Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 13 FRÉTTIR Suðurlandsbraut 20 – 108 Reykjavík – Sími 588 0200 – www.eirvik.is -hágæðaheimilistæki Með Magimix safapressunni er engin þörf á töframeðulum til að hressa upp á heilsuna Magimix safapressan er afar handhæg og einföld í notkun. Á örskotsstund má töfra fram með henni vítamínríka og kaloríusnauða ávaxta- og grænmetisdrykki sem hressa bæta og kæta. Magimix safapressuna er auðvelt að þrífa, hún er stílhrein, krafmikil og endingargott töfratæki. Töfratæki fyrir heilsuna og línurnarvilb or ga @ ce nt ru m .is Fæst með berjapressu www.or.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O RK 3 40 42 08 /2 00 6 Verið velkomin á Nesjavelli Orkuveita Reykjavíkur býður gestum og gangandi að heimsækja Nesjavelli, kynna sér orkuverið ásamt því hvernig staðið hefur verið að umhverfismálum og aðgengi fyrir ferðamenn og gesti á Nesjavöllum. Opið á Nesjavöllum í september og október: Mánudaga til laugardaga er opið frá kl. 9:00–17:00. LOKAÐ á sunnudögum. Hvað veistu um jarðvarmavirkjanir?  Ársalir - fasteignamiðlun  Ársalir - fasteignamiðlun  Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali Sími 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf. - fasteignamiðlun Einbýlishús sem er 251 fm auk 37 fm bílskúrs til sölu og afhendingar fljótlega. Húsið stendur í útjaðri, niður við hraunið. Opið hús á sunnudaginn frá kl. 13:00 til 16:00. SMÁRAFLÖT 22, GBÆ TIL SÖLU Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is SIGURÐUR Harðarson arkitekt segist fyllilega sam- mála Magnúsi Jónssyni veðurstofustjóra um að hönnun og staðsetning bygginga hafi staðbundin áhrif á veð- urfar, þ.e. að háhýsi skapi hvassviðri í kringum sig. Sigurður segir að háhýsi séu af þeim toga að slík hús ætti í raun alls ekki að byggja hér á landi en með háhýsi á hann við hærri en 5–6 hæða hús. „Magnús nefnir ekki þátt sem er mjög mikilvægur líka, en það er skuggavarpið sem er mjög slæmt. Það er of lítið hugsað fyrir því þegar ákvarðanir eru teknar um húsbyggingar. Hinn lági íslenski sólarvinkill stóran hluta vetrar skapar slagskugga sem eru margfaldir á við hæð hússins,“ segir Sigurður. Varðandi vindinn og mögnunaráhrif háhýsa á hann segir Sigurður það staðreynd að allt of lítið sé hugsað fyrir þessum áhrifum, bæði gagnvart skjólmyndun við einstök hús annars vegar og hins vegar við stærri íbúða- svæði. „Við hefðum gjarnan viljað láta huga að þessu strax á skipulagsstigi en það er hægt að ná miklum ár- angri með vel úthugsaðri staðsetningu á skjólbeltum og staðsetningu húsa og formi þeirra. Mér finnst því mjög gott að einhver skuli sýna þessu áhuga. Ég hef haldið marga fyrirlestra um þetta og menn eru sammála mér þegar þeir heyra og sjá þetta, en vandinn er sá að hér er ekki um „absólút“ vísindi að ræða. Það liggja ekki fyrir einhlítar lausnir í þessu sambandi en það er þó vitað að hægt er að hafa áhrif á vind með mjög mörgum hætti. Kúnstin er sú hvernig það verði gert.“ Vindaathuganir gerðar í Skuggahverfinu Margt háhýsið er við Skúlagötuna og fleiri á leiðinni samkvæmt áformum 101 Skuggahverfis. Að sögn Einars Inga Halldórssonar framkvæmdastjóra hefur reynslan af háhýsunum í fyrsta áfanga hverfisins verið góð. „Danskir og íslenskir arkitektar hafa hannað Skugga- hverfið og á vegum Dansk Maritan Institut voru gerðar vindprófanir í vindgöngum til að átta sig á því hvernig vindar blésu í tengslum við skjólmyndun og annað,“ seg- ir Einar. „Í sjálfu sér á það því ekki við um Skuggahverf- ið að ekki hafi verið gerðar neinar athuganir á þessu, heldur einmitt tekið tillit til þess við hönnunina að skapa skjól eins og hægt er og fyrirbyggja sviptivinda í porti, inngangi eða á svölum. Þarna er verið að byggja við Skúlagötuna og ekki hægt að selja mönnum þá hugmynd að þarna sé eilíft logn. Þess vegna var gripið til þess að skoða á hönn- unarstiginu hvernig vindar blésu um þessar byggingar þannig að menn gætu tekið tillit til þess við hönnun ef gera þyrfti einhverjar breytingar.