Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                      !!"#$%&        '"()* &!!+& !      ,  - . *+ !! !!     ÞETTA HELST ... VIÐSKIPTI               !         / 0& 12 34 ")5 $)+/ ")5  2! 12 34 ")5 0& * 12 34 ")5 6 !! 0(2 12 34 ")5  7829* ")5 : 12 34 ")5 1$&*&2 8 *!& ")5 ' 34;&*7 8 *!& ")5 : *8 *!& <$ * ")5  2+$ ")5   &/  "& * ")5 = $ *&/ +2 $+3% 2 3%32>632? 2@ A@2)58 *!& ")5 B32 ")5      $ 7 12 34 ")5 C6 12 *& ")5 ,/+$ *&/ 12 34 ")5 D"+2A& ")5 2E77&*7 %&?(?&* ")5 F&**$3(?&* ")5 ! " # $ % $@32)G$ 7 3?32$ * 0)5 $ &   '( ,H I?  0&?!50+2?    !! !      ! !        !   " " " " " 62+E&*7 )2@ )E22 0&?!50+2?   > > > > > > > >   > > > > > > > > > > > J  K > J > K J K J >K J > K J >K J >K J >K J > K J K > J  K J >K J >K J > K > J >K > > > > > C+&$ 20&?!&4&  7&* &$8 ? I $ !  7L ' 34 $ 5  5  5 5  5 5  5 5  5 5 5 5  5   5   > > > > >                                          >   >  F&?!&4& I ;95 !25 C5 M "373* 2$&& A($& 0&?!&4           > > > > > ● HEILDARVIÐSKIPTI í Kauphöll Ís- lands í gær námu 18,8 milljörðum króna. Þar af voru viðskipti með hlutabréf fyrir um 1,8 milljarða. Úr- valsvísitalan lækkaði um 0,65% og er nú 6.033 stig. Hlutabréf flestra félaga lækkuðu í gær. Mest lækkun varð á bréfum FL Group og Össurar, 1,6% hvoru félagi um sig. Mest hækkun varð hins veg- ar á bréfum Marels, eða 2,0%, en einungis þrjú félög hækkuðu í Kaup- höllinni í gær auk Marels, Actavis, Avion og Atlantic Petrolium. Lækkun í Kauphöllinni ● BAE Systems hefur samþykkt að selja 20% hlut sinn í flug- vélaframleiðand- anum Airbus til EADS fyrir 1,9 milljarða punda eða um 240 millj- arða íslenskra króna. Samþykki hluthafar söluna mun EADS eiga Airbus að fullu. Frá þessu er greint í frétt á fréttavef BBC-fréttastofunnar. BAE selur hlut sinn í Airbus til EADS A380 Stærsta far- þegaþota heims. ÍSLAND er ásamt Lúxemborg í 9. sæti á lista yfir efnahagslegt frelsi þjóða og hefur fært sig upp um fjög- ur sæti frá árinu 2005. Á síðasta ári fékk Ísland einkunnina 7,7 af 10 mögulegum en í ár er einkunnin 7,9. Þessar niðurstöður er að finna í ársskýrslu um efnahagslegt frelsi þjóða, sem unnin er af Samstarfs- neti um efnahagslegt frelsi, en inn- an vébanda netsins eru óháðar rannsóknar- og fræðslustofnanir í meira en 70 ríkjum. Rannsókn- armiðstöð um samfélags- og efna- hagsmál er hluti af Samstarfsnetinu og birtir skýrsluna hér á landi. Í ár eru bornar saman upplýs- ingar um 130 þjóðir fyrir árið 2004, sem eru nýjustu tiltæku upplýs- ingar af þeirri gerð sem notast er við. Hong Kong heldur fyrsta sæti listans, en flestar þær þjóðir sem lægsta einkunn fá eru frá Afríku, Suður- og Mið-Ameríku og fyrrum kommúnistaríkjum. Botswana, sem er í 35. sæti er efst meðal Afr- íkuríkja sunnan Sahana. Chile, sem er í 20. sæti, stendur best meðal Suður- og Mið-Ameríkuríkja. Meðal neðstu ríkja á listanum eru m.a. Ruanda, Búrundí, Alsír, Venesúela og Zimbabwe. Skýrslan, sem stundum er nefnd Frelsisvísitalan, mælir að hvaða marki stefnumið og stofnanir ríkja styðja