Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Kristján ÖrnValdimarsson
fæddist á Syðstu-
Grund í Skagafirði
22. apríl 1954. Hann
lést 28. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Fjóla
Heiðdal Hafsteins-
dóttir, f. 27. júlí
1933, d. 28. mars
1969, og Valdimar
Eyberg Ingimars-
son, f. 2. desember
1927, d. 27. mars
1989. Systkini Krist-
jáns eru Óskar, f. 1956, Dagnýr, f.
1958, Hlynur Sigurður, f. 1959, og
Guðrún Valbjörk, f. 1966.
Kristján kvæntist Kristínu
Rannveigu Óskarsdóttur frá
Vopnafirði, f. 18.
febrúar 1959. For-
eldrar hennar eru
Gróa Aðalheiður
Þorgeirsdóttir og
Óskar Ósvaldsson.
Kristján og Kristín
eiga tvo syni, þeir
eru Andri, f. 16.
mars 1988, og
Brynjar, f. 1. desem-
ber 1989.
Kristján flutti til
Reykjavíkur 1975
og var með eigin
sendibíl til fjölda
ára, en síðari ár vann hann hjá
heildversluninni Innes.
Kristján verður jarðsunginn frá
Háteigskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 15.
Elsku hjartans Kiddi minn. Ég sit
hérna með mynd af þér fyrir framan
mig, að fara í gönguferð, sem þér
þótti svo gaman, og sé ekki út úr aug-
um fyrir tárum. Minningarnar
streyma fram í hugann um allar góðu
stundirnar sem við áttum saman, og
ætluðum að eiga svo miklu miklu
lengur (það er verst að þú gleymdir
húfunni þinni). Ég ætla að reyna að
halda utan um drengina okkar og
vernda þá eftir bestu getu. Ég sakna
þín svo ægilega mikið. Þú varst best-
ur.
Þín elskandi
eiginkona.
Jæja, pabbi minn. Þannig fór það
nú. Kallið þitt kom mun fyrr en ég
átti von á. Er ég skrifa þessi orð er
ég uppi í herbergi að kljást við að
setja saman eðlisfræðiskýrslu sem
ég á að skila eftir viku. Ég er í vand-
ræðum með útreikninga. Brósi situr
frammi í tölvunni og mamma, amma,
Lilja, Daggi og Siggi sitja niðri með
sr. Helga Soffíu.
Elsku pabbi minn. Núna þegar
maður hugsar til baka streyma fram
allar þær góðu stundir sem við höf-
um átt saman síðastliðin 18 ár. Ég fæ
kökk í hálsinn. Ég gleymi ekki bréfi
sem ég fékk frá ykkur mömmu þegar
ég var í Sölvholti. Þið sögðust vera
svo stolt af mér. Þú varst líka stoltur
þegar ég byrjaði í flugskólanum. Ég
hefði svo innilega viljað fara með þig
í flugferð um landið, en því miður get
ég það ekki núna, kannski seinna. En
eitt veit ég þó, að þú verður ávallt
með mér og fylgist með mér og
Brynjari. Ég ætla að nýta mér vel
það tækifæri sem þú fékkst ekki í
æsku; tækifærið til framhalds- og
háskólanáms. Ég lofa að gera þig
stoltan af mér. Þinn sonur,
Andri.
Kæri vinur, það kemur sig vel fyr-
ir mig sem rithöfund að vita að þú
kærir þig ekki um orðaflaum. Það
þarf ekki að lýsa þínum mannkostum
fyrir þeim sem þekktu þig, hinir fóru
mikils á mis að hafa ekki kynnst þér.
Það var yndislegt að heyra hvað þú
heilsaðir konunni þinni fallega þegar
þú komst heim úr vinnunni. (Vissir
þó ekki af vitninu.)
Þótt drengirnir þínir virðist vera
góð mannsefni eiga þeir langt í land
að verða fullþroska, þá er gott fyrir
þá að eiga þig í minningunni sem fyr-
irmynd.
