Morgunblaðið - 08.09.2006, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 08.09.2006, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. SEPTEMBER 2006 17 TONY Blair, forsætisráðherra Bret- lands, staðfesti í gær að hann hygðist láta af embætti innan árs. „Næsta flokksþing eftir hálfan mánuð verður síðasta flokksþing mitt sem leiðtogi Verkamanna- flokksins … en ég ætla ekki að dag- setja þetta nákvæmlega núna,“ sagði Blair. Þarnæsta flokksþing verður í september á næsta ári. Mikil ólga hefur verið í þingflokki breska Verkamannaflokksins síð- ustu daga vegna tregðu Blairs til að greina frá því hvaða dag hann ætli að láta af embætti. Sjö þingmenn sögðu sig úr áhrifastöðum í ríkisstjórn Blairs til að mótmæla þessari tregðu hans. Stuðningsmenn Blairs vona að ummæli hans í gær verði til þess að vangaveltum um pólitíska framtíð hans linni. Aðrir þingmenn Verka- mannaflokksins sögðu hins vegar að ummælin nægðu ekki til að binda enda á ófriðinn í flokkn- um. „Við þurfum að fá nákvæma dag- setningu frá forsætisráðherranum,“ hafði fréttavefur breska ríkisút- varpsins, BBC, eftir einum þing- manna Verkamannaflokksins, Jer- emy Corbyn. Miðað við 4. maí? Aðstoðarmenn Blairs hafa neitað því að samkomulag hafi náðst um að hann dragi sig í hlé sem leiðtogi flokksins 4. maí, daginn eftir sveit- arstjórnarkosningar í Bretlandi. Þremur dögum áður verða tíu ár lið- in frá því að Blair varð forsætisráð- herra. Gangi þetta eftir lætur Blair af embætti forsætisráðherra 15. júní, eftir leiðtogakjör í Verkamanna- flokknum. Að sögn BBC er þessi tímaáætlun aðeins til bráðabirgða og hún gæti því breyst. Fast hefur verið lagt að Blair að víkja fyrir sveitarstjórnar- kosningarnar í maí, en talið er að Verkamannaflokkurinn gjaldi þá mikið afhroð. Gordon Brown fjár- málaráðherra, líklegur eftirmaður Blairs, er einnig sagður vera óánægður með að taka við leiðtoga- embættinu skömmu fyrir sumarhlé þingsins. Hyggst víkja innan árs Tony Blair afleiðingum að hann andaðist á skömmum tíma. Greer lét ummæli sín um Irwin falla í viðtali við ástralska sjón- varpsstöð í fyrradag. Sagði hún þá að þeir sem syrgðu Irwin væru GERMAINE Greer, sú kunna kvenréttindakona, hefur valdið miklu uppnámi í Ástralíu með gagnrýni sinni á „krókódílamann- inn“, Steve heitinn Irwin, en hann var í miklu uppáhaldi meðal landa sinna fyrir sjónvarpsþætti um villt dýr, ekki síst þau allra hættuleg- ustu. Greer sagði að Irwin hefði verið „til skammar“ og orðið fræg- ur fyrir „að niðurlægja dýr“. Steve Irwin, sem varð fyrst fræg- ur fyrir sjónvarpsþáttinn „Krókó- dílaveiðimaðurinn“, lést síðastliðinn mánudag en þá var hann að gera þátt um stingskötur, sem eru með baneitraða brodda á halanum. Kom ein þeirra höggi á hann með þeim „fífl“ og kvaðst trúa því að milljónir landa hans hefðu skammast sín fyr- ir hann. „Ég er ekki hissa á að illa hafi farið fyrir honum,“ sagði Greer og bætti við að loksins hefðu dýrin „komið fram hefndum“. Eins og líklegt er hafa þessi um- mæli ekki fallið í frjóan jarðveg meðal aðdáenda Irwins og hafa margir orðið til að hneykslast á þeim. Peter Beattie, ríkisstjóri Queens- lands, sagði að yfirlýsingar Greer væru „heimskulegt róttæklinga- rugl“ og að það væri fjarri öllum sanni að Irwin hefði farið illa með dýr. Greer harðorð um Irwin Germaine Greer Steve Irwin INDVERSKUR búddatrúarmunkur með grímu dansar hefðbundinn dans á trúarhátíð í Rabangla Manelhakhing-klaustrinu í ríkinu Sikkim í norðausturhluta Indlands í gær. Reuters Dans á trúarhátíð „Ársskýrsla Glitnis er aðgengileg og vönd- uð og gott jafnvægi ríkir á milli einstakra málaflokka. Hún er mjög upplýsandi fyrir hluthafa, fjárfesta og aðra hagsmunaaðila bankans og tekur á öllum helstu þáttum í starfsemi hans og framtíðaráformum.“ Úr umsögn dómnefndar Til hamingju, Glitnir með ársskýrslu ársins 2005 KAUPHÖLL ÍSLANDS Iceland Stock Exchange

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.