Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 47
menning
Hef hafið störf á Hárgreiðslu- og
rakarastofunni Klapparstíg
Viðskiptavinir, bæði gamlir
og nýir, velkomnir
Soffía María Magnúsdóttir
hársnyrtir
Hvað segirðu gott?
Brakandi fínt bara, þakka þér fyrir.
Á að banna reykingar alfarið á veitinga- og skemmti-
stöðum? (Spurt af síðasta aðalsmanni, Ásdísi Svövu
Hallgrímsdóttur fegurðardrottningu)
Ég er ansi hrædd um að ef það yrði gert þá myndi
rjúka allsvakalega úr óþægilega mörgum eyrum og and-
rúmsloftið sem af þeim illu hugsunum hlytist væri sýnu
óbærilegra en sígarettureykur.
Kanntu þjóðsönginn?
Æ nei, ég er ekki flink að muna texta sem ég skrifaði
ekki sjálf.
Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert?
Ég fór til Kaupmannahafnar í sumar, á ægilega merki-
legan bissnessfund.
Uppáhaldsmaturinn?
Ég er svolítið veik fyrir safaríkum hamborgurum
þessa dagana.
Bragðbesti skyndibitinn?
Hambó og onigiri, japanskur þaravafningur með hrís-
grjónum og túnfiski innan í sér.
Besti barinn?
Það er enginn góður, þeir eru mislélegir. Síst lélegi
barinn í bænum er kannski Sirkus.
Hvaða bók lastu síðast?
Draugaskrudduna Alias Grace eftir Margaret At-
wood.
Hvaða leikrit sástu síðast?
Það er orðið vandræðalega langt síðan ég fór í leikhús.
Ég man það hreinlega ekki.
En kvikmynd?
Takk fyrir að reykja.
Hvaða plötu ertu að hlusta á?
Les Paul & Mary Ford eru í geislaspilaranum, blístr-
andi fínir smellir þeirra frá sirka 1954, mjög sjarmerandi
stöff. Svo er neongul vínylplata sem heitir Bad News
Travels Fast á fóninum. Annars er ég búin að hlusta
gríðarlega mikið á hina sænsku El Perro del Mar í sum-
ar. Sú er flink!
Uppáhaldsútvarpsstöðin?
Rás eitt.
Besti sjónvarpsþátturinn?
Besti sjónvarpsþáttur allra tíma er Twin Peaks, gömlu
góðu Tvídrangarnir. Áhrif þeirra munu seint renna úr
æðunum. En af því sem er í loftinu núna er Rockstar
Supernova efst á blaði. Ég veit ekki hversu góðir þeir
eru sem slíkir en ég verð að viðurkenna að ég datt alveg
inn í stemninguna.
Gætirðu hugsað þér að taka þátt í raunveru-
leikaþætti í sjónvarpi?
Ekki séns.
G-strengur eða venjulegar nærbuxur?
Hvorugt.
Helstu kostir þínir?
Hvatvísi og fífldirfska.
En gallar?
Ég er mjög léleg í því að steikja hamborgara.
Besta líkamsræktin?
Það er helst að ég hnykli hjartavöðvann eða þann í
höfðinu, annars er ég nú ekki mikið í spriklinu. Ég ætlaði
reyndar að leggja fyrir mig tamningar áður en ég lenti í
listinni, enda fátt stórkostlegra en að djöflast um á trítil-
óðri ótemju, með vindinn í hárinu.
Hvaða ilmvatn notarðu?
Það heitir Happy.
Ertu með bloggsíðu?
Nei, ég á nú bara gamaldags dagbók sem er vel falin
og svo almennilega heimasíðu fyrir þær upplýsingar sem
ég kæri mig um að gasprað sé um.
Pantar þú þér vörur á netinu?
Nei.
Flugvöllinn burt?
Bara ef það kemur eitthvað gott í staðinn.
Hvers viltu spyrja næsta viðmælanda?
Ég ætla að fá spurningu lánaða hjá listamanninum
Hafler Trio. Hvað myndirðu gera ef þú vissir að það gæti
ekki brugðist?
Íslenskur aðall | Kristín Björk Kristjánsdóttir
Hnyklar
hjartavöðv-
ann reglulega
Morgunblaðið/Þorkell
Óhemja Kira Kira veit fátt stórkostlegra en að djöflast
um á trítilóðri ótemju, með vindinn í hárinu.
Tónlistarkonan Kira Kira, Kristín
Björk Kristjánsdóttir, er meðal
fjölda listamanna sem troða upp á
stórtónleikum í Iðnó í kvöld.
NORÐMAÐURINN Hamer er leik-
stjóri og handritshöfundur opn-
unarmyndarinnar Factotum, og
opnar dyrnar fyrir þessari
hæversku mannlífsmynd, tregafullri
og gamansamri í senn.
Á haustmánuðum um miðjan
sjötta áratuginn geysist flokkur Svía
á Volvo-kryppunum sínum yfir
norsku landamærin. Kryppurnar
eru með húsvagna í eftirdragi og á
þá er fest, að því er virðist, ofvaxinn
borðstofustóll fyrir börn. Tilgangur
stólanna kemur fljótlega í ljós, í bíl-
unum eru menn frá Sænsku heim-
ilisrannsóknarstofnuninni, komnir
til að kanna eldhúsvenjur norskra
piparsveina.
Mennirnir koma sér fyrir í einu
horni eldhússins og skrásetja allar
hreyfingar íbúans og hafa til þess
fína yfirsýn úr stólunum góðu.
Myndin segir af samskiptum
Folke (Norström), eins þessara
sænsku vökumanna, og Ísaks
(Calmeyer), einbúa í norsku sveita-
héraði. Sambúðin gengur stirðlega
til að byrja með en þróast í vináttu.
Mesta furða hvað Hamer tekst að
mjólka út úr nærskoðun á tveim ein-
mana og harðlæstum einstaklingum,
en þeir eiga, þegar öllu er á botninn
hvolft, fjölmargt sameiginlegt. Sam-
skipti þeirra eru fyndin í einfaldleik-
anum, Hamer hefur glöggt auga fyr-
ir skoplegu hliðum tilverunnar og af
nógu að taka hjá einförunum tveim
og hann heldur fislétt gangandi
áhugaverðum tjáskiptum mann-
anna. Stílbrot verða á Eldhússálm-
um þegar endahnúturinn nálgast,
sem Hamer leysir ekki jafnmjúklega
og það sem á undan er gengið. Engu
að síður frumleg og vel gerð og leik-
in skemmtun þar sem aðalleik-
ararnir tveir fara á kostum.
Eldhúsvenjur einfaranna
KVIKMYNDIR
IIFF 2006: Regnboginn
Leikstjóri: Ben Hamer. Aðalleikarar:
Joachim Calmeyer, Tomas Norström,
Bjørn Floberg, Reine Brynolfsson. 95
mín. Noregur/Svíþjóð 2003.
Kitchen Stories – Salmer fra kjøkkenet
Sæbjörn Valdimarsson
Mannlífsmynd „Tregafull og gamansöm í senn,“ að mati gagnrýnanda.
Fréttir á SMS