Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 1

Morgunblaðið - 12.09.2006, Side 1
STOFNAÐ 1913 247. TBL. 94. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÍSLENSK VEISLA VÖLLI SNÆR TÖFRAÐI FRAM KRÆSINGAR FYRIR KEPPENDUR Í ROCKSTAR: SUPERNOVA >> 40 GENAMENGI KORTLAGNING DÆGURTÓNLISTAR HEFUR ÁHRIF Á SMEKK >> 43 Fagleg og lögleg þjónusta í boði Löggild menntun snyrtifræðinga tryggir þér fagmennsku í snyrtingu og förðun og rétta og örugga húð- meðferð. Þú finnur snyrti- fræðinga í Félagi íslenskra snyrtifræðinga um land allt. Sjá nánar á Meistarinn.is. FÓLK sem missti ástvini sína í árásunum á Bandaríkin 11. september 2001 safnaðist í gær saman á reitnum þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, en þá voru fimm ár liðin frá hermdarverkum sjálfsmorðingjanna 19 sem kostuðu nær 2.800 Bandaríkjamenn og um 200 manns af öðru þjóð- erni lífið. Mörg þúsund manns söfnuðust saman við svæðið á Manhattan þar sem turnarnir stóðu. Var atburðanna minnst í gærmorgun klukkan 8.46 að staðartíma, sama tíma og fyrsta þotan skall á norðurturninum fyrir fimm árum. Næstæðsti maður al-Qaeda, Ayman al-Zawahri, hvetur á myndbandi sem birt var um helgina múslíma til að berjast gegn Bandaríkjunum en gefur í skyn að næst verði lagt til atlögu við Persaflóa og Ísrael. | 14 Reuters Ástvinir syrgðir á fimm ára ártíð London. AP. | David Cameron, leiðtogi breska Íhaldsflokksins, skildi í gær á milli sín og utan- ríkisstefnu George W. Bush Bandaríkjafor- seta. Gagnrýndi hann í ræðu m.a. fangabúð- irnar í Guantanamo og árásir Ísraela á Líbanon. Bretar ættu að vera traustir banda- menn Bandaríkjanna en ekki sýna þeim þræls- lund. „Sumt af því, sem menn hafa látið út úr sér um stríðið gegn hryðjuverkum, endurspeglar mjög einfalda sýn, bara hvítt og svart, gott eða illt en ég lít öðrum augum á málin. Ég er frjáls- lyndur íhaldsmaður fremur en nýíhaldsmað- ur,“ sagði Cameron en síðarnefnda heitið er oft notað um Bush og menn hans. Að sögn blaðsins The Guardian tók Cameron þó fram að hann væri sammála sumu í stefnu nýíhaldsmanna. Cameron gagnrýndi óbeint framkvæmd Íraksstríðsins. Sagði hann, að sprengjur og flugskeyti væru „slæmir sendiherrar“ og ekki til þess fallin að vinna hug og hjarta fólks. Gagnrýnir stefnu Bush HAMAS, samtök bókstafstrúaðra múslíma í Palestínu, samþykktu í gær að deila völdum með Fatah- samtökunum og er stefnt að því að samsteypustjórn verði mynduð á næstu vikum. Vonast leiðtogar Pal- estínumanna til að alþjóðasamfélag- ið hefji þá aftur fjárhagsstuðning við stjórnina sem er í reynd gjaldþrota. „Stöðugar tilraunir okkar til að þá samninga sem gerðir hefðu verið. Nýja ríkisstjórnin verður undir forystu Hamas-manns og verður mynduð á grundvelli stefnuyfirlýs- ingar sem flestir flokkar og samtök Palestínumanna samþykktu í lok júní en þar er tilveruréttur Ísraels viðurkenndur með óbeinum hætti. Talsmaður Hamas, Sami Abu Zuhri, fullyrti hins vegar í gær að Hamas neitaði áfram að viðurkenna Ísrael. „Við munum aldrei viðurkenna lög- mæti hernámsins,“ sagði Zuhri. koma á fót ríkis- stjórn þjóðarein- ingar hafa borið árangur,“ sagði Mahmoud Abbas, forseti Palestínu og leiðtogi Fatah. Viðbrögð Ísraela voru varfærin, Tzipi Livni utan- ríkisráðherra sagði Hamas verða að hafna hryðju- verkum, viðurkenna Ísrael og styðja Stefnt að samsteypustjórn Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Mahmoud Abbas VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri hefur verið að skoða hvernig hægt er að bæta úr strætóferðum til og frá Árbæjarhverfi. Ætlar hann að hitta hverfaráð Árbæjar á næstu dögum og kynna fyrir ráðinu þær hug- myndir sem hann hefur um breytingar á leiða- kerfi Strætós. Þetta kom fram í máli Vilhjálms á samráðsfundi borgaryfirvalda með íbúum um fegrun Árbæjarhverfis sem haldinn var í gærkvöldi en fegrunarátak verður í hverfinu næstkomandi laugardag, 16. september. Vilhjálmur sagðist hafa skilning á þeirri óánægju sem vart hefur orðið eftir að hrað- leiðin S5 var lögð niður síðastliðið sumar. Að sögn Björns Gíslasonar, formanns hverfaráðs Árbæjar, spurðu margir þeirra sem tóku til máls á samráðsfundinum í gær um fyrirætlanir borgaryfirvalda varðandi Strætó. „Það þarf bráðabirgðalausn á meðan stjórnsýsluúttekt á Strætó stendur yfir og ég er vongóður um að borgarstjóri komi með hana,“ sagði Björn. Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylking- arinnar í borgarstjórn og stjórnarmaður í hverfaráði Árbæjar, sagði málefni Strætós greinilega vera ofarlega í huga fólks. „En það voru ákveðin vonbrigði að það eru ekki komn- ar fram úrlausnir,“ sagði Dagur. Boðar breyt- ingar hjá Strætó í Árbæ LÁGVÖRUVERÐSVERSLANIR hafa hækk- að verð á matvöru frá því í janúar og í mörgum tilfellum nema verðhækkanirnar á annan tug prósenta. Á sama tíma hefur vísitala matar- og drykkjarvöru hækkað um 6,4%. Þetta kemur fram í samanburði sem verð- lagseftirlit ASÍ hefur gert á verðkönnun sem gerð var í janúar síðastliðnum og könnun sem gerð var í síðustu viku í fjórum lágvöruverðs- verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í fréttatilkynningu frá verð- lagseftirliti ASÍ að áberandi sé hversu mikil in á þessum hækkunum matvöru í lágvöru- verðsverslunum sé að verið sé að vinna upp tapið sem varð á rekstri verslananna í fyrra þegar kröftugt verðstríð var í gangi milli búð- anna. Hún bendir ennfremur á að ekki sé hægt að skýra hækkanirnar eingöngu með gengi í́s- lensku krónunnar því hluti matvaranna, sem hafa hækkað í verði, sé framleiddur hér á landi. hækkun hefur orðið á mjólk og öðrum mjólk- urafurðum á tímabilinu. Verð á brauðmeti hefur einnig hækkað en verð á grænmeti og ávöxtum sveiflast að jafn- aði talsvert eftir árstíma. Aðspurð segir Henný Hinz, verkefnisstjóri verðlagseftirlits ASÍ, að nærtækasta skýring- Matvara hefur hækkað langt umfram vísitölu  Miklar hækkanir | 24 Miklar hækkanir í lág- vöruverðverslunum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.