Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 42
SÆNSKA dauðarokkssveitin Entombed heldur tónleika á Nasa í kvöld ásamt hljómsveitinni Mínus. Þegar blaðamaður náði tali af Frosta, einum af forsprökkum Mín- uss, kom í ljós að Entombed hefur lengi verið ein af hans uppáhalds- hljómsveitum: „Það þekkja kannski ekki svo margir á Íslandi þessa hljómsveit, en þetta var eitt að- albandið í dauðarokkssenunni í gamladaga. Þegar tími dauðarokks- ins var liðinn þróaðist hljómsveitin yfir í meira rokk og ról, en þeir hafa aldrei fylgt meginstraumnum og eru mjög virtir innan sinnar senu. Með- limir Mínuss eru miklir Entombed aðdáendur og persónulega hefur þetta verið mín uppáhaldshljómsveit alveg frá því ég var unglings- strákur,“ segir Frosti. Hellingur af nýju efni Tónleikarnir í kvöld verða fyrstu „alvöru“ tónleikarnir sem Mínus heldur í hálft annað ár: „Við spil- uðum óauglýst á Menningarnótt, en í kvöld verður fyrsta alvöru giggið okkar í langan tíma. Við vorum bún- ir að spila svo lengi eftir að við gáf- um út Halldór Laxness og vorum mikið að endurtaka okkur þó alltaf slæddist með eitthvað af fersku efni. Það varð því úr að við ákváðum að segja nei við öllu tónleikahaldi og leggjast í dvala, vera í æfinga- húsnæðinu og semja og helst ekki spila neitt fyrr en ný plata væri kom- in út,“ segir Frosti af tónleikahvíld Mínuss. „Nú er svo komið að við erum til- búnir með allt efnið á nýja plötu, og ætluðum reyndar að taka hana upp núna í september, en það hefur dregist aðeins vegna tæknilegra at- riða. Við gátum samt ekki setið á okkur lengur að spila, og ætlum á tónleikunum í Nasa að flytja nýja efnið opinberlega.“ Tuttugu ára aldurstakmark er á tónleikana í kvöld og verður húsið opnað klukkan 21. Vaknað úr dvala Mínus og Entombed á Nasa í kvöld Entombed Koma alla leið frá Svíþjóð í Nasa. www.myspace.com/minus Morgunblaðið/ÞÖK Mínus Bjarni, Bjössi, Krummi, Frosti og Þröstur spila loks saman á ný. Staðurstund Halla Gunnarsdóttir opnar sýn- ingu í Galleríi Turpentine sem samanstendur af skúlptúrum og olíumálverkum. » 44 myndlist Það er með ólíkindum hve af- kastamikill andlegi meistarinn Sri Chinmoy hefur verið á lista- sviðinu. » 45 af listum Uma Thurman fer með hlutverk ofurkonunnar Jenny sem grípur til sinna ráða þegar kærastinn hættir með henni. » 46 kvikmynd Kira Kira elskar hamborgara þótt hún kunni ekki að elda þá sjálf. Hún heldur dagbók sem hún geymir á vissum stað. » 47 tónlist Myndlistarmennirnir Jim Colquhoun og Baldvin Ringsted sýna um þessar mundir í Gall- eríi Boxi á Akureyri. » 46 dómur Eftir Soffíu Haraldsdóttur AL GORE, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna og svo næstum-því-forseti árið 2000, hefur með heimildarmynd sinni Óþægilegur sannleikur, kveikt í umræðum um loftlagsbreytingar svo um munar á síðustu mánuðum og það um allan heim. Myndin er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni Iceland Film Festival og fer í almennar sýn- ingar hjá Sambíóunum 8. september. Gore fjallar í myndinni um ógnvekjandi af- leiðingar af hlýnun jarðar, svokölluð gróður- húsaáhrif, með vísan í rannsóknir vísindamanna og með samanburðarmyndum af landsvæðum til að sýna þróun mála á síðustu áratugum. Hann skýrir á föðurlegan hátt frá niðurstöðum rannsókna á þessu sviði og matar upplýsing- arnar í áhorfendur á afar einfaldan máta, að sumum finnst of einfaldan máta. En það er meðvitað. Óþægilegur sannleikur byggist á fyr- irlestri um hlýnun jarðar sem Gore hefur flutt um allan heim og þróað um þriggja áratuga skeið. Hann leggur áherslu á að ná til almenn- ings með boðskapinn, að menn skilji betur or- sakatengsl athafna sinna, og segist í myndinni hafa lagt umtalsverða vinnu í það í gegnum tíð- ina að einfalda fyrirlestur sinn þannig að allir ættu að geta skilið og meðtekið hann. „Kvikmyndagerðarmennirnir sannfærðu mig um að besta leiðin til að ná til sem breiðasta hópsins með þennan boðskap væri að gera kvik- mynd. Þannig mætti fullvissa fleiri um nauðsyn þess að sjá „sannleikann“ um aðstæður okkar. Við erum í kæruleysi og hugsunarleysi að eyði- leggja jörðina,“ sagði Al Gore í viðtali við Tíma- rit Morgunblaðsins í byrjun júní eftir kynningu myndar hans á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þeirra kenninga sem Gore heldur á lofti í myndinni. Margir telja að jörðin muni sjálf laga sig að loft- lagsbreytingum og breytingarnar þurfi alls ekki að vera af hinu illa. Þannig lýsir Trausti Valsson, prófessor við Háskóla Íslands, kenn- ingum sínum í viðtali við Morgunblaðið í ágúst um þau áhrif sem hækkandi hitastig gæti haft í för með sér. Slíkar breytingar gætu reynst af hinu góða fyrir Ísland og gera megi ráð fyrir að mikill fjöldi fólks vilji flytjast hingað búferlum. Himnasæla eða hörmungar á Íslandi? Gore grípur hins vegar til meira ógnvekjandi sýnar. Í fyrrnefndu viðtali sagði hann að viða- miklar breytingar þyrftu að verða á innan við tíu árum til að hægja á hlýnun jarðarinnar og koma í veg fyrir að þeim tímapunkti verði náð að ekki verði hægt að snúa þróuninni við. „Bráðni Norðurpóllinn mun það hafa í för með sér róttækar breytingar á jafnvægi geislunar milli jarðar og sólar. Bráðnun allra jökla ber vitni um hversu miklar breytingar hafa orðið á hlutföllum íss á jörðinni. Nú þegar er farið að sjást kröftugra aftakaveður sem rekja má til hlýnunar sjávar. Á því mun verða framhald að verulegu leyti og ef ekki verða gerðar breyt- ingar munum við verða fyrir gagngerum um- skiptum á öllum loftstraumum og haf- straumum, á mynstri rigninga og snjókomu, þurrka og flóða. Það mun skapast veðurfars- glundroði.“ Aðaláhyggjuefni Íslands af hlýnun jarðar sagði hann vera breytingar á Golfstraumnum eða stöðvun hans. Vísbendingar séu um að hægst hafi á honum um allt að þriðjung en það muni hafa hörmulegar afleiðingar í för með sér fyrir Ísland ef truflun verði á hafstraumakerf- inu. Frumsýning | Óþægilegur sannleikur Sannleikurinn hans Al Gore Reuters Pólitísk Fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, Al Gore, framleiðandinn Laurie David og leikstjórinn Davis Guggenheim gleðjast yfir unnu verki. |föstudagur|8. 9. 2006| mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.