Elsku Kiddi minn. Ég geymi
minningarnar um þig og bið góðan
Guð að varðveita þig. Við engan á
þessi setning betur en þig: Traustur
vinur getur gert kraftaverk.
Tengdamóðir þín,
Gróa.
Kiddi bróðir minn er fallinn frá að-
eins fimmtíu og tveggja ára gamall.
Við fengum ekki langan tíma saman,
hittumst fyrst er við vorum báðir
komnir á fertugsaldur, Kiddi tveim-
ur árum eldri en ég. Kiddi og Stína
ræktuðu sambandið við mig og Re-
bekku konuna mína vel, komu oft í
heimsókn að kvöldlagi í rabb og
kaffisopa.
Það var gott að geta leitað til
Kidda ef eitthvað stóð til hvort sem
um var að ræða flutninga eða eitt-
hvað annað var hann alltaf tilbúinn
að rétta hjálparhönd enda starfaði
Kiddi sem sendibílstjóri í mörg ár.
Kiddi var lífsglaður maður, hafði
unun af útiveru og gönguferðum og
var það einmitt í gönguferð með
Sigga bróður að Kiddi varð bráð-
kvaddur 28. ágúst sl.
Traustur og góður drengur er fall-
inn frá, skarð rofið í systkinahóp.
Eftir stendur minning um góðan
dreng.
Stína, Andri og Brynjar, ykkar
missir er mikill. Ég bið góðan Guð að
vera með ykkur og hjálpa ykkur í
sorgum ykkar.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Kidda fyrir stutta en góða viðkynn-
ingu.
Hvíl í friði elsku bróðir.
Óskar Sigurðsson.
Mig langar að segja nokkur orð til
minningar um bróður minn. Eitt af
því fyrsta sem ég man var þegar ég
fór í fyrsta skipti norður á Miðsitju
til ömmu og afa og hitti þar hæglátan
og frekar þöglan ungling og var mér
tilkynnt að þetta væri Kristján og
væri hann bróðir minn. Ég hugsaði
ekki mikið um þennan nýja fjöl-
skyldumeðlim, enda var ég bara
krakki sem var að koma í sveitina en
það var svo miklu meira spennandi
en einhver unglingsdrengur. Svo leið
sumarið og ég fór aftur til Reykja-
víkur. Nokkrum árum seinna flutti
Kristján suður og bjó hann þá hjá
okkur á Hraunteignum þar sem for-
eldrar mínir bjuggu og þá var móð-
uramma okkar líka flutt til okkar.
Mér eru minnisstæð fyrstu jólin okk-
ar saman, en þá fékk ég Tinnabók frá
honum, en hann las mikið og átti ein-
mitt fullt af svona teiknimyndasög-
um. Hann var líka frímerkjasafnari
og gaf hann mér ein jólin frímerkja-
bók með frímerkjum í sem voru
óskaplega falleg. Kiddi bróðir var
mikill náttúruunnandi og gekk hann
reglulega upp á Esjuna og svo var
hann líka í hjálparsveitinni. Ég man
best eftir bróður mínum vinnandi og
keyrði hann hjá Flugleiðum í mörg
ár og fór ég oft með honum og þannig
lærði ég mikið inn á götuheiti
Reykjavíkurborgar. Hann var líka
alltaf reiðubúinn að hjálpa öllum og á
ég góðar minningar um hann þegar
hann kom upp á Akranes til að hjálpa
mér að mála og teppaleggja íbúðina
mína. Þar áttum við góða helgi sam-
an. Árið 1988 varð svo stóri bróðir
faðir og eignaðist hann dreng. Ári
seinna eignaðist hann svo annan
dreng og voru þeir gullmolarnir
hans. Kiddi var bæði mikill fótbolta-
unnandi og -spilari og fór hann oft
um landið til að fylgjast með fót-
boltaleikjum og kom oft upp á Akra-
nes til að fylgjast með leikjum og þá
með drengina sína með sér. En ég á
fleiri góðar minningar um stóra
bróður og er ein sú besta þegar ég
gifti mig árið 1994, en þá var hann
bílstjóri okkar hjóna og fórst það vel
úr hendi, enda vanur bílstjóri. Dag-
inn eftir fórum við svo með þeim
hjónum og fleirum í veiðitúr og var
það mjög skemmtileg ferð. Já, hans
Kidda bróður verður mikið saknað,
það var alltaf gaman þar sem hann
var. Elsku bróðir, það er erfitt að
þurfa að kveðja þig, ég hefði viljað
eiga meiri tíma með þér, en ég veit að
mamma og amma taka vel á móti þér
og að þú munt vaka yfir okkur öllum
og vernda okkur. Ég vil biðja góðan
Guð að gæta þín.