“ Helga B. Laxdal staðgengill sviðsstjóra Skipulags- og byggingasviðs Reykjavíkurborgar segir oft hafa verið rætt að vindafari og veðri beri að veita meiri athygli við hönnun bygginga og hverfa. Hún minnir á að sú hafi ver- ið raunin með skipulagningu Skuggahverfisins. Það séu úttektir sem ráðgjafar borgarinnar láta fara fram. „Skipulags- og byggingalög miðast við að vinnsla skipu- lags fari ekki beinlínis fram hér innan stofnunarinnar heldur eru utanaðkomandi ráðgjafar ráðnir til að gera athuganir sem þörf er á hverju sinni, hvort sem um er að ræða hljóðvistarathuganir, skuggaathuganir eða slíkt. Vindaathuganir eru meðal þess sem gert hefur verið, þrátt fyrir að ekki hafi verið mikið gert af því, enda höf- um við ekki langa reynslu þegar kemur að því hvað beri að athuga þegar skipulagt er þétt. Það er því eflaust hægt að taka undir hluta af þeirri gagnrýni.“ Hún tekur fram að lög geri ekki ráð fyrir því að gera skuli vindaat- huganir heldur eru þær háðar mati hverju sinni. Spáir hún því að gerðir verði skýrari verkferlar um það hve- nær vindaathuganir skuli liggja fyrir ef þróunin verði þannig að fleiri háhýsahverfi verði skipulögð. Háhýsin ótæk hérlendis Morgunblaðið/Eggert Hafa áhrif á veður Hús sem eru hærri en 5–6 hæðir skapa of mikil vindáhrif, að mati sumra. „MJÖG auðvelt er að lýsa yfir frið- lýsingu á svæði sem þeir eiga ekki en málið er að ekkert samband hefur verið haft við okkur jarðeigendur hér,“ segir Magnús Tómasson, íbúi á Ökrum á Mýrum í Borgarfirði en í byrjun vikunnar sagði Morgunblaðið frá því að vinna við friðlýsingu fjór- tán svæða stæði nú yfir. Akrar eru á meðal þeirra svæða. Magnús er einn þeirra landeig- enda sem ekki eru tilbúnir til að láta friðlýsa land sitt og segist ekki treysta ríkinu fyrir slíku verki. „Þannig er að ég treysti einungis sjálfum mér, betur en ríkinu, þegar kemur að friðun landsins og ég held að það séu margir hér sem eru sama sinnis,“ segir Magnús en hann, ásamt öðrum eigendum að Ökrum, býr að um 70 ferkílómetra svæði. Hann segir að ef af friðlýsingu verði þá þýði það eignaupptöku á vissan hátt. Það myndi t.a.m. hafa þau áhrif að landeigendur gætu ekki selt hluta af landi sínu undir sumarbústaði. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndar- og útivistarsviðs Umhverfisstofnunar, segir í samtali við Morgunblaðið sl. sunnudag að friðlýsing nái ekki fram að ganga leggist landeigendur gegn því og ekki þurfi nema einn landeigandi að vera mótfallinn reglunum til þess að svo fari. „Ekki hefur verið beitt laga- ákvæði sem heimilar að gera þetta án þess að samkomulag liggi fyrir og það er ekki pólitískur vilji til þess að gera það.“ Eitt svæði í Guðlaugs- og Álfgeirs- tungum í Húnavatnssýslum hefur þegar verið friðlýst og vonast er til að annað svæði, Álftanes – Skerja- fjörður, verði friðlýst í vetur. Ekkert samband verið haft við okkur Landeigandi á Mýrum í Borgarfirði ekki tilbúinn til að láta friðlýsa land sitt Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.