Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.09.2006, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 17 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, staðfesti í gær að hann hygðist láta af embætti innan árs. „Næsta flokksþing eftir hálfan mánuð verður síðasta flokksþing mitt sem leiðtogi Verkamanna- flokksins … en ég ætla ekki að dag- setja þetta nákvæmlega núna,“ sagði Blair. Þarnæsta flokksþing verður í september á næsta ári. Mikil ólga hefur verið í þingflokki breska Verkamannaflokksins síð- ustu daga vegna tregðu Blairs til að greina frá því hvaða dag hann ætli að láta af embætti. Sjö þingmenn sögðu sig úr áhrifastöðum í ríkisstjórn Blairs til að mótmæla þessari tregðu hans. Stuðningsmenn Blairs vona að ummæli hans í gær verði til þess að vangaveltum um pólitíska framtíð hans linni. Aðrir þingmenn Verka- mannaflokksins sögðu hins vegar að ummælin nægðu ekki til að binda enda á ófriðinn í flokkn- um. „Við þurfum að fá nákvæma dag- setningu frá forsætisráðherranum,“ hafði fréttavefur breska ríkisút- varpsins, BBC, eftir einum þing- manna Verkamannaflokksins, Jer- emy Corbyn. Miðað við 4. maí? Aðstoðarmenn Blairs hafa neitað því að samkomulag hafi náðst um að hann dragi sig í hlé sem leiðtogi flokksins 4. maí, daginn eftir sveit- arstjórnarkosningar í Bretlandi. Þremur dögum áður verða tíu ár lið- in frá því að Blair varð forsætisráð- herra. Gangi þetta eftir lætur Blair af embætti forsætisráðherra 15. júní, eftir leiðtogakjör í Verkamanna- flokknum. Að sögn BBC er þessi tímaáætlun aðeins til bráðabirgða og hún gæti því breyst. Fast hefur verið lagt að Blair að víkja fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í maí, en talið er að Verkamannaflokkurinn gjaldi þá mikið afhroð. Gordon Brown fjár- málaráðherra, líklegur eftirmaður Blairs, er einnig sagður vera óánægður með að taka við leiðtoga- embættinu skömmu fyrir sumarhlé þingsins. Hyggst víkja innan árs Tony Blair afleiðingum að hann andaðist á skömmum tíma. Greer lét ummæli sín um Irwin falla í viðtali við ástralska sjón- varpsstöð í fyrradag. Sagði hún þá að þeir sem syrgðu Irwin væru GERMAINE Greer, sú kunna kvenréttindakona, hefur valdið miklu uppnámi í Ástralíu með gagnrýni sinni á „krókódílamann- inn“, Steve heitinn Irwin, en hann var í miklu uppáhaldi meðal landa sinna fyrir sjónvarpsþætti um villt dýr, ekki síst þau allra hættuleg- ustu. Greer sagði að Irwin hefði verið „til skammar“ og orðið fræg- ur fyrir „að niðurlægja dýr“. Steve Irwin, sem varð fyrst fræg- ur fyrir sjónvarpsþáttinn „Krókó- dílaveiðimaðurinn“, lést síðastliðinn mánudag en þá var hann að gera þátt um stingskötur, sem eru með baneitraða brodda á halanum. Kom ein þeirra höggi á hann með þeim „fífl“ og kvaðst trúa því að milljónir landa hans hefðu skammast sín fyr- ir hann. „Ég er ekki hissa á að illa hafi farið fyrir honum,“ sagði Greer og bætti við að loksins hefðu dýrin „komið fram hefndum“. Eins og líklegt er hafa þessi um- mæli ekki fallið í frjóan jarðveg meðal aðdáenda Irwins og hafa margir orðið til að hneykslast á þeim. Peter Beattie, ríkisstjóri Queens- lands, sagði að yfirlýsingar Greer væru „heimskulegt róttæklinga- rugl“ og að það væri fjarri öllum sanni að Irwin hefði farið illa með dýr. Greer harðorð um Irwin Germaine Greer Steve Irwin INDVERSKUR búddatrúarmunkur með grímu dansar hefðbundinn dans á trúarhátíð í Rabangla Manelhakhing-klaustrinu í ríkinu Sikkim í norðausturhluta Indlands í gær. Reuters Dans á trúarhátíð „Ársskýrsla Glitnis er aðgengileg og vönd- uð og gott jafnvægi ríkir á milli einstakra málaflokka. Hún er mjög upplýsandi fyrir hluthafa, fjárfesta og aðra hagsmunaaðila bankans og tekur á öllum helstu þáttum í starfsemi hans og framtíðaráformum.“ Úr umsögn dómnefndar Til hamingju, Glitnir með ársskýrslu ársins 2005 KAUPHÖLL ÍSLANDS Iceland Stock Exchange
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.