við efnahagslegt frelsi. Ísland í 9. sæti á frelsislistanum VÖRUHÚSI Debenhams við Drottn- ingargötuna, stærstu verslunargöt- una í Stokkhólmi, verður lokað í jan- úar á næsta ári en í staðinn verður opnað vöruhús í stíl við vöruhús NK (Nordiska Kompaniet). Þetta kemur fram í frétt á vef Dagens Industri þar sem rætt er við Åke Hellquist, versl- unarstjóra vöruhúss Debenhams. Hann segir Debenhams hafa þurft að standa undir miklum leigukostnaði við Drottningargötuna og til þess hafi þurft mikla sölu. Það hafi ekki tekist. Baugur Group opnaði Debenhams- verslunina í Stokkhólmi haustið 2002. Hellquist vildi í samtali við DI ekki gefa upp hvað rekstur Debenhams- verslunarinnar í þessi fjögur ár hefði kostað eigendurna. Í frétt DI segir að mörgum hafi á sínum tíma þótt þetta vera afar áhættusamt verkefni. „Það tókst ekki að bjóða upp á vöruúrval sem hentaði sænska markaðinum en það er al- gengt þegar erlendir aðilar hyggjast ná fótfestu í Svíþjóð.“ DBH Holding, eigandi Deben- hams-verslunarinnar, ætlar að opna nýtt vöruhús í Drottningargötu næsta vor þar sem meiri áhersla verð- ur lögð á hátískufatnað fyrir ungt fólk. DBH mun þó ekki standa fyrir rekstri verslana í vöruhúsinu heldur leigir öðrum verslunum og vöru- merkjum aðstöðu með svipuðu sniði og gert er í vöruhúsum NK í Svíþjóð. Stórverslun Debenhams í Stokkhólmi verður lokað Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is GLITNIR banki hlaut í gær verð- launin Ársskýrsla ársins 2005, sem félagið Stjórnvísi veitir. Bakkavör Group og Össur hlutu einnig sér- staka viðurkenningu Stjórnvísi fyrir vel gerðar ársskýrslur. Í rökstuðningi dómnefndar Stjórnvísi segir að ársskýrsla Glitnis sé aðgengileg og vönduð og gott jafnvægi ríki á milli einstakra mála- flokka. „Hún er mjög upplýsandi fyr- ir hluthafa, fjárfesta og aðra hags- munaaðila bankans og tekur á öllum helstu þáttum í starfsemi hans og framtíðaráformum. Hún uppfyllir í öllum aðalatriðum þær kröfur sem Kauphöll Íslands og dómnefndin gerir til góðrar ársskýrslu um efni og framsetningu.“ Fram kemur í tilkynningu frá dómnefndinni að það sé ánægjulegt að merkja megi verulegar framfarir í gerð ársskýrslna skráðra félaga á undanförnum árum. Ársskýrslur verði sífellt alþjóðlegri og yfirgrips- meiri enda sé slíkt til þess fallið að auka tiltrú fyrirtækja. Stjórnvísi eru frjáls félagasamtök sem hafa það að markmiði að stuðla að umbótum í stjórnun íslenskra fyr- irtækja. Í dómnefnd ársskýrsluverð- launanna 2005 voru Þorkell Helga- son, Heimir Haraldsson og Stefán Halldórsson. Kauphöll Íslands er bakhjarl verðlaunanna. Glitnir með árs- skýrslu ársins 2005 Morgunblaðið/Sverrir Afhendingin Árni M. Mathiesen og Vala Pálsdóttir, Kjartan Arnfinnsson og Magnús Torfason frá Glitni. SEÐLABANKI Íslands hefur mislesið bæði stöðuna á íbúða- og vinnumarkaði og með stefnu sinni er hann á öfugu róli miðað við hagsveifluna og mun því magna sveifl- urnar frekar en að draga úr þeim. Bankinn sér ekki það sem flestir aðrir þykjast sjá að niðursveiflan sé hafin og verðbólg- an sé að lækka mjög hratt. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins (SA), í leiðara á vef samtakanna. Hann bendir á að verðbólguvænt- ingar hafi gerbreyst og að lækkun verðbólgunnar nú sé vegna þess að umframeftirspurnin í hagkerfinu sé að dragast hratt saman með minni fjárfestingum miklu frekar en vegna hækkandi gengis krón- unnar. Þá bendir hann á að geng- isskellurinn í mars hafi gefið til kynna að markaðurinn hafi misst trú á að síhækkandi gengi krón- unnar stæðist löngu áður en svo væri sorfið að útflutnings- og sam- keppnisgreinum að það dragi nægi- lega úr eftirspurn og verðbólgu eft- ir þeim leiðum. „Því er hætta á að Seðlabankinn sé að segja sig frá hagstjórninni í næstu uppsveiflu með því að lækka ekki vextina nú þegar niðursveiflan er hafin.“ Seðlabanki magnar sveiflurnar Vilhjálmur Egilsson FJÁRFESTAR óskuðu eftir að kaupa meira en tífalda þá upphæð sem í boði var fyrir þá í fyrsta áfanga í hlutafjárútboði í fjárfestingarfélaginu Exista í gær. Um var að ræða útboð á hlutum Kaupþings banka í Exista. Seldir voru 300 milljónir hluta til fag- fjárfesta á genginu 21,5 krónur á hlut og nam söluverðið því 6,45 milljörðum króna. Tilkynnt hafði verið um sölu Kaupþings á 150 milljónum hluta á genginu 19,5 til 21,5. Samtals óskuðuð fjárfestar eftir að kaupa hlutabréf fyrir rúmlega 75 milljarða króna. Hlutafjárútboðið er liður í undir- búningi fyrir skráningu Exista í Kauphöll Íslands 15. september. Hátt gengi að mati LÍ Greiningardeild Landsbanka Ís- lands telur að útboðsgengi Exista, sem gefið var upp á bilinu 19,5–21,5 krónur á hlut, sé hátt. Greining Glitnis telur hins vegar að útboðs- gengið sé sanngjarnt. Þetta kemur annars vegar fram í Sérriti greining- ardeildar Landsbankans og hins veg- ar í Morgunkorni Greiningar Glitnis. Í Sérriti greiningardeildar Lands- bankans segir að starfsemi Exista byggist á góðri viðskiptahugmynd. Eignir félagsins séu traustar og stjórnendur þekktir fyrir góðan ár- angur í fjárfestingum sínum. Þá segir í ritinu: „Til að útboðsgengið teljist hagfellt fyrir fjárfesta þarf að vera meira af duldum eignum í félaginu en við teljum raunhæft að gera ráð fyrir og ávöxtun til framtíðar þarf að vera talsvert yfir markaðsávöxtun.“ Grein- ingardeildin telur þrátt fyrir þetta að góðar líkur séu á að bréf Exista hækki til skamms tíma litið. Í næstu viku, frá mánudeginum 11. september til miðvikudagsins 13. september verða 65 milljónir hluta seldir almenningi á sama verði og hlutaféð sem selt var fagfjárfestum. Umframeftirspurn í hlutabréf Exista »Seldir voru 300 milljónhlutir í fyrsta áfanga fyrir 6,45 milljarða króna. »Fagfjárfestar óskuðu eftirað kaupa fyrir rúmlega 75 milljarða. »Næstkomandi mánudaghefst almennt útboð. Boðn- ir verða 65 milljón hlutir. Í HNOTSKURN ) &   #'  5N 5 5N 5 5N 5 5N 5N 5 5N 5N # $%   & '()  *+,$, ( -  ' ( . ( %( ./0*1 /234 *+ *+, *+ *+ *+ *+- *+- *+ +. +. O& PI!& &*!3** ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.