Þín litla systir,
Guðrún.
„Dáinn, horfinn“ – harmafregn!
hvílíkt orð mig dynur yfir!
En eg veit að látinn lifir;
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgrímsson.)
Elsku frændi minn. Kallið er kom-
ið. Þetta á ég erfitt með að skilja. Það
streyma minningarnar. Ég var 10
ára þegar þú fæddist og þú varst litla
dúkkan mín. Ég sat við rúmið þitt og
söng, og var fljót að skipta um bleiu.
Ég fékk oft tiltal um að það væri ansi
mikill bleiuþvottur. Ég sagði oft við
þig og Stínu að þú værir með falleg-
asta rass á öllu Íslandi. Þú byrjaðir
snemma að vinna með mér, sast á
vélarhlífinni á Fergunni, hring eftir
hring, klukkutímunum saman, með-
an ég var að slá eða vinna önnur
verk. Foreldrar þínir fóru til Reykja-
víkur þegar þú varst á öðru ári og
báðu móður mína að hafa þig í smá-
tíma og svo myndu þau sækja þig.
En mér til mikillar gleði kom sá tími
ekki. Ég var oft mjög sorgmædd
þegar ég spurði mömmu hvenær þú
yrðir sóttur, en ég fékk oft þau svör:
„Ég veit það ekki.“ Ég hótaði því að
fara með þig til fjalla og fela þig þar.
Þú vildir allt fyrir mig gera og það
var góð samvinna milli þín og Dagga
í öllu sem þið gerðuð saman. Eins
vildir þú öllum vel gera og greiða
götur í hvívetna. En þó náði það hug-
arþel sem á bakvið bjó lengra. Þú
varst sannur vinur og góður dreng-
ur. Þú varst um stund einn hjá fóstra
í sveitinni okkar en eftir að amma þín
kemur til mín kemur þú stuttu
seinna og varst hjá mér þegar þú
kynntist henni Stínu þinni. Það var
mikið lán. Svo flytjið þið í ykkar eigið
húsnæði og það var oft glatt á hjalla.
Síðasta samvera okkar var í höllinni
minni á Laugarvatni og ræddum við
gamla daga í sveitinni. Þú varst líka
að dytta að nýju höllinni ykkar sem
þið keyptuð í júní. Elsku Stína mín,
Andri og Brynjar, sorg okkar er mik-
il, en megi Guð vaka yfir velferð okk-
ar. Þakka þér, elsku vinur minn, all-
an þinn kærleik mér til handa. Það
var bjart yfir þér. Þú varst duglegur
og hjartahlýr.
Ljúfi faðir, ljósið bjarta,
loga þú í hverju hjarta.
Veit oss bræðrum visku þína,
vináttu lát aldrei dvína.
Kærleiksþeli kyntu undir.
Kenndu okkur allar stundir,
ljúfi guð, að líkna og græða,
láta sárin aldrei blæða.
Sannleiksþráin sé oss iðja,
svo við megum ætíð biðja,
þig, ljúfi guð, um líkn og þrótt.
(Sigurður Hólm Þórðarson.)
Guð blessi þig á nýrri vegferð,
Lilja frænka.
Þær voru margar góðar og ljúfar
stundirnar sem ég átti með Kidda og
konunni hans Stínu.
