Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 6

Morgunblaðið - 12.09.2006, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 12. SEPTEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Terra Nova býður beint flug til Vilnius í Litháen í október. Vilnius er ein feg- ursta borg Evrópu, þar sem róman- tísk stemning liðinna tíma hefur varð- veist og einstakt er að njóta dulúðar fyrri alda. Borgin býður allt sem ferðafólk leitar eftir í borgarferð; fagr- ar byggingar, litríkt mannlíf og menn- ingu, glæsilega gististaði og verslanir í úrvali. Góð hótel í hjarta Vilnius og spennandi kynnisferðir í boði. Verð kr. 35.144 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi 8. okt. í 3 nætur á Hotel Europa City með morgunmat. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð, út 8. og heim 11. október. Netverð á mann. Beint flug 4. okt. - 17 sæti laus 8. okt. - laus sæti 11. okt. - 19 sæti laus Vilnius í haust Verð kr. 19.990 Ein fegursta borg Evrópu Skógarhlíð 18 – 105 Reykjavík – sími 591 9000 Akureyri – sími 461 1099 • Hafnarfirði – sími 510 9500 www.terranova.is - SPENNANDI VALKOSTUR FORMENN stjórnmálaflokkanna leggja áherslu á að það sé réttur Ís- lendinga að nýta auðlindir sjávar með sjálfbærum hætti, þar á meðal hvali og önnur sjávarspendýr, en hins vegar þurfi að fara með gát áð- ur en ákvörðun er tekin um hval- veiðar að nýju og þar á meðal horfa til þeirra hagsmuna sem eru í húfi. Nýta með sjálfbærum hætti „Það er stefna Sjálfstæðisflokks- ins að það eigi að nýta auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti, þar með talda hvalastofnana og um það hefur verið ályktað á landsfundum flokksins,“ sagði Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálf- stæðisflokksins. Hann sagði að hins vegar hefðu engar ákvarðanir verið teknar í þessum efnum. „Það liggur engin tillaga fyrir um þetta í ríkisstjórn- inni og þess vegna hef ég ekki litið svo á að þetta væri mál sem væri á dagskrá einmitt nú. Hins vegar hafa talað við mig bæði stuðnings- menn og andstæðingar þessa máls. Á því eru að sjálfsögðu margar hlið- ar, en ég hef aldrei viljað gefa eftir þann rétt okkar, og hef talað fyrir því víða á alþjóðlegum fundum, að nýta þessa dýrategund með sjálf- bærum hætti eins og flestir Íslend- ingar telja eðlilegt,“ sagði Geir enn- fremur. Eigum að hefja veiðar Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segist vera þeirrar skoðunar að Íslend- ingar eigi að hefja hvalveiðar og það af mörgum ástæðum. Veiðarnar eigi að vera sjálfbærar og það beri að stunda þær af varfærni og innan allra eðlilegra nýtingarmarka. „En það hefur meðal annars komið í ljós eftir því sem ég best veit, þó að ekki sé búið að gefa það endanlega út af Hafrannsóknastofnun, að það virðist liggja fyrir af þessum hrefnurannsóknum að hrefnan er miklu meiri afræningi á botnfiski ýsu, þorski og ufsa heldur en menn hafði órað fyrir áður en farið var að stunda þessar rannsóknir,“ sagði Guðjón Arnar. Hann sagði að hvalveiðar yrðu sjálfsagt ekki stundaðar með því að afsetja allt þetta kjötmagn á innan- landsmarkaði. Við yrðum að íhuga að geta nýtt þessar afurðir, en við yrðum einnig að stunda rannsóknir á þessum dýrastofnum og reyna að upplýsa eins og hægt væri hvaða samspil væri á milli sjávarspendýra og nýtingar á okkar nytjastofnum. „Ég held að menn eigi ekki að veigra sér við því að fara í þessar rannsóknir. Svo verður það bara að koma í ljós hversu víðtækt við för- um í nýtingu á þessum stofnum inn í framtíðina,“ sagði Guðjón Arnar ennfrem- ur. Fara á varlega Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, sagði að ekki hefði ver- ið rætt innan flokksins það sem nú væri á döfinni, að fara að veiða stórhval, en flokkurinn hefði hvatt til þess að farið væri varlega í þess- um efnum, bæði hvað varðaði hina lagalegu og þjóðréttarlegu stöðu. Þá þyrfti að vera ljóst að veiðarnar þjónuðu einhverjum tilgangi, þ.e. að það væri hægt að eiga viðskipti með afurðirnar. „Svo verður auðvitað að horfast í augu við það að hagsmunir Íslendinga eru orðnir býsna bland- aðir í þessum málum. Við erum ekki á móti því í sjálfu sér að hvalir séu nýttir frekar en aðrar tegundir, enda sé það gert með sjálfbærum hætti, en það þarf auðvitað að vega og meta það mjög vandlega hvað er þjóðhagslega skynsamlegast að gera í þessum efnum. Ég sé nú ekki fyrir mitt leyti að það þjóni miklum tilgangi að fara hér í veiðar á stórum hval ef veruleg óvissa er um að það sé nokkuð hægt að gera við afurðirnar,“ sagði Steingrímur enn- fremur. Mikilvægt að fara með gát Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði að málið hefði ekki verið rætt form- lega í Samfylkingunni, en hins veg- ar væri alveg ljóst að Samfylkingin hefði ekkert á móti sjálfbærri nýt- ingu sjávarspendýra