVÖRÐUR Norðurlands eystra telur nauðsynlegt að neyðar- rannsókn hefjist sem fyrst í einum elsta kirkjugarði landsins, við bæinn Glerá í Lögmannshlíð, en hluta garðsins var fyrir mistök ýtt í burtu við malarnám fyrir tveimur árum. „Hér er um sorglegt slys að ræða. Akureyarbær hefur axlað ábyrgð sína og mun standa fyrir neyðar- rannsókn á því sem eftir kann að vera af grafreitnum, samkvæmt kröfu minni fyrir hönd Fornleifa- verndar ríkisins,“ segir Sigurður Bergsteinsson, minjavörður Norður- lands eystra við Morgunblaðið. Sigurður telur slæmt hve rann- sóknin hefur tafist mikið. „Nú fer hver að verða síðastur,“ svaraði hann spurður hvort rannsókn væri enn möguleg fyrir veturinn. Það var í október 2004 sem ábú- endur Glerár I gerðu minjaverði við- vart um raskið, þegar beinahrúgur komu í ljós við malarnámið. „Ég hafði strax samband við leyfishafa malarnámunnar og stöðvaði fram- kvæmdir á staðnum.“ Sigurður setti sig einnig í samband við fulltrúa Ak- ureyrarbæjar, en bærinn á landið og hafði veitt leyfi til malarnámsins, sem slysinu olli. „Það hafði hins veg- ar láðst að geta þess að þessar forn- leifar væru á staðnum, þrátt fyrir að upplýsingar um að forn kirkjugarður væri á staðnum lægju fyrir í skrá yf- ir fornleifar innan bæjarmarka, sem bærinn hafði látið gera fyrir sig. Slík skrá er gerð til að koma í veg fyrir að fornleifum verði raskað að ástæðu- lausu.“ Sigurður segir að þar sem farið var að halla að vetri þegar raskið varð uppvíst var ákveðið að fresta neyðarrannsókn til sumarsins 2005 og var gengið frá svæðinu með yf- irbreiðslu en seinagangur hjá Akur- eyrabæ hafi valdið því að neyðar- rannsókn hafi enn ekki hafist. „Mér er þó kunnugt um að Akureyrarbær hefur í sumar verið í sambandi við fyrirtæki sem taka að sér fornleifa- rannsóknir, enda hef ég gert bænum grein fyrir því að frekari töf á rann- sókn sé ekki ásættanleg. Ekki liggur þó fyrir nú hvenær rannsókn hefst,“ segir Sigurður. Hann segir umræddan kirkjugarð örugglega með þeim elstu hér á landi en að öllum líkindum ekki hafa verið mjög lengi í notkun. „Það er líklegt að hann hafi lagst af mjög snemma á miðöldum, snemma í kristni, fljót- lega eftir að Lögmannshlíðarkirkja var gerð,“ segir Sigurður. En hvað er hægt að rannsaka á stað eins og þessum? „Í beinagrind- unum sjálfum liggja ýmsar upplýs- ingar um einstaklinga sem uppi voru á þessum tíma; alls kyns greiningar á sjúkdómum, lifnaðarháttum, fæðu, líkamsgerð og ungbarnadauða svo eitthvað sé nefnt – þversnið af lýð- fræði þessa tíma,“ segir Sigurður. Neyðarrannsókn þarf að hefjast sem allra fyrst Hluta af einum elsta kirkjugarði landsins var mokað burtu af jarðýtu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Grafið í grafreit Dúkurinn hylur þann hluta hins forna kirkjugarðar sem enn er fyrir hendi. „Í beinagrindunum … liggja ýmsar upplýsingar um einstaklinga sem uppi voru á þessum tíma,“ segir minjavörður Norðurlands eystra. ÁSTRALSKI myndlistarmað- urinn Andrew Rogers flytur í dag fyrirlestur um verk sín í Rós- enborg (gamla barnaskólanum) kl. 14.50 en Rog- ers vinnur nú að uppsetningu stórra útilistaverka of- an Akureyrar. Fyrirlesturinn er öll- um opinn en það er Listnámsbraut VMA, Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðin í Listagili sem frumkvæði hafa að honum. Rogers með fyrirlestur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.