Við fjölskyldurnar gerðum mikið
saman í þau tæp tuttugu ár sem ég
fékk að njóta nærveru og vinskapar
Kidda. Til nokkurra ára voru þeir
bræður Kiddi og Siggi ármenn fyrir
stangveiðifélagið og voru ófáar
stundirnar sem þessar tvær fjöl-
skyldur eyddu við Langá.
Kiddi var mikill íþróttaáhugamað-
ur og eyddu þeir bræður mörgum
stundum saman í boltaáhorf og leik.
Bræðurnir þrír Kiddi, Siggi og
Daggi voru duglegir að rækta
bræðralagið sín á milli, bæði í veiði-
ferðum og nánum tengslum dags
daglega.
Kiddi var slíkur maður að öllum
leið vel í návist hans, rólegur en með
góðan húmor.
Elsku Stína mín, Andri og Brynj-
ar, ég á svo fá orð til að segja í ykkar
miklu sorg, nema að óska þess að
Guð og góðar vættir gefi ykkur styrk
í þessari skelfilegu sorg.
Ég vill einnig votta systkinum
Kidda og nánustu aðstandendum
hans mína dýpstu samúð.
Kær kveðja
Sigríður (Sigga Ásgeirs).
Það er svo sárt að hugsa að þú sért
farinn, elsku frændi minn, en þó veit
ég að þú ert kominn á betri stað og
þú vakir yfir okkur fjölskyldu þinni.
Ég man veiðiferðir okkar saman
þegar ég var lítil, fjölskylda mín og
þín, svo æðislegar minningar. Ávallt
beið ég eftir að sumarið kæmi því
ferðirnar upp í veiðibústað voru
ávallt svo skemmtilegar, Snemma á
morgnana fóru þú og pabbi að veiða
og við biðum hjá mömmum okkar ég
og strákarnir þínir og á meðan lékum
við okkur í allskonar leikjum í nátt-
úrunni.
Svo mörg ævintýri fékk ég að upp-
lifa með ykkur þegar ég var lítil og er
ég þér svo þakklát fyrir að hafa gert
þau að veruleika. Þú elskaðir náttúr-
una svo heitt enda eigið þið pabbi
margar góðar minningar um göngur
ykkar saman, þó svo þú hafir oft far-
ið einn þá er ég feginn að daginn sem
þú kvaddir þetta líf að faðir minn hafi
verið með þér. Svo þakklát er ég fyr-
ir þennan tíma sem ég hef fengið að
deila með þér í þessu lífi, allar veiði-
ferðirnar og útilegurnar, bara að
hafa komið til ykkar Stínu í smá kaffi
fannst mér æðislegt. Ég veit þú vakir
yfir þeim Stínu, Andra og Brynjari
en þú færð hjálp frá mér og pabba.
Mikill söknuður og ást, þín litla
frænka
Klara Jóhanna.
Við þökkum samfylgd á lífsins leið
þar lýsandi stjörnur skína
og birtan himneska björt og heið
hún boðar náðina sína
en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið
og að eilífu minningu þína.
(Vigdís Einarsdóttir.)
Elsku Kristín, synir og aðrir að-
standendur, megi Guð gefa ykkur
ljós, kraft, hvíld og frið til að starfa
áfram. Við vitum að sorgin er þung.
Innilegar samúðarkveðjur,
Soffía og fjölskylda.
Það sem fyrst kemur upp í huga
okkar þegar við hugsum til Kristjáns
er, traustur og góður vinur og dálítill
grallari.
Okkar leiðir lágu saman í gegnum
gönguferðir okkar og vinnu.
Oft var erfitt að ákveða hvert átti
að ganga þar sem mörg fellin og fjöll-
in höfðu verið gengin og alltaf var
verið að reyna að finna nýjar leiðir og
var það ekki vandamálið hjá Krist-
jáni að koma með hugmyndir, enda
hafði hann yndi af þessum göngu-
ferðum.