frekar en ann- arra auðlinda sjávar. „Hins vegar tel ég mjög mikilvægt að fara að með gát í þessu sambandi, því það hefur auðvitað sprottið upp nýr iðn- aður víða um land í tengslum við hvali, sem er hvalaskoðun, og við megum ekki stefna þeirri atvinnu- grein í hættu vegna ásóknar í það að fara að veiða hvali. Þetta er ekk- ert síður rétthá atvinnugrein heldur en veiðarnar,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði að ef tekin væri ákvörðun um hvalveiðar á Íslandi væri mjög mikilvægt að hennar mati að þá væri veiðigetan ákvörð- uð í samráði eða að minnsta kosti ekki í andstöðu við hið alþjóðlega vísindasamfélag. Þá væri ekki alveg vitað hvort það væri markaður fyrir þessa vöru og meðal annars af þeim sökum væri enn síður ástæða til þess að stofna hvalaskoðun sem mikilvægri atvinnugrein í ferða- þjónustu í hættu. Skiptar skoðanir í flokkunum Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra og formaður Framsóknar- flokksins, sagðist taka undir þau sjónarmið sem kæmu fram hjá sjáv- arútvegsráðherra í Morgunblaðinu á sunnudag, en þar kom fram með- al annars að pólitísk ákvörðun í þessum efnum hefði ekki verið tek- in af ríkisstjórninni og þær vís- indaveiðar sem staðið hefðu yfir undanfarin þrjú ár hefðu verið liður í því að varpa ljósi á stöðu hvala- stofnanna. „Ég tek undir þau sjónarmið sem koma fram hjá sjávarútvegsráð- herra og við munum að sjálfsögðu taka þátt í þeirri pólitísku ákvörðun þegar hún verður borin fram, en okkur er kunnugt um að það eru skiptar skoðanir á málinu í öllum stjórnmálaflokkum,“ sagði Jón. Hann sagði að málið þyrfti að taka fyrir í þingflokki og forystu Framsóknarflokksins ef það yrði tekið upp með þeim hætti. Formenn stjórnmálaflokkanna leggja áherslu á rétt okkar til þess að nýta hvali Margar hliðar á því hvort hefja eigi hvalveiðar Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Geir H. Haarde Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Steingrímur J. Sigfússon Guðjón A. Kristjánsson Jón Sigurðsson SENDINEFND frá ríkisþingi Kali- forníu hefur verið hér á landi í op- inberri heimsókn undanfarna daga, m.a. til að kynna sér orku- mál, auðlindanotkun, sjávarútvegs- mál og efnahagsmál. Í gær heim- sóttu fulltrúar nefndarinnar Alþingi, og tók Sólveig Péturs- dóttir, forseti Alþingis, á móti þeim. Fyrir sendinefndinni fer Tom Torlakson, sem er af íslensk- um ættum. Þingmennirnir hafa undanfarna daga skoðað framkvæmdir við Kárahnjúka og álverið á Reyð- arfirði, auk þess sem þeir hafa ferðast um Suðurland til að kynna sér ferða- og atvinnumál. Á meðan heimsókn þeirra stendur er enn fremur á dagskrá að hitta Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, eiga fundi með forsætisráðherra og sjávarútvegsráðherra, og heim- sækja Nesjavallavirkjun. Morgunblaðið/Ásdís Þingnefnd frá Kaliforníu heimsótti Alþingi BANDARÍSKI flotinn hefur samið við Kögun hf. um rekstur fjar- skiptastöðvar flotans í Grindavík. Stöðin hefur verið rekin frá því á sjöunda áratugnum, og er hluti af fjarskiptaneti flotans sem sinnir m.a. skipum og kafbátum á hafi úti. Útboðið sem fram fór fyrr í sumar er hluti af endurskipulagningu sem átt hefur sér stað vegna brotthvarfs varnarliðsins, en stöðin var að mestu mönnuð bandarískum hermönnum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kögun. Þegar ljóst varð að reka þyrfti stöðina áfram var reksturinn boðinn út. Samningurinn sem gerð- ur hefur verið er til eins árs í senn innan rammaútboðs sem nær til næstu fimm ára. Kögun hefur annast rekstur og viðhald íslenska loftvarnarkerfisins frá árinu 1997 þegar það var tekið formlega í notkun. Starfmenn Kög- unar höfðu áður unnið að smíði kerf- isins í Bandaríkjunum og á Íslandi allt frá árinu 1989, og hafa því mikla þekkingu á hönnun og rekstri hern- aðarlegra fjarskipta- og upplýs- ingakerfa, segir í tilkynningunni. Bandaríski flotinn samdi við Kögun MENNIRNIR sem grunaðir eru um hnífaárásina í bensínstöð Select í Breiðholti aðfaranótt sunnudags gáfu sig fram í gær. Skömmu áður hafði lögreglan í Reykjavík sent fjöl- miðlum myndir sem teknar voru með öryggismyndavélakerfi bens- ínstöðvarinnar. Á myndunum mátti glöggt greina árásarmennina. Að sögn Bjarnþórs Aðalsteins- sonar, fulltrúa í ofbeldisbrotadeild lögreglunnar, voru mennirnir yf- irheyrðir í kjölfar handtökunnar og gistu þeir fangageymslur í nótt. Í dag verður svo tekin frekari ákvörð- un um framhald málsins. Í árásinni særðust öryggisvörður og afgreiðslumaður Select- stöðvarinnar en sá fyrrnefndi var stunginn í síðuna og sá síðarnefndi í ennið. Þeir voru fluttir á slysadeild en áverkar þeirra voru minniháttar. Hnífsblaðið stöðvaðist þó í rifbeini öryggisvarðarins. Gáfu sig fram í kjölfar mynd- birtingar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.