Hann var alltaf stundvís, fyrstur
mættur upp við Rauðavatn, stundum
með Sigurði bróður sínum og beið
eftir að við hin hunskuðumst á svæð-
ið þar sem lagt var í hann.
Við fundum fyrir því hjá Kristjáni
að honum var annt um náttúruna og
allt umhverfi í kringum sig, hvað sem
um var rætt, hann hafði alltaf eitt-
hvað fróðlegt til málanna að leggja.
Það voru ekki lætin í Kristjáni,
hann var frekar til hlés en þegar
hann tók til máls lögðum við okkur
fram um að hlusta eftir því, þar sem
hann var vel lesinn, einnig gat þar
fallið ein lúmsk glósa.
Ein af minningum okkar úr
gönguferðunum er þegar Kristján
mætti með nýja göngustafi. Hann
hafði lengi vel gengið með „mont-
prik“ eins og við kölluðum það. End-
aði annar af nýju göngustöfunum
bara undir handarkrikanum á hon-
um í stað þess að vera notaður. Einn-
ig beitti hann skemmtilegum stíl við
notkun stafanna, sá sem gekk fyrir
aftan Kristján mátti hafa sig allan við
að fá ekki stafinn í hægri hönd Krist-
jáns í sig, þar sem sveiflan var kröft-
ug í meira lagi.
Oft var hlegið og smjattað í senn í
þessum ferðum, þar sem súkkulaðið
var aldrei langt undan.
Vottum fjölskyldu Kristjáns okkar
dýpstu samúð. Minningin um góðan
dreng lifir.
Gönguhópurinn.
Okkar ágæti samstarfsmaður og
félagi, Kristján Valdimarsson, er nú
fallinn frá í blóma lífsins. Kristján
kom til starfa hjá fyrirtækinu við
sameiningu við annað fyrirtæki, Ry-
denskaffi, og vann sín störf ávallt af
samviskusemi og heilindum. Krist-
ján var bóngóður og góður vinnu-
félagi og hafði mikinn og lúmskan
húmor fyrir sjálfum sér og öðrum.
Hann var ákveðinn en hafði þægilega
nærveru.
Kristján var mikill göngu- og úti-
vistarmaður og þar gafst okkur,
samstarfsfólki hans, kærkomið tæki-
færi að kynnast nýrri hlið á honum.
Hann tók þátt í flestu því sem starfs-
fólkið tók sér fyrir hendur sér til
skemmtunar og var öflugur þátttak-
andi í félagsstarfi starfsfólks. Eigum
við öll, starfsfólk Innnes, góðar og
skemmtilegar minningar um Krist-
ján.
Við vottum aðstandendum Krist-
jáns innilega samúð okkar.
Starfsfólk Innnes.
Kristján Örn
Valdimarsson
Þér kæra sendi kveðju
með kvöldstjörnunni blá
það hjarta, sem þú átt,
en sem er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu,
þótt ei oftar sjáumst hér.
Ó, Guð minn ávallt gæti þín,
ég gleymi aldrei þér.
(Bjarni Þorsteinsson.)
Elsku Stína, Andri og
Brynjar, við vottum ykkur
okkar innilegustu samúð og
megi góður Guð hugga ykk-
ur í sorg ykkar.
Guðrún, Jón og börn,
Danmörku.
HINSTA KVEÐJA
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
LÁRA STEINUNN EINARSDÓTTIR,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði föstudag-
inn 1. september sl.
Útför hennar verður gerð frá Ísafjarðarkirkju
laugardaginn 9. september nk. kl. 14.00.
Halldór Halldórsson,
Ingibjörg Halldórsdóttir, Hannes Guðmundsson,
Sigrún Halldórsdóttir, Björn Jóhannesson,
Marta Kristín Halldórsdóttir, Jón Rúnar Gunnarsson,
Einar Halldórsson, Kristjana Guðmundsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Lokað
Heildverslunin Innnes er lokuð í dag eftir hádegi, föstudaginn
8. september, vegna jarðarfarar KRISTJÁNS VALDIMARSSONAR.
Innnes heildverslun.